Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 21 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Bifreiðasmið vantar á vottað réttingaverkstæði Stundvísi og vandvirkni áskilin. Upplýsingar í síma 893 3108, Pálmi. PS Rétting, Súðavogi. Bifreiðasmiðir Viðurkennt réttingaverkstæði á góðum stað í bænum, með cabas-samninga við öll trygg- ingafélögin, óskar eftir bifreiðasmið. Framtíðar- möguleikar fyrir góðan mann og áhugasamann um rekstur verkstæðis. Umsókn og upplýsing- ar um fyrri störf sendist á box@mbl.is eða á auglýsingadeild Mbl. merkt: „7999“ Þormóður rammi — Sæberg hf. óskar eftir að ráða: Yfirvélstjóra á togara sem gerður er út á rækju- veiðar frá Siglufirði. Stærð aðalvélar er 1691 kW. Fyrsta vélstjóra á togara sem gerður er út á rækjuveiðar frá Siglufirði. Stærð aðalvélar er 1691 kW. Yfirvélstjóra á togara sem gerður er út á rækju- veiðar frá Siglufirði. Stærð aðalvélar er 1620 kW. Fyrsta vélstjóra á togara sem gerður er út á rækjuveiðar frá Siglufirði. Stærð aðalvélar er 1620 kW. Fyrsta vélstjóra á togara sem gerður er út á rækjuveiðar frá Siglufirði. Stærð aðalvélar er 1288 kW Upplýsingar veitir Ragnar Aðalsteinsson í síma 861 7862. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Norrænt samstarf í uppsveitum Árnessýslu Stofnfundur félagsdeildar Norræna félagsins í uppsveitum Árnessýslu verður í Skálholts- skóla miðvikudagskvöldið 18. júní kl. 20.30. Fulltrúar Norræna félagsins kynna starfsemina og þau tækifæri sem hún veitir íbúum upp- sveitanna. Gengið verður frá stofnun deildar- innar og henni valin stjórn. Veislukaffi í boði Norræna félagsins. Tökum þátt í gefandi og spennandi samstarfi við norræna frændur og vini. Undirbúningsnefndin. BÁTAR SKIP Sómi 800 m. kvóta til sölu Höfum til sölu Sóma 800, árgerð 1987, með Volvo Penta vél sem er árgerð 2002, hældrif. Selst með allri aflahlutdeild og aflamarki sem er þorskur 37,000 kg óveitt 25,000 kg 5Dng, færavindur fylgja og öll siglinga- og fiskleitar- tæki. Nánari uppl. veittar af skipasölu. Skipamiðlunin Bátar og kvóti, http://www.skipasala.com, sími 568 3330, fax 568 3331. Mín elskulega amma er dáin. Hún lést 8. maí síðast liðinn eftir langa sjúkdómslegu. Hún er núna komin til afa og tveggja sona sinna, og laus við allar kvalir. Það sem ég minnist allra helst er þegar ég var lítil og kom í sveitina til afa og ömmu. Þar var alltaf fólksfjöldi og amma kvartaði nú ekki yfir að þurfa elda ofan í alla saman, enda vön eldamennsku þar sem hún hafði unnið þó nokkuð sem matráðskona. Og minnist ég einnig þess hversu dugleg hún var að prjóna á okkur barnabörnin og seinna langömmubörnin. Það var alltaf gott að koma að Straumi. Á kvöldin dáðist ég að fléttunni hennar ömmu, en hafði hún þá mjaðmar sítt hár. Þar sem ég hef búið erlendis svo lengi var það því miður ekki nógu oft sem ég hitti hana, en ég hafði alltaf tíma til ÓLÖF GUÐRÚN GUÐBJÖRNSDÓTTIR ✝ Ólöf GuðrúnGuðbjörnsdóttir fæddist á Ballará í Klofningshreppi í Dalasýslu 18. janúar 1915. Hún lést á St. Jósefsspítala 8. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Breiðabólstaðar- kirkju á Skógar- strönd 17. maí. að heimsækja hana hvar sem á landi væri þegar ég kom til lands- ins. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Guð varðveiti minningu þína. Takk fyrir allt, elsku amma. Ólöf Bessa Ólafsdóttir Berntzen og Tore Berntzen. Elsku langamma okkar er dáin og sendum við hinstu kveðjur. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Takk fyrir allt, elsku langamma. Hvíl í friði. Alexander Johnny Tores- son Berntzen og Kristofer Toresson Berntzen. Það er byrjun júní norður við Laxá í Þing. Lífið er að vakna af vetrardvala og veiði- menn mættir á svæðið. Ég geng með frænda út í Hrútey og yfir í Brotaflóann. Hann gjörþekkti svæðið og ekki stóð á fróðleiknum. „Hér byrjum við efst í brotunum og færum okkur svo niður á flóann,“ sagði Haddi. „Hér tekur hann oft- ast,“ og það stóðst hjá frænda, því hann landaði einum fiski. Því næst gengum við niður í Steinbogaey og hann benti á litla lænu rétt ofan við neðri flóann, en þar tæki oftast fisk- ur. Og það passaði, öðrum fiski land- aði hann. Í flóanum fékkst fiskur og rétt neðan við flóann var sefbrúskur, og þar mátti maður líka eiga von á fiski. Það gekk eftir. Þetta var töfr- um líkast að sjá hann veiða. Ég hreinlega skildi ekki hvernig þetta væri hægt. Það var ekki mikil veiðin hjá mér í fyrsta veiðitúrnum mínum með honum. En þetta lærðist, kenn- arinn var góður. Við fórum frænd- urnir árum saman norður í Laxá, Haddi og strákarnir hans Eiríkur og Lúðvík. Þetta var yndislegur tími, enda á fáum stöðum á Íslandi eins frábært að veiða og þar. Haddi hafði fyrir löngu tekið ástfóstri við þenn- an stað. Með árunum fórum við að fara á Arnarvatnsheiðina og voru það frá- bærir veiðitúrar. Sonur hans Har- aldur Valur og Pétur bróðir bættust í hópinn. Tilhlökkunin var alltaf mikil að komast á heiðina á hverju vori og við vorum sammála um að þar endurhlóð maður batteríin sín. Þetta var ekki bara veiði, þetta var félagsskapurinn, þar ræddu menn saman, oft í trúnaði, léttu á hjarta sínu og áttu góðar stundir með vin- HARALDUR LÚÐVÍKSSON ✝ Haraldur Lúð-víksson vélfræð- ingur fæddist í Reykjavík 1. janúar 1930. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 30. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Langholtskirkju 8. maí. um sínum og frændum. Það voru sagðar enda- lausar veiðisögur og sögurnar hans Hadda eru svo skýrar í huga manns að maður kann orðið á veiði í veiðiám sem maður hefur aldr- ei komið í. Ég sé hann ljóslifandi fyrir mér standandi úti á Skála- tanga í Arnarvatni að kasta flugunni með sín- um sterku höndum og öruggu og hægu hreyf- ingum. Það var gaman að horfa á hann veiða. Hvað hann gat kastað langt og það var eins og að hann hefði ekkert fyr- ir þessu. Stundum var hann kominn niður á undirlínu norður í Laxá og þá var ég að berjast við að koma út einum þriðja af flugulínunni. Hann var einstaklega fiskinn og næmur á umhverfið. Þetta er náðargáfa sem ekki er öllum gefin. Einhverju sinni stóð hann með sonum sínum við veiðar í Hlíðarvatni. Hann dró hvern fiskinn af fætur öðrum en ekki var það sama að segja um þá og eru þeir þó ekki neinir meðalmenn í veiði. Þeir báðu um að fá að skipta um stað við hann, þeir settu á sömu flugu og hann, og á endanum fengu þeir stöngina hans lánaða. En hann einfaldlega veiddi meira en þeir. Það munaði litlu, var oft sagt í gamni. En einhverju sinni þegar Haddi og Ei- ríkur komu upp úr Hofstaðaeyju í Laxá þá kom í ljós að Haddi var með einum fleiri urriða en sonur hans. Þá munaði litlu. En aldurinn sagði til sín og hann góður kennari, svo nem- endurnir fóru að skáka kennaran- um. Einu sinni í Laxá á Ásum var sett á hann fluguveiðibann. Þá var kappið svo mikið í laxveiðinni að draga sem flesta laxa að ég sagði við hann að nú skyldum við hætta þessu veseni með fluguna og nota bara maðkinn enda væri hann vænlegri til árangurs. Frændi tók því ekki illa, en oft hafði hann gaman af að minnast á þetta. En fyrsta veiðiferðin mín með honum var þegar ég fór með for- eldrum mínum sem smá gutti upp á Kjöl í veiðiferð með Hadda og fleir- um. Þá elti ég hann og aðra veiði- menn um allt. Þar hef ég líklega smitast af veiðibakteríunni. Það var einmitt þar sem Haddi og Ólafur Ingimundarson veiðifélagi hans stóðu hvor sínum megin við ána og voru báðir búnir að setja í fisk, en það var alveg sama hvað þeir tog- uðu, alltaf streittist fiskurinn á móti. Á endanum sáu þeir fiskinn koma beint upp úr ánni og hanga í loftinu, en þá var fiskurinn búinn að bíta á hjá báðum og þeir voru að togast á sín á milli um fiskinn. Svona mætti endalaust segja veiðisögur. Það voru fastar venjur í veiðiferð- um að borða það sem við veiddum. Það var soðinn silungur í hádeginu og steiktur á kvöldin og ávallt var Haddi kokkurinn. Þetta var ekki bara siður, þetta voru trúarbrögð. Margur veiðimaðurinn mætti taka sér það til fyrirmyndar að borða veiði sína ferska, í stað þess að koma með pulsur og sviðakjamma, og nú það nýjasta að klappa og strjúka fiskinum og sleppa honum svo hálf- dauðum í vatnið aftur. Nei, við höfð- um oft á orði að við værum veiði- menn, ekki sportveiðimenn. Hann kenndi manni að njóta nýmetisins og þetta var órjúfanlegur hluti af veiðiferðunum að borða nýjan fisk. Nú kemur kokkurinn ekki lengur með í veiðiferðirnar. En við frænd- urnir förum vonandi áfram í veiði- ferðir og það verður munstraður nýr kokkur. Ég veit að Haddi var hamingju- samlega kvæntur og hafði sterk tengsl við börn sín. Hann hafði hlýtt og traust viðmót. Það var gott að leita til hans og eiga hann að frænda og vini. Hans verður sárt saknað. Hann var alltaf svo hraustur og því komu veikindi hans og andlát eins og reiðarslag yfir mann. Hans brott- hvarf finnst manni ekki hafa verið tímabært. Ég var svo sannfærður um að hann ætti mörg ár eftir ólifuð og kæmi með okkur frændunum áfram á Arnarvatnsheiðina. Við grínuðumst með það að við kæmum og næðum í hann á elliheimilið og tækjum hann með okkur á Arnar- vatnsheiðina. En eitt er víst að hann verður með okkur í huganum og hjörtum okkar. Ég færi Stellu, Lúð- vík, Eiríki, Elsu, Haraldi Val, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Það er skarð fyrir skildi. Haukur Friðriksson. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.