Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 28
DAGBÓK
28 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: í
dag eru væntanleg
Freri RE og Goðafoss.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag er Selfoss vænt-
anlegur til Straums-
víkur.
Mannamót
Aflagrandi 40. Vinnu-
stofa og leikfimi kl. 9,
boccia kl. 10, kl. 14 fé-
lagsvist, hársnyrting,
fótaaðgerð.
Leikhúsferð í Loft-
kastalann 16. okt. kl.
20.30 að sjá hið rómaða
verk Erling. Pantanir
og miðasala í Afla-
granda 40, sími 562-
2571. Rúta fer frá Afla-
granda kl. 19.45. Ath.
takmarkaður miða-
fjöldi.
Árskógar 4. Kl. 9–12
handavinna, kl. 10
söngstund, kl. 13–16.30
smíðar, útskurður, kl.
13–16.30 handavinna,
kl. 13.30 félagsvist kl.
16 myndlist.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
9–16 handavinna, kl. 9–
12 bútasaumur, kl. 9–
17 fótaaðgerð, kl. 10–
11, samverustund, kl.
13.30–14. 30 söngur við
píanóið, kl. 13–16 búta-
saumur.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 kl. 20.30.
Fótaaðgerð kl. 10.
Skrifstofan er opin í
dag kl. 10–11.30.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Farið verður
í Borgarleikhúsið 18.
okt. að sjá Kvetch kl.
20. Skráning í síma
565 6622 og á skrif-
stofu félagsstarfsins í
Kirkjuhvoli.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 10 leikfimi,
kl. 13 brids, kl. 9–16.30
púttvöllurinn opinn.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinnustofan opin, kl.
10–13 verslunin opin,
kl. 11–11.30 leikfimi.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Bað kl. 9–
12, opin vinnustofa, kl.
9–16.30, félagsvist kl.
13.30, kl. 9–12 hár-
greiðsla.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Kl. 9
dagblöðin, rabb og
kaffi. Pútt í Hraunseli
kl. 10–11.30. Billj-
ardsalurinn opinn til
kl. 16. Kóræfing Gafl-
arakórsins kl. 10.30.
Tréútskurður kl. 13 og
félagsvist kl. 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Brids kl. 13,
handmennt, spjall og
kaffi kl. 13.30. Línu-
danskennsla fyrir byrj-
endur kl. 18. Dans-
kennsla í
samkvæmisdönsum
framhald kl. 19 og
byrjendur kl. 20.30.
Kennari Sigvaldi.
Félagsstarf eldri borg-
ara Mosfellssveit.
Línudans kl. 17.30.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Sími
575 7720. Vinnustofur
opnar kl. 9–16.30.
Spilasalur frá hádegi.
Kl. 15.15 danskennsla.
Á morgun kl. 13 boccia.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9–17 handavinna,
kl. 9.30 gler og postu-
lín, kl. 13 skák, kl. 20
skapandi skrif.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.05 og kl. 9.55 leikfimi,
kl. 10 ganga, kl. 11
boccia, kl. 13 leirmótun
og brids, kl. 20.30 fé-
lagsvist.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulín, keramik og
fótaaðgerð, kl. 10
bænastund, kl. 13.30
sögustund og spjall, kl.
13 hárgreiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9–15 handmennt, kl. 9–
10 og kl. 10–11 jóga, kl.
13–16 spilað. Fótaað-
gerðir.
Korpúlfar Grafarvogi.
Á morgun kl. 10 sund-
leikfimi í Grafarvogs-
laug.
Norðurbrún 1. kl. 9–16
fótaaðgerð, kl. 10–11
ganga, kl. 13–16.45 op-
in vinnustofa, mynd-
list.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9–10
boccia, kl. 9–12 mósaik,
kl. 9.15–15.30 handa-
vinna, kl. 9.30–10.30
boccia, kl. 11–12 leik-
fimi, kl. 12.15–13.15
danskennsla, kl. 13–16
kóræfing.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla,
kl. 9.30 bókband, búta-
saumur og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og boccia, kl. 13
handmennt, gler-
bræðsla og spilað.
Félag eldri borgara
Suðurnesjum. Bingó í
Selinu Vallarbraut 4,
Njarðvík öll mánu-
dagskvöld kl. 20.
Gullsmárabrids.
Bridsdeild FEBK Gull-
smára spilar í félags-
heimilinu, Gullsmára
13 mánu- og fimmtu-
daga. Skráning kl.
12.45. Spil hefst kl. 13.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12.
Brids kl. 19.
Í dag er mánudagur 13. október,
286. dagur ársins 2003.
Orð dagsins: Sannlega segi ég
yður: Hver sem tekur ekki við
Guðs ríki eins og barn, mun aldrei
inn í það koma.
(Mark. 10,15).
Ögmundur Jónassonfær greinilega tölu-
vert af lesendabréfum
vegna heimasíðu sinnar,
ogmundur.is.
Þingmaðurinn segir:„Ef dæma skal af
þeim lesendabréfum sem
mér hafa borist í dag þá
er fólki heitt í hamsi út af
framkomu Impregilo og
samstarfsaðila við verka-
menn á Kárahnjúkum.
Fólk veltir greinilega fyr-
ir sér þýðingu Róm-
argöngu Halldórs Ás-
grímssonar
utanríkisráðherra.
Ljósmóðir spyr hvorthann sé að feta í spor
fyrri tíðar manna og leita
eftir syndaaflausn og Ól-
ína veltir fyrir sér hvort
ímynd Impregilo sé til
umræðu í Róm enda hafi
utanríkisráðherranum ís-
lenska ætíð verið mjög
annt um hana.
Ólína segir m.a.: „Núgeta menn velt því
fyrir sér hvort utanrík-
isráðherrarnir hafi verið
að ræða statusinn á skó-
taui og nærskyrtum
portúgalskra verka-
manna í smæstu atriðum
suður í Róm og hvort
virðulegir embættismenn
utanríkisþjónustu geti
haldið uppi samræðum
um svo hversdagslega
nytjahluti.
Líklegra þykir mér aðokkar maður hafi í
Róm lýst áhyggjum sínum
af ímynd ítalska verk-
takafyrirtækisins …“ Ég
þakka þessum kjarnyrtu
konum, Ólínu og ljós-
móður, fyrir hugleiðing-
arnar.
Eitt fannst mér gott aðheyra í fréttum í
kvöld: Ekki aðeins á að
senda 300 ullarsokka upp
á hálendið heldur stendur
einnig til að logsuðumenn
fái hlífðargleraugu til
nota við logsuðuna! Þetta
er sérstaklega þakk-
arvert og ég velti því fyr-
ir mér hvernig þessi
ákvörðun er tilkomin.
Varla var þetta uppá-stunga frá lög-
fræðideild Impregíló?
Það skyldi þó aldrei vera?
Í fréttum fyrir fáeinum
dögum var sagt að von
væri á lögfræðingum frá
Mílanó. Sannast sagna
hélt ég að þeirra við-
fangsefni væri að ná
kostnaðinum niður.
En þegar málið ergaumgæft betur þá
skipta nokkur logsuð-
ugleraugu litlu í sam-
anburði við hin „ófyrir-
séðu“ útgjöld sem kveðið
er á um í samningum að
verkkaupinn þurfi að
greiða ef til þeirra stof-
nast. Það þarf oft á tíðum
löglærða menn til að
koma auga á slík útgjöld.
Mér er sagt að lögfræð-
ingar í Mílanó séu einmitt
miklir fagmenn í því
efni,“ segir Ögmundur
Jónasson.
STAKSTEINAR
Ullarsokkar og
hlífðargleraugu
Víkverji skrifar...
ALDREI hefur Víkverji taliðsig neinn sérstakan femínista,
og hefur meira að segja stundum
sætt ákúrum – sem betur fer oft-
ast góðlátlegum – fyrir meinta
karlrembu. Sem hann vill þó alls
ekki kannast við. En Víkverji er
þó að minnsta kosti sammála ein-
um femínista um eitt. Að það er
of algengt að á almenningssal-
ernum fyrir karlmenn séu engin
skiptiborð, eins og ekki þurfi að
reikna með að feður taki upp á
því að skipta um bleiu á börnum
sínum. Víkverji minnist þess að
hafa heyrt yfirlýstan femínista
kvarta undan einmitt þessu í
sjónvarpsþætti í sumar, og er
Víkverji að fenginni reynslu inni-
lega sammála þessum femínista
um þetta.
Þannig ætlaði Víkverji í síðustu
viku að skipta á dóttur sinni er
þau feðginin voru á ferð í Kringl-
unni. En viti menn, aðstaða til að
skipta á börnum er inni á kvenna-
salerninu, en á karlasalerninu er
engin slík aðstaða. Málið þoldi
enga bið, því að dóttir Víkverja
var farin að tilkynna ítrekað um
„kúk“. Ekki var því um annað að
ræða en grípa til örþrifaráða og
fann Víkverji einhverja hillu inni á
salerni fyrir fatlaða og notaði sem
skiptiborð, en reyndar var dóttir
hans alls ekki sátt við þessa hillu,
sem var enda ekki annað en kalt
plast.
Víkverji vill taka fram, að í
Smáralind eru þessi mál með mikl-
um sóma, og þar er gert ráð fyrir
að feður skipti á börnum sínum.
Er Kringlan virkilega svona gömul
verslunarmiðstöð að hún hafi verið
hönnuð og smíðuð á þeim tímum
er ekki þótti við hæfi að feður
væru að vasast í bleiuskiptum?
Það er mjög langt síðan sú hugsun
varð úrelt.
Það sama var uppi á teningnum
í sumar þegar Víkverji fór með
fjölskyldunni í sund í Hafnarfirði.
Í karlaklefanum var hvergi sýni-
legt skiptiborð, og eru það þó ekki
sérlega fyrirferðarmikil tæki og
ætti varla að vera stórmál að hafa
að minnsta kosti eitt. Þarna eru
Hafnfirðingarnir eftirbátar Reyk-
víkinga, því að í karlaklefanum í
Árbæjarlaug, sem Víkverji fer oft
í, enda sérlega fjölskylduvæn laug,
eru þessi mál til fyrirmyndar.
x x x
Í ÖÐRU efni hafa Reykvíking-arnir þó klikkað alveg, að mati
Víkverja. Hann botnar ekkert í því
hvernig nýju beygjuljósin á mót-
um Kringlumýrarbrautar og
Miklubrautar eiginlega eru hugs-
uð. Þar er enn við lýði sá ósiður að
fjöldi bíla fer yfir á rauðu og skap-
ar mikla slysahættu. Eða eru það
kannski sér-reykvísk umferðarlög
að heimilt sé að fara yfir á rauðu?
Morgunblaðið/Arnaldur
Hjólahindranir
og völundarhús
NORÐURLJÓSIN tindr-
uðu fagurlega – þegar mér,
hamingjusamri hjólreiða-
konu um fimmtugt, lá við
stórslysi á venjubundinni
leiðinni til næturvaktarinn-
ar, vestur Miklubrautina.
Átti atburðurinn sér stað
við gatnamót Kringlumýr-
arbrautar, í einu hinu ný-
reista fyrir gangandi og
hjólandi ætlað, völundar-
húsi; sjálfsagt hannað af
fræðingum og snillingum.
Var það eflaust vegna
sæmilegrar þyngdar minn-
ar og staðfastra vernd-
arengla, sem flugið við
áreksturinn á sterklega
steinkantsrönd varð ekkert
sérstakt og enginn heila-
hristingurinn, en framhjól
farartækisins er ekki leng-
ur algjörlega kringlótt, sem
leiðir af sér vissan hjóla-
hristing, sem hjólinu væri
hollara að vera án.
Til að gera yfirferðina
ennþá skemmtilegri er okk-
ur þar að auki boðið til auka
útsýnisstundar á miðri um-
ferðareyjunni, vegna ljós-
anna, en sjálfsagt líka til að
við í eiturgasmenguninni
getum notið þess að dást að
blikkbeljum og -tuddum áð-
ur en haldið er áfram áleið-
is á hindrunarbrautina milli
Stakkahlíðar og Eskihlíðar.
Þar telja fyrirmyndar bíl-
stjórar, einhverra hluta
vegna, alveg öruggt að
gang-hjólabrautin fína sé
einkabílastæði þeirra.
Segið svo að það sé ekki
spennandi og mannfræði-
lega forvitnilegt að vera bíl-
frjáls á strætum Reykja-
víkurborgar.
Hamingjusöm
hjólreiðakona.
Stálsmiðjan – þakkir
VIÐ óskum forsvarsmönn-
um Stálsmiðjunnar inni-
lega til hamingju með stórt
afmæli fyrirtækisins. Um
leið þökkum við fyrir ynd-
islegt kvöld hjá ykkur sem
var alveg sérstakt, flott og
skemmtilegt. Það er alltaf
jafn gaman að koma í gleð-
skap hjá ykkur. Við óskum
ykkur öllum góðs gengis á
komandi tímum.
Örn og frú.
Dónaskapur
ÉG og maðurinn minn vor-
um fyrir stuttu að koma frá
Ármúla og ætluðum að taka
strætó nr. 11 hjá Esjunni. Á
biðstöðinni beið stúlka sem
ég spurði hvort vagninn
hefði farið framhjá. Hún
hristi höfuðið en gengur
svo í burtu og hrækir í
gluggann á skýlinu. Við
vorum undrandi, ég og
maðurinn minn. Finnst
þetta ógeðslegt og mikill
dónaskapur að hrækja
svona að fólki.
Rúna.
Skyldur og réttindi
sambúðaraðila?
ÉG vil koma þeirri skoðun
minni á framfæri að gefinn
verði út bæklingur til al-
mennings um hjónaband,
sambúð og réttindi og
skyldu. Finnst vanta að
hægt sé að ganga að svona
upplýsingum á einum stað.
Ég er búin að hringja á
nokkra staði til að fá upp-
lýsingar um þessi málefni
en það virðist engin stofnun
vera með leiðbeiningar eða
upplýsingar um þennan
málaflokk.
Svona upplýsingar eiga
að vera aðgengilegar fyrir
fólk til að kynna sér í upp-
hafi sambúðar eða hjóna-
bands. Fólk þarf að vita
hvar það stendur, hvort
sem það er íslenskt eða er-
lent.
Óupplýst eldri kona.
Tapað/fundið
Armbandskeðja
í óskilum
ARMBANDSKEÐJA,
karlmanns, fannst við
Tjarnargötuna í byrjun
október. Upplýsingar í
síma 551-0949.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 þvættingur, 8 lífsand-
inn, 9 varkár, 10 tölustaf-
ur, 11 ómerkileg mann-
eskja, 13 stækja, 15
hringiðu, 18 fín klæði, 21
rangl, 22 óþokki, 23 al-
gerlega, 24 afreksverk.
LÓÐRÉTT
2 broddur, 3 streymi, 4
úlfynja, 5 rúlluðum, 6
barsmíð, 7 venda, 12
strit, 14 tré, 15 áll, 16
klaufdýr, 17 hrekk, 18
vitri, 19 viðburður, 20
ættgöfgi.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 bjúga, 4 fælin, 7 tolla, 8 ískur, 9 lóð, 11 rita, 13
orga, 14 gátur, 15 beta, 17 fold, 20 ána, 22 ræmur, 23
fimma, 24 torfa, 25 rimma.
Lóðrétt: 1 bútur, 2 útlát, 3 aðal, 4 fríð, 5 lýkur, 6 norpa,
10 óttan, 12 aga, 13 orf, 15 burst, 16 tímir, 18 ormur, 19
draga, 20 árna, 21 afar.
Krossgáta
Horft á heiminn úr fangi pabba.
Morgunblaðið/Ásdís
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16