Morgunblaðið - 13.10.2003, Side 15
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 15
Spurning: Nú er komið að því að
ég hef svo miklar áhyggjur að ég
ákvað að leita mér hjálpar. Ég er
kona á fertugsaldrinum og síðustu
3 árin hef ég verið með svo mikið
hárlos að hárið hefur þynnst um
helming. Fljótlega eftir að ég varð
vör við hárlosið nefndi ég þetta við
hárgreiðslukonuna mína og hún
sagði að þetta gæti stafað af vítam-
ínskorti eða stressi. Mér fannst ég
ekkert yfirmáta stressuð þannig að
ég fór að taka vítamín
(stundum fjölvítamín og
stundum pantotenat B5)
og hef alltaf tekið hárkúr
(töflur) reglulega. Ekk-
ert breyttist. Ég þori varla að þvo á
mér hárið eða greiða það því í
hvert sinn tek ég flóka úr niðurfall-
inu og enn meiri hárflóka úr hár-
burstanum. Hvernig í ósköpunum
getur staðið á þessu? Getur það
haft einhver áhrif að ég þarf að
taka hormóna?
Svar: Hárlos getur átt sér margar
og margvíslegar orsakir bæði hjá
körlum og konum. Fyrst skal nefna
að eðlilegt er að hárið þynnist
smám saman með aldrinum og
skalli hjá karlmönnum er talinn
eðlilegt (arfgengt) fyrirbæri. Konur
verða mjög sjaldan sköllóttar en
hjá gömlum konum þynnist hárið
oft mikið og þá gjarnan mest í
vöngum. Mikið hárlos hjá ungri
konu eins og bréfritari lýsir er hins
vegar ekki eðlilegt og kallar á rann-
sókn (t.d. hjá húðsjúkdómalækni).
Ein algengasta ástæðan fyrir miklu
hárlosi hjá konum er horm-
ónabreytingar eftir fæðingu. Á
meðgöngunni verður aukinn hár-
vöxtur vegna aukinna áhrifa kven-
hormónsins östrógens. Að fæðingu
lokinni fer hormónastarfsemin aftur
í eðlilegt horf og algengt er að kon-
ur verði varar við hárlos frá tveim-
ur vikum og allt að 3 mánuðum eft-
ir fæðingu. Stundum er hárlosið
verulegt og ekki er óalgengt að
hárið nái aldrei al-
veg fyrri þéttleika
en þetta er ekkert
til að hafa áhyggjur
af. Stundum verður
hárlos vegna þess að hárið er
þvingað í óeðlilegar stellingar og
þar er sennilega algengast að hárið
sé bundið stíft í tagl. Önnur nokkuð
algeng ástæða fyrir hárlosi eru lyf
en mikill fjöldi lyfja getur valdið
hárlosi sem aukaverkun og í ein-
staka tilvikum getur slíkt hárlos
verið verulegt. Frægust eru sum
lyf við illkynja sjúkdómum sem
geta valdið miklu hárlosi og því að
öll hár hverfa tímabundið. Af svip-
uðum toga er hárlos vegna geisl-
unar. Sýkingar í hársverði geta
valdið hárlosi og er þar helst að
nefna sveppasýkingar en þetta er
sjaldgæft og því fylgja önnur óþæg-
indi. Sóri (psoriasis) er oft í hárs-
verði og getur hárlos fylgt honum.
Nærvera við vissar eitraðar jurtir
getur einstaka sinnum verið orsök
hárloss og hárlos fylgir oft van-
starfsemi skjaldkirtils og getur
fylgt fleiri sjúkdómum sem herja á
allan líkamann. Járnskorti fylgir
slappleiki, blóðleysi og hárlos. Hár-
los getur einstaka sinnum stafað af
eitrunum og má þar helst nefna
þungmálma og A-vítamín.
Karlmannaskalli er arfgengur og
getur jafnvel byrjað á unglings-
árum. Karlmannaskalli er aðallega
af tveimur gerðum, annaðhvort
hækka kollvikin smám saman eða
tungl myndast í hvirflinum en þetta
tvennt getur einnig farið saman.
Karlmannaskalli er mjög algengur
og telst ekki vera sjúkdómur. Kon-
ur halda oftast hárinu mun betur
en karlar en þegar aldurinn færist
yfir er algengt að hárið þynnist
verulega en sú þynning er venju-
lega dreifð um höfuðið en stundum
mest í vöngunum. Konur fá ein-
staka sinnum skalla af þeirri gerð
sem er kölluð karlmannaskalli og í
þeim tilvikum kemur stundum í ljós
röskun á kynhormónum með auk-
inni framleiðslu karlhormóna.
Nokkrar aðrar tegundir eru til af
hárlosi og skalla og má þar helst
nefna blettaskalla sem getur hrjáð
bæði konur og karla.
Hvað orsakar hárlos?
Magnús Jóhannsson læknir svarar spurningum lesenda
Með aldrin-
um þynnist
hárið oft
verulega
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn-
inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið
er á móti spurningum á virkum dögum milli
klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum
eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222.
Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar
með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhanns-
sonar: elmag@hotmail.com.
TENNISSTJÖRNUR hafa verið einna
duglegastar við að nota svokölluð svita-
bönd á atvinnuúlnliði sína en nú eru slík
svitabönd sem og breiðar leðurólar á
úlnliðum, eitt af því sem einkennir tísku
unga fólksins þessi misserin. Fólk á öll-
um aldri kaupir og notar slíka fylgihluti
þótt stærsti hópurinn sé á aldrinum frá
tólf ára til tvítugs. Strákar skreyta sig
með armskrauti þessu ekki síður en
stelpur en leðurarmbönd með göddum
hafa alltaf verið vinsælli hjá strákunum.
Böndin eru misbreið og ná oft hátt upp
á handlegg og stundum eru skartgripir
settir yfir, sérstaklega þegar böndin eru
einlit. Þessi svitabandatíska er í háveg-
um höfð í heimsborginni Lundúnum,
eftir því sem tískulögreglan hermir, og
eflaust ná þessar vinsældir víða um ver-
öldina, eins og títt er um aðra strauma
sem hingað berast.
Svitabönd
og leðurólar
Morgunblaðið/Ásdís
Nokkur litrík sýnishorn af svitaböndum og leðurólum úr verslununum
Mótor, Spútnik og Kiss.
TÍSKA
Ókeypis lögfræðiaðstoð
öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012
frá okt.-apríl Orator, félag laganema