Vísir - 18.10.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 18.10.1980, Blaðsíða 5
Laugardagur 18. október 1980 5 Marilyn French HOFUNDURINN The Women’s Rcom, Kvenna- klósettiö, var fyrsta skáldsaga Bandarikjakonunnar Marilyn French og kom út 1979. Bókin var mest selda bókin i Banda- rikjunum vikum saman. Marilyn French lærði ensku i Hofstra — háskólanum og lauk þaðan fyrri hluta prófi árið 1951. Hún var þá gift kona og lét sig dreyma um „bleik og blá svefnherbergi”. Hún skrifaði mastersritgerð, átti tvö börn, hélt áfram að læra og tók doktorspróf i enskum bók- menntum frá Harvard. Árið 1967 skildi hún við eiginmann- inn, hélt áfram að læra og kenna. Börnin tvö voru i hennar vörslu. Siðan Kvennaklósettið birtist, hefur hún þegar sent frá sér aðra bók: The Bleeding Heart. Arðurinn af bókunum hefur gert henni kleift aö snúa sér að fyllri krafti að bókmenntum og hún gerir sér vonir um að geta sent frá sér bók um Shakespeare og notkun hans á lýsingarorðunum kvenlegur og karlmannlegur. Einnig vinnur hún nú að rit- gerðasafni um konur. Raunar var allra fyrsta bók hennar um James Joyce: kom út 1976 og hét, „The World as Book: Jam- es Joyce’s Ulysses.” Um bókina: ,, Barbiedúkku byltingin” Aðalsöguhetja (ef hetju á að kalla) Kvennaklósettsins er Mira — ósköp venjuleg banda- risk kona sem ólst upp á fimmta áratugnum og giftist lækna- nema. Þau eiga tvö börn og færast hægt upp metorðastig- ann —hann verður rikur læknir, hún verður óhamingjusöm hús- móðir i úthverfi. Hún umgengst konur á sinum aldri — konur sem haga sér eins og Barbie- dúkkur, trekktar upp af eigin- mönnum sinum. 38 ára gömul skilur Mira við manninn sinn og fer til Harvard til að ganga i há- skóla. Hún kynnist öðrum kon- um, sumum jafnaldra henni sjálfri, öðrum sem eru yngri. Lif þeirra mótast nú af þeim skoðunum sem voru uppi um kvenréttindamál á 6. og 7. ára- tugnum. Sagan fylgir þessum konum, samskiptum þeirra við umheiminn, ekki sist karla, og henni lýkur þar sem Mira er orðin ein aftur. Hún röltir um á auðri strönd og hugsar um það sem aö baki er, hún hefur komist af, en sú mannbjörg er greidd fullu verði. Hún er alein. Bandariskir gagnrýnendur tóku Kvennaskósettinu vel. „Skyldulesmng fyrir allar kon- ur” — „Talar út úr hjörtúm kvenna alls staðar”. Betty Friedan sagði bókina vera þá bestu um lif kvenna, sem birtst hefði. Enska skáldkonan Fay Weldon sagði Kvennaklósettið vera eina af þessum bókum, sem breytti lifsviðhorfum. Einn gagnrýnendanna lauk grein sinni um bókina þannig: „Þegar ég haföi lokið viö aö lesa Kvennaklósettiö, sat ég kyrr og velti minu eigin lifi fýrir mér — þetta er þess konar bók”. Kvennaklósettið var að visu gagnrýnd fyrir of einhliða mynd af körlum — „Þeir nauðga okk- ur með augunum, lögunum sem þeir setja — á allan hugsanleg- an hátt” — fyrir einfölduð stjórnmál og klaufalegan stil á köflum — „En maður hættir ekki að lesa fyrr en á siðustu siöu og boðskapurinn er mikil- vægur.” ^VISIR Öleysan íegur rembihnútur? — Kafli úr bókinni Kvenna* klósettið eftir Marilyn French ,/ Kvennaklósettiö" eftir Marilyn French, sem kemur út hjá löunni siöar i haust, er yf ir 450 blaðsiður og kemur víða við, því þótt söguþráðurinn fylgi Miru nokkurri er bókin full af lýsingum og sögum af ótal öðrum konum. Fyrri hlutinn lýsir upp- vexti Miru, hjónabandi og skilnaði og er hann skrifaður sem „flash-back" konu sem sagt hefur skilið við hefðbundið líf húsmóðurinnar og er nú umkringd vinum með allt önnur lifsviðhorf en hún hafði fram á fertugsaldur. Frá þeim segir í síðari hluta bókarinnar. Mira hefur eignast elskhuga og reynir að gera upp við sig hvort samband þeirra — eða sambönd yfirleitt — muni þola hefðbundið framhald án þess að úr verði óleysanlegur rembihnútur. Elísabet Gunnarsdóttir þýddi bókin. Kyla reykti taugaóstyrk meðan hún skýröi Miru frá samkomulaginu sem þau Harley höfðu gert meö sér. Hann ætlaði að taka heimilisstörfin algerlega aö sér næstu tvær vikurnar eða þar til hún væri búin með munnlegu prófin, eftir það ætluðu þau að skipta verk- um jafnt. Hún átti að koma heim á þeim tlma sem hún hafði sagst mundu koma, hann ætlaöi að hjálpa henni við námið eins og hún hafði hjálpað honum og hún ætl- aði að hætta kynferðislegu sambandi við Iso þótt þær héldu áfram að vera vinir. Þaö voru fáir i Lehman Hall en boröin i kring voru þakin fullum öskubökkum, tómum kaffiboilum, samanvöðluðum sellófanpokum undan frönskum kartöflum, sigarettupökkum. Mira hlustaði á Kylu og reyndi að endurgjalda meö augnaráöi sinu og brosi þá upphöfnu tiltrú og ástriku gleði sem stafaöi af Kylu en tókst það illa. Það er niðurdrepandi að vera hérna innan um allar þessar leifar, hugsaöi hún meö sér, þessar dreggjar fortiðarinnar, hádegisverðir og siðdegiskaffi sem sóð- uðu allt út en höfðu samt ekki gert neitt nema að sefa sárasta hungrið. Val sat viö hlið Miru og hélt sam- ræðunum gangandi en eftir nokkra stund stökk Kyla á fætur, leit á úrið og hélt af staö til að sinna einhverjum skyldustörfum. „Ég trúi þessu bara ekki,” sagði Mira döpur. „Ég veit.” „Ég ætti aö geta það. Þaö gengur allt vel hjá okkur Ben. En Harley er öðruvisi.” „Það segir sina sögu að hann tók þetta meö Iso ekki nær sér en þetta.” „Já, það er furðulegt.” „Huh! ” hreytti Val út úr sér. „Það þýðir ekki annað en það að hann tekur það ekki alvariega. Astkonur skipta ekki máli.” ,Heldurðuþað?”Mira varöundrandi. „Æ, Val, vertu ekki svona ótuktarleg.” Val gretti sig. „Það veröur alltaf erfiðara að komast hjá þvf.” Vai var tekin að sjá. Hún starfaði orðið mjög mikiö I nefndinni gegn stríðinu. Hún hélt þvi fram við hvern sem var að án okkar vitundar væri veriö að færa striðiö út til Laos og Kambodiu ogað við værum á góðri leiö með að leggja allt Indókina i rúst. Hún var oftast hörkuleg og reið! Hún stundi og sneri sér aö Miru. .^Hvernig gengur hjá ykkur Ben?” „Vel. Að minnsta kosti held ég það. Það er likast til bara þessi staður,” hún leit i kringum sig, „leifar úti um allt, eins og aldrei sé hægt að losna við neitt . . .” Val varð þungbúin: „Losna viö hvað?” „Ég veit ekki. Ég veit ekki hvers vegna ég er svona niðurdregin. En þegar ég fór að hlusta á Kylu.ákafann i henni. Henni finnst blasa við sér rósrauö framtið en ég sé ekki fram á að hún og Harley muni . . . verði þannig. Og svo þetta tal um að eignast barn . .. Maöur gengur um og er ánægður meö eitthvað en samt getur maöur verið jafn niðurdreginn i annarra augum og mér finnst Kyla vera,” bætti hún við meö spurnar- hreim i röddinni. Valhló. „Ég býst viðað þú sért aö spyrja. Mér finnst þú ekki niðurdregin. Mér likarmjög vel viöBen.” „En,” sagöi Mira varfærnislega, „hann langar lika til að eignast barn.”Húnhafðiekkiaugunaf Val. Hún brá ekki svip. „Hvernig; list þér á það? ” Nú var það Mira sem reykti taugaóstyrk. „Ja,” hún reyndi að hlæja, „það getur verið undariegt aö heyra mig segja þetta en ég er ekki einu sinni viss um að ég vilji gifta mig.” Hún skýrði mál sitt nánar, Val horföi rannsakandi á hana. Hún gleymdi að flest af þvi sem hún sagði hafði hún heyrt Val segja fyrir heilu, löngu ári. Hjónaband vandi mann á ýmis gæöi svo maður fór að ganga að þeim sem gefnum en um leiö ýkti það svo hiö slæma svo það varö eíns og korn sem særir augað. Opinn gluggi, mjólkurhyrna sem skilin er eftir, sjón- varp sem gleymist að slökkva á, sokkar á baðher- bergisgólfinu, svona lagaö gat vakiö ótrúlega reiði. Þaö kemur lika eitthvað fyrir kynlifiö i hjónabandinu — loforö um að lita aldrei framar á neinn annan hafa djúpstæð áhrif þótt ekki sé eftir þeim farið. Sumu fólki finnst þetta hamla sér svo að þvi finnst þaö verða að halda fram þvi sem það kallar frelsi. Aörir héldu fast viö loforð sitt og til þess aö komast hjá þeim sársauka sem er samfara vonlausri þrá, foröast þeir þær kringumstæður sem vakið geta slikar tilfinningar, forðast löng samtöl viö fallega einstaklinga af hinu kyninu i samkvæmum. Smám saman er öll tilfinning fyrir hinu kyninu útilokuð og öll samskipti miöuð við lágmarkskurteisi. Karlmennirnir hóa sig saman og ræða um viðskipti ogstjórnmál, konurnar tala um fólk. En það kom eitthvað fyrir, eins konar dauöi steig upp frá kynfærunum og breiddist út um likamann þar til hann kom fram i augnaráðinu, hreyfingum og ákveðnu lifleysi. En á hinn bóginn mundi hún deyja ef Ben yröi hrifinn af einhverri annarri og hún vonaði, já, hún yon- aði aðeins væri farið með hann. En ef þau giftust, h’vaö þá? Skyldi Ben finnast hann vera útilokaður frá lysti- semdum lifsins? Henni mundi ekki finnast það. Hanp langaði ekki i neinn annan, en auðvitað var ekki úr svo miklu aö velja, kannski annars staðar.. . en skyldi hún missa vini sina? Þessi yndislegu kvöld þegar hún og Val, hún og Iso töluöu saman fram undir morgun, gæti sh'kt haldið áfram? Hún og Ben yrðu bara hjón. Þær stundir sem þau ættu saman hættu aö vera spennandi og yröu hversdagslegar. Og — hún hikaði og rödd hennar dýpkaöi — barn. Barn. Hún hristi höfuðið ákaft. „Ég gæti ekki byrjaö á þvi aftur, ég get ekki hugsað mér það. Mér þykir vænt um börnin min, ég gleöst yfir að hafa átt þau, en nei, nei, nei! En þegar allt kemur til alls þá hefur hann rétt á þvl, er þaö ekki, að langa til að eignast barn? Ef ég þyrfti ekki annað aö gera en að eignast það — ég yrði svo sem ekkert yfir mig hrifin en ég mundi gera þaö. En ég mundi alitaf eiga það, þú veist hvernig það er. Og ef hann skildi viö mig þegar ég væri sextug og hann fimmtiuogfimm ogkrakkinnenniskóla.þá væri þetta ennmitt barn. En hann langar til að eignast barn og ef hann heidur þessu til streitu ...” „Já. Ef hann — en þaö þarf hann ekki, það nægir að ýta dálitið viö þér.” „Já. Hvaö ætti ég þá að gera?” Hún púaði sigareU- una. „Ég veit það hreinlega ekki. Ég veit aö ég ætti ekki að eignast barn, svo mikiö veit ég. ~En ég eiska Ben svo mikið að kannski léti ég til leiöast. Bara við til- hugsunina um að vera án hans finnst mér eins og ég sé i lyftu sem allt i einu hrapar tiu hæðir. Hann er þunga- miöja lifs mins, allt er gott vegna þess að hann er hjá mér. En ef ég gerði þetta — guð minn góöur, ég veit það ekki.” Val horfði á hana og Mira sá i andliti hennar hvað það var sem geröi Val svona sérstaka. t þvi þéttriðna neti forma og sveiga, linur, ekki djúpar en margbrotn- ar. Og á þessu augnabliki mátti lesa margt úr svip hennar: skilning,samkennd,sára reynsluog vitneskju um að þaö sem viö áiitum hamingju þegar viö erum ung veröur aldrei að veruleika en jafnframt glettni, háð og fjör, gleði þess sem hefur þraukaö og kann að meta stuttar gleðistundir. Mira breiddi út hendurnar. „Það er ekkert viö þessu að gera,” og hún yppti öxlum. „Þvi er nú verr og miður að eitthvað verður aö gera.” Mira sperrti brúnirnar spyrjandi. „Þú verður að gera eitthvað. Annaöhvort haldið þiö áfram að vera saman eða ekki. Annaöhvort giftist þið eða ekki. Þú eignast barn eða ekki.” Mira seig niður istólnum. „Já, þar stendur hnifurinn i kúnni.” Hún leit biöjandi á Val. „Heldurðu að hann geti nokkurn tima fyrirgefið mér ef við höldum áfram aö vera saman án þess aö eignast barn?” „Helduröu aö þú getir nokkurn tima fyrirgefiö hon- um ef þiö haldið áfram og eignist barn?” Þá fór Mira að hlæja og þær hlógu báðar hjartan- lega. „Skitt veri meö framtiðina!” skrikti Val og Mira greip um hönd hennar og þær sátu og horföu hvor á aðra, andlitin voru ekki lengur ung, timinn hafði sett mark sitt á þau, andlit full af lifi, tvær kempur sem hlógu að fyndni sem fáir skildu á þessum unga staö. Og Mira minntist þess þegar Val kom á grimuballiö sem þau höfðu haldið nokkrum mánuðum áður. Hún var i æsilegri, svartri buxnadragt með fjaðraskrauti, silfur- sprei i hárinu. með skærbláa augnskugga og hélt á löngu svörtu sigarettumunnstyrkki . Allir litu við þegar hún kom inn og stillti sér upp með tilþrifum, hún fór lika aö hlæja. Þarna stóö hún og hafði ekki minnstu áhyggjur af holdafari sinu eöa aldri, stillti sér upp eins og glæsikvendi frá fjóröa áratugnum, hló sigri þrós- andi aösjálfri sér, þrám sinum og blekkipgum, að’þvi hve heimskulegt prjál er en jafnframt skemmtilegt og hversu litlaus heimurinn yrði án þess. Sum okkar skildu þetta. Hláturinn náði til okkar allra, okkar sem vissum aö hálsinn var farinn aö þynnast, hakan aö þykkna, fæturnir orðnir of gildir og aö hárlinan var á undanhaldi. Hann náði jafnvel til þeirra ungu sem ekki höfðu enn sætt sig viö aö eldast eða að það fagra lif sem þau höfðu gert sér i hugarlund mundi ekki rætast en vissu samt að likamshæð þeirra og beinaber hnén voru ekki alveg eins og best varö á kosið, jafnvel þau yngstu og fallegustu i hópnum höföu augnabrún eða nef sem þau voru ekki ánægðmeð, náði til okkar allra fallegra en að eldast, okkar sem reyndum aö bera okkur vel mitt I dauöanum, stæröum okkur af lifinu, létum sem dauöinn væri ekki til. Þetta sýndi hún okkur. Hún kom inn hlæjandi, kát og glöö. Val var óbugandi!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.