Morgunblaðið - 25.10.2003, Side 14

Morgunblaðið - 25.10.2003, Side 14
m 14 angi eða þurrkuðum blómum. Kölluðu þeir drykkinn xocoatl. Spánverjar kynntust drykkn- um þegar þeir komu til Nýja heimsins og færðu kakóbaunirn- ar með sér heim árið 1527. Að þeirra smekk var drykkurinn kryddaður með sykri og kanil og fljótlega sleikti öll Evrópu út um. Vanilla varð líka vinsæl til bragð- bætis og það voru svo Englend- ingar sem komust upp á lagið með að hita kakó með mjólk. 1828 fann hollenski súkkulaði- framleiðandinn Coenraad Van Houten upp nokkuð flókna að- ferð þar sem kakósmjör og kakóduft var gert úr baununum og þá var leiðin greið til að búa til súkkulaði í föstu formi. sh súkkulaðimolar Súkkulaði hefur færst æ ofar í virðingarstiga sælkerans á síðustu árum. Valið stendur ekki lengur á milli suðusúkkulaðis og siríus- lengju heldur þarf maður nú að velta fyrir sér spurningum um kakóinnihald, tegund bauna og uppruna. Súkkulaði er orðið merkjavara. Grundvallarreglan er sú að súkkulaði telst því fínna sem kakóinnihaldið er meira. Evrópubandalagið setur skilyrði um minnst 25% kakóinnihald en það er langur vegur frá þeirri kröfu til sælkerasúkkulaðs sem inniheldur minnst 70% kakó. Súkkulaði er gert úr kakó- baunum sem vaxa í fræbelgjum á kakótrénu Theobroma cacao en theobroma er grískt orð sem útleggja má sem „fæða guð- anna“. Súkkulaði í föstu formi, eins og við þekkjum svo ákaf- lega vel, á sér aðeins um 200 ára gamla sögu. Áður þekktist það aðeins í drykkjarformi en Maya- indjánar og Aztekar til forna rist- uðu kakóbaunir, möluðu þær í mortéli í duft og brugguðu sér úr því ósætan drykk með heitu vatni og krydduðu vel með pip- ar, chili, vanillu, og stundum hun-  Til eru þrjár gerðir kakóbauna, griollo, forastero og trin- itario. Forastero er grunnbaun kakóframleiðslunnar og er fremur gróf og hrá og er helst ræktuð í Vestur-Afríku og Mið-Ameríku. Griollo er helst ræktuð í Mið-Ameríku og Indónesíu og telst vera um 3% af heimsframleiðslu. Trinit- ario er stökkbreytt afbrigði af hinum baununum tveimur og er bragðnettari en foraster og nær um 11% af heims- framleiðslu. Þess má geta að Valrhona gæðasúkkulaðið franska er unnið úr griollo- og trinitario-baunum.  Anna af Austurríki kynnti frönsku hirðina fyrir súkku- laðidrykknum árið 1615 og þótti mönnum þetta ákaflega forvitnilegur lögur, en manni hennar, Lúðvíki 14. þótti hins vegar lítið til koma.  Kirkjan á 17. og 18. öld leit með velþóknun á súkku- laðidrykkinn og taldi hann ekki brjóta föstuna. Fínar frúr létu bera sér drykkinn á meðan predikunum stóð og dagar föstu urðu ólíkt bragðmeiri!  Þegar súkkulaði hélt innreið sína í Evrópu var það talið hafa læknandi eiginleika og var selt til að lækna kvef, krampa, bæta meltingu og hvaðeina sem amaði að fólki. „Heilsusúkkulaði“ var algengt heiti allt fram á tuttugustu öld á þeim drykk sem innihélt aðeins sykur og kakó. Það hefur líka lengið loðað við súkkulaði að það hafi örvandi áhrif á ástarlífið.  Súkkulaði inniheldur mikla orku eða 500 kalóríur í 100 grömmum – sem samsvarar níu eggjum eða þremur sneið- um af svínaskinku.  Gott súkkulaði er gljándi, brotnar án þess að molna og er laust við kekki, litlar loftbólur eða hvíta bletti. Það bráðnar eins og smjör á tungunni og ilmar af súkkulaði, ekki kakódufti og áferðin er ekki fitug eða klístruð.  Vísindamenn hafa uppgötvað fimm hundruð ólík brögð í súkkulaði sem gerir það að einu flóknasta hráefni sem finnst í eldhúsinu.  Aztekar til forna töldu ávöxt kakótrésins vera gjöf frá hinum fjaðraða snákaguði, Quetzalcoatl.  Best er að nota súkkulaði með hárri kakóprósentu í kök- ur og ábætisrétti, hægt er að auka ilminn með því að bæta við ósætu kakói.  Súkkulaði sem inniheldur ekki mjólk geymist í marga mánuði, jafnvel ár, sé það geymt við rétt hitastig, um 18 gráður, og þar sem raki nær ekki til.  Í 10 fræbelgjum kakótrésins er um 1 kg af baunum og úr þeim má vinna 6 súkkulaðistykki með 70% kakóinnihaldi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.