Morgunblaðið - 13.10.2003, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 19
R
ÍKISSTJÓRNIR
Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks hafa
verið við völd á Íslandi
allt frá árinu 1995.
Þegar þessir flokkar hófu samstarf
árið 1995 var að mörgu leyti mjög
erfitt ástand á Íslandi. Hér hafði
verið viðvarandi atvinnuleysi í tölu-
verðum mæli, rekstur atvinnufyr-
irtækja var almennt mjög erfiður og
lítið hafði verið um uppbyggingu at-
vinnulífs. Ríkissjóður hafði verið
rekinn með halla í of mörg ár, hér
hafði varla verið nokkur hagvöxtur
og þaðan af síður hafði kaupmáttur
ráðstöfunartekna aukist að neinu
marki.
Eftir að hafa verið í stjórnarand-
stöðu lagði Framsóknarflokkurinn
upp með skýr markmið fyrir alþing-
iskosningarnar 1995, sem miðuðu að
því að snúa vörn í sókn. Í góðu sam-
starfi við Sjálfstæðisflokkinn hefur
gengið vel að ná þessum mark-
miðum. Valdatími flokkanna hefur
einkennst af skýrum markmiðum og
aðgerðum sem hafa miðað að því að
bæta efnahagslega stöðu þjóð-
arinnar. Það hefur m.a. falist í því að
efla atvinnulíf og fjölga störfum í
þjóðfélaginu og ekki hvað síst að
skapa og viðhalda efnahagslegum
stöðugleika með ábyrgri stjórn rík-
isfjármála. Það hefur tekist vel, eins
og hagtölur sýna. Á undanförnum
árum hefur kaupmáttur ráðstöf-
unartekna aukist mikið, hagvöxtur
hefur verið viðvarandi að mestu og
verðlag hefur verið stöðugra en áður
hefur þekkst í svo langan tíma. Við
Íslendingar erum nú ein allra rík-
asta þjóð í heimi og búum við betri
lífskjör en langflestar aðrar þjóðir.
6,4 milljarða tekjuafgangur
Í stefnu stjórnarflokkanna sem
birtist í fjárlagafrumvarpi fyrir árið
2004 birtast sömu markmið og áður.
Stjórnarflokkarnir ætla sér að við-
halda góðum efnahagslegum árangri
og tryggja stöðugleikann. Fram-
undan eru mikil umsvif í hagkerfinu
og því mikilvægt að festa verði í
hagstjórninni. Hagspekingar hafa
lagt áherslu á gott aðhald í ríkisfjár-
málum á næstu árum og að afgangur
fjárlaga verði sem mestur, til þess
að hamla gegn óæskilegum þenslu-
áhrifum og meðfylgjandi óáran í
efnahagsmálum. Markmið stjórn-
arflokkanna eru í samræmi við þessi
sjónarmið.
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð
fyrir rekstrarafgangi, 6,4 millj-
örðum króna, þrátt fyrir að ekki sé
gert ráð fyrir því sem forsendu að
ráðist verði í stækkun Norðuráls og
virkjunarframkvæmdir í tengslum
við hana, né heldur er gert ráð fyrir
sölu ríkiseigna. Hér er um eðlilegt
varfærnissjónarmið að ræða er
varðar tekjuáætlun, þar sem ekkert
staðfest liggur fyrir um þessi verk-
efni.
Vaxtagreiðslur lægri
en vaxtatekjur
Um rekstur ríkissjóðs á það sama
við og um allan annan rekstur, hvort
sem um er að ræða heimilin eða at-
vinnufyrirtækin, það er mikilvægt til
framtíðar að skulda ekki mikið.
Stjórnarflokkarnir hafa á und-
anförnum árum lagt áherslu á það
forgangsmarkmið að greiða niður
sem mest af skuldum ríkissjóðs og
það hefur tekist vel. Á næsta ári
verður haldið áfram að greiða niður
skuldir ríkissjóðs, þessi áhersla er
ánægjuleg þar sem niðurgreiðsla
skulda er til hagsbóta fyrir komandi
kynslóðir og er það sérstakt fagn-
aðarefni. Í þessu samhengi þekkja
flestir þá einföldu staðreynd að
miklum skuldum fylgir mikil vaxta-
byrði. Samhliða því að mikið hefur
verið greitt niður af skuldum rík-
isins síðustu árin hefur vaxtakostn-
aður minnkað mikið. Gera má ráð
fyrir því að eftir árið 2004 verði þau
tímamót að greiddir vextir ríkissjóðs
verði lægri en vaxtatekjurnar. Í
rekstri ríkissjóðs þýðir
þetta einfaldlega það að
skattpeningarnir nýtist til
annarra og að flestra mati
brýnni málefna en til að
borga vexti vegna skulda
ríkisins.
Sú ánægjulega nýjung á
sér stað að samhliða fram-
lögðu fjárlagafrumvarpi
hefur ríkisstjórnin gert
grein fyrir stefnumörkun
sinni og áætlunum um út-
línur ríkisfjármála næstu
fjögur ár. Þetta er í sam-
ræmi við stefnuyfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar og
markar tímamót í vinnu-
brögðum við hagstjórn hér á landi.
Með þessu er verið að styrkja trú-
verðugleika efnahagsstefnu rík-
isstjórnarinnar og stuðla að áfram-
haldandi stöðugleika í
efnahagslífinu. Í þessari stefnu-
mörkun koma fram skýr markmið
um aðgerðir til að ná þeim árangri
sem stefnt er að.
Forðast verðbólgu
eins og pestina
Flestir Íslendingar muna eftir
þeim tíma þegar hér geisaði verð-
bólga sem gerði m.a. það að verkum
að ekki var nokkur leið að standa að
rekstri stofnana og atvinnufyr-
irtækja á þann hátt sem við þekkjum
í dag. Þá kom verðbólgan mjög illa
niður á rekstri heimilanna, svo eitt-
hvað sé nefnt. Við höfum haft það
sem markmið að halda niðri verð-
bólgunni, eftir að tókst að ná tökum
á henni um og upp úr árinu 1990. Við
viljum forðast verðbólguna eins og
sjálfa pestina. Í stefnumörkun rík-
isstjórnarinnar og spám til næstu
fjögurra ára kemur fram að gert er
ráð fyrir að verðlagsþróun verði
nokkuð stöðug næstu árin og í sam-
ræmi við verðbólgumarkmið Seðla-
bankans.
Það ásamt hóflegum kauphækk-
unum eru helstu forsendur fyrir
þeim efnahagslega stöðugleika sem
leggur grundvöll þess að kaup-
máttur ráðstöfunartekna vaxi enn
frekar. Í áætlunum fyrir næstu ár er
gert ráð fyrir að áfram vaxi kaup-
máttur jafnt og þétt, en það er sá
þáttur sem skiptir hvað mestu fyrir
launafólk og almenning í landinu.
Þau markmið sem birtast í fjár-
lagafrumvarpi fyrir árið 2004 miða
að því að halda áfram styrkri stjórn
ríkisfjármála. Það er mikilvægt
framlag til hagstjórnarinnar og mið-
ar að því að viðhalda efnahagslegum
stöðugleika. Það er í fullu samræmi
við málflutning og stefnu stjórn-
arflokkanna fyrir síðustu alþing-
iskosningar og það sem fram kemur
í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar.
Áfram-
haldandi
stöðugleiki
Eftir Magnús Stefánsson
’ Gera má ráð fyrir því aðeftir árið 2004 verði þau
tímamót að greiddir vextir
ríkissjóðs verði lægri en
vaxtatekjurnar. Í rekstri rík-
issjóðs þýðir þetta einfald-
lega það að skattpeningarnir
nýtist til annarra og að
flestra mati brýnni málefna
en til að borga vexti vegna
skulda ríkisins. ‘
Höfundur er formaður fjárlaganefndar
Alþingis.
að hér á
ja þau 5
um við
vera
einilega
ara á
essa of-
g sést á
ar aðrar
a grunn-
ð stytta
gara um
a grunn-
ns og
að
á ýmist
rúm þar
vera meira sem útskýrist af lengri skólatíma í heildina.
Hins vegar hefði sú leið ekki sparað ríkinu neitt þar
sem grunnskólar eru reknir af sveitarfélögum og því
var hin leiðin valin.
Sem stendur geta nemendur sem vilja og treysta sér
til lokið framhaldsskóla á þremur árum gert það í
áfangaskólum. Sú stytting rýrir ekki gæði námsins þar
sem þessir nemendur ljúka jafn mörgum einingum og
aðrir, aðeins á skemmri tíma. Aðrir nemendur geta
tekið skólann á fjórum árum eins og miðað er við. Al-
gengt er raunar líka að nemendur ljúki námi á fimm
árum, án þess þó að stjórnvöld virðist vita af því. Hins
vegar er ljóst að með styttingu framhaldsskólans
fækkar kennslutímum um 20% sem er ekkert annað en
gengisfelling á stúdentsprófi. Menntunin á bak við
prófið hlýtur að verða 20% minni, alveg sama þó að
ráðherra tali um að hvergi verði slegið af kröfum.
Nefndar hafa verið tölur um að kennurum fækki þar
með um 12% og þykist ég þar sjá raunverulegan drif-
kraft ríkisstjórnarinnar, þ.e. að fækka starfsfólki og
spara þar með það fé sem veitt er til menntunar.
Afleiðingarnar verða þær að fólk kemur verr und-
irbúið í háskólanám og í öllu akademísku námi þarf að
eyða dýrmætum tíma í að tyggja ofan í fólk grundvall-
aratriði sem það nú lærir til stúdentsprófs.
En kannski þýðir lítið að vera að tjá sig um þetta þar
sem menntamálaráðuneytið er þegar búið að taka
ákvörðun, verkefnisstjórnin er búin að skila tillögum
og öðrum þeim sem áhuga hafa á að taka þátt í þessari
ákvörðun hefur verið vísað pent á heimasíðuna
menntagatt.is þar sem þeim er heimilað að koma at-
hugasemdir eða með öðrum orðum röfla yfir því sem
þegar hefur verið ákveðið. Eftir á getur ráðherra sagt
að nú hafi farið fram lýðræðisleg umræða og fram-
kvæmt svo það sem búið er að ákveða.
Þessi sparnaðarframkvæmd verður til að geng-
isfella stúdentsprófið og hún getur ekki talist mikið af-
rek í málefnum framhaldsskólans. Nær hefði verið fyr-
ir ráðuneytið að taka á því að hér á landi er 30%
brottfall úr framhaldsskóla sem er með því mesta sem
gerist í Evrópu. Þessi hópur fellur brott úr námi til
stúdentsprófs og hefur þá fáa aðra valkosti.
Mikilvægt er að koma til móts við hann, t.d. með
stuttum starfstengdum námsbrautum. En það kostar
peninga og ráðuneytið virðist ekki reiðubúið að eyða
meiru í menntun og vísindi en þegar er gert, fremur á
að spara. Þar á bæ trúa menn því greinilega ekki að
vísindi efli alla dáð. Eða þeir eru bara svona dáðlausir
sjálfir þó að til allrar hamingju séu þeir mjög sam-
ræmdir í dáðleysinu.
ausir
’ Hins vegar er ljóst að meðstyttingu framhaldsskólans
fækkar kennslutímum um 20%
sem er ekkert annað en geng-
isfelling á stúdentsprófi. ‘
Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna.
s í
leið sem
um að
arið er til
arla og
r sem
ndnum
ur í 7%
um svið-
þar sem
ð-
rghátt-
m, sér-
hlutfall
ri
afa laga-
g körl-
n-
er tekið
m sé átt
nar
er með
m at-
vinnu
afnrétt-
ismálum á umliðnum árum og áratugum, m.a. með
miklu meiri menntun kvenna en áður og auknum hlut
þeirra í stjórnunarstörfum, er ljóst að launajafnrétti
kynjanna er enn órafjarri. Ljóst er einnig að hið op-
inbera hefur í samkeppni við hinn almenna vinnumark-
að tekið þátt í þessu tvöfalda launakerfi, þar sem m.a.
stöðuheiti, föst yfirvinna, hverskonar kaupaukar og
bílahlunnindi eru notuð til að hygla fremur körlum en
konum.
Með jafnréttislögum og alþjóðasamþykktum um
jafnréttismál sem Ísland hefur fullgilt eru stjórnvöld-
um jafnt sem aðilum vinnumarkaðarins settar
ákveðnar skyldur á herðar til að ná fram launajafnrétti
kynjanna. Engu að síður þrífst mikið launamisrétti hjá
hinu opinbera þar sem ríkisvaldið og sveitarfélögin eru
vinnuveitendur og eins á hinum almenna vinnumarkaði.
Mikilvægt er að stjórnvöld gangi á undan með góðu
fordæmi og virði lög og alþjóðasamþykktir um jöfn
laun karla og kvenna. Afar mikilvægt er að fjár-
málaráðherra sem viðsemjandi opinberra starfsmanna
sýni frumkvæði og ábyrgð í verki með því að beita sér
fyrir markvissri áætlun um að koma á launajafnrétti
kynjanna. Þetta má bæði gera í gegnum kjarasamn-
inga við opinbera starfsmenn og með eftirliti með því
að opinberar stofnanir og ráðuneyti fylgi markvissri
jafnréttisáætlun um að allar starfstengdar greiðslur
og/eða hlunnindi skv. 14. gr. laga um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla gangi jafnt til kvenna og
karla fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Ekki
reynir síst á þetta vegna þess að við lýði er tvöfalt
launakerfi, annars vegar almennir kjarasamningar og
hins vegar einstaklingsbundnir ráðningarsamningar
og hvers konar duldar greiðslur, álög og starfstengdar
greiðslur sem orðnar eru stór hluti af kjörum fjölda
launþega.
Nú þegar konur hafa áratugum saman búið við mis-
rétti í launamálum, þrátt fyrir skýr lög um launajafn-
rétti kynjanna, þá er auðvitað löngu kominn tími til að
reyna nýjar leiðir og beita að fullu þeim ákvæðum sem
jafnréttislög kveða á um. Leiðin er að beita tíma-
bundnum sértækum aðgerðum til að ná fram launa-
jafnrétti kynjanna.
m launajafnrétti kynjanna
Höfundur er alþingismaður.
’ Full ástæða er til að beitaákvæði jafnréttislaga um sértæk-
ar tímabundnar aðgerðir þegar í
um 40 ár hafa verið í gildi lög,
sem ekki hafa verið virt, sem
banna launamisrétti kynjanna. ‘
tt er
m svið-
yndir
gnstæða
kjunum
um langt
öðu und-
á meiri-
ræði í
ð afnámi
klega
kja lít-
amlega
a vald
lægð
þessu
boðið öll-
r í aug-
ð spyrja
l valds
frá aðildarríkjunum til Evrópusambandsins. Íbúarnir
geta nefnilega tekið upp á þeirri dellu að hafna þeim. Nú
„hóta“ sum aðildarríki sambandsins því að spyrja
íbúana hvort þeir vilji þessa blessuðu stjórnarskrá. Evr-
ópusambandið hótar á móti að skera niður styrki til við-
komandi ríkja. Þetta er allt saman ákaflega lýðræð-
islegt og spennandi.
Spurningin um aðild að Myntbandalagi Evrópu og
upptöku evru var aðeins borin undir þjóðaratkvæði í
tveimur ríkjum, Danmörku og Svíþjóð, þótt um væri að
ræða verulegt framsal valds. Hvorir tveggja Danir og
Svíar höfnuðu evrunni. Sem sannar auðvitað hvað þjóð-
aratkvæðagreiðslur eru skelfilega vitlausar og þreyt-
andi. Írsk stjórnvöld báru Nice-samkomulagið svokall-
aða, sem fól í sér ýmsar grundvallarspurningar, undir
þjóð sína. Írska þjóðin felldi samkomulagið og setti m.a.
stækkunaráform sambandsins í uppnám. En það góða
við þjóðaratkvæðagreiðslur um málefni Evrópusam-
bandsins er að þær er hægt að halda strax aftur ef nið-
urstaðan er vitlaus. Allt þar til hugmynd sambandsins
er samþykkt. Þá þarf aldrei að halda þjóðaratkvæða-
greiðslu um málið aftur. Írar samþykktu Nice-
samkomulagið í annarri tilraun, eftir að hafa verið hótað
því að verða gerðir hornreka, og verða ekki spurðir álits
um það frekar.
Þjóðráð Evrópusambandsins
Graham Watson, leiðtogi frjálslyndra þingmanna á
Evrópuþinginu lýsti þessu vel þegar hann kom í heim-
sókn til Svíþjóðar í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar um evruna í september. Hann gaf Svíum þetta
ráð: „If you vote ’no’, you will have to vote again in a few
years time. Do you really want to vote twice? Look at
Ireland. They voted twice because they got the answer
wrong the first time.“ Dr. Lars Wohlin, hagfræðingur
og fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Svíþjóðar, taldi
sig vera að gera rétt þegar hann hvatti Svía til að halda
krónunni. Dr. Wohlin mun fara yfir ástæður þess í er-
indi á opnu málþingi í Norræna húsinu í dag. En um leið
og hann snýr til baka til Svíþjóðar þarf hann að huga al-
varlega að orðum frjálslynda Evrópuþingmannsins. Og
vera viðbúinn annarri atkvæðagreiðslu. Því það er
þannig sem þetta virkar.
man
Höfundur er framkvæmdastjóri Heimssýnar, hreyfingar
sjálfstæðissinna í Evrópumálum.