Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 3
16.11.2003 | 3 4 Flugan Flugan fór víða um bæinn og tyllti sér á veggi þar sem forvitnilegt fólk var að finna. 6 Lofar góðu María Markan er ungur og efnilegur nemandi í Listaháskóla Íslands. 8 Púlsinn Rebekka Rán Samper hitti David Atten- borough og spurði hann spjörunum úr. 8 Birna Anna prófaði 15 mínútur af frægð í Cannes. 10 Tvær systur Ingibjörg og Lilja Pálmadætur eru atorku- samar, fallegar, gáfaðar, hæfileikamiklar – og vel efnaðar. Þær eru nánar og samstilltar eins og bestu vinkonur og oftar en ekki sammála eins og kemur fram í samtali Árna Þórarinssonar. 16 Gefin fyrir drama þessi dama Margrét Ákadóttir leikkona segir í viðtali Guðrúnar Guðlaugsdóttur að hún vilji ná í hinn skapandi þátt sem býr í hverri manneskju svo hún megi blómstra. 20 Afplánun á Íslandi Golli og Gunnar Hersveinn fengu að skyggnast inn í 8 fangaklefa í 5 mismunandi fangelsum landsins. 24 Ég var sekkur í hjólastól Davíð Mar Guðmundsson er kominn úr hjólastólnum og hálfnaður að því markmiði sem hann setti sér. 26 Á Alþingi Ungliðarnir á Alþingi segja hver forgangsmál þeirra eru. 29 Straumar Sigurður Líndal leikari hefur notið velgengni í London. Tíska, ferðalög, heimili og hönnun, matur og vín, hollusta. 42 Álitamál Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp nokkrum hliðum á mannlegum málum. 45 Frá mínum sófa séð og heyrt Egill Helgason mælir með geisladiski, myndbandi, sjónvarpsþætti, bók og vefsíðu. 45 Maður eins og ég Snjólfur Ólafsson svarar nokkrum spurningum eftir bestu samvisku. 46 Staðurinn er að þessu sinni Metropolitan-safnið í New York. 46 Pistill Kristín Marja veltir fyrir sér hvers vegna ekki er hægt að kaupa fatnað og leikföng ætluð litlum stúlkum. Forsíðumyndina tók Golli á 101 hótel í miðbæ Reykjavíkur fimmtudaginn 30. október 2003. 24 29 20 31 Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Margrét Sigurðardóttir margret@mbl.is, Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. Tímarit Morgunblaðsins hefur göngu sína í dag og er dreift með sunnudagsútgáfunni. Tímariti Morgunblaðsins er ætlað að vera speg- ill á íslenskt samfélag á hverjum tíma. Lögð verður áhersla á fjölbreytt efni þar sem við látum okkur ekkert mannlegt óviðkomandi. Í þessu fyrsta tölublaði kynnum við til sögunnar ungt og efnilegt fólk sem þykir líklegt til frekari af- reka á sínu sviði. Við höfum fengið til liðs við okkur nokkra pistlahöfunda sem sumir segja umbúða- laust sína skoðun á mönnum og málefnum, greina frá því sem þeim liggur á hjarta eða viðra álitamál. En við látum líka alvarlegri mál til okkar taka og í þessu blaði fá lesendur að skyggnast inn í fangelsi lands- ins sem búa föngum mismunandi umhverfi. Frelsi er það sem fanga skortir og við fáum að sjá hvernig nokkrir íslenskir fangar koma sér fyrir í því litla rými sem til umráða er. Í síðari hluta blaðsins er að finna efnisþætti sem tengjast lífsstíl landsmanna eins og tísku, ferðalögum, mat, víni, veitingahúsum, heimilinu, hönnun, hollustu og fleira af því taginu sem endurspeglar nokkur af áhugamálum fólks. Helgin er sá tími sem mörgum gefst frá daglegum önnum til að kynnast einhverju nýju, víkka sjón- deildarhringinn eða leita afþreyingar, þæginda og afslöppunar. Tímarit Morgunblaðsins er fyrir alla þá sem vilja eiga notalega helgi og njóta lesturs. Góða helgi! 16.11.03

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.