Vísir - 18.10.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 18.10.1980, Blaðsíða 22
22 VÍSIR VESTUR-ÞÝSKIR borgarsk Eiga þeir f jörbr 3ÁRLIÐIN FRÁ DAUÐA BAADERS, ENSSLIN Kannski er tiðinda að vænta úr Vestur-Þýskaiandi ídag: þaðer 18. október/ Þann dag fyrir þremur árum fundust þau Andreas Baader/ Gudrun Ensslin og Jan-Carl Raspe dauð/ þann dag fannst Hanns-Martin Schleyer dauður og þann dag lýsti Rauða herdeildin þvi yfir að hún hyggðist halda baráttunni áfram undir nafninu Rote Armee Fraktion 18/10. Síðan hefur ekkert gerst á þessum vígstöðvum, akkúrat ekkert, nema hvað öðru hvoru berast fréttir af því að einhverjir liðsmenn RAF hafi verið drepnir af lögreglu eða handteknir, þá forkólfa sem eftir eru má líklega telja á fingrum annarrar handar. Þeir ku hins vegar ekki láta neinn bilbug - á sér finna og lögreglan i Þýskaiandi og víðar þykist hafa ástæðu til að ætla að þeir láti brátt til skarar skríða. Fari svo er ekki ólíklegt þar séu f jörbrotin. Þaö er útbreiddur misskilning- ur aö upphaf og jafnvel orsakir vestur-þýsku borgarskæruliöa- hreyfingarinnar megi rekja til persónu Andrésar Baaders eöa þá örvæntingarfulls kommúnisma Ulrike Meinhof. Þvi fer fjarri, upphafiö var i Berlin og orsakirn- ar flóknari en svo aö þær megi rekja til unga mannsins i allttof- þröngu gallabuxunum. Þaö var i Berlin, upp úr 1960, sem ungt fólk og þá sér i lagi stúdentar risu upp á afturlappirnar og fóru aö krefjast sér til handa ýmissa rétt- inda. Fyrst var aöalmarkmiöiö aö breyta og bæta kennslu I há- skólunum sem var stöönuö og úr sér gengin, 1 „Frjálsa háskólan- um” i Berlin voru geröar ýmsar tilraunir sem gáfust misjafnlega en þá voru stúdentar komnir á bragöiö, fóru aö beina kvörtunum sinum aö þjóöfélaginu i heild, ekki siöur en háskólunum. Þeir höföu oröiö fyrir vonbrigöum meö allsnægtaþjóöfélagiö og allt þaö, lýöræöiö vitist oft ekki vera annaö en dulbúinn fasismi og einsog stundum áöur voru þaö þeir fjár- sterku sem réöu þvi sem þeir vildu ráöa. Þetta fannst stúdent- um ekki gott, þeir uröu fyrir áhrifum frá ýmsum vinstrisinn- uöum hugsuöum og mennta- mönnum sem sögöu þeim lika aö þetta væri ekki gott, Herbert Marcuse og einnarviddarmaöur Íhans höföu ekki hvaö sist mikil áhrif I fyrstu og stúdentarnir heimtuöu breytingar. Kröfum þeirra var i engu sinnt, þeir fóru i mótmælagöngur og lögreglunni var sigaö á þá svo þeir sannfærö- ust um fasistiskt eöli samfélags- ins og sumir uröu þvermóösku- fullir og vonlausir um aö nokkru mætti breyta. Þegar Benno Ohne- sorg (Ohnesorg?) var drepinn af lögreglunni i Berlln 2. júnl 1967 fylltist sumra mælir. Rudi, Fritz og Benno. Rudi Dutschke var einnhelsti leiötogi stúdentahreyfingarinnar i Berln, hann var af dæmigeröum ófrumleika uppnefndur „Rauöi- Rudi” I borgarapressunni. Rudi var fræöilegur marxisti og þótti gagnmerkur sem slikur, lagöi altént ýmislegt til málanna. Fritz Teufel var annar, hann var einn forsvarsmanna sérkennilegrar kommúnu sem beitti sér einna helst fyrir alls kyns uppákomum og gjörningum yfirvöldum til haö ungar og háö og spott Teufels var oft býsna napurt. Þaö var enda fastur liöur hjá lögreglunni I Berlin aö taka Beufel úr umferö hvenær sem mótmæli eða kröfu- göngur lágu I loftinu og halda honum I steininum eins lengi og kostur var. 1967 var Shahinn af tran ennþá lifandi og ennþá Shah, hann kom þá i opinbera heimsókn til Vestur- Þýskalands og skrapp m.a. yfir til Vestur-Berlinar. Stúdentum, sem annars undu sér viö aö mót- mæla Vletnam-striöinu, fannst nú viö hæfi aö mótmæla haröstjórn keisarans af íran og mikil ganga safnaöist saman honum til höfuös. Meðal göngumanna var ungur stúdent sem hvorki fyrr né sibar tók þátt I mótmælagöngu, hann haföi eiginlega villst inn I hana og hét Benno Ohnesorg. Lögreglan haföi mikinn viöbúnaö, handtók Fritz Teufel og hugöist verja ltf keisarans og heiður Farrah Diba. Einn lögreglu- mannanna gekk svo langt aö hann skaut Benno Ohnesorg, algerlega aö tilefnislausu aö þvi er seinna kom I ljós, en engu aö siður var lögregluþjónninn sýknaöur og talinn hafa drepiö I sjálfsvörn. Viö þetta þótti mörgum sem stúdentabaráttan breytti um svip, ekkert varö sem áöur. Þess má geta aö dómarinn sem sýknaði moröingja Ohnesorgs dæmdi Fritz Teufel nú fyrir viku siöan sekan um aö hafa tekiö þátt i aö ræna Peter Lorenz en yfir- gnæfandi likur benda til þess aö Fritz hafi þar hvergi komið nærri, þaö er ekki hans stíll... Andrés og Guðrún kveikja í. Meðan allt þetta geröist I Berlin var aldeilis ekki tiöindalaus annars staöar I Þýskalandi. Andreas Bernd Baader var til dæmis á mótþróaskeiðinu og fannst flest ganga sér i óhag. Hann langaöi aö veröa listamaö- ur en skorti bæöi hæfileika og þolinmæði, honum fannst hann vera réttborinn snillingur sem ekki þætti aö þurfa aö vinna fyrir brauöinu slnu og fannst auk þess þjóöfélagiö ekki viö sitt hæfi, ekki skapað fyrir sig. Æska og upp- vöxtur, skoðanir og þroski, hug- myndir og hugarórar Andrésar minna ekki litiö á annan mis- heppnaöan listamanna sem mældi göturnar fyrr á öldinni i þungum þönkum og magnaöri fýlu, fannst hann of góöur fyrir „hitt”. Sá hét Adólf Hitler. Konur kunnu þó aö meta Andrés og það fannst honum gaman, gekk um I alltofþröngum siöbuxum og nærklæöalaus til aö leggja áherslu á hreöjastærðina, var á hinn bóginn illa viö aö af- klæöast I björtu þvi honum fannst hann eilitiö of þybbinn. Ein þeirra kvenna sem heillaöist af annað- hvort þessu eöa einhverju ööru i fari hans var Gudrun Ensslin sem var prestsdóttir. Hún var, aö flestra dómi, öllu gáfaöri en Andrés en varö þó á endanum svo háö honum aö hún gat ekki án hans verið. Gudrun var vanstillt og taugaveikluö, lika á móti þjóö- félaginu og fannst eins og Baader aö „eitthvaö þyrfti aö gera”. Þau ákváöu aö kveikja i stórmarkaöi og geröu þaö skammlaust, tveim- ur m.a.s., en hugmyndin var fengin aö láni frá Hollandi. Eitt- hvaö haföi hún meö þaö aö gera aö skapa „Vietnam-stemmingu” mebal velmettaöra og fullnægöra Vesturlandabúa. Þessi atburöur átti sér staö I apríl 1968 I Frank- furt am Main. Andrés gerist hetja. Ikveikjan vakti töluveröa athygli meöal stúdenta og annarra vinstrisinna I Vestur- Þýskalandi, allt I einu var Andrés Baader i sviösljósinu. Meöal þeirra sem fylltust aödáun á þessu framtaki voru Ulrike Mein- hof, ritstjóri hins vinstri-sinnaða blaös Konkret, og róttækur lög- fræðingur, Horst Mahler. Réttar- höldin fóru fram I október 1968 og fengu brennuvargarnir þriggja ára fangelsi. Fritz Teufel sagði: „Tja, þaö er alla vega skárra aö brenna vörumarkað en eiga hann”. Meöan Baader sat I fangelsi áttu sér ýmsar þreifingar staö. Ulrike Meinhof var einsog áöur segir heilluö af þessum unga upp- reisnarsegg sem haföi „gert eitt- hvaö” og smátt og smátt fór hug- myndin um borgarskæruliðasam- tök aö veröa til. Einn helsti frum- kvööull þess var Horst Mahler sem var, einsog Meinhof, orðinn dauöþreyttur á ráöleysi og innan- tómu oröagjálfri vinstrihreyf- ingarinnar. Þau fóru aö safna vopnum. Svo var þaö áriö 1970 eins og menn vita aö Ulrike Mein- hof og nokkrir félagar hennar frelsuöu Andrés úr fangelsi en þá var Guðrún Ensslin þegar laus. Fyrir utan beið Horst Mahler og þau héldu ásamt tilvonandi liös- mönnum yfir til Austur-Berllnar og komust þaðan til Palestlnu- Araba sem kenndu þeim aö bera vopn. Nafnið Baader-Meinhof er villandi. Samtökin heföu betur átt skilið nafniö Mahler-Meinhof, Baader var I byrjun ekki annað en „action-maöur”, ætlaöur til framkvæmda. Þaö fór á annan veg sem kunnugt er. Aðeins örfá- um mánuöum eftir aö hópurinn var kominn aftur til Vestur- Þýskalands var Horst Mahler handtekin og þau stóöu uppi sem höfuðlaus her. Þá tók Andrés Baader forystuna og hélt henni þar til yfir lauk. Bankarán og klaufaskap- ur. Fyrstu aðgerðir hópsins bentu varla til aö hann væri mjór til mikils vísir. Þrátt fyrir undir- stööuþjálfun hjá Palestinu-Aröb- um reyndust liösmennirnir hinir mestu klaufar I flestu þvl sem þeir tóku sér fyrir hendur og fyrstu tvö árin má héita áð'þeim hafi ekkert tekist nema nokkur bankarán. Sérstaklega reyndist Ulrike Meinhof slakur skæruliöi og klúöraöi gjarnan því sem hún átti aö sjá um. Baader var ekki miklu liötækari en lagöi sig þó all- an fram viö aö læra listina. Hann þótti einræðishneigður og ofsa- Christian Klar — einn helsti leiö- togi RAF sem gengur laus. Hann hefur oft gert tilraunir til aðgeröa i Þýskaiandi, en jafnan oröiö frá aö hverfa. IT2017\&Eísi GEFANGENER DER RA.F Mynd sem ræningjar Hanns-Martin Schleyer sendu yfirvöldum til aö leggja áherslu á kröfur sinar um aö 11 félagar þeirra yröu látnir lausir. Þegar myndin var tekin átti Schleyer aöeins fimm daga ólifaöa. fenginn leiötogi en til þess var tekið aö ekki þurfti nema eitt orö frá Guörúnu Ensslin til aö stilla skap hans og koma honum niöur á jörðina. Félagsskapurinn var ekki fjöl- mennur um þessar mundir. Aður en ár var liðið frá þvi hópurinn tók til starfa haföi hann misst meira en helming félaga sinna. og á timabili voru aöeins átta eftir, Baader, Meinhof, Ensslin, Jan- Carl Raspe, Marianne Herzog, Helger Meins, Manfred Grashof og Petra Schelm. Þau gátu treyst á stuðning talsverös fjölda vinstrisinna sem ýmist haföi samúö meö þeim eöa fannst hreinlega „flnt” aö leggjast út meö byltingarslagorö á vörum. Ráðageröirnar voru mikiar og stórar, mannrán o.fl., en litiö varö úr. Félagarnir létu reika um Þýskaland, rændu þvi sem þeir þurftu á aö halda en annars var framlag þeirra til heimsbylt- ingarinnar ekki sérlega mikil- vægt. Taugaveiklun jókst og Baader fór aö fá ofsaleg reiöiköst þegar honum fannst illa ganga. Þaö minnir lika á manninn meö svarta yfirskeggið. Sósjalisku sjúklingasam- tökin. En þaö voru fleiri á kreiki en Baader og Meinhof og þeirra nót- ar. Um svipað leyti varð til „2. júnl hreyfingin” sem m.a. sam- anstóö af ýmsum vinum og bar- áttufélögum Fritz Teufel sem annars haföi fremur hægt um sig enda I fangelsi. Meðal framá- manna I þeim herbúöum má nefna Ralf Reinders, Angels Luther, Ingrid Siepmann, Gabriele Kröcher-Thiedemann, Juliane Plambeck, Inge Viett og Gabriele Rollnick. önnur og tals- vert frumlegri samtök voru SPK, svokölluð „Sósjalisku sjúklinga- samtökin”. Þaö var sálfræöirígur aö nafni Wolfgang Huber sem lagöi grunninn aö þeim meö geö- lækningadeild sem hann haföi til ‘ umráöa. Huber kenndi aö allir tauga-og geösjúkdómar væru sök samfélagsins, þaö væri samfélag- iö sem væri sjúkt, ekki sjúkling- arnir. Þetta vakti lukku og innan SPK voru stofnaöar deildir sem þóttu hafa litiö meö geðlækningar aö gera, svona i fljótu bragði. Þar á meöal voru Sprengiefnadeild, Fjarskiptadeild, Ljósmyndadeild og Júdó- og karatedeild. Eins og gefur aö skilja þoldu yfirvöldin ekki svona starfsemi lengi og Wolfgang Huber var tekinn hönd- um og settur i steininn en ekki fyrr en hann haföi sent sjúklinga sina, sem flestir þjáöust af tauga- Knut Folkers —■ einn af leiötogum „þriöju kynslóöarinnar” en situr I fangelsi slöan 1977; hefur veriö lýst sem „töffara I kabboj- leik”.. Gunter Sonnenberg — ásamt Klar og Folkerts skipuiagöi hann moröiöá Siegfried Buback („Nun ist Buback krumm wie Zwieback”) en var handtekinn eftir skotbardaga viö lögreglu þar sem hann særöist mjög illa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.