Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 16
M argir kannast við það ástand þegar þyrkingslegt andrúmsloftmyndast, t.d. á vinnustöðum eða á milli fólks. Þá er nauðsyn-legt að finna leiðir til að aðilar slaki á og þíða komist í sam-skiptin. Leiklistarmeðferðarfræði (dramatherapy) er eitt af því sem reynst hefur vel í svona dæmum og við margvíslegar aðrar aðstæður, t.d. þegar fólk er óvenjulega lokað eða á erfitt með tjáskipti af öðrum ástæðum. Margrét Ákadóttir leikkona hefur fyrir nokkru tekið til starfa sem leiklistarmeð- ferðarfræðingur en hún lauk tveggja ára háskólanámi í Bretlandi, frá háskólanum í Hartfordshire, í þessu fagi fyrir ári. „Um þessar mundir erum við Hlín Agnarsdóttir að hefja leiklistartengt nám- skeið fyrir almenning, þar sem veitt er leiklistarmeðferð og ráðgjöf. Við Hlín stofn- uðum nýlega fyrirtækið Dramasmiðjan og opnuðum af því tilefni heimsíðu: www.dramasmidjan.is.“ En hver eru tildrög alls þessa? „Ég er lærður leikari frá Bretlandi og hef starfað sem slíkur um árabil,“ segir Margrét. „Ég hef aldrei verið fastráðin en verið lánsöm með verkefni af ýmsu tagi, bæði hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, ýmsum leikhópum og í kvikmyndum. Vegna þess að ég hef aldrei verið fastráðin hafa verkefnin verið mjög fjöl- breytileg en ég hef stundum saknað þess hve leikhúsið er lítið „akademískt“. Það er svo margt merkilegt sem rekur á fjörurnar í leikhúsinu sem ástæða væri til fara dýpra og fræðilegar í. Nú er þetta að breytast þar sem Leiklistarskólinn er kominn á háskólastig. Á sumrin stundaði ég lengi framan af sumarvinnu í Útvegsbankanum en árið 1997 fór ég að vinna á sumrin með fötluðum börnum. Í því starfi fór ég að þróa mína aðferð og hafði að leiðarljósi ýmislegt sem við gerum í leikhúsinu. Þar fáumst við við að læra texta og hreyfingar, – hvernig við gerum þetta er sveipað dulúð og talsvert einstaklingsbundið, allt er þetta þó spennandi og í góðum tengslum við mannlífið. Ég fékk mikið út úr því að vinna með fötluðu börnunum og uppgötvaði að aðferðir leikhússins eru frábærar. Mér gekk vel og var spurð hvað ég hefði gert til þess að ná til barnanna og fá þau til að taka framförum. Svarið var að ég notaði mikið takt (ryþma). Ein stúlka sem ég var með var sérlega lokuð og hafði lítið borið við að ganga. Allt í einu tók hún að rétta úr sér og nota fæturna meira en hún hafði gert, hún sýndist líka hafa meiri áhuga fyrir umhverfinu en áður. Þetta varð kveikjan að því að ég fór að skoða hvort ég gæti ekki komist í nám þar sem ég gæti nýtt mér kunnáttu mína úr leikhúsinu og þróað hana áfram með nýrri kunnáttu. Ég fann listmeðferð sem heitir dramaþerapia, sem er leiklistarmeðferð- arfræði og byggist á sömu lögmálum og eiga sér rætur í sálfræðinni en nýtir sér sem verkfæri alla tækni og hugmyndafræði leikhússins, svo sem tilfinningainnlifun Stanislavskí og sömuleiðis fjarlægðina frá tilfinningunum í anda Brechts. Nútímaleikhús er sambland af ýmsum stefnum og straumum, auk þess sem það er alltaf að leita að nýjum formum, eins og listin er í sjálfu sér jafnan að gera. Listin þjónar þeim tilgangi í mínum huga að hjálpa okkur þegar við erum að lokast af inni í forminu sem hugur okkar býr til, listin er alltaf að brjóta sig út úr formi og hún er mjög áleitin í dag. Jafnvel þegar listamaðurinn vekur manni reiði eða hneykslar mann þá er hann að reyna að segja manni eitthvað, þannig lít ég á listina. Leiklistarmeðferð örvar fólk til hugmyndasköpunar Leiklistarmeðferðarfræði notar allt þetta og hún nýtist sem fyrirbyggjandi þe- rapía til að hjálpa fólki að losa um tilfinningar af ýmsu tagi. Hún hjálpar til að koma skikki á ákveðið ferli á milli manna. Hún er líka gagnleg til að fá fólk til þess að sjá starf sitt og umhverfi frá nýju sjónarhorni. Fólki sem býr yfir mikilli reynslu eftir t.d. langt starf nýtist hún vel ef það er að auki örvað til hugmyndasköpunar sem leiklistarmeðferðarfræðin er heppilegt tæki til. Þannig má fá margfalt út úr sömu manneskjunni, jafnframt því sem hún sjálf blómstrar. Ég hef sérhæft mig í að nota minni, tal og tjáningu í þessu skyni. Um þetta fjallaði lokaritgerðin mín í leik- listarmeðferðarfræðinni. Oft segir líkaminn allt annað en tungan talar. Stundum segir fólk að það sé mjög GEFIN FYRIR DRAMA ÞESSI DAMA Margrét Ákadóttir leikkona og leiklistarmeðferðarfræðingur: Oft segir líkaminn allt annað en tungan talar. EFTIR GUÐRÚNU GUÐLAUGSDÓTTUR LJÓSMYNDIR GOLLI 16 | 16.11.2003

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.