Morgunblaðið - 13.10.2003, Side 14
DAGLEGT LÍF
14 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
RSH.is
Dalvegi 16b • 201 Kópavogur
Sími 544 5570 • Fax 544 5573
www.rsh.is • rsh@rsh.is
Handtalstö›var
VERSLUN • VERKSTÆ‹I
Radíófljónusta Sigga Har›ar
Drægni allt a› 5 km
Ver› frá kr. 5.900,-
UHF talstö›var
í miklu úrvali
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
03
SLÁTUR er enn tekið á heim-ilum þótt matarmenning hértaki sífellt á sig alþjóðlegri
blæ. Blóðmör og lifrarpylsa eru
enn með hefðbundnu sniði og hrá-
efnið mikið til það sama.
Fjallagrös voru mikið notuð í
blóðmör áður fyrr og á lambakjot.is
má finna uppskrift að fjallagrasa-
blóðmör.
Sveinn Helgi Sverrisson, Felli í
Glerárþorpi, er ekki búinn að taka
slátur á þessu hausti en hefur gert
tilraunir í sláturgerð, bæði hvað
varðar áferð og krydd. Kryddun
ræðst af því hvort maturinn er
steiktur eða soðinn að hans sögn.
„Mér finnst ómissandi að hafa neg-
ul í soðnum blóðmör, og líka pipar,
það fer þó eftir öðru kryddi. Í lifr-
arpylsu er mjög gott að setja hvít-
lauk og kóríander, annaðhvort eða
bæði, og líka pipar.“
Áferðin ræðst af söxuninni, sem
Sveinn segir eitt aðalatriðið í sinni
sláturgerð.
„Ég er gersamlega á móti vél-
hökkuðum mör og vil sjá bitana í
því sem maður er að láta ofan í sig.
Þessi fína mylsna sem verið er að
setja í slátur er ekkert annað en
falin fita. Mér finnst gaman að
velja í blóðmörskeppinn
gróft söxuð hjörtu og nýru
og lifur í teningum og hvít-
lauksgeira í lifrarpylsuna.
Stundum nota ég líka kjöt í
blóðmörinn, ef ég tek
skrokk í leiðinni, og nota
þá hráefni sem annars
hefði lent í hakki eða gúll-
asi,“ segir hann.
Sveinn kveðst enn-
fremur á móti því sem
hann kallar
verksmiðjueinsleitni í
sveitamat og vilja hafa
eitthvað fast undir tönn í
matnum.
Soðið í þrjú kortér
„Ég sýð slátur ekki lengi, að
minnsta kosti helmingi styttra en
tengdamóðir mín, oft 45 mínútur
eða svo. Allt sem gerist eftir það er
óþarfi að mínu mati og ekki til ann-
ars fallið en að útvatna ystu lögin.“
Sveinn nam arkitektúr í Frakk-
landi á sínum tíma og vandist mör-
lausu slátri sem kallað er svartur
búðingur. Með því voru oft borin
fram steikt, græn epli og má alveg
hafa þau með íslenskum blóðmör,
að hans sögn.
Þá eru græn epli sneidd og steikt
upp úr ólífuolíu og krydduð, til að
mynda með óreganó, salti og pipar.
„Ég rek hálfgert tilraunaeldhús
og mér finnst gaman að prófa mig
áfram með hráefnið. Einnig er
hægt að bera fram kartöflumús
með negul eða múskati með slátri,
en múskat er mjög gott í blóðmör
líka. Með þessu má svo drekka ein-
hvern rauðan rudda, eða frönsk
beljuvín, eitthvað „gróft og rautt
sem gerir bletti“ eins og Frakkar
orða það.
Sveinn segist hafa gaman af
þjóðlegri matreiðsluhefð og nauð-
synlegt að bera virðingu fyrir hrá-
efninu og tilurð réttanna. „Maður
þarf að vita af hverju þeir
voru búnir til svona en
ekki hinsegin og það er
mikil sagnfræði til í kring-
um íslenska matargerð.“
Hann safnar líka svepp-
um og kryddjurtum til
þess að þurrka og segir
mikið af lerkisvepp í kring-
um Melgerðismela.
„Margar kryddtegundir
sem við erum vön að nota
bara í kökur nýtast til mat-
argerðar. Múskat hentar
vel kjötréttum, til dæmis
gúllasi, og okkar kökuk-
rydd er mikið notað í mat í
arabaheiminum. Kóríander
og kjúklingur er sígild samsetning,
einnig nautakjöt og hrásykur, en
sykur er líka krydd.
Mín aðferð er sú að reka nefið að
hráefninu og lykta vel af því, þann-
ig áttar maður sig á hvaða krydd á
vel við. Fólk verður líka að gera
greinarmun á nýju kryddi og
þurrkuðu og möluðu kryddi sem
búið er að vera uppi í skáp í fjöl-
mörg ár. Það er ekki sama hráefn-
ið. Albest er að hafa mortél eða
handsnúið rifjárn við höndina,“
segir Sveinn Helgi Sverrison.
MATUR
Slátur með kóríander og negul
helga@mbl.is
Morgunblaðið/Kristján
Sláturgerð: Þjóðleg matreiðsluhefð.
Í OKTÓBERMÁNUÐI gengst Krabbameinsfélag
Íslands fyrir fræðslu um brjóstakrabbamein, sem
hluta af alþjóðlegu árvekniátaki, en tákn þess er
bleika slaufan. Í tilefni af átakinu er hér birt þýð-
ing á hugleiðingu sem hefur gengið á Netinu und-
anfarið. Höfundurinn er bandaríski dálkahöfund-
urinn Erma Bombeck sem lést árið 1996, reyndar
úr nýrnasjúkdómi, og hefur texti hennar gengið
kvenna á milli í tölvupósti með þeim orðum að með
honum fái þær engil til að vaka yfir sér:
„Ég hefði boðið vinum í mat þrátt fyrir að tepp-
ið væri skítugt og sófinn upplitaður.
Ég hefði borðað poppið í fínu stofunni og haft
miklu minni áhyggjur af skítnum þegar ein-
hvern langaði að kveikja upp í arninum.
Ég hefði gefið mér tíma í að hlusta á afa láta
móðan mása um æsku sína.
Ég hefði aldrei krafist þess að bílrúðurnar yrðu
skrúfaðar upp á góðviðrisdegi af því að hárið á
mér var orðið úfið.
Ég hefði kveikt á bleika kertinu sem var eins og
rós í laginu áður en það aflagaðist í geymslunni.
Ég hefði sest á grasflötina með börnunum mín-
um og ekki haft áhyggjur af grasgrænublett-
um.
Ég hefði grátið og hlegið minna yfir sjónvarp-
inu en meira við að horfa á lífið.
Ég hefði legið í rúminu þegar ég var veik í stað
þess að láta sem heimurinn færi í biðstöðu ef ég
væri ekki til staðar í einn dag.
Ég hefði aldrei keypt neitt bara af því það væri
hagkvæmt, sæist aldrei á því eða ætti að endast
að eilífu.
Í stað þess að óska þess að níu mánaða með-
ganga væri búin, hefði ég varðveitt hverja ein-
ustu mínútu þar sem ég geri mér grein fyrir að
undrið sem óx inni í mér var eina tækifæri mitt
í lífinu til að aðstoða Guð við kraftaverk.
Þegar börnin mín kysstu mig áköf, hefði ég
aldrei sagt: „Seinna, farið nú og þvoið ykkur
fyrir matinn.“
Það hefði verið meira um „Ég elska þig“ og
„fyrirgefðu“, en umfram allt, ef ég hefði fengið
annað tækifæri til lífs hefði ég gripið hverja
einustu mínútu...horft á hana og séð hana...lifað
hana. Og aldrei sleppt henni.“
BRJÓSTAKRABBAMEIN
Að lifa lífinu
Stjórnmálafræðinemarnir Birna Þórarins-dóttir, Fjóla Einarsdóttir og GuðrúnHelga Jóhannsdóttir hafa nóg að gera
við að herma eftir starfi Sameinuðu þjóðanna
hér og þar um heiminn. Þær halda ásamt Sig-
urði Kristni Ómarsssyni kvikmyndagerð-
armanni til Afríku í næsta mánuði og ætla að
láta sem þær séu fulltrúar Spánar innan Sam-
einuðu þjóðanna, á svokölluðu Model UN þingi
sem haldið verður í Zambíu í byrjun nóvember.
Áður hafa stelpurnar sótt slík þing í New
York, Ósló og London og eru í undirbúnings-
hópi fyrir eitt í viðbót sem verður haldið hér á
landi í fyrsta skipti í lok október. Model United
Nations er hermilíkan af Sameinuðu þjóðunum
ætlað háskólastúdentum sem vilja kynnast
heimi milliríkjasamskipta og samninga-
viðræðna. Alls eru um 400 Model UN þing
haldin árlega.
Markmiðið er að búa til heimildarmynd um
þetta Afríkuferðalag þriggja ungra kvenna
sem hafa svo brennandi áhuga á utanríkismál-
um. „Hugsunin á bak við myndina er meðal
annars að vekja fólk til umhugsunar og meðvit-
undar um þróunarstarf,“ segir Birna.
Fulltrúar Spánar „í þykjustunni“
Þau hefja ferðalagið í Malaví þar sem þau
kynna sér starf Þróunarsamvinnustofnunar Ís-
lands og athuga hvernig þróunaraðstoð af hálfu
Íslands gagnast íbúum landsins. Þaðan fara
þau til höfuðborgar Zambíu, Lusaka, og þykj-
ast vera Spánverjar í viku. Birna og Guðrún
verða fulltrúar Spánar í öryggisráðinu en Fjóla
verður fulltrúi Spánar í nefnd um afvopn-
unarmál. „Okkar undirbúningur felst í því að
við kynnum okkur málefnin sem eru á dagskrá,
eins og deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs, af-
stöðu Spánar í þeim efnum og hvað Spánverjar
hafa sagt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.“
Birna segir að þingin séu brú á milli ungs fólks
og alþjóðakerfisins þar sem þátttaka í þeim
gefi nemendum nasasjón af því hvernig al-
þjóðastarf virkar.
Víða erlendis er þátttaka í verkefnum sem
þessum metin sem hluti af námi eins og t.d. í
Bandaríkjunum þar sem herminám af þessu
tagi er notað allt niður í barnaskóla. Birna seg-
ir að kosturinn við slíkt fyrirkomulag sé t.d. að
á sama tíma og þátttakendur fái greinargóða
innsýn í alþjóðamál fái þeir ómetanlega
reynslu í framsögu, þ.e. í að tala fyrir framan
stóran sal af fólki og láta taka mark á sér.
Birna, Guðrún og Fjóla fá hins vegar engar
einingar fyrir þátttökuna heldur taka þátt af
einskærum áhuga á utanríkis- og öryggismál-
um og vilja svo sannarlega ýta undir áhuga
kvenna á þessum málaflokki. Birna skrifaði
t.d. lokaritgerð í stjórnmálafræðinni um konur
og öryggismál, en hún og Fjóla útskrifast nú í
október en Guðrún á næsta ári. Birna vonast
til þess að þátttaka í Model UN verði metin
sem hluti af námi í framtíðinni.
Ráðstefnan hér heima fer fram dagana 22.–
26. október og þar verður settur upp fundur í
öryggisráði SÞ, en undirbúningshópurinn fór
til New York í sumar og sótti ráðstefnu um
það hvernig eigi að halda Model UN þing.
„Þetta fer þannig fram að nemendur leika
sendinefndir ríkja sem þurfa að takast á við
eitthvað tiltekið vandamál sem hjá okkur verð-
ur Íraksdeilan. Fólk þarf virkilega að nota sína
menntun, rökhugsun og kunnáttu, og lærir
líka mjög mikið af þessu,“ segir hún.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Afríkufarar: Þau eru á leið til Malaví og Zambíu í næsta mánuði. Stjórnmálafræðinemarnir
Fjóla Einarsdóttir, Birna Þórarinsdóttir og Guðrún Helga Jóhannsdóttir og kvikmynda-
gerðarmaðurinn Sigurður Kristinn Ómarsson.
Hermikrákur til Afríku
MENNTUN
TENGLAR
.................................................................
http://www.icemun.hi.is
http://www.un.org/cyberschoolbus/
modelun/links_6.asp