Morgunblaðið - 17.11.2003, Side 50

Morgunblaðið - 17.11.2003, Side 50
50 C MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                               7 her. einb. Kjaln. Heimilisfang: Helgugrund 10 Stærð eignar: 257.7 Brunabótamat: 31.2 millj. Byggingarár: 2002 Verð: 24.7 millj. www.nethus.is 3ja her. 111 Rvík Heimilsfang: Ugluhólar 12 Stærð eignar: 85,2 fm Brunabótamat: 10 millj. Byggingarár: 1979 Verð: 12,5 millj. www.nethus.is 2 herb - 101 Rvík Heimilsfang: Skúlagata 40b Stærð eignar: 69,5 fm Brunabótamat: 13 millj. Byggingarár: 1990 Verð: 13,9 millj. www.nethus.is 3ja her. 201 Kóp. Heimilsfang: Ársalir 5 Stærð eignar: 85,4 fm Brunabótamat: 12,1millj. Byggingarár: 2001 Verð: 13,9 millj. www.nethus.is 6 her. raðh. Kóp. Heimilsfang: Helgubraut 19 Stærð eignar: 263 fm Brunabótamat: 26,6 millj. Byggingarár: 1984 Verð: 24,9 millj. www.nethus.is Vel staðsett 4ra herbergja einbýlishús með 45 fm bílskúr. Í eldhúsinu er góð eldri innrétting. Nýlegar flísar á gangi, holi og eldhúsi. Herberg- in þrjú öll með nýju plastparketi. Á stofunni sem er rúmgóð og björt er eldra parket. Í sumar var skipt um þak, einangrun í þaki, loftplötur og lagt nýtt rafmagn í húsið. Verð kr. 13,6 m. Soffía Theodórsdóttir, löggiltur fasteignasali sími 568 9800 Breiðumörk 19, Hveragerði, www.byr.is KAMBAHRAUN - HVERAGERÐI B örnin á Vinagerði eru um það bil að ljúka við nón- hressingu þegar mig ber að garði. Það er greinilegt að leikskólastarfið er í föstum skorð- um og börnin una sér vel. Allt um- hverfi er afar einfalt en hlýlegt og hef- ur það vafalítið góð áhrif á sköpunargleði barnanna. Á leikskól- anum eru þrjár deildir, drekadeild, kisudeild og hvolpadeild. „Þegar við tókum við húsnæðinu þá hafði KFUM&K rekið hér leikskóla á neðri hæðinni um árabil, á efri hæð- inni var hinsvegar samkomusalur og rými fyrir starfsemi félagsins,“ segir Þóra. „Það var ákveðið að fara út í tölu- verðar breytingar, við bæði stækkuð- um og endurnýjuðum húsið algjör- lega að innan og utan. Húsið lítur í raun og veru út fyrir að vera nýtt,“ heldur hún áfram. Aðhyllist stefnu Reggio Emilia Vinagerði aðhyllist uppeldisstefnu Reggio Emilia. Sú stefna gengur meðal annars út á það að leyfa barninu að túlka reynslu sína á þann hátt sem að það kýs sjálft og er mikil áhersla lögð á sköpunargleði barnanna. „Vinagerði er ungur leikskóli og er enn í mótun. Við höfum stefnu Reggio Emilia að leiðarljósi en flest börnin hjá okkur eru ennþá svo ung og stefn- an gerir ráð fyrir því að börnin séu orðin þriggja ára, þannig að við not- færum okkur það sem við á og heim- færum það á yngri börnin,“ segir Þóra. Sérmatsalur fyrir börnin „Það má segja að húsið hafi í raun verið endurhannað að innan, því að hér var allt rifið út. Við ákváðum að nýta allt plássið í gömlu byggingunni undir leikskólann en bættum svo við 40 fermetra viðbyggingu fyrir skrif- stofur og kaffistofu starfsmanna,“ heldur hún áfram. „Við endurskipulagningu rýmisins tókum við töluvert tillit til Reggio Emilia-stefnunnar. Til að mynda höf- um við sérmatsal fyrir börnin en það tíðkast ekki á öðrum leikskólum. Mér finnst það mjög stór kostur því þá er aldrei neinn matur inn á deildunum, einnig njóta börnin þess að hittast öll í matsalnum. Hér borða tvær deildir saman og svo ein sér og leikskóla- kennararnir borða með börnunum. Einnig létum við setja stóran glugga frá matsal inn á deildirnar og því er hægt að fylgjast með því sem þar ger- ist,“ segir Þóra. „Það eru salerni inni á öllum deild- um og þar er allt í vinnuhæð fyrir börnin, hins vegar eru öll borð í vinnuhæð fyrir starfsfólkið og börnin sitja í stólum sem hægt er að sérstilla fyrir hvert barn. Það er afar mikil- vægt að huga að því að hér sé gott vinnuumhverfi fyrir alla sem hér eru,“ segir Þóra „Við leggjum áherslu á að fá mikla og góða dagsbirtu inn á allar deildir, þar af leiðandi var bætt við sólskála og loftglugga inn á Drekadeild og litlum sólskála inn á Hvolpadeild. Inn á Kisudeild eru stórir gluggar og opn- anlegar dyr. Þetta kemur afar vel út og virkar sem góð tenging við útivist- arsvæðið,“ segir Þóra. „Við endurhönnunina var ákveðið að halda stóra samkvæmissalnum hérna uppi og nýta hann sem fjölnota- sal við rekstur leikskólans. Það eru mjög stórir suðurgluggar í salnum og birtan því góð. Sett var sérstakt gler í gluggana sem hlífir börnunum við of sterkum sólargeislum.“ Leiksvæði endurskipulagt „Húsið var allt tekið í gegn að utan og leiksvæðið var einnig endurskipu- lagt. Sett var álklæðningu á húsið og skipt um alla glugga. Leiksvæðið var hellulagt og og einnig lögðum við timbur undir rólur og önnur leiktæki. Mér finnst afar þægilegt að vera laus við möl á leikskólalóðinni. Það er mun auðveldara að þrífa timbrið og mjög þægilegt fyrir börnin að leika sér á því,“ segir Þóra. „Við héldum okkur við hin hefðbundnu leiktæki úti og er- um með rólur sandkassa og vegasalt,“ heldur hún áfram. „Við erum mjög ánægðar með vinnuumhverfi okkar í dag þar sem hér er bæði tekið mið að þörfum barnanna og starfsfólksins,“ segir Þóra að lokum. Einfalt og hlýlegt umhverfi fyrir börnin Í Langagerði 1 hefur um áraraðir verið rekinn leikskóli. Upphaflega sá KFUM&K um reksturinn en árið 2001 var leikskólinn Vinagerði stofnaður. Við þau umskipti var húsnæði skólans allt endurnýjað frá grunni. Perla Torfadóttir ræddi við Þóru Ingvadóttur leikskólastjóra um breytingarnar. Morgunblaðið/Ásdís Húsið var klætt að utan með álklæðningu og lóðin var algjörlega endurnýjuð. Í Vinagerði er sérmatsalur þar sem börn og starfsfólk borða saman. Börnin við frjálsan leik í samkvæmisfjölnotasalnum. F.h. Steinunn Jósúadóttir aðstoðarleikskólastjóri og Þóra Ingvadóttir leik- skólastjóri með börn af hvolpadeild.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.