Morgunblaðið - 13.10.2003, Page 10

Morgunblaðið - 13.10.2003, Page 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ THEODORE (Ted) Roslyn Kristjanson, fiskimaður í Gimli í Manitoba í Kanada, andaðist á sjúkrahús- inu í Gimli 6. október síðastliðinn 91s árs að aldri. Útför hans fór fram í Gimli fimmtu- daginn 9. október, en öskunni verður dreift í Winnipegvatn síðar. Ted Kristjanson fæddist í Gimli 30. maí 1912 og bjó þar allan sinn aldur. Foreldrar hans voru Sigurður Þorvaldur Kristjánsson úr Skaga- firði og Sigurbjörg Þórðardóttir frá Vopnafirði, en þau fluttu með for- eldrum sínum frá Íslandi til Nýja- Íslands, hún þriggja ára árið 1882 og hann fimm ára 1885. Winnipegvatn hefur alla tíð verið lífæð fjölskyldunnar, en Ted var yngstur sex systkina, sem nú eru öll látin. Hann var 12 ára þegar hann byrjaði að veiða með föður sínum í Winnipegvatni og fljótlega hóf hann útgerð með Hannesi, bróður sínum, en hann stundaði fiskveiðar í vatninu í meira en 60 ár. Ted kvæntist eftirlif- andi konu sinni, Anne, 12. september 1933 og héldu þau upp á 70 ára brúðkaupsafmælið í liðnum mánuði. Í skemmum við hús þeirra í Gimli höfðu þau komið upp tölu- verðu safni og þar tók Ted á móti gestum og sagði þeim sögur með- an hann hafði heilsu til. Hann var jafnframt mjög virkur í ýmsum fé- lagasamtökum og ekki síst í frímúr- arareglunni og félögum sem tengjast henni. Aldnir fiskimenn í Gimli hafa hist á kaffihúsi á morgnana undan- farin ár og lét Ted sig helst ekki vanta, þar til hann varð rúmfastur í sumar. Anne og Ted eiga þrjá syni, sem lifa allir föður sinn, sex barnabörn og átta barnabarnabörn. Andlát TED KRISTJANSON E RINDI Milwards, sem er nýhættur störfum sem prófessor í sögu Evrópusamvinnunnar við Evrópu- háskólann í Flórens (European University Institute), var haldið sem Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar 2003, á vegum Sagnfræðistofnunar HÍ. Í erindinu reyndi Milward „að svara spurning- unni hvort rétt sé að lítið ríki og lítið þjóðhagkerfi eins og Ísland eigi betri möguleika á að setja sér og fylgja eftir eigin stefnumiðum gagnvart um- heiminum innan samstarfsstofnunar eins og Evrópusambandið er, þ.e. fjölþjóðastofnunar sem er bundin af skráðum samstarfsreglum og sátt- málum. Eða hvort slíkt land eigi betri möguleika á slíku innan hins „stjórnlausa“ ramma hefðbund- inna alþjóðasamskipta fullvalda ríkja“, þ.e. hvor þessara kosta sé vænlegri fyrir Ísland. „Hugsun mín var sú að varpa ljósi á það sem að mínum dómi sérhvert lítið ríki stendur frammi fyrir innan slíkrar stofnunar: Er vaðið yfir það [sé það aðili að ESB], eða á það þannig kannski betri möguleika á að ota sínum tota en væri það eitt og óstutt úti í hinum stóra heimi?“ Milward viðurkennir að svarið sem hann komist að í fyrir- lestrinum sé anzi tvíbent. „Ég ætla mér ekki þá dul að fara að gefa Ís- lendingum einhverja forskrift að því hvað þeim sé fyrir beztu í Evrópusamstarfi. Ég get aðeins reynt, með því að máta Ísland inn í fræðikenn- ingar, að hjálpa til við að varpa ljósi á hver kjarni vandans er. Þetta er nokkurs konar tilraun til að meta hlutfallsleg áhrif sem lítið land getur haft í mismunandi alþjóðakerfum,“ segir Milward. Skoðaði skjöl um þorskastríðið Síðan árið 1993 hefur Milward starfað í sagn- fræðirannsóknadeild brezku ríkisstjórnarinnar þar sem hann vinnur að ritun þriggja binda rits um sögu tengsla Bretlands og Evrópusambands- ins á tímabilinu 1950–1986. Þetta hlutverk veitir honum aðgang að ýmsum skjölum og gögnum sem annars eru enn flokkuð sem trúnaðarmál. Eftir að hafa fengið boðið um að flytja þennan fyrirlestur á Íslandi segist Milward hafa ákveðið að kafa í þau skjöl sem hann fyndi um lokaáfanga þorskastríðsins, en árið 1976 fór ýmislegt saman: Bretar voru svo til nýgengnir í ESB (eða Evrópu- bandalagið eins og það hét þá) og höfðu við inn- gönguna þurft að beygja sig undir þá stefnu ESB að fiskimið aðildarlandanna skyldu vera sameig- inleg. Þá beið fríverzlunarsamningur, sem Ísland hafði gert við ESB (ásamt hinum EFTA- ríkjunum sem ekki gengu í ESB árið 1973) gildis- töku unz fiskveiðideilurnar við ESB-ríkin Bret- land, Þýzkaland og Belgíu hefðu verið leystar. Var kveðið á um það að fríverslunarsamn- ingurinn félli ómerkur niður ef hann gæti ekki gengið í gildi fyrir árslok 1976. Íslendingar höfðu gríðarmikilla hagsmuna að gæta í því að fá 200 mílna lögsöguna viðurkennda, en jafnframt af því að fríverzlunarsamningurinn við ESB gengi í gildi. Því velti Milward því fyrir sér, með hliðsjón af þeim gögnum sem hann fann viðvíkjandi þessum málum, hvort Ísland hefði í þessu samningaþjarki öllu saman haft hag af því að vera innan ESB, eða hvort það hefði verið í betri aðstöðu til að verja hagsmuni sína með „fríu spili“ í alþjóða- kerfis-„stjórnleysinu“. Í stuttu máli kemst hann að þeirri niðurstöðu, að eins og mál æxluðust árið 1976 hafi heppnin verið með Íslendingum og þeir fengið allt sitt fram; röð tilviljana sem enginn hafi getað haft yfirsýn yfir hafi orðið til þess að Bretar gáfu eftir í fiskveiðilögsögudeilunni og fríverzlunarsamn- ingur gekk í gildi á tilsettum tíma. Af því megi draga þá ályktun að það hafi gagnazt Íslending- um að „hafa frítt spil“. Hvort sú ályktun gildi um ný og breytt málefni, nýja og breytta tíma og nýj- ar og breyttar aðstæður, sé hins vegar opin spurning. Gerir lítið úr hlutverki NATO í lausn landhelgisdeilunnar Útfrá þeim gögnum sem hann hefur skoðað gerir Milward þó lítið úr þeirri söguskýringu að hótun íslenzkra ráðamanna um að láta landhelg- isdeiluna við Breta bitna á NATO-samstarfinu, jafnvel að banna NATO afnot af Keflavíkurstöð- inni, hafi átt talsverðan þátt í því að málið leystist Íslendingum í hag. Þegar kom fram á árið 1976 hafi Bretar verið komnir með tapaðan málstað í deilunni um viður- kenningu 200 mílna efnahagslögsögu strandríkja eins og Íslendingar og samherjar þeirra á Haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fengu sam- þykkt. Hinn diplómatíski leikur á endaspretti þorskastríðsins hafi því að mestu snúizt um það hvernig Bretar gætu dregið sig út úr deilunni við Íslendinga án þess að „tapa andlitinu“ og þær sættir sem síðan tókust, fyrir milligöngu Norð- manna, hafi einmitt gert þeim það kleift. Sú niðurstaða var mikill sigur fyrir Íslendinga. En að sögn Milwards var sá diplómatíski sigur sem þeim tókst jafnframt að vinna í viðureigninni við Evrópusambandið um fiskveiðiréttindi jafnvel enn stærri en sigurinn yfir Bretum. „Þann sigur vann Ísland aðallega vegna þess að flest aðildar- ríki [ESB] töldu hægt að una því að missa að- gengi að fiskimiðunum við Ísland þar sem [hin verðandi sameiginlega sjávarútvegsstefna ESB] gerði þeim kleift að fá aðgang að miðunum í brezku [og írsku] lögsögunni,“ segir Milward. „Frítt spil“ gagnaðist Íslend- ingum í síðasta þorskastríðinu Brezki sagnfræðiprófessorinn Alan S. Milward hélt erindi um lítil þjóðhagkerfi og Evrópusambandið í Háskóla Íslands á fimmtudag. Beindi hann sjónum einkum að land- helgisdeilu Íslendinga við Breta og önnur Evrópubanda- lagslönd árið 1976. Auðunn Arnórsson tók Milward tali. Morgunblaðið/Þorkell Sagnfræðiprófessorinn Alan Milward hélt erindi um lítil þjóðhagkerfi og Evrópusambandið. ’ Draga má þá ályktun aðþað hafi gagnazt Íslend- ingum að „hafa frítt spil“. Hvort sú ályktun gildir um ný og breytt málefni, nýja tíma og aðstæður er hins vegar opin spurning. ‘ auar@mbl.is HAFNFIRÐINGAR og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins gátu farið víða til að kynna sér málefni bygg- ingariðnaðarins í Hafnarfirði síð- asta laugardag. Á tólf stöðum í bænum stóðu hús opin gestum og gangandi og margt fróðlegt efni stóð fólki til boða. Í íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum gátu gestir með- al annars kynnt sér framtíðarskipu- lag Vallahverfis. Guttormur Pálsson, fram- kvæmdastjóri Meistarafélags Iðn- armanna í Hafnarfirði segist ánægður með daginn og þátttöku heimafólks í honum. „Dagurinn gekk ljómandi vel, og við teljum okkur hafa fengið þann fjölda fólks sem við bjuggumst við á svæðið. Það var fyrst og fremst verið að kynna iðnaðarmenn í Hafnarfirði og nýja Vallahverfið, sem er í bygg- ingu. Eins og það kom okkur fyrir sjónir var fólk afar jákvætt og allir sem komu og einnig aðstandendur voru ánægðir með daginn.“ Morgunblaðið/Sverrir Dagur byggingariðnaðarins ÍSLENSK stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi við tillögu Kofis Annans, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um tilnefningu manna sem eiga að leggja fram hugmyndir um endurskipulagningu SÞ. Þetta kom fram í máli Hjálmars W. Hannesson- ar, sendiherra og fastafulltrúa Ís- lands hjá SÞ, í umræðum á þinginu. Hjálmar ræddi einnig mikilvægi þess að SÞ lagaði sig að breyttum tímum og hvatti til þess að samtökin væru í fararbroddi í notkun upplýs- ingatækni með það að leiðarljósi að gera starfið skilvirkara og opnara og til að aðstoða þróunarríki við að fá aðgang að nýjustu upplýsingatækni. Hjálmar flutti einnig ræðu í nefnd allsherjarþings SÞ um afvopnunar- og öryggismál. Hjálmar fagnaði að- ild Kúbu og Austur-Tímor að samn- ingi um að hefta útbreiðslu kjarna- vopna og hvatti Pakistan og Indland til að framfylgja ályktunum örygg- isráðsins um fordæmingu á kjarn- orkuvopnatilraunum ríkjanna og lýsti áhyggjum íslenskra stjórnvalda af ákvörðun Norður-Kóreumanna um að segja sig frá þeim samningi. SÞ lagi sig að breytt- um tímum ÞINGMENN Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að félagsmála- ráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga um starfsemi erlendra starfsmanna- leigufyrirtækja. „Markmið frum- varpsins skal vera tvíþætt,“ segir í tillögugreininni. „Í fyrsta lagi að tryggja að erlend- ir starfsmenn sem koma á vegum starfsmannaleigna til starfa á Íslandi njóti í hvívetna sambærilegra rétt- inda og Íslendingar á vinnumarkaði. Í öðru lagi að koma í veg fyrir dulin undirboð á vinnumarkaði og tryggja þannig samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart fyrirtækjum sem leigja vinnuafl gegnum starfs- mannaleigur.“ Fyrsti flutningsmað- ur tilllögunnar er Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingarinnar. Í greinargerð segir að rökstuddur grunur leiki á því að erlend starfs- mannaleiga með höfuðstöðvar í Lissabon í Portúgal, hafi ráðið er- lenda starfsmenn til starfa á vinnu- svæði ítalska verktakans Impregilo við Kárahnjúka á kjörum sem eru lakari en lögmætt er skv. virkjana- samningi, sem er í gildi milli aðila ís- lenska vinnumarkaðarins um starf- semi við virkjanir á hálendinu. Taxtar langt undir samningum „Þetta er staðfest m.a. af ljósritum sem flutningsmenn tillögu þessarar hafa undir höndum af einstaklings- bundnum ráðningarsamningum milli einstakra starfsmanna á svæðinu og framkvæmdastjóra viðskiptasviðs starfsmannaleigunnar Select, Guald- ino Diniz. Samkvæmt þeim voru portúgalskir iðnaðarmenn ráðnir á töxtum sem eru langt undir því sem samningar kveða á um hér á landi. Samningar af þeim toga eru skýlaust brot á íslensku lögum og EES-rétti.“ Í greinargerðinni er farið nánar yfir kjör og aðstæður þessara starfs- manna við Kárahnjúka og tekið fram að það sé ljóst að allar hefðbundnar vinnnureglur á íslenskum vinnu- markaði hafi verið þverbrotnar af fyrrgreindri starfsmannaleigu og ítalska verktakanum Impregilo. Þingflokkur Samfylkingarinnar Vilja lög um starfs- manna- leigur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.