Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 216. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Aftur með Brimkló Sigurjón Sighvatsson mundar bassann eftir 20 ára hlé | Fólk 49 Packard forsetans Sex ára vinna skilar bílnum í upprunalegt horf | Bílar B3 Ásgeir áhyggjufullur Vonar að allir landsliðsmenn skili sér í hópinn | Íþróttir 42 STARFSFÓLK slysa- og bráðadeild- ar Landspítalans í Fossvogi var und- ir miklu álagi á mánudag vegna fjölda alvarlegra slysa og varð að kalla inn fólk úr vaktafríum þegar mest gekk á, jafnvel úr matar- boðum. Að sögn Guðbjargar Pálsdóttur, deildarstjóra slysa- og bráðadeildar, þurfti að vísa minna slösuðu fólki frá um tíma og sýndi það aðstæðunum skilning. Friðrik Sigurbergsson yfir- læknir segir deildina í stakk búna til að bregðast við þessu ástandi. „Við erum búin undir að taka á móti svona miklum fjölda. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist, fjarri lagi, og þetta á örugglega eftir að gerast aftur,“ segir Friðrik. Mikið álag á slysadeild Landspítalans eftir hrinu alvarlegra slysa Í stakk búin til að taka á móti þess- um fjölda Morgunblaðið/Kristinn Valtýr Stefánsson, læknir á slysadeild, skoðar röntgenmyndir og í bakgrunni er Kristín Bergsdóttir hjúkr- unarfræðingur að búa um meiðsli eins þeirra fjölmörgu sjúklinga er áttu erindi á deildina í gær. „Þetta á örugglega“/27 SAMÞYKKT var í borgarráði í gær að fara þess á leit við menntamála- ráðherra að gerðar yrðu nauðsynleg- ar lagabreytingar til þess að Reykja- víkurborg gæti hætt að taka þátt í kostnaði við rekstur Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Í ályktun borgarráðs er vísað í skýrslu á vegum mennta- málaráðherra þar sem það sjónarmið kemur fram að stjórn og ábyrgð á hljómsveitinni skuli vera á einni hendi. Því telur borgarráð að Reykjavíkurborg eigi að hætta þátt- töku í rekstri Sinfóníuhljómsveitar- innar. Borgarstjóra var falið að koma þessu sjónarmiði borgarráðs á framfæri við menntamálaráðherra. Samkvæmt 3. gr. laga um Sinfón- íuhljómsveit Íslands ber borgarsjóði Reykjavíkur að greiða 18% af rekstr- arkostnaði hljómsveitarinnar. Í fjár- hagsáætlun þessa árs er gert ráð fyr- ir að framlag Reykjavíkurborgar verði 61 milljón og 170 þúsund. Árni Þór Sigurðsson, forseti borg- arstjórnar, segir að hugmyndir um að borgin hætti þátttöku í rekstrin- um ættu ekki að koma menntamála- ráðuneytinu á óvart. „Fyrst og fremst er það okkar skoðun að þetta sé sinfóníuhljómsveit Íslands og það er ekki eðlilegt að það sé ákveðið í lögum að tvö sveitarfélög af öllum sveitarfélögum landsins taki að hluta til þátt í kostnaði við hana. Þess vegna finnst okkur eðlilegt að þess- um lögum verði breytt og sveitar- félögin verði losuð undan greiðslu- þátttöku í Sinfóníunni og hún sé alfarið á höndum ríkisins,“ segir Árni. Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, segir að á meðan lögin um hljóm- sveitina séu í gildi þá sé borgin skyldug til að borga í samræmi við það en hugsanlegar breytingar á þessu fyrirkomulagi séu mál Alþing- is. Jónmundur Guðmarsson, bæjar- stjóri Seltjarnarness, segir að bæj- aryfirvöld á Seltjarnarnesi geti tekið undir sjónarmið borgarráðs en Sel- tjarnarnes er skuldbundið til að greiða 1% af kostnaði við rekstur Sinfóníunnar. „Það eru u.þ.b. tvö ár síðan bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti að fara þess á leit við menntamálaráðuneytið að lögum um Sinfóníuna yrði breytt þannig að Sel- tirningar yrðu ekki lengur skuld- bundnir til að taka þátt í rekstri hennar. Við teljum það ekki hlutverk okkar við svo búið að taka þátt í kostnaði við reksturinn,“ segir Jón- mundur. Borgarráð Reykjavíkur vill breyta lögum um SÍ Vilja hætta þátttöku í kostnaði við Sinfóníuna EFTIR miklar fortölur féllust upp- reisnarmenn í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, í gær á að aflétta umsátrinu um borgina og að opna höfnina svo að matur og vistir komist inn í land- ið, en neyðarástand ríkir hjá hundr- uðum þúsunda borgara vegna skorts á matvælum. Bandaríska sendiherranum John Blaney – með fulltingi herforingja friðargæzluliðsins sem nýkomið er til landsins frá öðrum Vestur-Afríku- ríkjum og foringja bandarískrar flotadeildar sem er nú undan strönd Líberíu – tókst að ná þessu sam- komulagi við leiðtoga stærstu upp- reisnarhreyfingarinnar, LURD, síð- degis í gær. Foringjar uppreisnarmannanna kröfðust þess í gær að fá valdatauma landsins í hendurnar. Þeir myndu aldrei fallast á að lúta stjórn Moses Blah, fyrrverandi varaforseta, sem tók við forsetaembættinu til bráða- birgða. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðneytisins, Philip Reaker, varaði í gær uppreisnarmenn við að halda vopnuðum átökum áfram. Slíkt myndi útiloka hreyfingar þeirra frá þátttöku í nýrri ríkisstjórn. Alþjóðlegir starfsmenn hjálpar- samtaka hófu að koma aftur til Monróvíu í gær en þeir urðu að yfir- gefa borgina í byrjun júní þegar um- sátrið um hana hófst. Bardagar hófust að nýju á milli stjórnarhersins og uppreisnarhópa í hafnarborginni Buchanan í gær- morgun en hún er á Atlantshafs- ströndinni um 120 km suður af Monróvíu. Fjöldi manns hóf að flýja borgina er bardagarnir byrjuðu. Taylor í glæsihýsi í Nígeríu Charles Taylor, sem sleppti takinu á forsetaembætti Líberíu á mánu- dag, hóf útlegð sína í borginni Calab- ar í Nígeríu í gær. Hann dvelur þar ásamt eiginkonu sinni og fjórum dætrum á höfðingjasetri við hafið en nígerískir lögreglumenn gæta hans. Nígeríuforseti hefur sagt að hann eigi að fá að vera í friði og segist muni ekki líða „áreiti“ eða kröfur frá Bandaríkjamönnum eða Sameinuðu þjóðunum um að hann skuli látinn svara til saka fyrir stríðsglæpi. Fallast á að opna Monróvíuhöfn Enn barizt í Líb- eríu þótt Taylor sé farinn í útlegð Monrovia, Calabar. AP, AFP. AP Líberískar konur bera matvæla- sekki úr birgðageymslu í Monróvíu- höfn, sem er á valdi skæruliða. ÖRVHENTIR hafa fengið nóg af því að þurfa að þola margs konar mismunun í heimi sem sniðinn er að þörfum rétt- hentra, að sögn talsmanna sam- taka örvhentra í Bretlandi. Al- þjóðadagur örvhentra er í dag. Samtökin berjast m.a. fyrir því að tækjaframleiðendur taki tillit til þarfa örvhentra. Um 13% mannkyns eru örvhent. Gegn mismun- un örvhentra Lundúnum. AFP. BREZKUR ríkisborgari var hand- tekinn í New Jersey í Bandaríkjunum í gærkvöld, grunaður um að hafa smyglað rússneskri sprengiflaug til Bandaríkjanna, með það fyrir augum að selja hana hryðjuverkamönnum. Greindi talsmaður bandarísku alrík- islögreglunnar, FBI, frá þessu. Maðurinn, sem að sögn CNN-sjón- varpsstöðvarinnar er af indverskum uppruna, var handtekinn í Newark í New Jersey. Kvað handtakan hafa verið liður í stórri aðgerð FBI, sem teygði anga sína til nokkurra landa. Ónafngreindur talsmaður FBI sagði aðgerðina hafa verið framkvæmda í samstarfi við yfirvöld í Bretlandi og Rússlandi. FBI grunar hinn handtekna um að hafa ætlað sér að selja hin smygluðu vopn í hendur íslömskum öfgamönn- um sem vildu beita þeim til hryðju- verka í Bandaríkjunum. Á upptöku af símasamtali við manninn segist hann vilja selja hana til að henni verði beitt til að skjóta niður farþegaþotu. Vopna- smyglari handtekinn Washington. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.