Morgunblaðið - 13.08.2003, Síða 27
laga segir að eigi megi
binda sveitarsjóð í ábyrgð-
ir vegna skuldbindinga
annarra aðila en stofnana
sveitarfélagsins. Einka-
skóli er ekki ein af stofn-
unum sveitarfélagsins og
þess vegna er það að mínu
mati brot á umræddri
lagagrein að Garðabær
taki umrætt húsnæði á
leigu og framleigi öðrum.
arráð hefur ekki falið bæjarstjóra á
u stigi málsins að ganga til viðræðna
Landspítala – háskólasjúkrahús um
húsnæðisins,“ segir Sigurður.
nar Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi
msóknarflokksins, sat hjá við atkvæða-
ðslu í bæjarráði en lagði áður fram til-
þess efnis að stofnun skólans yrði
að um eitt ár. Hann telur að undirbún-
r málsins sé ekki nægur hvað varðar
aðbúnað þessa skólastarfs.
„Ég er opinn fyrir tilraunum í grunn-
skólastarfi og að prófa nýjar leiðir en
geri jafnframt þá kröfu að vandað sé vel
til verka. Ég tel ólíklegt að skólinn geti
byrjað eftir tæpan hálfan mánuð þannig
að fullnægjandi sé. Ekki liggur fyrir end-
anlegur húsaleigusamningur á milli
Garðabæjar og Landspítalans, bygginga-
nefndarteikningar liggja ekki fyrir um
þær breytingar sem þarf að gera og ekki
liggur heldur fyrir starfsleyfi heilbrigð-
iseftirlitsins til skólahalds í þessu hús-
næði. Þar sem bærinn er leigutaki af
Hjallastefnunni er ég fullviss um að hon-
um verður kennt um ef skólahald hefst
ekki þarna á tilsettum tíma. Ég tel alveg
eins gott að doka við í eitt ár og gefa
þessu góðan tíma til undirbúnings. Betra
er að hefja þetta starf með sóma haustið
2004,“ segir Einar og bendir á börnum
hafi ekki verið gefinn kostur á að kynna
sér skólann eins og jafnan sé gert að
vori.
stofnun Barnaskólans of skamman
húsnæði fyrir einkaskóla
örnsson
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 27
nnar verði
um alls
en vegna
staðið er
skólans
Garðabæ
óst er að
æ höfum
það að
hvernig
urinn
vart börn-
m sveitar-
dur mun
n semja
ndi sveit-
oreldra.“
a segir að
a hafi ver-
Garðabæ
la annars
greitt með
við gjald-
gir gjald-
nna skóla
hæð sem
u barni í
nar.
gar fengið
þar sem
þetta fyr-
koðað og
na verði
r á skóla-
þar sem
stuðningur bæjarins verður endur-
skoðaður.
Ásdís Halla segir að þegar hafi
fjárhagsáætlanir annarra grunn-
skóla sem bærinn rekur verið sam-
þykktar og verði ekki skertar
vegna þessa skólaárs þó að nem-
endur sem annars hefðu farið
þangað fari hugsanlega í nýja
Barnaskólann enda sé ljóst að
fyrsta árið verði mjög fáir grunn-
skólanemendur í hinum nýja skóla.
Til lengri tíma litið mun rekstur
Barnaskóla Hjallastefnunnar ekki
auka útgjöld bæjarfélagsins, að
mati Ásdísar Höllu. Hún telur
þvert á móti að hann gæti ýtt undir
hagkvæmari rekstur skólanna í
framtíðinni.
Skólinn eykur fjölbreytni
í skólakerfinu
Ásdís segir einn helsta kost
Barnaskólans vera þann að nú hafi
foreldrar val um hvar þeir vilji
mennta börn sín og að skólinn auki
fjölbreytni í skólakerfinu. Hún seg-
ir að með tilkomu skólans geti for-
eldrar í Garðabæ því valið um ólíka
skóla fyrir börn sín, óháð efnahag.
„Meginkosturinn er sá að skól-
inn getur prófað sig áfram með
nýjungar. Í skólanum verða fjöl-
margar nýjungar sem ekki er að
finna annars staðar innan hins ís-
lenska skólakerfis. Hann eykur
fjölbreytnina í skólakerfinu, stuðl-
ar að því að íbúarnir hafi raunveru-
legt val um það hvert börnin þeirra
fara og stunda nám en um leið er
enginn skyldugur til þess að fara
þangað enda er hann ekki skil-
greindur sem hverfisskóli.“
Þá segir Ásdís Halla smæð skól-
ans jákvæða þar sem einungis er
gert ráð fyrir að 25–30 fimm ára
börn og 15 sex ára börn hefji nám
þar í haust. „Litlir skólar geta líka
oft ýtt undir umræðu um nýjungar
og nýbreytni í skólastarfi. Þannig
að ég held að starfsemi skóla sem
þessa geti verið til framdráttar fyr-
ir skólakerfið í heild sinni.“
Ásdís Halla segir leik- og grunn-
skóla bæjarins öfluga enda sé þar
hópur metnaðarfullra og vel
menntaðra kennara. Þeir séu nú
þegar ólíkir en að öllum sé hollt að
auka enn á fjölbreytileikann í
skólastarfinu og „þessi nýi litli
skóli verður viðbót við úrvalið okk-
ar“.
Ásdís Halla segir að allar breyt-
ingar sem gera þarf á húsnæði
Vífilsstaða fyrir starfsemi Barna-
skólans séu á hendi Hjallastefn-
unnar.
Þær snúi einkanlega að bruna-
vörnum og séu viðráðanlegar, að
mati forsvarsmanna Barnaskólans,
svo skólastarfið geti hafist á rétt-
um tíma í haust eins og ráðgert er.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
arfsemi nýja barnaskólans liggur fyrir.
m rekstur Barnaskóla Hjallastefnunnar
afa frjálst
efnahag
LÆKNAR og hjúkrunar-fræðingar sem vorubúnir á vakt fóru ekkiheim, það þurfti ekki að
spyrja að því. Og við hringdum í
starfsfólk sem einfaldlega mætti
þótt það yrði að yfirgefa matar-
boð eða eitthvað slíkt. Það er auð-
vitað ástæðan fyrir því að þetta
gekk svona vel,“ segir Guðbjörg
Pálsdóttir, deildarstjóri á slysa-
og bráðadeild Landspítala – há-
skólasjúkrahúss í Fossvogi um
hið mikla álag sem var á starfs-
fólki slysadeildar á mánudag.
Að venju hefur álag á slysa-
deild verið mikið seinnihluta sum-
ars og sjaldan meira en á mánu-
daginn þegar þrjú alvarleg slys
urðu með skömmu millibili. Í
Öræfum valt bíll með sex
spænskum ferðamönnum, á
Sprengisandi skall mótorhjól
framan á jeppa og í Hítardal slas-
aðist hestamaður alvarlega þegar
hann féll af baki. Friðrik Sigur-
bergsson yfirlæknir segir að
slysadeildin sé fyllilega í stakk
búin til að takast á við slíkt
ástand. „Við erum búin undir að
taka á móti svona miklum fjölda.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
þetta gerist, fjarri lagi. Og þetta
á örugglega eftir að gerast aftur,“
segir hann.
Þennan sólarhring komu 150
manns á deildina sem er rétt í
meðallagi. En slysin þrjú urðu öll
síðdegis eða um kvöldið og álagið
á kvöldvaktina var því mikið. Frá
klukkan 16–24 sinntu læknar og
hjúkrunarfræðingar 80 sjúkling-
um, þar af fjórum mjög alvarlega
slösuðum. Ekki var annað hægt
en að vísa minna slösuðum sjúk-
lingum frá og tóku þeir því með
skilningi að sögn Guðbjargar.
Allt dettur í dúnalogn
„Fólk sem kemur hingað býst
oft við að ástandið sé eins og á
Bráðavaktinni í sjónvarpinu. Að
hér sé allt uppi á háa C-inu,
læknar klofvega uppi á sjúklingi
að reyna að lífga hann við og mik-
il hróp og köll. En þetta gerist
ekki svona,“ segir Guðbjörg.
Áður en komið er með sjúk-
linga úr fjöldaslysum segir hún
að læknum og hjúkrunarfræðing-
um sé skipt í teymi sem hvert
tekur á móti einum sjúklingi og
fer með hann inn á aðgerðastofu.
Um leið og dyrunum er lokað
detti allt í dúnalogn frammi á
gangi. „Það eru í rauninni for-
réttindi að fá að fylgjast með
þessu,“ segir Guðbjörg Páls-
dóttir.
Á slysadeildinni eru tvær svo-
kallaðar bráðaaðgerðastofur þar
sem fullkomnustu tæki slysa-
deildarinnar eru til taks og þang-
að er farið með þá sjúklinga sem
eru mest slasaðir. Stofurnar eru
vart meira en 25 m² þannig að
þegar fjórir til fimm læknar, þrír
hjúkrunarfræðingar, tæki og tól,
að ógleymdum sjúklingnum, eru
þar innan dyra er þröng á þingi.
Stjórnandi, sem er sérfræðilækn-
ir á slysadeild, ásamt deildar-
stjóra, gengur á milli stofanna og
kannar hvort þar vanti aðstoð.
„Þetta á að vera fumlaust og
það á að vinna hratt og sem betur
fer tekst það oftast. En það er
eins með okkur og aðra. Stundum
förum við úr takti og þá er um að
gera að leiðrétta það og fara aftur
inn á þessa fumlausu braut. Ég
hef oft sagt það að ef maður verð-
ur stressaður eða æsir sig upp á
maður að setjast niður og hugsa
eitthvað fallegt í smátíma og
byrja svo upp á nýtt,“ segir hann.
Vaktir á slysadeildinni eru átta
tíma langar en stundum teygist
úr þeim. „Það er eiginlega ekki
hægt að vera á þessu harðaspani
meira en átta tíma í einu, að
minnsta kosti ekki fyrir okkur
eldri mennina,“ segir Friðrik Sig-
urbergsson.
Tíu sjúklingar á klukkutíma á slysadeild
Landspítala – háskólasjúkrahúsi
„Þetta á örugglega
eftir að gerast aftur“
Morgunblaðið/Sverrir
Sjúkraflutningamenn hafa líkt og starfsfólk slysadeildar haft í nógu að snúast við að koma sjúklingum
undir læknishendur. Á einum sólarhring, sl. mánudag, komu 150 manns á slysadeild Landspítalans í Foss-
vogi en stóru slysin urðu öll síðdegis og mesta álagið var því á kvöldvaktinni.
Morgunblaðið/Sverrir
Friðrik Sigurbergsson yfirlæknir og Guðbjörg Pálsdóttir deildar-
stjóri hafa ásamt öðru starfsfólki haft nóg að gera síðustu daga.
GUÐBJÖRG Pálsdóttir deildar-
stjóri segir að þegar slys komi
upp þurfi að takast á við ýmsar
aðstæður.
„Þegar margir slasast í sama
slysinu fer heilmikill tími í að
komast til botns í því hvernig
fólkið tengist. Er þetta fjölskylda
og hvernig tengist fólkið þá? Eru
þetta kannski tvær fjölskyldur
og hver er þá giftur hverjum eða
hver er sonur hvers? Er þetta
kannski vinafólk?
Það skiptir nefnilega miklu
máli að við getum leyft sjúkling-
um að tala saman eða leyft þeim
að frétta af hinum sem slösuðust.
Þetta getur haft mikil áhrif á
hvernig tekst að sinna sjúkling-
unum því þeir verða rólegri þeg-
ar þeir frétta hvor af öðrum,“
segir Guðbjörg.
Hver er þá giftur hverjum?