Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 40
DAGBÓK 40 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Venus Mánafoss og Sunna koma í dag. Dettifoss, Kristrún, Brúarfoss og Hrungn- ir fara í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofan er lokuð í júlí og ágúst. Sími formanns er 892 0215. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bað. Smíðastofan er lokuð til 11. ágúst. Handavinnustofan op- in, keila í Mjódd kl. 13.30. Púttvöllur opinn mánudag til föstudags kl. 9-16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8–12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 10.30 bankinn, kl. 13– 16.30 bridge/vist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun, hár- greiðslustofan opin, kl. 13.30 söngstund, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9 silkimálun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. kl. 13.30 bankaþjónusta. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 opin vinnustofa, kl. 9– 12 hárgreiðsla, kl. 9– 16.30 fótaaðgerð. Pútt- völlurinn opinn frá kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofa Félags eldri borgara í Kópavogi er opin í dag frá kl. 10–11.30, við- talstími í Gjábakka kl. 15–16 Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Pílukast og billjard kl. 13.30. Gerðuberg, félags- starf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar frá hádegi spilasalur opinn, veitingar í Kaffi Berg. S. 575–7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðnum kl. frá kl. 9– 17, kl. 13 félagsvist, kl. 17. bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 opin handavinnustofa, kl. 9 fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 10 pútt, kl. 11 banki, kl. 13 bridge. Hvassaleiti 58–60. Kl. 10.30 ganga. Fótaað- gerðir og hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–16 fótaaðgerð, kl. 13–13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25–10.30 sund, kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 12.15- 14.30 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 myndbandssýning. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 10 morg- unstund, fótaaðgerð, kl. 12.30 verslunar- ferð. Minningarkort Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkrahúsum og á skrifstofu Reykjavík- urdeildar, Fákafeni 11, s. 568-8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581 og hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551-7193 og Elínu Snorradóttur, s. 561- 5622. Minningarkort Sjúkraliðafélags Ís- lands eru send frá skrifstofunni, Grens- ásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9– 17. S. 553-9494. Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í síma 561-6117. Minn- ingargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálpar nauðstöddum börnum. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings málefnum barna fást afgreidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hrings- ins. Upplýsingar um minningarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551- 4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Bergmál, líknar- og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikna fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyrir hádegi. Í dag er miðvikudagur 13. ágúst, 225. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Sjá, Drottinn mun út fara frá bústað sínum, mun ofan stíga og ganga eftir hæðum jarðarinnar. (Mík. 1, 3.)     Anna Pála Sverris-dóttir segir að ennþá þurfi að laga margt svo hommar og lesbíur standi jafnfætis öðrum gagnvart þjónustu sam- félagsins. Í pistli á vef- síðu ungra vinstri grænna, uvg.vg, til- greinir hún þrennt í því sambandi; rétturinn til tæknifrjóvgana, ættleið- inga og giftinga í kirkju. „Það er mér ráðgáta hvers vegna lesbíum er meinaður aðgangur að tæknifrjóvgunum. Frá 1996 hafa samkyn- hneigðir mátt staðfesta samvist sína. Að geta ekki eignast barn með þeim lífsförunauti sem menn og konur velja sér hljómar því eins og þver- sögn.“ Hún segir að bann við svokölluðum frumættleiðingum sam- kynhneigðra, eða rétt- urinn til að ættleiða barn sem sé óskylt báð- um foreldrum, af sama meiði. „Búi par í stað- festri samvist við þær aðstæður að vilja og geta ættleitt barn er það sorglegt að slíkt sé ekki hægt.“     Fyrirstaða við ástirsamkynhneigðra hef- ur verið áberandi af hálfu trúfélaga að mati Önnu Pálu. „Ennþá geta samkynhneigðir þó ekki gift sig í kirkju. Trúaðir hommar og lesbíur verða því frá kirkjudyr- um að hverfa með þau skilaboð að þau elski vit- lausa aðila. Ég tel tíma til kominn að kirkjan endurskoði afstöðu sína og þau skilaboð sem hún sendir samkynhneigðum jafnt og samfélaginu öllu.“     Forvitnilegt sé að í ís-lenskum lögum séu ákvæði um að engum skuli meinaður aðgang- ur að verslun og þjón- ustu vegna þátta á borð við litarhátt, kyn, trú o.s.frv. „Þetta á einnig við um kynhneigð, sem bætt var í lög 1996. Eðli- legt er að líta á giftingar í kirkju sem vissa tegund þjónustu. Því má velta upp hvort ekki jaðri við að kirkjan brjóti lög með því að meina samkyn- hneigðum að giftast. Þetta mál þyrfti að at- huga nánar.     Ég vona að samfélagiðhaldi áfram veginn að fullum mannrétt- indum samkynhneigðra. Allir ættu að njóta sín til fulls án tillits til þess hvern þeir kjósa að elska. Það eru ekki leng- ur haldbær rök að konur og karlar séu sköpuð til barneigna saman og þess vegna séu frávikin röng, nú þegar barneignir má framkvæma með öðrum hætti. Og jafnvel þótt svo væri ekki – það eru sjálfsögð mannréttindi að haga lífi sínu að eigin vild svo lengur sem mað- ur skaðar ekki aðra. Og það verður sannarlega ekki sagt um hóp sam- kynhneigðra,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir. STAKSTEINAR Sorglegt að sam- kynhneigðir geti ekki ættleitt barn Víkverji skrifar... UNDANFARIN ár hefur Víkverjitalið fram til skatts á Netinu. Um síðustu mánaðamót þegar fjölskyldan beið spennt eftir niðurstöðu frá skatt- inum var hann búinn að gleyma lyk- ilorðinu á Netinu. Í öngum sínum hringdi hann í skattstjórann í Reykjanesumdæmi og var fyrirfram búinn að ákveða að þetta yrði tómt vesen. En það var nú öðru nær, starfsfólkið var hið liðlegasta og þeg- ar Víkverji var búinn að sýna fram á það með óyggjandi hætti að um sig væri að ræða og ekki einhvern ópr- úttinn gekk þetta eins og í sögu og hann fékk sitt lykilorð. x x x VÍKVERJI er að velta fyrir sér aðsetja gamla bílinn sinn upp í að- eins nýrri bíl. Það eru nokkur ár síðan hann var síðast að skoða bíla og þá þræddi hann bílaumboðin og bílasölurnar. En nú er öldin önnur. Hann sest fyrir framan tölvuna, slær inn umboðin og getur þá virt fyrir sér bæði nýja og notaða bíla. Ekki nóg með það, hann getur líka slegið inn bilasolur.is og fengið þar næstum alla bíla upp á skjáinn sem eru á bílasölum landsins. Ofan á þetta bætist nú að þeir sem eru að selja bílana sína sjálfir geta auglýst fyrir spottprís í bílablaði Moggans og öðrum blöðum líka og þannig er hægt að stúdera bílamark- aðinn eins og hann leggur sig heima í stofu. x x x OG meira skemmtilegt. Nú svignahillurnar í matvöruverslunum undan íslensku grænmeti og verðið er frábært. Víkverji lagði leið sína í Bónus fyrir helgi og keypti kílóið af íslensku spergilkáli og blómkáli á 125 krónur. Hann setti líka í körfuna bestu tómata í heimi sem að sjálf- sögðu eru íslenskir, svo og agúrkur, og allt fyrir spottprís. Ef einhvern tíma er rétti tíminn til að borða græn- meti, sjóða það niður, frysta og súrsa þá er það þessa dagana. Grænmetið er íslenskt, það er fyrsta flokks, á góðu verði og yfirfullt af vítamínum. Helst hefði Víkverji viljað láta uppáhaldsuppskriftirnar fylgja allar með tölu en hann ætlar að lauma einni með sem bregst aldrei. Kaupið slatta af ferskum brakandi spergil- kálshausum og einn eða tvo blómkáls- hausa og brytjið þá niður í stóra skál eftir að búið er að skola vel af þeim. Skerið niður rauðlauk (eftir smekk) og smávegis af ferskum graslauk líka og setjið yfir. Bætið við sólblómafræj- um eða furuhnetum ef þannig liggur á ykkur og nokkrum hnefum af rús- ínum. Búið svo til sósu úr sýrðum rjóma, léttmajónesi, ediki, hunangi og sykri og setjið yfir. Hlutföllin fara eftir því hvað ykkur finnst bragðast best. Marínerið kálið í þessum legi í að minnsta kosti 5–6 klukkustundir og stráið svo vel steiktu beikoni (eða beikonlíki) yfir rétt áður en þið berið salatið fram. Þessa dagana er hægt að gera góð kaup á íslensku grænmeti. Hrópað í örvæntingu HVAR erum við Íslending- ar staddir þegar við getum ekki hjálpað nauðstöddum sjúklingum í bæklunarað- gerð vegna fjárskorts? Við megum bíða mánuð eftir mánuð og ár eftir ár, sár- kvalin og grátum okkur í svefn með hjálp verkja- og svefnlyfja. Á sama tíma er verið að byggja lúxushús fyrir sendi- ráð úti um heim. Þá vantar ekki peninga. Vita ráða- menn þjóðarinnar ekki að það er sími í hverju her- bergi, tölvur og faxtæki á öllum skrifborðum? Hvað eru menn að hugsa? Við get- um ekki sætt okkur við þessa meðferð. Ein sem er búin að bíða og bíða. Skemmdir á leiðum ÞÚ, sem síðla vetrar tókst ófrjálsri hendi ljósakross ásamt rafhlöðuhylki af leiði foreldra minna í Gufunes- kirkjugarði, við þig vil ég segja: Hugsaðu þig um, hvað hefur þú grætt á þessu? Snemma í sumar kem ég svo aftur að leiðinu til að setja niður sumarblóm. Þá er búið að fjarlægja hvíta dúfu, sem var rækilega fest efst á legsteininn. Hvort þú hefur farið að sama leiði til þess að afla meiri fanga, veit ég ekki. Ég vona bara þín vegna, að þú ætlir ekki að skreyta leiði ástvina þinna með illa fengnum hlutum. Það væri skelfileg sjálfsniðurlæging. Neðar er varla hægt að komast í vanvirðingu graf- helginnar. Ég er ekki sú eina sem lent hefur í sömu aðstöðu varðandi þjófnað af leiðum í Kirkjugörðum Reykjavíkur. Vegna þessa hafði ég sam- band við lögregluna í Graf- arvogi. Mér var tjáð af þeim að því miður væri ekki alltaf um verknað unglinga að ræða heldur fullorðins fólks. Vil ég því beina þeirri spurningu til borgaryfir- valda: Hvað er til ráða? Eru engin takmörk fyrir ruddamennsku fólks? Með ósk um einhver svör. Valgerður Gröndal Arahólum 2. Skringilegar skammstafanir SIGURÐUR hafði samband við Velvakanda og lýsti furðu sinni á torskiljanleg- um skammstöfunum sem tíðkast víða hér á landi. Meðal annars vefst fyrir honum hvað DVD stendur fyrir, þó að mikið sé auglýst af DVD-spilurum og -hljóm- tækjum. Þótt hann sé sjö- tugur telur Sigurður líklegt að yngri menn eigi margir erfitt með að skilja hvað DVD stendur fyrir, þótt hann geri sér nokkra grein fyrir hvað DVD er. Sömu- leiðis hefur Sigurður verið duglegur að fylgjast með íþróttaþáttum í hálfa öld og heyrir þá oft talað um að kylfingar í golfi séu ofan á pari, undir pari eða á pari. Hvaða par þetta er vefst fyrir Sigurði og virðist þarna vera á ferð ensku- sletta. Að mati Sigurðar á ís- lenskt mál að vera gagnsætt og auðskilið. Það hvað „par“ stendur fyrir er erfitt að komast að. Fleiri dæmi má finna um skrýtin orð og skammstafanir og að mati Sigurðar mikilvægt að bæði auglýsendur og fjölmiðlar geri bót þar á. Þakkir til Sjálfsbjargar NÝLEGA átti Sjálfsbjarg- arhúsið okkar 30 ára af- mæli. Sum okkar sem lengst höfum dvalið hér erum því orðin gömul og gráhærð. Við höfum notið frábærrar umönnunar, bæði hjúkrun- ar- og læknishjálpar sem við getum hvorugt fullþakkað. Svo er það sundlaugin sem sum okkar geta stund- að sér til mikillar heilsubót- ar. Get ég ekki hugsað mér betri dvalarstað fyrir veru- lega fatlað fólk en hér. Viljum við því minnast þessa afmælis með þakklæti og ánægju og biðja heim- ilinu allrar blessunar. Með einlægum þökkum, María. Dalsmynni EKKI er réttlátt að skrifa neikvætt um hundaræktun að Dalsmynni, illgirnisleg skrif sem stafa af öfund. Ég sjálf hef haft persónuleg kynni af þeim hjónum og á yndislegt dýr þaðan. Búrin sem dýrin eru í eru til fyr- irmyndar, stór og myndar- leg. Hundarnir hafa gerði til útivistar. Meðan þeir eru úti eru búrin spúluð og hreinsuð. Það var frábært hundapartí sem þau hjónin stóðu fyrir og yndislegt að sjá litla og stóra hunda að leik. Ástar- þakkir fyrir mig og Rogga Magga. Elva Björnsdóttir. Tapað/fundið Myndavél í leigubíl MYNDAVÉL fannst í leigubíl aðfaranótt sunnu- dags. Upplýsingar má fá á Borgarbílastöðinni í síma 552 2440. Dýrahald Fjórir fallegir FJÓRIR fallegir og skemmtilegir kettlingar vilja gjarna komast á góð heimili. Þeir eru liðlega 10 vikna gamlir og kunna nú þegar ýmsar skemmtilegar og óvenjulegar kúnstir. Þeir sem vilja taka að sér þessa hnoðra hafi samband í síma 698 0330. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 fremsti fingurliður, 4 hnikar til, 7 skriðdýrið, 8 grafar, 9 umfram, 11 legils, 13 skjóta, 14 tötra, 15 strítt hár, 17 vott, 20 títt, 22 laumu- spil, 23 líkamshlutinn, 24 róin, 25 auðan. LÓÐRÉTT 1 kriki, 2 kostnaður, 3 ránfugla, 4 þétt, 5 náð- hús, 6 gera hreint, 10 rask, 12 vatnagróður, 13 spor, 15 spónamat- urinn, 16 stormurinn, 18 niðurfelling, 19 heyið, 20 óskynsamleg ráða- breytni, 21 ferming. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 kunngerir, 8 ausan, 9 tolla, 10 nýr, 11 bráka, 13 annir, 15 gruns, 18 sagan, 21 nyt, 22 sadda, 23 ólötu, 24 kauðalegt. Lóðrétt: 2 umsjá, 3 nunna, 4 eitra, 5 iglan, 6 lamb, 7 gaur, 12 kyn, 14 nía, 15 gust, 16 undra, 17 snauð, 18 stóll, 19 glögg, 20 nauð. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.