Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 42
A ð máli við mig kom kona sem á í vanda vegna þess að hún hefur til margra ára haldið við mann en er gift öðrum. „Þetta er farið að taka á taugar mín- ar. Eiginmaðurinn hefur grun um að- stæðurnar og elskhuginn verður sífellt þurftafrekari á tíma minn,“ sagði hún. „Ég finn til æ meiri togstreitu og stundum langar mig til að binda enda á þetta ástand, en þegar til á að taka þá vil ég ekki gera það því ég vil í raun hvorugan manninn missa. Maðurinn minn er fínn maður og með honum á ég börnin mín, við eig- um fjölskylduna sameiginlega og mig langar ekki til að splundra henni eða heimilinu okkar. Ástmaður minn er líka hinn ágætasti maður. Hann er alltaf tilbúinn til að hlusta á mig og skilur mig svo vel. Við eigum líka svo rómantískar stundir, borðum stundum saman yfir kertaljósi og hlustum á fallega músík. Líf mitt yrði svo snautt ef ég missti hann og að- dáun hans. Ég veit ekki hvað ég á að gera, hvorn ég á að velja eða hvort ég á nokkuð að velja. Kannski væri bara best að reyna að halda þessu svona áfram sem lengst.“ Sálarfriður er mikilvægur Víst er þetta álitamál. En ef velt er upp ýms- um möguleikum á framhaldinu þá gæti ýmislegt gerst. Kannski fer eig- inmanninum að leiðast þetta ástand svo mjög að hann finni sér aðra konu sem ekki hafi svona mikið að gera við að sinna öðrum manni. Kannski fer líka ástmanninn að lengja eftir að eign- ast heimili með konu sem hann á einn og hefur óskiptan aðgang að – tekur jafnvel að gerast nöldursamur vegna þessa. Svo mikið er víst að allt þróast og ekkert stendur í stað nákvæmlega eins og það er á þessari stundu. Kannski væri óvitlaust að snúa hlut- verkunum við til að athuga hvor mað- urinn væri heppilegri sem „eini“ mað- urinn í lífi þessarar konu sem býr við svo mikla togstreitu í sínu einkalífi. Hugsanlegt væri að fara með eig- inmanninum til útlanda í langa ferð og vita hvernig honum fer að vera laus við börn og bú og allar hinar þrúgandi eig- inmannsskyldur. Kannski að hann njóti sín allt í einu vel í kertaljósinu. Á hinn bóginn væri kannski ráð að taka að spyrja ástmanninn ráða um hin hversdagslegu efni sem blasa við í fjár- málum, innkaupum til heimilis, heilsu- málum og hvað eigi að gefa hverjum í afmælis- og jólagjafir í fjölskyldunni, hver eigi að passa og s.frv. Loks er svo alltaf hinn ægilegi möguleiki – að missa báða mennina. Ef eiginmannin- um fer að leiðast ástandið of mikið og fer þá gæti líka komið upp sú staða að ástmaðurinn væri ekki tilbúinn til að hefja búskap með konunni. Kannski er hann einn af þeim sem vill enga ábyrgð, finnst heppilegast að vera í sambandi sem ekki þarf að leggja allt í. Allt er þetta álitamál, en sennilega getur þessi þríhyrningur varla lifað mjög lengi við þær aðstæður að konan sé orðin þreytt á togstreitunni og eig- inmaðurinn fullur grunsemda yfir fjar- vistum hennar og fjarhygli. Kannski væri best að skoða möguleikana vel, vega og meta kostina og taka svo bein- skeytta ákvörðun og standa við hana. Þannig fengist að minnsta kosti sálar- friður er frá liði – og sálarfriður er mjög eftirsóknarverður, það vita þeir sem hann eiga ekki. ‚Elskhuginn verður sífellt þurftafrekari á tíma minn‘ Guðrún Guðlaugsdóttir Álitamál Sé úr vöndu að ráða hvernig bregðast skuli við aðstæðum kann Guðrún Guðlaugsdóttir að hafa nokkur ráð í pokahorninu. Sendið henni línu: gudrung@mbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.