Vísir - 18.10.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 18.10.1980, Blaðsíða 15
15 Laugardagur 18. október 1980 vism Margt skrifað semfyr- irmenn hefðu ekki vilj- að hafa í hámælum Leiðindasjón, pestasjiiklingarn- ir sitja og betla á götunni. Dagbæk- ur Samu- els Pepys veita inn- sýn í líf- ið á 17. öldinni: Eitthvert vinsælasta lesefniö i Þýskalandi siðasta sumar voru dagbækur Samuel Pepys, sem uppi var á 17. öld i London. Kanslari Vestur-Þýskalands, Heimut Schmidt er sagður hafa legið yfir dagbókunum i sumar- friinu og skemmt sér konung- lega, „þótt hann hafi tæpast lært nokkuð af þeim.” Dagbækur Pepys hafa löngum þótt góð lesning I heimaiandinu en með þýðingu þeirra á fleiri tungumál hefur nafnið breiðst út og hlotið nýja frægð. Samuel Pepys var háttsettur starfsmaður í enska ftotamála- ræaðuneytinu og skrifaði dag- bækurnar á árunum 1800-1890. Þá geisaði pestin I Lundúna- borg, Karl II var konungur og nefndur „the merry king”, káti kóngurinn. Ekki er talið að ekki um að kunningskapur þeirra aukist. 22.11. ’61. Borðaði með Cooke skipherra og konu hans, sem er þýsk en samt falleg. Góð tónlist, dans- aði. 1.3 ’62. Sá Romeo og Júliu með kon- unni minni. Versta leikrit sem ég hef séð og illa leikin tónlist með. Hef ákveðið að fara aldrei aftur á frumsýningu, þvi leikar- arnir eru alltaf að gleyma rull- unni. 3.4 ’63. Hitti Grove skipherra. Hann fékk mér bréf frá sjálfum sér. Eg tók eftir að i bréfinu var greiðsla fyrir stöðu sem ég bjargaði honum um. Opnaði bréfið á skrifstofu minni en leit undan þegar ég tók úr þvi pen- ingana, svo ég geti sagt «ð i þvi voru engir, skyldi ég verða spurður. Það var gullpeningur og 4 pund silfurs. 16.7 ’63. Dreymdi um það áður en ég sofnaði að ég svæfi hjá drottn- ingunni. 12.10 ’63. Varð að fara til hertogans af York. Spurði Holliard lækni um formúlu handa konunni minni, svo hún léti mig i friði i kvöld. Fékk formúluna: hálfur litri dökkur bjór, fjórar únsur sykur og tvær únsur smjör. Það virk- aði eftir tvo klukkutima, niður- gangur og vindur. 21.1 ’64. Sendi konuna mina til Wight frænku til að bjarga góðu sæti við aftöku Turners. Var sjálfúr i stæði, sem kostaði shilling. Aftakan stóð i klukkustund, hélt þetta ætlaði aldrei að enda þvi Turner baðst slitendalaust fyrir í von um náðun. Hún kam aldrei og loksins drapst hann. 25.2 ’65. Kom seint heim og varð að þvo mér með volgu vatni fyrir beiðni konu minnar, þvi hún er farin að gera það sjálf. 3.9 ’65. Fór i nýju fallegu siikifötin min og nýju hárkolluna. Hvern- ig skyldi hárkollutiskan verða, þegar pestin er búin.? Nú þorir enginn að kaupa hár af ótta viö að smitast. 16.10 ’65. Hr. Provy segir mér að kon- ungurinn geri fátt annað en að vera með naktar konur i' rúminu og kyssa þær um allan skrokkinn. Hann gerir ekki nema það sem hann langar til og verður alltaf nautnaseggur. Sagt er að hollenski flotinn sé úti fyrir suðurströndinni og að þeir fari i land til að stela rolium. Guð má vita hvað verður um kónginn, skuklir hans vaxa með hverjum deginum og ekkert út- tit fyrir að ástandið skáni. 14.11 ’65. Fór með Cooke skipherra i vagninum hans niður Kentgötu. 18.3 ’68. Hitti Doll Lane i „Hundinum” og gerði við hana það sem ég vildi, fyrst að framan svo aö aft- an. Fór sfðan i bókabúð og keypti „Essais” Montaignes á ensku. Augun i mér eru slæm, en ég veit ekki hvernig ég kemst hjá að lesa bókina. 18.3 ’69. Fór með konunni minni i ferð i fyrsta vagninum minum i Hyde Park. ökum fram og til baka full af stolti. Sá engan fínni vagn. 31.5 '69. Sú unga frú Daniel kom á skrifstofu mina í morgun til að biðja mig um aö aöstoöa mann- inn sinn. Ég lofaöi að finna handa honum góða stöðu og iagði svo höndina á magann á henni, en hún er of mögur til þess að mér hafi þótt það mjög gaman.” Ms þýddi. Samuel Pepys (1633-1703). Þá gekk nú á ýmsu. Pepys hafi ætlasttil aö dagbæk- ur hans yrðu prentaðar, hann skrifaði þær á dulmáli að miklu leyti, enda er margt í bókunum, sem fyrirmenn fyrri tima hafa siður viljað að væri haft I há- mælum! Eins og dæmin sanna: 25.9. 1660. Létfæra mér bolla af te (kin- verskur drykkur sem ég hafði ekki smakkað)á skrifstofunni. Fór þvi næst til gjaldkerans til að láta borga áhöfn „Success” kaupið sitt. 13.10 ’60 Fór til Charing Cross til að horfa á hengingu Rfcpjors Harri- son. Hann var bútaður i fernt. og tók þvi vel. Að sýningunni lokinni fór ég með Cuttance skipherra og Hr. Sheply á „Sól- ina”, þar sem ég splæsti ostrum á þá báða. 2.9 ’61. Fór með hr. Pickering til Westminster Hall. Hann sagði mér nákvæmlega frá ástandinu við hirðina. Konan min hitti hr. Somerset i kauphöllinni og hann gaf henni armband. Það reiddi mig, þó ég viti hann meini ekk- ert með þvi. En ég kæri mig 4.4 ’63. Siðasta kvöldmáltiðin fyrir nýrnasteinauppskurðinn. Kaninusteik, kjúklingur, soðið lambalæri, 3 karfar, steikt lamb,þr>jár tertur, ristaðar dúfur, ansjóisur og mörg vin. Allt mjög gott og ég varð saddur. 26.5 ’63. Hef séð á ýmsu, að það er meira en vinskapur á milli danskennarnas og konunnar minnar. Gerir mig svo órólegan að mér finnst ég vera lamaður. Þegar ég kom heim, voru þau þar ein, sem gerði mig næstum brjálaðan. Leit seinna eftir þvi hvort einhver hefði lagst i rúm- in, en fann ekkert grunsamlegt. 6.6 ’63. Fór fótgangandi til York House, þar sem rússneski sendi- herrann býr. Á leiðinni sá ég fólk vera að plokka lýs hvert af öðru. 1.7. ’63. Sir Mennes og hr. Batten sögðu mér, að kynvilla væri orö- in jafn algeng hér og á ítaiíu. Guði sé lof að ég skil ekki enn hver er virkur og hver er óvirk- ur i sliku sambandi. Sjávarréttavikunni vinsælu lýkur n.k. sunnudagskvöld. Við bjóðum ótal tegundir Ijúffengra sjávarrétta á hlaðborði. i hádeginu og um kvöld til sunnudagskvölds. Komiðog bragðið f jölbreytt lostæti úr djúpum hafsins. Munið Salatbarinn vinsæla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.