Morgunblaðið - 06.10.2003, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.10.2003, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 C 31Fasteignir ÞAÐ er teiknistofan arkitektur.is, sem hefur gert þessa tillögu að deiliskipulagi fyrir nýbyggingasvæði Trésmíðaverk- stæðis Sveins Heiðars á Reyðarfirði. Í greinargerð með tillögunni segir: Skipulagið gerir ráð fyrir, að byggðar verði 71 íbúð á svæðinu. Íbúðirnar eru í raðhúsum og parhúsum auk einbýlis- húsa. Melnum er skipt upp í tvö bygging- arsvæði og milli þeirra er grænt svæði, sem er eins konar „grænn kíll“ þvert yfir melinn. Áherzla er lögð á möguleika íbúa Reyðarfjarðar til þess að njóta útsýnis af melnum og gönguleiða um hann. Gatnakerfið er í heild sinni mjög einfalt og er hægt að byggja það upp í áföngum eftir því sem svæðið byggist. Í gegnum miðju svæðisins er gert ráð fyrir grænu belti, sem er eins konar „slagæð og lungu“ svæðisins. Göngustíg- ur liggur eftir öllu þessu græna svæði og tengir það saman. Græna svæðið er eins konar „safnpunktur“ fyrir alla byggðina. Í tillögunni er að mestu unnið með rað- húsa- og parhúsalóðir auk einbýlishúsa. Stærri raðhúslóðirnar eru innar á meln- um og nærri miðju. Með þessu er leitast við að hafa þungamiðjuna inni á melnum en léttari byggð í útjöðrunum. Arkitektarnir hafa í þessari skipulags- tillögu leitast við að koma fram með hug- myndir að tiltölulega þéttu íbúðahverfi með grænu útivistar- og leiksvæði, sem tengir saman alla byggðina. Nýbygginga- svæði áReyðarfirði SAMKVÆMT niðurstöðum úttektar, sem gerð var vegna umhverfismats álvers- ins, þarf að byggja 900-1.000 nýjar íbúðir í tengslum við byggingu álvers í Reyðarfirði. Um 500-600 manns munu væntanlega starfa í álverinu en auk þess er gert ráð fyrir fjölda afleiddra starfa. Á grunni þeirra upplýsinga má gera ráð fyrir, að það þurfi hátt í 1.000 nýjar íbúðir á áhrifasvæði álversins. Íbúar á Reyðarfirði eru nú um 600, um 1.000 á Eskifirði og um 1.500 á Neskaupstað. Lítið hefur verið byggt á þessum stöðum á síðustu árum og því er þar sennilega ekki mikið til af lausu húsnæði þrátt fyrir nokkra fólksfækkun undanfarin ár. Enn má nefna, að framkvæmdir standa nú yfir við jarðgöng frá Reyð- arfirði suður til Fáskrúðsfjarðar og gera má ráð fyrir einhverri eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði vegna þeirra. Samgöngur verða örari og greiðari á öllu þessu svæði, eftir að búið er að taka göngin í notkun og Fáskrúðsfjörður tengist Fjarðabyggð ólíkt betur. Þetta mun eflaust hafa sín áhrif á byggðina á þessu svæði. Ekki er talið, að mikið sé til af lausu húsnæði í Reyðarfirði eða annars staðar í Fjarðabyggð þrátt fyrir einhverja fólksfækkun undanfarin ár, þar sem lítið hefur verið byggt þar á síðustu árum. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Frá Reyðarfirði. Um 900—1.000 nýjar íbúðir þarf í tengslum við fyrirhugað álver. Mikið fram undan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.