Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Alltaf ód‡rast á netinu
Verð á mann frá 19.500 kr.
ÍS
LE
NS
KA
AU
GL
ÝS
IN
GA
ST
OF
AN
EH
F/
SI
A.
IS
IC
E
21
53
5
05
.2
00
3
BORGIN VILL HÆTTA
Borgarráð Reykjavíkur sam-
þykkti bókun á fundi sínum í gær
um að Reykjavíkurborg ætti að
hætta þátttöku í rekstri Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands. Í bókun
borgarráðs er vísað til skýrslu sem
unnin var fyrir menntamálaráð-
herra, þar sem fram kemur að
endurskoða á rekstrar-
fyrirkomulag hljómsveitarinnar
þannig að stjórn hennar sé á einni
hendi.
Engin skólagjöld
Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í
gær var samþykktur samningur
við Hjallastefnuna ehf. um rekstur
skóla fyrir börn á aldrinum 5–8
ára. Bærinn greiðir tæplega 423
þúsund krónur með hverjum nem-
anda á ári en engin skólagjöld
verða innheimt fyrir grunn-
skólanám við skólann. Fulltrúi
minnihlutans greiddi atkvæði gegn
samningnum.
Verksmiðja við Katanes
Aðgerðaáætlun vegna byggingar
rafskautaverksmiðju við Katanes í
Hvalfirði hefur verið undirrituð og
kynnti iðnaðarráðherra áætlunina
á fundi ríkisstjórnarinnar í gær.
Talið er að fyrsti áfangi verksmiðj-
unnar muni kosta um 20 milljarða
króna og skapa um 150 ný störf.
Höfn Monróvíu opnuð
Uppreisnarmenn í Monróvíu,
höfuðborg Líberíu, féllust í gær á
að opna höfn borgarinnar svo að
matur og vistir kæmust inn í land-
ið, en neyðarástand ríkir hjá
hundruðum þúsunda borgara
vegna skorts á matvælum. Komst
þetta samkomulag á eftir miklar
fortölur bandaríska sendiherrans
og foringja friðargæzluliðs.
Sjálfsvígsárásir í Ísrael
Tveir sautján ára gamlir Palest-
ínumenn drápu tvo Ísraela í sjálfs-
vígsárásum í gær. Komu þeir þar
með viðkvæmu vopnahléi milli
stríðandi fylkinga í uppnám og
kölluðu fram hörð viðbrögð af
hálfu ísraelskra ráðamanna, sem
hótuðu að láta friðarvegvísinn svo-
nefnda stranda nema séð væri til
þess að allar slíkar árásir yrðu
stöðvaðar.
BMW X5 347 HÖ
VEGAXLIR Í ÓVISSU
FORMÚLA 1
FORSETABÍLLINN
NÝR GOLF Á ÍSLANDI
KANINN ER KOMINN
LINCOLN AVIATOR REYNSLUEKIÐ
FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI
SÍMI 555 6025 • www.kia.is
K IA ÍSLAND
Bílar sem borga sig!
Þjónustuaðili fyrir öryggis- og
þjófavarnarbúnað frá DIRECTED.
VIPER á Íslandi
S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2
S í m i 5 4 0 1 5 0 0
w w w. l y s i n g . i s
LÝSING
Alhliða
lausn í
bílafjármögnun
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Þjónusta 29
Viðskipti 14 Viðhorf 30
Úr verinu 15 Minningar 31/34
Erlent 16/17 Bréf 38/39
Höfuðborgin 18 Dagbók 40/41
Akureyri 19 Kirkjustarf 41
Suðurnes 20 Íþróttir 42/45
Landið 21 Fólk 46/49
Listir 24/25 Bíó 46/49
Umræðan 25/30 Ljósvakamiðlar 50
Forystugrein 26 Veður 51
* * *
Í KOLMUNNALEIÐANGRI Haf-
rannsóknastofnunarinnar í síðast-
liðnum mánuði mældust rúmlega
þrjár milljónir tonna af kolmunna á
íslenska haf-
svæðinu sem
er langbesta
mæling frá því
að reglulegar
kolmunna-
rannsóknir
hófust hér við
land. Út-
breiðsla kol-
munnans er
meiri en
nokkru sinni
fyrr og finnst
nú kolmunni nánast allt í kringum
landið. Meðal annars fannst veið-
anlegur kolmunni á Dohrn-banka
en það hefur ekki gerst síðan á 8.
áratug liðinnar aldar. Sveinn Svein-
björnsson fiskifræðingur varar
hinsvegar við of mikilli sókn í stofn-
inn og segir lítið mega út af bregða
til að veiðar úr honum hrynji.
Sveinn segir að þetta góða
ástand stofnsins megi rekja til
óvenjugóðrar nýliðunar allt frá
árinu 1995, sem væntanlega skýrist
af hækkandi hitastigi sjávar í Norð-
austur-Atlantshafi á síðastliðnum
árum. „Það er hinsvegar gengið
mjög hart að stofninum og verið að
auka veiðarnar frekar en hitt. Á
meðan nýliðunin er þetta góð þolir
stofninn veiðarnar en við erum að
veiða mjög ungan fisk og því telst
nýtingin varla mjög skynsamleg. Ef
hinsvegar nýliðun bregst eða
minnkar verulega má gera ráð fyrir
að algert hrun verði í þessum veið-
um. Að mínu mati er aðeins
spurning um tíma hvenær það ger-
ist.“
Kolmunnaveiðar íslensku skip-
anna hafa gengið mjög vel það sem
af er árinu og aflinn er nú orðinn
um 270 þúsund tonn. Heildarkvóti
ársins er 547 tonn og hefur aldrei
verið meiri. Afli Íslendinga hefur
aukist mjög á liðnum árum. Árið
1997 veiddu íslensk skip samtals
um 10.500 tonn, árið 1998 um 65
þúsund tonn, árið 1999 rúm 160
þúsund tonn og árið 2000 rúm 260
þúsund tonn. Árið 2001 veiddu
Íslendingar rúm 365 þúsund tonn
og hefur aflinn aldrei orðið meiri.
Árið 2002 setti Ísland sér einhliða
283 þúsund tonna aflamark og varð
heildaraflinn þá samtals 286 þúsund
tonn.
Hætta á hruni þrátt
fyrir mikið af kolmunna
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Hólmaborg SU kemur inn til Eskifjarðar með fullfermi af kolmunna, eða um 2.300 tonn.
Aldrei mælst/15
öðrum ekki. Í ljós kom að reykingamennirnir hugs-
uðu frekar um reykingar en aðrir þegar þeir höfðu
séð reykingatengda myndbandið og áttu erfiðara
með að bæla niður hjá sér hugsanir tengdar reyk-
ingum. Hins vegar gátu reykingamenn stjórnað
löngun sinni til að reykja þegar þeim hafði verið
sýnt myndbandið þar sem fólk borðar ávexti.
Þeir sem ekki reyktu eða höfðu hætt að reykja
fundu ekki til slíkrar löngunar þegar þeir sáu mynd-
böndin og áttu ekki í neinum erfiðleikum með að
stjórna hugsunum tengdum reykingum ef þeir
fengu fyrirmæli um það.
Auk þess kom fram í rannsókninni að hugsanir
tengdar reykingum komu oftar fram hjá reykinga-
mönnum sem voru kvíðnir eða í neikvæðu hugar-
ástandi,“ segir Jón.
Að sögn Jóns hafa lengi verið uppi hugmyndir um
að hjá reykinga- og drykkjumönnum fari í gang ein-
hvers konar löngunarferli þegar þeir komast í að-
stæður sem minna þá á reykingar, t.d. þegar sest er
inn á kaffihús. „Hvað varðar reykingamenn sann-
aðist þetta með tilrauninni, við vissar aðstæður virð-
ist frumstætt löngunarferli fara í gang hjá reyk-
REYKINGAMENN eiga erfiðara en aðrir með að
stjórna löngun sinni til að reykja við aðstæður sem
þeir tengja við reykingar. Þetta er niðurstaða viða-
mikillar könnunar sem sálfræðingarnir Jón Ingj-
aldsson og Jakob Smári, prófessor við Háskólann í
Bergen í Noregi, framkvæmdu ásamt bandarísk-
um rannsóknarmanni og prófessor við skólann en
rannsóknin tengdist doktorsverkefni Jóns.
Alls tóku 540 manns þátt í rannsókninni og voru
í hópnum reykingamenn, reyklausir og þeir sem
tekist hefur að hætta að reykja. Könnunin fór fram
hér á landi en sálfræðinemar framkvæmdu hana á
fjölmörgum vinnustöðum.
Jón Ingjaldsson segir að könnunin hafi farið
þannig fram að þátttakendum voru sýnd tvö
myndbönd. „Annað myndbandið var af hópi fólks
sem sat saman og reykti og hitt var af sama hópi
fólks við sömu aðstæður sem borðaði ávexti saman.
Leitað var eftir viðbrögðum þátttakenda og þeir
beðnir um að lýsa löngun sinni til reykinga fyrir og
eftir sýningu myndbandanna. Sumum þátttak-
endum var sagt að reyna að bæla niður hugsanir
tengdar reykingum þegar þeir sáu myndböndin en
ingamönnum sem gerist ekki hjá öðrum,“ segir Jón.
Hann segir það athyglisvert sem fram hafi kom-
ið að reykingamennirnir hafi ekki getað bælt niður
löngun til reykinga við áreiti. Því megi álykta sem
svo að betra væri fyrir þá sem vilja hætta að
reykja og standa frammi fyrir aðstæðum sem
vekja löngun til reykinga, að viðurkenna fyrir
sjálfum sér að þá langi til að reykja og takast á við
freistinguna frekar en að bæla hana niður. Þeir
geti svo reynt að hafa ofan af fyrir sér með öðrum
hætti en þeir gerðu þegar þeir reyktu, t.d. með úti-
vist eða einhverju öðru sem þeim þykir skemmti-
legt.
Jón, sem er búsettur í Noregi, varði nýverið
doktorsritgerð sína í sálfræði og vakti hún athygli í
Noregi og hlaut talsverða umfjöllun fjölmiðla.
Rannsóknin fjallaði um viðbrögð alkóhólista við
áfengistengdu áreiti og leiddi í ljós að alkóhólistar
sýna líffræðileg viðbrögð við áfengisáreiti, jafnvel
þótt þeir hafi meðtekið áreitið ómeðvitað. Jón er
væntanlegur til landsins og kynnir niðurstöður
könnunarinnar um reykingamenn á ráðstefnu
næstu daga.
Tveir Íslendingar standa fyrir stórri rannsókn á reykingum
Reykingamenn finna til löngunar
við aðstæður tengdar reykingum
SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis-
ins mun sjá um að koma upp stjórn-
stöð aðgerða og tryggja nauðsynlegt
samráð ef eitthvað ber út af á menn-
ingarnótt í Reykjavík nk. laugardag.
Þetta kemur fram í svari fulltrúa R-
listans við fyrirspurn sjálfstæðis-
manna um samráð borgaryfirvalda
við lögreglu vegna menningarnætur.
Þá kemur fram í svarinu að þess
hefur verið gætt að aðilar sem þurfa
að hafa yfirsýn og stjórn á aðgerð-
um séu vel búnir undir hátíðar-
höldin.
Sjálfstæðismenn gagnrýndu borg-
aryfirvöld harðlega eftir menning-
arnótt í fyrra en þá var óvenjumikið
um ólæti og líkamsmeiðingar eftir
að dagskrá lauk í miðbænum. Til að
stemma stigu við þessu hefur verið
ákveðið að stytta dagskrá menning-
arnætur um eina klukkustund.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgar-
ráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
segir mikilvægt að borgaryfirvöld
geti tryggt öryggi gesta sinna.
„Borgin getur ekki verið stikkfrí í
þessum efnum,“ segir Guðrún Ebba
en borgaryfirvöld vísuðu til þess í
fyrra að löggæsla í borginni væri í
verkahring ríkisins. „Ef borgin held-
ur menningarnótt verður hún að
ljúka henni sómasamlega,“ segir
Guðrún Ebba.
Rætt um öryggi gesta menningarnætur
Slökkvilið með stjórnstöð
FÓLKSBÍLL með þremur mönnum
innanborðs valt í Þorlákshöfn í gær-
kvöld. Tveir sjúkrabílar frá Selfossi
ásamt lögreglu fóru á vettvang. Eftir
aðhlynningu læknis var ákveðið að
senda mennina til frekari skoðunar á
slysadeild Landspítalans í Fossvogi.
Þeir voru ekki lífshættulega slasaðir.
Þrír á sjúkra-
hús eftir veltu
♦ ♦ ♦