Vísir - 21.10.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 21.10.1980, Blaðsíða 4
4 vísm Þriöjudagur 21. október 1980. Spurningin um Armen- ana vakin upp að nýju ,,La Question Armenienne n’existe plus,” sagði tyrkneski utanrikisráðherrann við þýska sendiherr- ann 31. ágúst 1915... ,,Spurningin um Armerana er ekki lengur við lýði”. Þetta var diplómatiskt orðalag yfir það að Tyrk- landsstjórn hefði „afgreitt” Armenana. Flestir höfðu verið fluttir úr landi en voru þó enn lifs. Það stóð ekki lengi. c.iu lornardyr armensku spurningarinnar: Særour vegiarandi, sem leiö átti hjá sendiráöi Tyrklands í New York sunnudag fyrir viku, þegar sprengja sprakk þar. Armensk sprengju- tiíræöi Fyrir rúmri viku kváðu við fimm sprengingar i Paris, London, New York og Los Angeles. Enginn var drepinn en fimm særðust. Tvenn samtök útlægra Armena hafa lýst þessum sprengjutilræðum á hendur sér. Bæði þessi leynifélög vilja hefna þjóðarmorðs Tyrkja á Armenum i Tyrklandi á árum fyrri heims- styrjaldarinnar. — A siðustu sjö árum hafa þessir hatursfullu Armenar drepið fjórtán tyrkneska diplómata, og sýnir þaö, að spurningin um Armena er enn viö lýði. Armenarog gyöingar 1 mannkynssögunni má finna hliðstæðu á meðferð Tyrkja á Armenum og útrýmingu nasistanna á gyðingum. Það var pólitisk ákvörðun, sem að baki lá. Hvað Tyrkjunum viðkemur eru til skjöl, sem sýna, að stjórnin hafði „ákveðið að útrýma öllum Armenum, sem búa í landinu”. — Aðferðirnar voru að visu öðruvisi, Tyrkirnir tóku börn undir fimm ára aldri til tyrknesks fósturs og seldu margar konur mansali. Nasistarnir þyrmdu engu með „júða-blóð i æðum”. — Annars er það athyglisvert, að Þýskaland lagði sig fram til að reyna að afstýra þjóðarmorðinu, en Tyrkir voru þá bandamenn Þjóðverja. Förnardýr olsiækis Enginn veit með vissu, hve margir Armenar voru drepnir á þessum tima til haustsins 1918 i Tyrklandi, en ágiskanir liggja á bilinu frá 750 þúsund upp i hálfa aðra milljón. Margir voru skotn- ir, hengdir, brenndir eða þeim drekkt, en enn fleiri sultu i hel á langri helgöngu um sýrlensku eyðimörkina, sem þeir voru rekn- ir i. Til hvers var þetta blóðbað? — Skýringin lá i þjóðernisofsa ung-Tyrkja og ótta við að Armen- ar mundu slást i lið með fjand- mönnum Tyrklands, sem voru fyrst og fremst Rússland og England. I byr jun heimstyrjaldarinnar biðu Tyrkir herfilega ósigra, og ráðamenn ákváðu að verða fyrri til, fremur en eiga uppreisn hins armenska minnihluta á hættu. Lengst af unflirokaðir Armenar höfðu ‘lengstum lotið erlendum yfirráðum. Sjálfstæðis hefur þessi þjóð aldrei notið nema skamma hrið i einu. Fyrir 350 ár- um skiptu Persar og Tyrkir Armeniu á milli sin og siðar tryggðu Rússar sér bita af kökunni. A siðustu öld óx með Armenum sterk þjóðernisvakning, sem mætti hörðum viðbrögðum. Hvorki Rússar né Tyrkir liðu slikt. Þó hafa stöku Armenar komist hátt i áhrifastigann hjá drottnurum sinum. Eins og Loris Melikov, einn ráðherra Alexand- ers II. Rússakeisara, eða Anastas Mikojan i Sovétstjórninni. Rússar og Tyrkir, sem fylgt höfðu sitt hvorum aðilanum i striðinu, tóku sig saman um að hindra stofnun sjálfstæðs armensks rikis. Það leiddi til nýrra fjöldamorða og mikils harmleiks. Armenskir útilytjendur Undir forystu Norðmannsins, Friðþjófs Nansens, var hafist handa við að aðstoða armenska flóttamenn. Var Nansen i Ar- meniu 1925, og komust margir á „Nansensvegabréfi” svonefndu úr landi. Eftir þá og fyrri útflutj- endabylgjur finnast stórir ar- mennskir þjóðarhlutar i öðrum löndum en aðallega Bandarikjun- um og Kanada, og einnig i Libanon. Armenar hafa verið mjög fastheldnir á menningararf og þjóðlega siði. Þeir viðhalda tungu sinni, kristinni trú, en trúar- leiðtogi þeirra er i Etsjmiadzin i sovéska lýðveldinu Armeniu. Af öllum rikjum Sovét hefur það haldið sinum þjóðareinkennum best, og árlega flytja þangað um 4000 Armenar frá öðrum löndum utan Sovétrikjanna. ÁRSAF- MÆLI BYLT- IHGAR- INNAR I EL SALVA- B0R Þegar nokkrir ungir umbóta- sinnaðir ofurstar tóku sig saman og byitu einræðisstjórn Carlos llumberto Romero hers- höfðingja, blóðsúthellingalaust 15. október I fyrra, lofuðu þeir að innleiða nýtt tiinabil friðar og félagslegs réttlætis I E1 Salvador. Ofurstarnir settu á laggirnar sérstakt ráð, skipað óbreyttum borgurum og liösforingjum I bland, sem falin var endur- skoöun stjórnarskrárinnar, svo að endir yrði nú bundinn á fótumtroðslu mannréttinda, spillingu innan embættis- mannakerfisins og kjör alþýð- unnar bætt. Það vantað ekki, aö ásetning- urinn væri góður, en ástandið i þessu alltof mannmarga, snauða Suöur-Ameríkurfki. núna ári eftir byltinguna sýnist hinsvegar benda til þess, aö far- ið hafi veriö úr öskunni i eldinn. Talsmenn mannréttinda- samtaka og kirkjunnar telja vægilega áætlað, aö á sjötta þúsund manns hafi látiö lifiö i átökum vinstrisinna skæruliða og öryggisvarða, sem studdir eru af hægri öflum. Svo rammt kveöur að þessum átökum, að heitiö getur, að borgarastyrjöld geisi í landinu. Þarna takastá hægriöflin i til- burðum sinum til þess aö viöhalda efnahagslegum yfir- burðum sinum og pólitiskum völdum og vinstriöflin, jafn- staöráðin f aö hrifsa völdin með öllum ráðum. Kirkjunnar talsmenn og fleiri telja, aö kynnt hafi undir ólgunni, hve byltingarstjórnin hefur sveigst til hægri, og um lcið grunur manna um tengsl valdamanna við dauöasveitir, eða moröflokka hægri öfga sem taldir eru bera ábyrgö á tveim- ur þriðju hluta moröanna. — Stjórnvöld bera af sér báöar sakir, en á seinni mánuðum hef- ur hinum umbótasinnaðri úr hópi liösforingjanna veriö ýtt til hliðar og yfirráð hcrsins eru algjörlega i höndum ihalds- samari aflanna. Castro lætur fanga lausa Fidcl Castro Kúbuforseti hefur nýlega lýst þvi yfir að hann hyggist láta lausa 33 Bandarikja- menn sem setiö hafa i fangelsi á eyju einni i Karabiska hafinu. I hópi fanganna sem Castro ætlar að láta lausa eru flug- ræningjar sem hafa rænt banda- rlskum flugvélum og flogiö þcim til Kúbu á siðustu árum. Fréttinni var mjög vel tekiö i Bandarikjunum og þar llta menn á þetta sem viljayfiriýsingu frá Castro um að hann vilji stuðla að bættri sambúð viö Bandarikja- menn. Sonurinn á að taka vtö Kim Il-sung forseti Noröur- Kórcu var nýlega endurkjörinn leiðtogi kommúnistaflokksins þar I landi. A þingi kommúnista þar i landi baröist forsetinn mikilli baráttu fyrir þvi aö koma syni sinum til valda i flokknum, og honum tókst aö tryggja honum það mikil völd og sæti i áhrifastöðum að nú er talið vist að sonurinn Kim Jong-II verði arftaki föðurins og næsti forseti Noröur-Kóreu. Kommúnistaleiötogi latinn ttalski kommúnistaleiötoginn Luigi Longo, einn hinna svoköll- uöu „Evrópukommúnista" og leiðtogi italskra kommúnista á árunum 1964 tii 1972 lést nýlega á heimili sinu i Kóm, 80 ára að aldri. Longo hnei'gðist snemma til kommúnistahugsjónarinnar og hefur um langt árabil veriö i hópi áköfustu talsmanna italskra kommúnista.sem hafa látið mikiö kveöa aö sér I stjórnmálum þar- lendis. Bann við hvalvelðum Evrópuráðiö hefur lagt til við aðildarþjóðir sinar að atgjört hvalveiöibann veröi látiö taka giidi og hvatt þessar sömu þjóðir til þess að stöðva allan inn- flutgning á hvalafuröum. Bann þetta á að taka gildi frá 1. janúar 1982. Ilvalaafurðir eru til margra hluta nytsamar og meðal annars eru þær notaðar viö framleiðslu á smjörliki, ieðri og mat fyrir gælu- dýr. Hungursnelð I Kamputseu Aö sögn bandariskra stjórn- valda er fyrirsjáanlegt að mikíll skortur á matvælum mun hrjá ibúa Kampútseu á næsta ári og er taliö vcra Ijóst aö landsmenn veröa einungis færir um að fram- leiöa 60% þeirra matvæla sem þeir muni þurfa til aö komast af meö góöu móti. Ilannsókn hefur leitt I ljós aö verði ekki eitthvaö róttækt gert i þessu máli -til hjálpar Kamputseumönnum veröur mikil hungursneyft I landinu á næsta ári og er ekki fyrirsjáaniegt hvaö slikt kynni að hafa i för meö sér. ttalski fjallgöngumaðurinn Reinhold Mcssner sem hcfur tvi- vegis gengið á topp Mont Everest fjallsins stendur I stórræðum þessa dagana. Hann er nú um það bil að ljúka Kllfrlkðttur á ferðlnnl þvi að klifa fjallið Mont Lhotse og gerir þaö án þess að nota nokkra súrefnisgjöf. Mont Lhotse er rétt rúmlega átta og hálfur km á hæö og þegar Messner kemur upp á efsta tind fjallsins er hann staddur á fjórða efsta tindi veraldar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.