Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. BÆJARRÁÐ Garðabæjar sam- þykkti í gær samning við Hjalla- stefnuna ehf. um rekstur barna- skóla fyrir börn á aldrinum 5–8 ára en fyrsta árið verður boðið upp á kennslu fyrir fimm og sex ára börn. Samkvæmt samningn- um mun bærinn greiða tæplega 423 þúsund krónur á ári með hverju sex ára barni sem býr í Garðabæ en þau njóta forgangs í skólann. Engin skólagjöld verða innheimt vegna barna í Garðabæ á grunnskólastigi skólans en Hjallastefnan mun innheimta leik- skólagjöld samkvæmt gjaldskrá leikskóla bæjarins vegna yngri barnanna. Bærinn mun greiða 33 þúsund krónur með hverju fimm ára barni, sömu upphæð og greidd er með börnum er sækja aðra einkarekna leikskóla. Drög að samkomulagi við Landspítala – háskólasjúkrahús vegna leigu á húsnæði á Vífils- stöðum undir starfsemi Barna- skólans liggja fyrir. Ráðgert er að skólasetning verði 25. ágúst, líkt og í öðrum skólum bæjarins. Fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði, Sigurður Björgvinsson, greiddi atkvæði gegn samþykkt samningsins og segir mál Barna- skólans koma of seint fram. Búið sé að undirbúa skólastarf í öðrum grunnskólum bæjarins en þetta muni þýða fækkun í þeim sem hugsanlega muni nema einum bekk. Hann segist telja að fyr- irhugaður leigusamningur bæjar- ins við Landspítalann um afnot af húsnæði að Vífilsstöðum undir starfsemi skólans sé á mörkum þess að vera löglegur. Þá segir hann að ef farin verði sú leið að greiða þá upphæð sem fram hefur komið með hverju barni í skól- anum verði að greiða sömu upp- hæð með börnum í öðrum einka- reknum skólum svo jafnræðis- reglu verði framfylgt. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjar- stjóri Garðabæjar, segir greiðslur til annarra einkarekinna skóla vera til endurskoðunar hjá bæn- um. Þær eru nú töluvert lægri en samningur við Barnaskóla Hjalla- stefnunnar kveður á um. Samningur við Hjallastefnuna um barnaskóla samþykktur í bæjarráði Engin skólagjöld vegna nemenda úr Garðabæ  Foreldrar/26 UNDIRRITUÐ hefur verið aðgerðaáætlun vegna byggingar rafskautaverksmiðju við Katanes í Hvalfirði, skammt frá álveri Norðuráls og Járn- blendiverksmiðjunni. Tilkynnti iðnaðarráðherra aðgerðaáætlunina á fundi ríkisstjórnar í gær. Ann- ars vegar eru það iðnaðarráðuneytið og orkusvið Fjárfestingastofu Íslands, MIL, og hins vegar fyr- irtækið R&D Carbon Ltd. sem undirrita áætl- unina. Rætt var í ríkisstjórn að taka þátt í kostnaði við umhverfismat vegna verksmiðjunnar, líkt og áður hefur verið gert í svipuðum tilfellum, að sögn ráðherra. Alls er talið að um 60 milljóna króna kostnaður hljótist af vinnu við umhverfismat, öflun starfsleyfis, hagkvæmniathugun og annað. Gert er ráð fyrir að umhverfismat liggi fyrir í árslok 2004. Að sögn iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverris- dóttur, er málið nú komið á skrið. „Það er aukin al- vara í málinu, og munu R&D Carbon Ltd. stofna undirbúningsfélag hér á landi, sem mun sjá um þátttöku í gerð umhverfismats og fleira,“ sagði ráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Ekki þarf mikla raforku til verksmiðjunnar að sögn ráð- herra, og því hafa áætlanir um orkuframleiðslu ekki áhrif á gang mála. Ríkisstjórnin samþykkti í júní síðastliðnum að leggja til fimm milljónir króna til undirbúnings- vinnu vegna mats á umhverfisáhrifum rafskauta- verksmiðjunnar. Þá hafði þýska fyrirtækið RAG Trading aflýst frekari áformum um byggingu verksmiðjunnar að svo stöddu, þar eð fyrirtækið treysti sér ekki í frekari nýfjárfestingar að svo stöddu. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að fulltrúar RAG Trading settu sig í samband við orkusvið Fjárfestingastofu haustið 2002 og lýstu yfir áhuga á að reisa 340 þúsund tonna rafskautaverksmiðju hér á landi. Eftir að hafa skoðað nokkra staði leist þeim best á Grundartanga, við hlið Norðuráls í landi ríkisjarðarinnar Kataness. Reiknað hefur verið með að slík verksmiðja kosti 20 milljarða króna í fyrsta áfanga og geti skapað um 150 ný störf. Höfðu viðræður átt sér stað við fulltrúa Grundartangahafnar og Norðuráls um möguleg viðskipti í framtíðinni. Rafskaut eru not- uð við álframleiðslu þar sem hálft tonn af þeim þarf til þess að framleiða eitt tonn af áli. 60 milljónir til undirbún- ings rafskautaverksmiðju KATANES í Hvalfirði er rétt austan við álver Norðuráls og Járnblendiverksmiðjuna. Í Land- námu er sagt frá komu Þormóðs hins gamla og Keltis bróður hans til Íslands. Þeir námu Akra- nes og land inn að Kalmansá, rétt við Katanes. Voru þeir írskir að ættum, og Írinn Kalman var með þeim í för, er fyrstur byggði Katanes. Síðar fluttist hann að Kalmanstungu. Nokkrar sögur spunnust af svonefndu Kata- nesskrímsli á fyrri hluta síðustu aldar, og var nokkuð að gert við leit þess. Til skrímslisins spurðist þó ekki framar. Katanes JÓHANNES Jensson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Keflavík, segir að þörf sé á reglum um notkun hinna svokölluðu veg- axla á Reykjanesbraut, en um hana eru ekki ákvæði í umferðarlögum. „Þeir bílar sem keyra á vegöxlinni eru komnir út af akbrautinni. Við höfum verið á þeirri skoðun hér hjá lögreglunni í Keflavík að setja þyrfti um þetta sér- stakar reglur, ekki síst þar sem ökumenn eru hvattir til þess að nota vegaxlirnar,“ segir hann. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segist líta svo á að vegöxlin eigi að skapa möguleika fyrir menn á að aka örlítið hægar en gengur og gerist og víkja þannig fyrir hraðari umferð. Morgunblaðið/Árni Torfason Þörf á reglum um akstur á vegöxlum  Óvissa um/B2 VEGNA hrets og næturfrosts í maí í vor hafa lerkitré látið mjög á sjá í sumar, til dæmis í umdæmi Héraðsskóga á Fljótsdals- héraði. Að sögn Lofts Jónssonar, skógrækt- arfræðings hjá Héraðsskógum, var lerkið orðið grænt fyrir hretið vegna mildrar veðr- áttu sem af var árinu. „Það lagðist í dvala við hretið og er nú að rétta við sér á ný. Brum sem voru byrjuð að vaxa mynduðu toppbrum snemma í júní, en nú má sjá síðbrum, sem gerir trén grænni á ný,“ sagði Loftur í samtali við Morgunblað- ið. Ástandið hefur ekki langtímaáhrif á trén, en vöxtur þeirra mun verða með minnsta móti í sumar að sögn Lofts. Aðrar tegundir urðu einnig fyrir barðinu á hretinu, en svo virðist sem greni og fura hafi sloppið nær alveg við skemmdir. „Það hefur verið haust- blær yfir skógunum hér á Héraði í allt sum- ar vegna gulleits lerkisins,“ sagði Loftur að lokum. Haustlegir skógar í sumar NEMAR í framhaldsskólum landsins eru að byrja að undirbúa sig fyrir upphaf skólaárs- ins. Víða eru starfræktir skiptibókamarkaðir þar sem nemendur geta fengið notaðar náms- bækur á lægra verði en nýjar og skilað inn gömlum bókum gegn innistæðu í verslunum. Ekki er þó hægt að koma öllum bókum í verð því að námsskrár breytast ár frá ári og ekki er tekið við bókum sem teknar hafa verið af námsskrá. Hugað að bókum fyrir veturinn Morgunblaðið/Jim Smart Það var handagangur í öskjunni á skiptibókamarkaðinum hjá nemendum og foreldrum.  Verslað/6 OFVEIÐI á þorski hefur minnkað aflann smám saman í 200 þúsund tonn. Ef yfirvöld halda sig hins vegar strangt við 25% sókn mætti auka aflann í 400 þúsund tonn á u.þ.b. 15 árum. Ástæðan er m.a. sú að lofts- lagið hefur hlýnað og hitastig sjávar er orðið 4 stig. Þetta má lesa úr spálíkani þorsk- stofnsins sem Páll Bergþórsson hef- ur hannað og sagt er frá í blaðinu í dag. Spálíkan Páls sýnir glögglega að 35% sókn í veiðistofninn setur hann í stórhættu. Hann telur að það sé sennilega sama ásókn sem hefur nú þegar valdið hruni þorskstofnsins við Nýfundnaland og Labrador. „Það eru aftur á móti góðir mögu- leikar til að endurreisa þorsk- stofninn ef menn stefna loks að 25% nýtingu hans,“ segir Páll m.a. 25% sókn stóreykur aflann  Endurreisn/22–23 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.