Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 20
20 | 16.11.2003 bakgarði til útivistar. Þar er engin vinna nema þrif og ekki kostur á námi. Í Fangelsinu Kvíabryggju Grundarfirði eru 14 pláss, en það var upphaflega, eða frá 1954, notað fyrir feður sem skulduðu meðlag. Árið 1963 kom fyrsti refsi- fanginn þangað. Tveir vinnuskálar eru á staðnum. Vinnan getur verið töluverð og tengist sjó, svo sem að beita línu og fella net meðan vertíð stendur. Einnig eru tré- bretti smíðuð og gert við fiskikör úr plasti. Erfiðara er hins vegar að leggja stund á nám á Kvíabryggju. Vel búinn æfingasalur er þar, bókasafn og billjardstofa. Afgirt land fangelsisins er 35 hektarar. Á Litla-Hrauni eru 87 pláss, þar af 10 til einangrunarvistar. Það var tekið í notkun sem fangelsi árið 1929 en byggt var við það árið 1972 og 1980 og nýtt hús tekið til notkunar árið 1995. Litla-Hraun er öryggisfangelsi og á að hýsa þá fanga sem eru með lengstu dómana og síafbrotamenn. Þar er u.þ.b. 2/3 allra fangels- isplássa á landinu og því aðalfangelsi landsins. Fangelsinu er skipt í níu deildir með 4–12 menn á hverri deild. Á Litla-Hrauni eru um 15–25 í skóla, en Fjöl- brautaskóli Suðurlands starfrækir kennsludeild þar. Sumir ljúka stúdentsprófi, aðrir læra t.d. á tölvur. Á Litla-Hrauni er trésmíða- og járnsmíðaverkstæði, þar eru allar númeraplötur á bifreiðar framleiddar, einnig milliveggir. Viðhald og þrif telst launuð vinna fanga. Í fangelsinu er íþróttasalur og vel útbúinn lyftingasalur. 02. 04. AFPLÁNUN Á ÍSLANDI Fangelsi landsins eru ólík. Skyggnst inn í átta klefa í fimm fangelsum. LJÓSMYNDIR: GOLLI TEXTI: GUNNAR HERSVEINN 01. 03. Á Íslandi eru 125 pláss fyrir almenna fanga í fangelsum, auk þess eru 12 klefar helgaðir gæsluvarðhaldi fanga. Nýtingin er u.þ.b. 90% á þessu ári, en að meðaltali eru um 115–120 fangar í afplánun á hverjum tíma. Frelsi er það sem fanga skortir, frelsi til að ráða lífi sínu dag frá degi. Fangi tekur út hegninguna með afplánun. Hér á landi eru fimm fangelsi, hvert með sínum hætti. Hegningarhúsið á Skólavörðustíg var tekið í notkun árið 1874 og þar er pláss fyrir 16 fanga. Hegningarhúsið er móttökufangelsi, þangað mæta fangar í af- plánun og þangað eru handteknir menn færðir. Greining fer fram, læknisskoðun og innkomuskýrsla gerð. Yfirleitt eru menn ekki lengi á þessum stað heldur eru sendir þaðan í hin fangelsin. Ekki er þó óhugsandi að menn taki alfarið út stuttar refsingar í Hegningarhúsinu, óski þeir þess sérstaklega. Þar er engin vinna nema þrif, ekkert nám í boði en lítilsháttar aðstaða til heilsuræktar. Útivist er í bakgarði. Fangelsið í Kópavogi tók til starfa árið 1989 og þar er pláss fyrir 12 fanga af báðum kynjum á sumrin og 11 á vetrum. Eitt herbergi er notað þá sem skólastofa í samstarfi við Menntaskólann í Kópavogi. Fangar fá að fara út í garð í a.m.k. klukkustund á dag. Eina fangelsið sem ekki er einungis fyrir karla. Fangelsið á Akureyri hefur starfað frá 1978 og þar eru pláss fyrir átta til níu fanga. Fangelsið er álma af húsnæði lögreglunnar. Háir veggir og girðing yfir er í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.