Morgunblaðið - 07.09.2003, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 07.09.2003, Qupperneq 9
búning Hlíðardalsskóla og til stóð að opna hann haustið 1950. Ég var þá aftur á leið út í heim til að læra tungumál og söng. En sem þegn í Aðventkirkjunni var ég enn kallaður til starfa og svaraði því. Mig langaði til að taka þátt frá upphafi í starfinu við Hlíðardalsskóla. Ég tók þar við kennarastöðu, fullur hugsjóna og trúar á þetta starf, og kenndi allar námsgreinar nema hvað Júlíus Guð- mundsson skólastjóri kenndi kristni- fræðina sjálfur. Rúmlega tuttugu unglingar voru í skólanum í heima- vist. Ég hafði mikið að gera við kennsluna og auk námsins var svo skylduvinna fyrir nemendur í tvo tíma á dag og stjórnaði ég henni. Strákarnir hnýttu m.a. netakúlu- poka, steyptu gangstéttarhellur og múrsteinar voru seldir en stúlkurnar unnu innanhúss. Um sumarið var ég sendur út á land til að selja Kristilega menningu, tímarit sem þá var farið að gefa út á vegum aðventista. Á Ísafirði gekk ég um göturnar og hugsaði um hvernig ég ætti að haga sölumennskunni. Loks datt mér í hug að auglýsa í út- varpinu að fræðslufundur um skóla- mál yrði í Bolungarvík og tónleikar á eftir. Bolvíkingar fjölmenntu og ég talaði, söng og seldi mikið af tímarit- inu. Það var eins gott því gjaldkeri safnaðarins hafði hringt í mig og spurt hvað ég væri eiginlega að gera, – að kaupa dýrar auglýsingar í út- varpinu? Þegar ég kom til gjaldker- ans eftir ferðina hafði ég meðferðis sekki fulla af peningum, afhenti hon- um allt saman og sagði jafnframt: „Ég kom til að borga skuldina vegna útvarpsauglýsingarinnar.“ Kynntist stúlku í Vestmannaeyjum Um vorið skírðust tveir nýir kenn- arar inn í Aðventkirkjuna, afburða- snillingsmenni. Þeir komu eins og himnasending því það þurfti að fjölga kennurum við Hlíðardalsskóla en mig langaði enn til að komast til náms erlendis, – raunar langaði mig aldrei meira en nú. Ástæðan var sú að ég hafði kynnst stúlku í Vest- mannaeyjum sem mig langaði nú af- ar mikið til að hitta, en hún var bú- sett í Boston í Bandaríkjunum. Stúlkan var Sólveig Árnadóttir, bróðurdóttir Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Hún var aðventisti og hafði komið hingað til að hitta ættingja sína, en hún var fædd í New Jersey og hafði alist upp í Greenwood, einni af útborgum Boston. Auk kynna okkar í Vestmannaeyj- um hafði hún verið mér samtíða um jól í Reykjavík. Hlíðardalsskóli hafði komið mjög vel út úr sínu fyrsta landsprófi, einn strákanna okkar tók hæsta próf. Ég var ánægður með árangurinn en vildi sem fyrr sagði komast út til Bandaríkjanna, til að hitta Sólveigu og fara í nám. Sólveig var hjúkrunar- fræðingur að mennt og starfaði þeg- ar þarna var komið sögu við eitt frægasta sjúkrahús heimsins, Massachusetts General Hospital. Mér héldu engin bönd, ég sagði upp og fór utan. Ég lagði fyrir mig hagnýta guðfræði og Biblíu. Eitt ár var ég við nám í Boston og tók BS- próf, síðan fór ég í guðfræðideild há- skóla aðventista sem var í Wash- ington DC. Þar tók ég mitt meist- arapróf. Sólveig hafði tekið meistarapróf í sínum fræðum í Bost- on meðan ég lauk BS-prófinu. Við giftum okkur fyrir jólin þann vetur. Ég varð að vinna mig gegnum allt mitt nám sjálfur, fékk engin námslán. Ég vann m.a. við málara- störf í akkorði og stóð næturvaktir á sjúkrahúsi, einnig sungum við og lékum saman. Sólveig er góður pí- anóleikari og lék undir með mér þeg- ar ég söng einsöng. Við höfðum frá upphafi streymt saman í tónlistinni. Aftur í Hlíðardalsskóla Eftir nám vorum við Sólveig beðin að koma til starfa í Afríku á vegum aðventista, sem er heimskirkja eins og kunnugt er. Við vildum endilega fara en þá kom babb í bátinn – það vantaði enn kennara við Hlíðardals- skólann. Mér var sagt að íslensku- kennari hefði verið leigður að skól- anum en því hefði kirkjan ekki efni á. Ég yrði að koma til starfa. Við ákváðum að fara heim til að kenna við Hlíðardalsskóla. Við fórum heim haustið 1957. Sólveig samþykkti þetta, – hvað gerir fólk ekki fyrir ást og hugsjón. Við vorum búin að eign- ast okkar fyrsta barn, Sólveigu Hjör- dísi, úti í Bandaríkjunum, hin þrjú, Kristín Guðrún, Jón Árni og Kolbrún Sif, fæddust meðan við störfuðum við Hlíðardalsskóla. Kristín er eina barnið sem hefur fæðst í Hlíðardals- skóla. Ég ætlaði raunar á yngri árum að eignast 24 stráka svo ég gæti mynd- að gott fótboltalið og haft karlakór – en Sólveig reyndist ekki hrifin af þessari fyrirætlan minni. Fljótlega varð mikið að gera því skólinn var orðinn vinsæll og fyrr en varði var hann stækkaður og nem- endum fjölgaði. Landrými er þarna gott, skólinn rétt við bæjardyr höf- uðborgarsvæðisins og möguleikarnir miklir. Ég kenndi í tíu ár við Hlíðardals- skóla og var síðan tíu ár skólastjóri þar. Í minni skólastjóratíð voru milli 90 og 100 nemendur. Byggðir voru kennarabústaðir og fimleikasalur sem einnig var hugsaður sem hátíð- arsalur skólans. Borað var fyrir heitu vatni sem í upphafi var talið vonlaust en bar þann árangur að upp kom 110 stiga vatn. Við drifum upp tvö gróðurhús og létum leggja hita í allstórt landsvæði til að rækta í. Heita vatnið var bænamál hjá mér og okkur öllum. Til starfa í Ghana Ásamt þessu skólastarfi vann ég fyrir Aðventkirkjuráðið hér við prestsstörf, æskulýðsmál og bind- indismál. Ég var m.a. með námskeið fyrir fólk til að hætta að reykja. Síð- ar var ég í fjögur ár starfandi á Ak- ureyri og stjórnaði þar m.a. Karla- kór Akureyrar. Meðan ég var þar að störfum árið 1976 þá komu enn boð til okkar um að koma til starfa í Ghana í Afríku, við stóra kristniboðs- stöðu með 1.000 manna skólafjöl- skyldu. Og nú slógum við til. Ég var þar m.a. við fyrirlestrahald og kennslu og var yfir guðfræðideild en Sólveig kenndi. Við vorum í Afríku í fjögur ár en með okkur voru tvö yngstu börnin, hin voru hér á Íslandi í skóla. Þegar við komum heim á ný fór ég enn til starfa hjá Aðventkirkjunni. Ég starfaði m.a. sem prestur og æskulýðsleiðtogi. Sem og starfaði ég að bindindis- og heilsumálum. Mín skoðun er sú að unglingavandamál séu ekki til heldur aðeins heimilis- vandamál, – hjúskapar- og skilnaðar- vandamál. Jafnframt hef ég lengi haldið því fram að litlum börnum á Íslandi sé alltof lítið kennt. Mín reynsla er sú að ef unglingum er sinnt og málin rædd þá megi leysa ýmis mál. Það var mér hjartasár þegar Hlíð- ardalsskólinn var aflagður og átti að selja hann. Af því varð þó ekki, hann seldist ekki. Ég var ánægður með það, mér fannst sala á skólanum van- virða við þær hugsjónir sem honum tengdust. Nú búa aðventistafjöl- skyldur í skólanum og hafa unnið að því að koma ýmsu í lag sem aflaga fór meðan skólinn var leigður. Þá var margt eyðilagt. Nú er þarna rekið gott starf, ýmsir hópar koma og dvelja í skólanum lengri og skemmri tíma. Þannig standa mál Hlíðardals- skóla núna. Mig dreymir um að sjá Hlíðardalsskóla í háveldi aftur eins og hann var þegar best gekk, til að þjóna þjóðinni okkar og heiðra nafn Meistarans sem skólinn hefur ávallt verið vígður. Slys og eftirlaun Ég fór á eftirlaun 67 ára, fyrr en ég ætlaði. Ég lenti í illu bílslysi 1989, þar sem ég var talinn af. Við hjónin fengum lóð hér í Graf- arvogi og hófum húsbyggingu því við urðum að rýma íbúð sem kirkjan átti. Ég hóf byggingu hússins hér á tveimur hækjum árið 1991. Ég skreið á hnjánum við hjólbörurnar. Húsinu kom ég upp með aðstoð góðra manna á einu ári. Garðinum höfum við smám saman komið í góða rækt.“ Það er eðlilegt að Jón Hjörleifur sé stoltur af handarverkum sínum. Hús hans er bjart og fallegt og heim- ilið prýða ýmsir munir, m.a. frá Afr- íku. „Ég er enn að starfi þótt ég sé formlega hættur, sinni prestverkum og mörgu fleira, er á kafi í söngmál- um og tónlist, stjórna m.a. kór eft- irlaunakennara, sá heitir EKKÓ. Þar vantar mig fleira söngfólk. Þegar ég lít til baka er bjarmi yfir lífi mínu, ég sé ekki eftir að hafa vígt það trú og kirkjustarfi, menntamál- um og söngstarfi. Maður hefur reynt að láta gott af sér leiða alla tíð – það er tilgangur lífsins.“ Morgunblaðið/Þorkell Jón Hjörleifur og Sólveig á hinu fallega heimili sínu í Rimahverfi. gudrung@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 B 9 LEXUS IS200 MONTGOMERIE ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 22 06 6 8/ 20 03 LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS SPECIAL EDITION IS200 MONTGOMERIE LEXUS STYRKIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS. IS 200 MONTGOMERIE ER GLÆSILEGA ÚTBÚINN LÚXÚSBÍLL. TÆKNI OG FÁGUN Á HEIMSMÆLIKVAR‹A. GULLI‹ TÆKI- FÆRI FYRIR fiÁ SEM VILJA NJÓTA VELGENGNI Á VEGUM MEISTARANNA. HÖFUM TAKMARKA‹ MAGN TIL SÖLU NÚ fiEGAR. VERI‹ VELKOMIN Í REYNSLU- AKSTUR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.