Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Soffia Nielsenfæddist í Reykja- vík 8. maí 1922. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli 2. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Ólafs- dóttir Nielsen, f. 17. ágúst 1895, d. 24. jan- úar 1976, og Jørgen C.C. Nielsen, bakara- meistari frá Svend- borg í Danmörku, f. 14. apríl 1890, d. 6. apríl 1975. Soffia var elst fimm systkina en þau eru Guðrún, Valdemar, Ólaf- ur og Helga. Soffia giftist Guðjóni Sigurðs- syni, f. 5. nóvember 1921. Foreldr- ar hans voru Jó- hanna I. Bjarnadóttir, f. 19. september 1891, d. 8. ágúst 1978, og Sigurður Magnús- son, f. 27. febrúar 1894, d. 2. ágúst 1955. Guðjón er elst- ur fjögurra systkina en þau eru Jófríður, Rafn og Sverrir, sem lést fyrir nokkrum árum. Soffia og Guð- jón eignuðust eina dóttur, Önnu Björgu, f. 30. maí 1964. Útför Soffiu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku mamma mín, við pabbi munum sakna þín, en þökkum Guði fyrir að þú ert laus við þínar þján- ingar og geymum minninguna um þig í hjörtum okkar. Sofðu rótt, elsku mamma. Þín dóttir Anna Björg. Elsku Sessa mín. Nú hefur þú fengið hvíldina eftir langvarandi og erfið veikindi. Sérstaklega voru þrjú síðustu árin þér þung í skauti. Þegar ég fór frá þér laugardaginn 2. ágúst um eftirmiðdaginn, var líðan þín svipuð og verið hafði nokkra undan- gengna daga, en um kl. 21.30 hringdi hjúkrunarkona og sagði að þér hefði versnað verulega. Ég hraðaði mér niður á Skjól og var komin þangað að vörmu spori. Mér brá við að sjá hve snögglega þér hafði hrakað og ljóst hvað yrði. Ég tók hönd þína í mína og lagði kinn við kinn og hvíslaði að ég væri komin til þín. Það var rétt eins og þú hefðir beðið eftir þessu, því stuttu seinna varst þú lögð í ferðina, sem okkar allra bíður. Ég veit að mamma og pabbi hafa tekið á móti þér opnum örmum og ég veit að þú bíður mín þegar minn tími kemur. Elsku Sessa mín, minningarnar streyma í gegnum hugann. Þú varst alltaf að hjálpa mömmu að þrífa heima á Bestó, jafnt úti sem inni og jafnvel gangstéttina úti á götu. Ég minnist þess að þegar þú varst á fullu að skúra eða bóna og bræður okkar óðu yfir hjá þér, þá fengu þeir heldur betur orð í eyra. Ég hef varla verið meira en fjögra til fimm ára og þóttist vera að sópa útitröppurnar. Kom þá annar bróðirinn og óð yfir þar sem ég var að sópa og auðvitað þurfti ég að skamma hann fyrir. Þá spurði mamma mig af hverju ég léti svona og svaraði ég að það ætti mað- ur alltaf að gera þegar maður væri að sópa – þarna sérðu hversu fljót ég var að læra þetta. Einnig minnist ég þess ef ég var lasin, að ég bað mömmu að hringja til þín í vinnuna og láta þig vita. Þá vissi ég að þú kæmir með dúkkulísur eða litabók, liti og nammi. Alltaf varstu gefandi mér hvaðeina. Þú varst mér ávallt eins og besta mamma, börnunum mínum og barnabörnum eins og amma. Elsku Sessa mín, ég hef aldrei getað full- þakkað þér allt það sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Víst munu Anna Björg og Guðjón eiga okkar stuðning vísan. Sessa mín, manstu þegar þú komst til mín á Móaflötina, skipti eft- ir skipti að „moldvarpast“ í garðin- um, þá var nú stuð á „minni konu“. Mikið eigum við eftir að sakna þín. Nú eigum við ekki eftir að heyra þig segja „ó, hvað þetta er gott“ yfir sunnudagskaffinu. Ég gæti haldið áfram endalaust, en læt hér staðar numið. Elsku Anna Björg og Guðjón, ég veit að þetta er ykkur erfitt, en ég veit líka að þið eruð fegin því að nú er hún laus við allar þjáningar og komin til þeirra sem henni þótti svo vænt um. Þið voruð svo dugleg við að heimsækja hana, nánast á hverjum degi, og styðja hana í veikindum hennar. Guðjón minn, ég vona að þú jafnir þig eftir veikindin og Guð gefi þér góða heilsu á ný. Elsku Anna Björg mín, þú ert algjör hetja og átt allt hrós skilið. Þú hefur verið for- eldrum þínum mikið góð dóttir og gert allt fyrir þau, sem í þínu valdi hefur staðið. Læknum og hjúkrunarfólki á Skjóli þökkum við fyrir frábæra umönnun, mikla hlýju og góðvild. Einnig þökkum við læknum og hjúkrunarfólki á Landakoti, en þar dvaldi hún á árunum 2001–2002. Elsku Sessa mín, Guð blessi þig og varðveiti að eilífu. Hjartans þökk fyrir allt. Þín „litla“ systir (Lilla) Helga. Ég ásamt tveim yngri systkinum, Ólafi Karli og Þorgerði, ólumst upp á Bergstaðastræti 29 með foreldrum okkar, Ólafi og Ragnheiði, í húsi afa og ömmu ásamt systkinum pabba. Fyrstu minningar af föðursystur minni, Sessu, voru að ég sat í þvotta- bala í sturtunni úti í vaskahúsi á Bestóinu, Sessa hafði tekið mig með sér í sturtu. Þegar við urðum eldri fór hún oft með okkur inn í gömlu sundlaugarnar í Laugarnesi eða nið- ur í Nauthólsvík. Hún hafði mikið yndi af sundi og allri útiveru en einn- ig naut hún þess bara að láta sólina skína á sig á pallinum svokallaða á Bergstaðastræti 29. Það var oft mik- ill hlátur í kringum Sessu. Hún var falleg með dökkt, þykkt liðað hár sem ég fékk oft að greiða. Hún var líka fjörug og skemmtileg og hafði frá mörgu að segja. Barngóð var hún með afbrigðum og man ég vel eftir sögum sem hún sagði okkur krökk- unum þó nú séu liðin um 50 ár. Gjaf- mild var hún og naut þess alla tíð að gefa frekar en að þiggja. Sessa vann lengi í Mjólkurbúð Mjólkursamsöl- unnar við Kárastíg og þangað tipl- uðu oftar en einu sinni litlir fætur frá Bergstaðastrætinu því vitað var að þegar á leiðarenda var komið beið okkar súkkulaði og annað góðgæti. Við minnumst einnig Sessu í garð- inum við númer 29 þar sem hún sló grasið, hugsaði um blómin og garð- inn. Kústurinn var oft á lofti og þá var nú sópað, það var pallurinn, tröppurnar, stéttin og alveg út í götu og stundum lengra. Einnig þvoði hún gluggana á húsinu, kjallara, hæð og ris. Til þess notaði hún óskaplega langan kúst með bambusskafti. Við systkinin stóðum oft fyrir innan gluggana þegar kústurinn kom löðr- andi í sápuvatni og höfðum gaman af. Bakatil við skúrinn, þar sem afi okkar hafði hænsni og Diddi frændi dúfurnar, voru tvær stórar ösku- tunnur. Þær voru alltaf í toppstandi því að Sessa bronsaði þær reglulega. Sessa hafði mikið yndi af dansi og fór stundum á laugardagskvöldum á gömlu dansana með vinkonunum. Ég og Óli nutum góðs af, því áður en lagt var af stað var útvarpið sett á fullt og hún dansaði við okkur á stofugólfinu hjá afa og ömmu. Þetta voru tvær samliggjandi stofur opnar á milli þannig að hægt var að ná upp miklum hraða á stífbónuðu gólfinu, Togga var lítil en man eftir að hafa horft á ósköpin. Sessa bjó í fallegri íbúð í risinu ásamt eiginmanni sínum, Guðjóni Sigurðssyni sjómanni, sem er mikill sómamaður og barngóður eins og Sessa var. Einkadóttirin Anna Björg fæddist 1964 foreldrunum og ætt- ingjum til mikillar gleði. Hún var líf- legt barn með fallegt rauðleitt hrokkið hár og hún var snör í snún- ingum eins og mamma hennar. Örlít- il tiplaði hún á tánum eins og ball- erína öllum til ánægju og þá sérstaklega stoltum foreldrunum. Alltaf var notalegt að heimsækja Sessu, Guðjón og Önnu Björgu í hlaðið kaffiborð þar sem lengi var setið og talað um gamlar góðar stundir. Stundum var rifjað upp þeg- ar ég passaði fyrir þau er þau fóru á bíó. Þá hafði ég sett krullupinna í lið- að hárið á Sessu, ég vildi ekki skilja Guðjón eftir útundan og setti líka í slétt hárið á honum, hann varð snar- hrokkinn og líkaði vel. Þær eru margar og góðar minn- ingar sem við höfum um Sessu, hún var einstök og við öll sem þekktum hana munum sakna hennar. Erfið- astur verður missirinn fyrir Guðjón og Önnu Björgu, megi minning um góða eiginkonu og móður gefa þeim styrk. Guðrún Ólafsdóttir Nielsen. Samt vissirðu að Dauðinn við dyrnar beið. Þig dreymdi að hann kæmi hljótt og legði þér brosandi hönd á hjarta. Svo hvarf hann, en ljúft og rótt heyrðirðu berast að eyrum þér óm af undursamlegum nið. Það var eins og færu þar fjallsvanir úr fjarlægð með söngvaklið. Og dagurinn leið í djúpið vestur, og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum – andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn – og sólina allt í einu í austrinu rísa sjá. (T. Guðm.) Elsku Sessa, takk fyrir allan þann tíma sem þú gafst okkur, við söknum þín. Systkinin Guðrún og Jökull Karl. Elsku Dedda. Það var ósköp sárt að heyra að þú værir farin frá okkur. Samt gleðjumst við yfir því að nú er þínum erfiðu veikindum lokið. Við vitum að þú átt eftir að fylgjast með okkur. Það kom best fram í draumn- um hennar Elínar Helgu. Hún var stödd í Vestmannaeyjum og vissi ekki að þú hefðir dáið á laug- ardagskvöldinu. Elín hringdi heim til sín á sunnudeginum og spurði hvort að það væri ekki allt í lagi með Deddu því þú hefðir birst henni í draumi og gefið henni að borða Ora- fiskibollur og litla skrautkexið með sykurtoppunum og síðan kvatt hana með kossi. Eftir það fannst henni mamma sín segja sér að þú værir dá- in. Þú komst sem sagt til Eyja að kveðja Elínu. Þú varst okkur litlu stelpunum alveg einstök, alveg eins og allra, allra besta amma. Okkur þótti óskaplega vænt um þig. Guð gefi þér góða nótt, elsku Dedda. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur, mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engill, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Elín Helga, Svava, Guðrún Hrefna, Helga Þöll og litla Gréta Lind. Elsku Dedda mín. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig og minningarnar eru margar. Þú hefur alltaf verið fastur punktur í lífi mínu – full af ást, kærleika og „einn enn“ kossum. Ég var svo oft hjá þér í Meðalholtinu, næstum daglega frá því að ég var ungbarn og fram að sex ára bekk. Frá þessum tíma minnist ég helst Deddusúpu, pulsubrauðs með rækjusalati og nestisferða á Mikla- tún. Alltaf var tekið á móti manni með brosi, þessu stóra brosi sem kom beint frá hjartanu. Eftir að ég eltist hætti ég að koma alltaf eftir skóla en þær voru ófáar helgarnar sem ég dvaldi hjá þér, Önnu Björgu og Guðjóni. Mér fannst þetta það al- skemmtilegasta sem ég vissi, enda var stjanað við okkur og það eina sem við Anna Björg þurftum að gera var að skemmta okkur á milli veit- inganna. Einnig eru allar jólagjafirn- ar minnisstæðar, alltaf komu margir pakkar frá ykkur þar sem nöfnum á ykkur þremur var bara víxlað eftir kortum, svo að það væri nú ekki eins áberandi hvað pakkanir voru margir. Ég er svo stolt og ánægð yfir því að bera nafnið þitt, hef alltaf verið það. Þú kallaðir mig oftast „nöfnu“ þína og það þótti mér alltaf svo vænt um. Ég elska þig af öllu hjarta og mun leggja mig fram við að reynast Önnu Björgu jafnvel og þú reyndist mér alltaf. Elsku Anna Björg mín og Guðjón, við Valdimar sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Dedda mín, þú hvílir nú í faðmi Guðs og englanna og ég veit að afi og amma hafa tekið fagnandi á móti þér. Þakka þér fyrir allt sem þú varst, þú munt aldrei gleymast og þín verður sárt saknað. Þín nafna Soffia Dögg. Elsku Sessa mín, ég var stödd úti á landi þegar þú kvaddir þennan heim og Dossa systir hringdi til að segja mér fréttirnar. Vissulega var það sorglegt en það var ekki laust við að mér létti þín vegna, elsku Sessa mín, því þú varst búin að vera svo lengi lasin. Ég kom ekki í bæinn fyrr en nokkrum dögum seinna og því hafði ég ekki farið með fjölskyldunni minni og kvatt þig. En í staðinn komst þú til mín í draumi og kvaddir mig og það var góður draumur. Mér fannst ég vera komin inn í herbergi, þar sem þú lást, til þess að kveðja þig í hinsta sinn. Í þann mund sem ég faðma þig þá hrekkur þú upp og tek- ur á móti mér eins frísklega og þú gerðir á hverjum morgni, þegar ég kom í pössun til þín sem lítil stúlka. „Nei, ert þú komin?“ sagðir þú við mig. Ég var vissulega hvumsa við þessum viðbrögðum frá þér á þessari stundu og sagði þér að ég hefði nú síst átt von á þessu frá þér núna, þú bara talaðir og allt saman. Þá svar- aðir þú mér skælbrosandi með þínu hlýja, gamla, góða, brosi: „Jú, þú ættir bara að vita, Svava mín, að nú líður mér sko vel. Þetta er bara alveg dásamlegt!“ Betri kveðju gastu ekki gefið mér, takk fyrir það. Nú er ég sannfærð um það að þér líður vel. Minningarnar eru margar sem streyma upp í huga mér, enda áttum við tvær saman ófáar stundirnar í Meðalholtinu á meðan mamma og pabbi voru að vinna og Anna Björg var í skólanum og Guðjón í vinnunni. Alltaf byrjuðum við í eldhúsinu og að loknum morgunverði fórum við inn í stofu og þú fórst í morgunleikfimi með útvarpinu. Oft löbbuðum við saman í búðina með innkauptöskuna í eftirdragi og heilsuðum upp á Nönnu í leiðinni. Ófáar ferðirnar fór- um við niður í kjallara þar sem þú sinntir þvottinum, en ævintýralegast fannst mér kjallaraherbergið og eins háaloftið. Þar var saman komið alls konar dót frá ýmsum tímum sem gaman var að skoða. Hjá þér átti ég öruggt skjól og hjá þér þótti mér gott að vera, enda varstu mér ávallt alveg einstaklega góð. Ég kveð þig, hugann heillar minnig blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Elsku Sessa, ég kveð þig nú að sinni, en í hjarta mínu geymi ég minninguna um þig, minninguna um hjartahlýja og góða konu sem allt vildi fyrir alla gera. Og ég veit að þannig lifir þú áfram hjá öllum þeim sem voru svo heppnir að þekkja þig. Þín Svava Garðarsdóttir. SOFFIA NIELSEN Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endur- gjaldslaust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minning- argreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykja- vík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útför- in verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf- um. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.