Morgunblaðið - 13.10.2003, Side 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 9
PAR bolirnir komnir
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—16
Hlýjar síðbuxur og kvartbuxur
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00.
LAGERÚTSALA
Á ELDRI VÖRUM - ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR
Vikutilboð15% afsl.
af öllum ljósum vikuna 13.-18. október
www.casa.is • Opið mán-fös 11-18 • lau 11-15
Mörkinni 3, 108 Reykjavík
sími 588 0640
Ný sending
af MAC
gallabuxum
Kringlunni sími 588 1680
Seltjarnanesi, sími 5611680.
tískuverslun
iðunn– Ferðaþjónusta –Hverjar eru horfurnar
með hliðsjón af hvalveiðum?
Útflutningsráð Samtaka verslunarinnar boðar til hádegis-
verðarfundar mánudaginn 13. október kl. 12:00 í Skálanum,
HótelSögu.
Framsögumaður á fundinum verður Einar K. Guðfinnsson,
alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs Íslands.
Að loknu framsöguerindi verða fyrirspurnir og umræður.
Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfang: lindabara@fis.is
eða í síma 588 8910.
Samtök verslunarinnar
Á UMHVERFISÞINGI á morgun
og miðvikudag mun Siv Friðleifs-
dóttir umhverfisráðherra kynna
drög að náttúruverndaráætlun sem
lögð verða fyrir Alþingi í formi
þingsályktunartillögu í vetur.
Einnig verður á þinginu leitast við
að fá viðbrögð ýmissa aðila við
áætluninni og annarri náttúru-
vernd og landnýtingu.
Umhverfisþing er vettvangur
umræðu um umhverfismál sem
umhverfisráðherra skal boða til
annað hvert ár, og ætlað er að
kalla fram öll helstu sjónarmið í
málaflokknum.
Umhverfisráðherra Kanada,
David Anderson, verður sérstakur
heiðursgestur þingsins og mun
ávarpa það í fyrramálið. Roger
Crofts, varaforseti Alþjóðanáttúru-
verndarsamtakanna (IUCN) fyrir
Evrópu og fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Skoska náttúru-
verndarráðsins (Scottish Natural
Heritage), mun halda erindi um al-
þjóðlega strauma í náttúruvernd á
umhverfisþinginu.
Vinnuhópar á þinginu munu taka
fyrir og fjalla um eftirfarandi mál-
efni: umsjón með friðuðum svæð-
um og aðkomu heimamanna, vís-
indalegan bakgrunn Náttúru-
verndaráætlunar og alþjóðlegt
samhengi framtíðarviðfangsefnis í
náttúruvernd.
Þingið er opið almenningi og
stendur skráning yfir í afgreiðslu
umhverfisráðuneytisins og á
heimasíðu þess.
Náttúruverndar-
áætlun rædd á
umhverfisþingi
HAUSTIÐ er yfirleitt litfagurt,
ekki síst við Þingvallavatn þar
sem skógur og annar gróður
breytir um svip fyrir veturinn. Í
stillum er vatnið eins og spegill og
kyrrðin getur vart annað en haft
róandi áhrif á ferðalanga sem
heimamenn.
Morgunblaðið/Leifur Sveinsson
Hauststemning á Þingvöllum
BORIST hefur eftirfarandi ályktun
frá Öryrkjabandalagi Íslands: „Aðal-
fundur Öryrkjabandalags Íslands,
haldinn fimmtudaginn 9. október
2003, fagnar því samkomulagi sem
náðst hefur við ríkisstjórn Íslands um
hið nýja kerfi örorkulífeyris sem tekið
verður upp frá og með 1. janúar næst-
komandi. Með kerfisbreytingu þess-
ari er hin margvíslega sérstaða ör-
yrkja viðurkennd í verki. Fyrir það
pólitíska raunsæi eiga íslensk stjórn-
völd þakkir skildar. Samkomulagið
markar ekki aðeins þáttaskil í sögu og
þróun almannatrygginga, heldur
einnig í samskiptum stjórnvalda við
Öryrkjabandalag Íslands. Með beinu
og milliliðalausu samkomulagi við
bandalagið sýna ráðamenn þjóðarinn-
ar mikilsverðan skilning á nýjum og
breyttum viðhorfum til mannrétt-
indabaráttu fatlaðra.“
Fagna nýju
kerfi örorku-
lífeyris