Morgunblaðið - 13.10.2003, Page 1

Morgunblaðið - 13.10.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 277. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Múskat og mör Góð ráð um framandleg krydd í þjóðlegt slátur | Daglegt líf 14 Þjóðverjar urðu heimsmeistarar kvenna í fótbolta | Íþróttir 9 Ekkert tapsár Íslensku aðdáendurnir í Ham- borg skemmtu sér vel | Fólk 32 LEIÐTOGAR beggja flokka í utan- ríkismálanefnd bandarísku öldunga- deildarinnar sögðu í gær, að George W. Bush forseti væri búinn að missa stjórn á málum í Írak og hvöttu hann til að taka af skarið um það hver réði, hann eða deilugjarnir ráðherrar. „Forsetinn verður að vera forseti og hafinn yfir varaforsetann og aðra ráðherra,“ sagði repúblikaninn Dick Lugar og formaður utanríkismála- nefndarinnar. Joseph Biden, helsti fulltrúi demókrata í nefndinni, sagði, að svo virtist sem ekki væri farið eftir neinni áætlun í Írak. Heima fyrir log- aði síðan allt í illdeilum milli ein- stakra ráðherra. Sprengingin við Bagdad-hótelið í höfuðborg Íraks í gær, þar sem sex manns féllu, ýtti enn undir gagnrýni vegna mannfallsins í liði Bandaríkj- anna og bandamanna þeirra. Hörð gagnrýni á stefnuna í Írak Segja Bush hafa misst stjórnina Washington. AP, AFP.  Sex létust/12 AYMAN Abu Shannalah, einn íbúanna í flóttamannabúð- unum í Rafah, sagði að á fyrsta degi hernaðaraðgerð- anna hefðu ísraelskir her- menn umkringt svæðið en síð- an hefðu þeir haldið inn á það á skriðdrekum. „Við komumst hvergi. Hús- ið var eins og fangelsi í tvo daga en á þriðja degi komu hermennirnir og skipuðu okk- ur burt. Ég neitaði því og þá beindu þeir að mér byssu og hótuðu að skjóta mig. Kona mín og tengdamóðir drógu mig út en eftir hálftíma var ekkert eftir af heimili okkar,“ sagði Shannalah. Suha Abdul sagði að her- menn hefðu komið og skipað fjölskyldunni að hafa sig á brott. „Þeir fóru inn í húsið og moluðu allt mélinu smærra. Þeir tóku öll skjöl og líka tölv- una sem sonur minn þarf að nota vegna háskólanáms. Síð- an komu jarðýturnar og eyði- lögðu húsið að mestu leyti,“ sagði Abdul. „Hér hafa orðið miklar hörmungar,“ sagði Majid al- Ghal, bæjarstjóri í Rafah. „Við höfum lýst borgina alla eitt hamfarasvæði. Þeir hafa eyði- lagt vegina, vatnsveituna, skolpleiðslur, símann og raf- línur. Þeir eyðilögðu akrana og tortímdu líka trjánum. Hvers vegna veit ég ekki.“ Húsið gert að fangelsi og svo brot- ið niður PALESTÍNSKAR fjölskyldur leituðu í gær að húsmunum og ýmsum persónulegum eigum sínum í rústum heimila sinna í Rafah-flótta- mannabúðunum á Gaza. Í þriggja daga hern- aðaraðgerðum Ísraela í búðunum féllu átta Palestínumenn og á annað hundrað húsa voru jöfnuð við jörðu. Eru nú um 1.500 manns heim- ilislaus að sögn yfirmanns Flóttamannastofn- unar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. Embættismenn á Gaza lýstu í gær búðirnar hamfarasvæði en þar sem ísraelsku jarðýturn- ar fóru yfir minnir það mest á myndir frá tunglinu. Í gær mátti sjá fullorðið fólk og grátandi börn leita í rústunum en Peter Hansen, yf- irmaður Flóttamannastofnunar SÞ í Palest- ínu, sagði, að eyðileggingin í Rafah væri helm- ingi meiri en hann vissi dæmi til áður. Skotið á mosku Ísraelar sögðust aðeins hafa eyðilagt nokkr- ar byggingar og aðallega vegna þess, að húsin hefðu skemmst í átökum við Palestínumenn. Fréttaritari AFP-fréttastofunnar sagði, að Ísraelar hefðu skotið á mosku við egypsku landamærin og einnig á skrifstofur óháðrar stofnunar, sem aðstoðar fatlað fólk. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, gagn- rýndi Ísraela harðlega fyrir aðgerðirnar. Þeim var haldið áfram í gær en í minna mæli. Ísraelar eyðilögðu heimili 1.500 manna Jöfnuðu við jörðu á annað hundrað hús í palestínskum flótta- mannabúðum í Rafah Rafah. AP, AFP. Reuters Palestínskur drengur virðir fyrir sér rústirnar eftir að ísraelskar jarðýtur höfðu jafnað við jörðu fjölda húsa. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði, að eyðileggingin í Rafah væri sú mesta, sem hann vissi um. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist hafa áhyggjur af því að breytingar á stofnsáttmála Evr- ópusambandsins, sem nú eru til umræðu vegna samningar svo- kallaðrar stjórn- arskrár ESB, auk annarra breytinga sem hafi átt sér stað undanfarinn ára- tug, muni veikja áhrif EFTA- ríkjanna á ákvarðanatöku, bæði í EES og Schengen-samstarfinu. Halldór átti í síðustu viku fund í Róm með Franco Frattini, utanrík- isráðherra Ítalíu, sem nú fer með forsæti í ráðherraráði ESB. „Við sögðum við Frattini að við værum þeirrar skoðunar að það þyrfti að endurskoða ýmis ákvæði EES- samningsins í ljósi þess, sem hefur verið að gerast. Þar höfum við oft vitnað til breytinga sem áttu sér stað með Maastricht- og Nice-samning- unum. En ef þær hugmyndir, sem nú eru uppi í stjórnarskrárumræð- unum verða að veruleika, er ljóst að ef við tölum bara um Schengen- samninginn, þar sem við höfum í reynd haft betri aðkomu að ákvörð- unum en í EES, er gert ráð fyrir að ráðherraráðið og [Evrópu]þingið komi í miklu meira mæli að mál- efnum Schengen en í dag, og það er ekki gert ráð fyrir því í Schengen- samningnum. Við áttum okkur enn ekki fyllilega á því hvað þetta getur þýtt,“ segir Halldór. Vegna stækkunar ESB til aust- urs þurfti að taka upp viðræður um aðlögun samningsins um EES að stækkuninni, enda verða nýju að- ildarríkin aðilar að EES. Ísland, Noregur og Liechenstein fóru fram á að í þeim viðræðum yrðu efnis- ákvæði samningsins, sem snúa m.a. að áhrifum EFTA-ríkjanna á ákvarðanatöku um nýja löggjöf, tekin til endurskoðunar vegna þess að valdajafnvægið innan ESB hefði raskazt EFTA-ríkjunum í óhag. Ráðherraráðið og þingið hefðu fengið meiri áhrif á ákvarðanatöku, en EFTA-ríkin hefðu fyrst og fremst aðgang að framkvæmda- stjórninni til að koma hagsmunum sínum á framfæri. ESB hafnaði þessu á sínum tíma og sagði að slíkt kynni að tefja stækkun sambands- ins. Neikvæð skilaboð frá Brussel „Vondu fréttirnar eru að fram- kvæmdastjórnin í Brussel hefur sent neikvæð skilaboð um það að einhver endurskoðun á EES-samn- ingnum komi til greina og af því höfum við áhyggjur,“ segir Hall- dór. „Það hafði verið vilyrði um að þetta yrði tekið fyrir að lokinni stækkun. Ég lagði áherzlu á að þetta gerðist áður, þannig að hægt yrði að staðfesta það samhliða stækkuninni. Það var algerlega sett til hliðar, en nú er gefið í skyn að það komi ekki til greina að breyta einu eða neinu í sambandi við EES-samninginn. Við höfum áhyggjur af því að aðkoma ráð- herraráðsins og þingsins í enn meira mæli en áður var, muni draga verulega úr okkar áhrifum,“ segir Halldór. Hann segir að ekki sé útséð um hvernig þessi mál þróist, en það hafi verið eitt aðalerindi sitt á fund Frattinis að lýsa áhyggjum af þró- uninni. Halldór segir Frattini hafa tekið málaleitan sinni vel. Í dag eða á morgun, þriðjudag, munu ráðherrar ESB- og EFTA- ríkjanna undirrita í Lúxemborg samkomulagið um aðlögun EES- samningsins að stækkun ESB. Áhyggjur af að áhrif á ákvarð- anir í EES og Schengen minnki Utanríkisráðherra telur framkvæmda- stjórn ESB ganga á bak orða sinna um endurskoðun á efnisákvæðum EES Halldór Ásgrímsson  Samningar/6 Gullið til Þýskalands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.