Vísir - 21.10.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 21.10.1980, Blaðsíða 5
Fulltrúi samtaka múhammeösríkia: Reynir enn að miðla málum í stríöi fraks og írana Gabib Chatti, sáttasemjari samtaka múhammeösrikja, dvel- ur i dag i Teheran og biöur svars Irana viö tillögu sinni um, aöleiö- togar múhammeösanda semji um vopnahlé i striöi lraks og Irans, sem teygst hefur núi einn mánuö. Siöustu tvo daga hefur Chatti (frá Túnis) kynnt þessa tillögu sina Khomeini æöstapresti, Bani- Sadr forsætisráöherra og þingfor- setanum, Rafsanjani. Tillagan gengur út á, aö leiö- togar múhammeöstrúarrikja heimsæki Bagdaö og Teheran til þess aö koma i kring vopna- hléi, og siöan hrinda af staö samningaviöræöum. Her traka sækir fast i oliu- héraöinu Khuzestan, en hefur þó enn ekki náð neinni mikilvægri borg á sitt vald. Ákafir bardagar eru háöir umhverfis Khorrams- hahr og Bandan. Patty Hearst vill hnekkja hankaráns dómnum Afrýjunarréttur i San Fran- cisco úrskuröaöi i gær, aö Pat- ricia Hearst, milljónaerfingi blaöakóngsins, eigi rétt á nýjum réttarhöldum i tilraunum hennar til aö hnekkja dómnum frá 1976, þar sem hún var dæmd fyrir hlut- deild í bankaráni. Hún gekk í hjónaband i fyrra meö lögreglumanni frá San Francisco, eftir aö hafa afplánaö tæp tvö ár af sjö ára fangelsis- dómnum, sem Carter forseti stytti í janúar i fyrra. „Patty” hélt þvi fram, aö verj- andi hennar heföi ekki gætt hags- muna hennar í fyrri réttarhöld- um, en þaö var hinn margfrægi málafærslumaöur, F. Lee Bailey; sagöi hún, aö hann heföi haft meiriáhuga á aö auglýsa upp bók um málaferlin. Mál hennar var einstakt. Patty var rænt af ofstækishópi, sem kallaöi sig SLA. Kraföist hann lausnargjalds, en meöan Patty var I „prisundinni” gekk hún i liö meö ræningjunum og fór huldu höföi, þegar loks haföist upp á henni. „Látum pá bara reyna” - segir Lech walesa um hugsanieg afsklpll Sovétstjnrnarlnnar „Margsinnis áöur hótuöu þeir I um. Viö munum ekki láta þá I Lech Walesa, leiötogi óháöra okkur eldflaugum og skriödrek- | berja okkur i andlitiö,” sagöi | verkaiyössinna i Póllandi, á Kvíða brætum um mannréttindi á Madridfundinum Utanrikisráöherrar Varsjár- bandalagsrikjanna sjö sögöu eftir tveggja daga fundarhöld I Varsjá, að þeir óskuöu „uppbyggjandi andrúmslofts” á öryggis- ráöstefnu Evrópu i Madrid i næsta mánuöi, en „ekki pólitiskar hártoganir”. Uta nr ik isrá öh errafu ndu rinn var haldinn til undirbúnings fund- inum i Madrid, og er til endur- skoöunar á Helsinkisáttmálanum frá þvi 1975. Eftir Varsjárfundinn gáfu ráöherrarnir út langa stefnuyfirlýsingu þar sem fram kom aö austantjaldsrikin frábáöu sig þvi aö Madridfundurinn leyst- ist upp í stælur um, hvernig ákvæði Helsinkisáttmálans — og þá helst mannréttindaákvæöin — heföu veriö efnd. 1 stefnuyfirlýsingunni var ekki vikiöoröiaö ástandinu i Póllandi, eins og margir höföu þó búist viö, eftir haröa fordæmingu Erich Honeckers, leiötoga A-Þýska- lands á dögunum. verkalýösfundi í gær, þegar hann varö spuröur um hættuna á af- skiptum Sovétrikjanna. ,,Látum þá bara reyna,” sagöi Walesa þeim 7 þúsund verkalýös- sinnum, sem fundinn sóttu i Katowice i S-Póllandi, og þykir oröfærið sýna, hversu mjög pólskum verkalýö hefur vaxið kjarkur frá þvi i vor. Eftir aö hafa kynnst afli verkfallsvopnsins i sumareru verkamenn orönir her- skárri og gætir i þeirra rööum óþols vegna tregöu yfirvalda til aðlöggilda hinnýstofnuöu oháöu samtök þeirra og standa þannig við samningana, sem gerðir voru til lausnar verkföllunum í sumar. Walesa hefur verið á feröalög- um í suöarhluta Póllands undan- farna daga, hvarvetna notiö feikilegrar fundarsóknar. Hann hefur reynt aö friöa samstarfs- mennsfna í forystunni og telja þá af nýjum verkföllum, sem menn vilja efna til i mótmælaskyni viö synjun dómstóla á löggildingu nýju stéttarfélaganna. Walesa hefur marlýst sig and- vigannýjum verkföllum, en hins- vegar jafn oft itrekað, aö hin nýju óhábu verkalýðssamtök muni starfa, hvort sem þau hljóti opin- bera viöurkenningu eöa eigi. Miðlina eða 200 milurnar Norömenn og Danir munu i byrjun desember setjast aö samningaboröi og reyna aö finna leiöir tii samkomuiags varöandi réttindi i hafinu á milli Græn- lands og Jan Maycn. Samkvæmt fréttum eru N< rö- menn fylgjandi þvi aö þar veröi miölinureglan látin gilda, en Dan- ireru sagöir vera fastir fyrir meö aö þeir hafi 200 milna lögsögu viö Grænland. Páfi fer til Þýskalands Jóhannes Páll páfi ætlar aö heimsækja V-Þýskaland i næsta mánuöi og ætlar þar aö ræöa viö gyöinga, stúdenta og visinda- mcnn.aö þvi er segir I fréttum úr Páfagaröi. Páfi á aö koma til Þýskalands 15. nóvember og mun fyrst koma til Kölnar þar sem forseti lands- ins Carl Carstens tekur á móti honum ásamt félögum I v-þýska biskuparáöinu. Dagskráin hjá páfa á meöan á dvöl hans i Þýskalandi er mjög ströng, og er óhætt aö segja aö þar sé hver minúta skipulögö og aö enginn timi muni fara til spiliis. „Guðfaðlrlnn" seist grlmml f Sovétrikjunum Máigagn kommúnistaflokksins i Georgiu krefst strangara eftir- lits meö ljósritunarvélum þess opinbera, eftir aö einn flokks- félaginn varö uppvis aö því aö Ijósrita eintök af maffubók Mario Puzo, „Guöfaöirinn”. Allar Ijósritunarvélar þess opinbera eru geymdar undir lás og slá og eiga ekki nema fáir aö- gang aö þeim. Blaðiö i Tbilisis segir, aö félagi Simonishvili hafi veriö rekinn úr flokknum og úr starfi sinu, þar sem hann haföi ljósritaö og selt 120 eintök af „Guöfööurnum”. — Þessi metsölubók hefur ekki. komiö út f Sovétrlkjunum, en enska útgáfan selst dýrum ddm- um á svörtum markaði. Krókup á móti bragðl Bonnstjórnin ihugar aö láta A- Þýskaland greiöa vexti af lánum, sem V-Þjóöverjar hafa f „austur- stefnunni” veitt nágranna sfnum f austri. Ennfremur erí athugun aö endurskoöá ýmis vildarkjör, sem A-Þjóöverjar hafa notiö i viö- skiptum viö V-Þýskaland. — Astæöan er nýleg hækkun A- Þýskalands d skatti, sem lagöur er á hvern þann. sem heimsækir A-Þýskaland, og þykir bitna mest á v-þýskum feröalöngum, sem heimsækja ættmenni austan- tjalds. Karmal I Moskvu Babrak Karmal <th) frá Af- ganistan var nýlega í heimsókn í Sovétnkjunum, þar sem Leonid Breshnev, forsetí tók á móti hon- um. Hét Brezhnev honum, aö Sovétmann mundu ekki láta af stuðningi sinum ”, fyrr en öll and- staöa gegn honum heföi hætt: — Karmal talaði I Moskvuútvarpiö og var þaö i fyrsta sinn, sem fram kom i opinberum fjölmiöli l Sovétrikjunum, aö sovéskur her beröist f Afganistan. Fiotáætlngar I grennd vlð íran Bandarikin og Bretland hefja i dag i sameiningu fiotaæfingar á Indlandshafi með 25 herskipum og 18 þúsund manna liöi. Munu þærstanda næstu fimmtán daga. 1 opinberri tilkynningu um flotaæfingarnar eru sagt, aö þær hafi veriö ákveönar löngu áöur en stríöiö braust út milli Irans og Iraks. f -I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.