Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 8
8 | 16.11.2003 Púlsinn David Attenborough © Rebekka Rán Samper Löðumst að dýrum sem líkjast börnunum okkar Heldurðu einhver dýr heima? Nei, ekki neitt. Ég bý einn og er mestanpart ársins á eilífum ferðalögum. Hvað á ég að gera við dýr? Hver er skoðun þín á heimilis- dýrum sem höfð eru í búrum? Það veltur á dýrategundinni. Það er t.d. hægt að hafa fiska í búri sem veitir ómælda ánægju án þess að skaða dýrin. Það er hins vegar afar slæm hugmynd að halda apa á heimili, og þar tala ég af eigin reynslu! Hver er skoðun þín á hug- myndafræði dýragarða? Dýragarðar geta haft mikið fræðslugildi og eru góður vett- vangur fyrir rannsóknir. Þeir gegna einnig mikilvægu hlut- verki fyrir dýr í útrýmingar- hættu. Þó eru til tegundir sem ættu ekki undir neinum kring- umstæðum að vera í dýragörð- um, til dæmis ernir. Hvað með dýr á borð við tígr- isdýr? Já, ég er ekki nógu sáttur við að hafa þau í dýragörðum. En óvíst væri um afkomu þeirra ef ekki kæmi til verndun dýra- garða á þeim. Er möguleiki að safna hlutlaus- um upplýsingum um dýr og hegðun þeirra án þess að túlka niðurstöðurnar mannlægt? Það er hægt að vissu leyti, ef við leggjum okkur fram við það, þó aldrei í guðlegum skiln- ingi. Hvað sem öðru líður þá getum við ekki annað en hugs- að um hlutina á mannlegan hátt. Er mögulegt að skilja dýrin og hegðun þeirra að fullu? Við getum aldrei skilið þau, nema að litlu leyti og á mjög kerfisbundinn hátt. Refurinn var fyrsta spendýrið sem nam land á Íslandi. Okk- ur hefur aldrei tekist að temja hann. Hvað veldur því að sum dýr er erfiðara að temja en önnur? Það auðveldar tamningu ef dýrið er hópdýr. Þá er einstak- lingurinn vanur því að fylgja foringja. Það er til dæmis auð- velt að temja hunda þar sem þeir eru komnir af úlfum sem lifa í mjög þéttum hópum, leiddum af foringja. Refurinn er á hinn bóginn dýr sem fer einförum og hentar því illa til tamningar. Við notum mörg orð úr dýra- ríkinu ýmist á neikvæðan eða jákvæðan hátt. Í goðsögnum birtist sömuleiðis bæði lof og fordómar okkar gagnvart mis- munandi dýrategundum. Heldurðu að þetta hafi áhrif á viðhorf okkar til þeirra í dag? Ekki spurning. Ein ástæðn- anna er sú að við erum sjálf for- rituð til að bregðast við ákveðnu útliti. Ef dýr hefur lít- ið nef og tvö stór augu kviknar hjá okkur verndartilfinning gagnvart því, þar sem það minnir okkur á börnin okkar. Ef dýrið hefur aftur á móti langt nef og tvö lítil augu, finn- um við til óvildar. Þetta skýrir að hluta til af hverju okkur er í nöp við rottur en löðumst að dádýrum. Hvert er furðulegasta dýr sem þú hefur borðað? Fiðrildalirfur og maurar. Bragðgott? Já, það minnir svolítið á salt- stangir. Annars eru lirfurnar bestar hunangsgljáðar. Hafa dýr sál, líkt og manneskj- an? Ég er nú ekki viss um að manneskjan hafi sál. Er eitthvert dýr fyrir utan apaættina sem gæti þroskast á sama eða æðra tilverustig og maðurinn? Ég veit ekki hvað æðra þýð- ir. Til að njóta velgengni í nátt- úrunni, þarf viðkomandi að getað borðað hvað sem er og búið næstum alls staðar. Ef velgengni er skilgreind sem hæfni til að nema heiminn eru þetta skilyrðin. Ef okkar nyti ekki við væri mögulega sú teg- und sem mestrar velgengni nyti annað hvort rottur eða kakkalakkar. Sagt er að í engri borg í heiminum sé maður í meiri fjarlægð en þrjá metra frá næstu rottu. Hvað er það mikilvægasta sem við getum lært af dýrum? Við getum aðeins lært af öðrum prímötum um okkur sjálf. Ég tel ekki líklegt að ég læri nokkuð um mig sjálfan af því að horfa á könguló eða kólibrífugl. Hvað ætti ég að geta lært af þorski? En ég skoða hvort eð er ekki dýrin til að skilja sjálfan mig, heldur þau. Þú ert þannig ekki þeirrar skoðunar að þekking okkar á hegðun dýra gæti bætt okkar eigin? Jú, það sem við sjáum og lærum af öpum. En hvað gæti kengúra svo sem kennt okkur sem við sjáum ekki eða skynj- um með því að horfa á okkur sjálf? Ef þú gætir valið þér dýr til að endurholdgast í, hvaða dýr myndirðu velja? Ég myndi velja að koma aft- ur sem letidýr og eyða þremur fjórðu hlutum tíma míns hangandi á hvolfi, sofandi uppi í tré. rebekka@centrum.is F rægð. Ég ætla að komast til himna. Lýsa á himni einsog logi. Frægð. Ég ætla að lifa að eilífu. Elskan,mundu hvað ég heiti. Já, maður söng með þessu lagi. Klædd legghlífum sátum við börnin á níunda áratugnum límd fyrir framan sjónvarps- þáttinn Fame. Mændum á hvert dansspor sem krakkarnir í listaháskólanum lærðu og héldum niðri í okkur andanum þegar þau fóru upp á háa c-ið. Skyldu þau ná takmarki sínu? Skyldu þau öðlast frægð? Þegar fólk er ungt og upprennandi þykir ekkert athugavert við að þrá frægð. Um leið og áfanganum er náð þykir hins vegar ekki svo sniðugt að viðurkenna að maður hafi sóst sér- staklega eftir frægðinni eða fíli hana neitt svakalega vel yfir höfuð. Þannig er það að segjast reyna að ,,umbera frægðina“ til merkis um að viðkomandi sé orðin raunveruleg stjarna. Þetta ferli er algengt og áberandi í Hollywood þar sem fólk er komið hvaðanæva að til slá í gegn. Þegar fólk er orðið stjörnur og spurt um frægðina í viðtölum er ,,rétt svar“ að jú, vissulega hafi hún sína kosti, maður fái borð á vinsælustu stöðunum en að samt sé nú þægilegra að fá að vera í friði þegar maður fer út í búð morkin á mánudagsmorgni eða skiptir um kærasta. Ég fékk einu sinni tækifæri til að fylgjast með hinum frægu í essinu sínu, það er að segja á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Þá var ég tvítug og í námi í næsta bæ og fannst ekki annað hægt en að fara og bera dýrðina augum. Kvik- myndahátíðin í Cannes er sannkallaður frægð- arpollur og í raun smækkuð og afar bragð- sterk útgáfa af heimi frægðarinnar. Herdeildir ljósmyndara með stóra ferðamannahópa í eft- irdragi færa sig strategískt milli ákvörðunar- staða og smella myndum af stjörnum sem haga sér eins og ungar stúlkur í tilhugalífinu í gamla daga sem var kennt að segja nei þegar þær meina já. Banda ljósmyndurum frá sér með annarri hendi og veifa til þeirra með hinni. ,,Það er fylgst með öllu sem þú gerir í Cannes,“ heyrðum við vinkona mín bandaríska leikkonu segja á kaffihúsi við ströndina. ,,Maður reynir bara að þrauka,“ stundi hún út úr sér við ófræga vin- konu sína sem reyndi að stappa í hana stálinu. Við litlu ferða- mennirnir sem lágum á hleri spáðum svo í það hvort ófræga vinkonan vorkenndi hinni í raun og hvort kvartanir hinnar frægu væru einlægar. Báðar settu þær svo upp stór dökk sól- gleraugu þegar þær fóru og þannig var varla hægt að sjá hvor var fræg og hvor ekki. Sólgleraugu eru mikilvægt tæki þegar frægð er annars vegar, þau geta bæði afmáð hana og búið hana til. Við vinkonurnar reyndum svo að tileinka okkur mótsagn- arkennda takta hinna frægu til að fá eins mikið út úr þessari dvöl okkar með sem minnstum tilkostnaði eins og fátækra námsmanna er siður. Við fjárfestum í stórum svörtum sólgler- augum og slæðum, földum andlit okkar og létum eins og við vildum alls ekki að „múgurinn“ sæi framan í okkur. Þessi taktík kom okkur inn á bíósýningar og í veislur án þess að nokkur spyrði okkur hvort okkur væri boðið eða hvort við værum með miða. Við þurftum meira að segja einu sinni að hlaupa undan ljósmyndurum. Á þessum fimmtán mínútum mínum sem virkileg stórstjarna velti ég því fyrir mér hvort frægðin væri eins og ég hafði ímyndað mér þegar ég spreytti mig á djassballetsporunum fyrir framan sjónvarpið. Og ég verð að segja að þetta var nú ekki eitthvað sem ég sóttist sér- staklega eftir eða fílaði neitt svakalega vel. Maður reyndi bara að umbera þetta. bab@mbl.is Elskan, mundu hvað ég heiti ‚Þegar fólk er ungt og upprennandi þykir ekkert athugavert við að þrá frægð‘ Birna Anna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.