Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 33
16.11.2003 | 33 M ér líður best í 3. og 4. hverfi í París en síðan kann ég líka vel við mig í 9.,10. og 11. hverfi,“ segir Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður sem varvið nám í París frá 1995 til 1997 og hefur verið þar með annan fótinn síð- an. Hún starfar hjá Martine Sitbon í París, þar sem hún hannar efni í tískufatnað, en starfar einnig sem umsjónarmaður fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands. „Yfirleitt held ég mig á hægri bakka Signu því vinstra megin er lítið að gerast núorðið. Á vinstri bakkanum býr miðaldra vel efnað fólk og mann- lífið er frekar látlaust og einslitt.“ Linda segir að 3. hverfið í París sé kallað Mýrin og það er ekki langt síðan það varð vinsælt. Þar eru litlar sérverslanir á hverju strái og notaleg veitingahús, m.a. uppáhaldsstaður- inn hennar. „Eitt af því fyrsta sem ég geri þeg- ar ég kem til Parísar er að fara á Litlu hestaskeifuna eða Petite fer auche- val, sem er frábær staður,“ segir hún af innlifun. „Stemmningin þar er sjálfsprottin og kemur bara með þeim viðskiptavinum sem eru þar hverju sinni. Að vísu eru alltaf vissir fastir gestir en líka ný andlit og þetta er mjög litríkt og áhugavert fólk; listamenn, heimspekingar, fólk úr kvikmyndageiranum og tískubrans- anum. Það er eiginlega best að lýsa andrúmsloftinu þannig að maður viti aldrei hverju maður á von á og í hverju maður lendir. Veitingarnar eru svo bara hefðbundinn franskur matur og í ódýrari kantinum, “ segir hún. Litríkt miðaldra fólk „Svo er annar staður sem ég held mikið upp á en það er Pompidou-safnið. Byggingin er rétt hjá vinnustaðnum mínum, mögnuð bygging og mikil orka þar innandyra. Yfirleitt eru nokkrar sýn- ingar í gangi, ein sem er þá hefð- bundin með verkum í eigu safnsins en síðan eru líka óvenjulegar sýning- ar, nútímalist, tónleikar, bíómyndir og svo er þar stórt bókasafn sem ég nota mikið. Við safnið er frábært kaffihús sem er í fínni kantinum, Café Beauburg. Það sem gerir þetta kaffihús svo sjarmerandi er að þangað kemur athyglisvert og litríkt miðaldra fólk.“ Síðan bætir hún við hugsi. „Annars eru margir vondir veitingastaðir í París. Margir staðir hafa hrein- lega staðnað, þeir eru búnir að vera lengi við lýði og hafa ekkert breyst í tímans rás. Þeir lifa á fornri frægð eins og sagt er.“ Aldrei hrædd í París „Þegar maður hefur náð að kynnast borginni þá er hún í raun lítil og þægileg og ég get t.d. alltaf gengið heim, alveg sama hvar ég er. Það er líka stórt atriði að mér finnst ég örugg, ég er aldrei hrædd við að vera ein á ferli. Ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. París er nefnilega full af leyndarmálum. Það er t.d. stutt síðan ég uppgötvaði frábæran ítalskan veitingastað sem heitir L’os- teria og er í 3. hverfi við Rue de Sévigne. Þetta er látlaus staður og svo vinsæll að það þarf ekki einu sinni að merkja hann – en þar þarf að panta borð með fyr- irvara.“ Göngugatan Rue Monterguille er alveg þess virði að heimsækja segir Linda Björg, en hún er í 2. hverfi. „Þarna eru mjög góðar sælkeraverslanir sem leggja geysilega upp úr því að vera með fyrsta flokks hráefni og að útlitið sé aðlaðandi. Þar er t.d. hægt að fá úrval af kjöti, ostum, kryddi og alls kyns matvöru og svo eru þar útikaffihús og mikið líf á daginn, fólk að spila tónlist, teikna eða leika. Rokkarabarir í 11. hverfi Í 11. hverfi er gaman að sækja rokkarabarina eins og ég kalla þá því þessa staði sækir tónlistarfólk af ýmsum toga. Við Rue Oberkampf eru t.d. margir mjög skemmtilegir barir. Þar er ódýrara að kaupa sér drykki og veit- ingar en í 3. og 4. hverfi og andrúmsloftið er sérkennilegt. Málið er að íbúar Parísar skiptast dálítið milli hverfa, þ.e. margir vinir mínir sem búa í 11. hverfi hafa ekkert að sækja í 3. og 4. hverfi. Ég stend einhvern veginn utan við þetta og get að vild flakkað milli hverfa og átt vini í þeim öllum. Það er líka gaman að koma í 18. hverfi, Montmartre, og skoða Sacre Coeur-kirkjuna sem er þar uppi á hæð. Frá staðnum er mjög gott útsýni yfir alla borgina. Hverfið er líka skemmtilegt, þar ríkir þorps- stemmning.“ Hvaða hverfi eru leiðinleg í París? „Nítjánda hverfi hefur aldrei höfðað til mín. Þar býr mjög efnað fólk og þar er bókstaflega ekkert líf, það er ekki einu sinni fólk úti á götu. Svo er Latínuhverfið orðið mjög litað af ferðamönnum, þeir eru í meirihluta þar. Frakkar halda sig ekki þar lengur. Ég hef heldur ekkert að sækja í 13., 14. og 15. hverfi. Þetta eru hverfi sem hafa í raun enga sér- stöðu. Í 1. og 2. hverfi eru verslanir sem Íslendingar vilja kannski líta í, búðir sem þeir þekkja nöfnin á.“ Aldrei einmana í París En hvað gerir París sérstaka borg? „Það er auðvelt að njóta augna- bliksins og láta umhverfið ráða ferð- inni í París. Svo líður mér bara eins og heima, ég er afslöppuð og frjáls og þar er það litið jákvæðum augum að hverfa ekki í fjöldann og vera lit- ríkur karakter. Ég hef verið töluvert í London og þegar ég sest þar á kaffi- hús og svo í París þá er það gjörólík upplifun. Í London sit ég ein á með- an ég staldra þar við en í París sest ég niður ein en fyrr en varir er ég komin í samræður við næsta mann. Fólk er aldrei einmana í París. Þar er kaffi- húsamenningin svo sterk að það er í þjóðarsálinni að setjast niður á kaffihúsi og tala við þann sem situr við hliðina á manni. Byggingarnar eru fallegar og gaman að sjá gamlan og nýjan arkitektúr blandast vel saman. Sagan er svo sterk. Ég vinn t.d. í gamalli byggingu og komst nýlega að því að í henni hafði Lúðvík fjórtándi geymt óskilgetnu börnin sín og mæður þeirra. Borgin er vel skipulögð, göturnar eru breiðar og svo státar hún af Signu, þessari fallegu á.“ Strandlífið í París Borgaryfirvöld í París leggja líka áherslu á að það sé skemmti- legt að búa í borginni og Linda segir að á þeirra vegum sé efnt til viðburða sem stuðla að því. „Í mörg ár hefur verið haldin tónlistarhátíð þar sem spilað er á hverju götuhorni svo að segja. Það eru líka skemmtilegir flóamarkaðir víða, listamenn varpa myndum af verkum sínum á húsveggi og svo er nýjasta fyrirbærið Strönd í París eða Paris Plage. Þá búa borgaryfirvöld til strandlíf meðfram Signu og á torg- um og tonnum af sandi er mokað á þessa staði. Þar eru settir upp sólbekkir og sturtur og fólk kemur til að liggja á strönd. Þessi uppákoma stóð yfir í mánuð í sumar og þátttakan var stórkostleg. Síðan var sandinum bara mokað aftur í burtu.“ Gætir þú hugsað þér að búa alfarið í París? „Já, en ég er með börnin mín bæði í skóla á Íslandi svo þetta fyrirkomulag hent- ar mér vel núna, að vera á báðum stöðum. En ég ætla að verða gömul kona í París.“ gudbjorg@mbl.is PARÍS ER FULL AF LEYNDARMÁLUM Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður nýtur augnabliksins í París, afslöppuð og frjáls, og lætur umhverfið ráða ferðinni. L jó sm yn di r: Ó m ar Hún sest inn á veitingastaðinn sinn í París og veit ekki hverju hún á von á eða í hverju hún lendir. Ljó sm yn d: G ol li FERÐALÖG | GUÐBJÖRG R. GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.