Vísir - 21.10.1980, Blaðsíða 28

Vísir - 21.10.1980, Blaðsíða 28
Þriðjudagur 21. október 1980 síminnerdóóll veðurspá dagsíns Búist er vi6 stormi á suö- vesturmiöum og suöaustur- miöum. Yfir Grænlandi er 1028 mb hæö og hæöarhryggur suöaustur um austanvert Is- land en 980 mb hæö 700 km ssv af Reykjanesi þokast n-aust- ur. Heldur hlýnar i veöri um sunnan- og vestanvert landið. Suðvesturmið, hvass austan og sumstaöar stormur, skúrir i fyrstu en siöan rigning. Suðurland til Breiöafjarðar, Faxaflóamið til Breiða- fjaröarmiöa, vaxandi austan- átt, viöa stinningskaldi eöa allhvasst þegar kemur fram á daginn, þykknar upp, liklega rigning eöa slydda með kvöld- inu. Vestfiröir og Vestfjarða- mið.austan gola og siöar kaldi eöa stinningskaldi, léttskýjaö i fyrstu en þykknar upp þegar liöur á daginn. Strandir og Noröurland vestra, Noröur- land eystra, norðvesturmið og noröausturmið, suöaustan og austan gola, siðar kaldi, létt- skýjað að mestu. Austurland að Glettingi og austurmiö, breytileg átt viöast gola létt- skýjaö aö mestu. Austfiröir og austfjaröamiö, hægviöri i fyrstu en austan gola og siöar kaldi er liöur á daginn, él. Suö- austurland og suðausturmið, vaxandi austanátt, allhvasst til landsins, en stormur á miö- um er kemur fram á daginn, þykknar upp meö rigningu i kvöld. veðriðMr ogdar Veðrið hér og þar kl. 6 i morgun. Akureyri heiöskirt -j-9, Bergen, þoka 3, Helsinki rign- ing 5, Kaupmannahöfn hálf- skýjað 4, Reykjavik léttskýjað -s-l, Stokkhólmur léttskýjað 1, Þórshöfn skýjað 4, Aþena rigning 17, Berlin rigning 7, Frankfurt þoka 7, Nuuk létt- skýjaö 2, Las Palmas léttskýj- aö 21, Mallorka heiörikt 16, Parisléttskýjaö 11, Róm heiö- rikt 15, Winnipeg alskýjað 7. Verkfall flugfreyja boðaö f næslu vlku? ,,Ef við fáum ekki jákvætt svar frá Flugleiöum I þessari viku.neyöumst við til að gripa til verkfalls”, sagöi Jófriöur Björnsdöttir, formaður Flug- freyjufélags tslands, I samtali við blaðamann Visis I morgun. Flugfreyjur héldu fund siðast- liöiö sunnudagsk völd til þess aö kjósa fulltrúa á þing Alþýöu- sambands Islands, en einnig voru kjaramálin til umræöu og þá sérstaklega sú ákvöröun Flugleiöa, aö láta starfsaldurs- lista ekki ráöa alfariö I sam- bandi viö uppsagnir á flugfreyj- um. „Viö höfum ekki sett fram aöra kröfu en þá, aö starfs- aldurslistinn ráöi, og ef Flug- leiöir halda áfram aö þverskall- ast viö henni, er óhjákvæmilegt fyrirokkur aö gripa til aögeröa. Ég vildi. aö þaö væri til skemmtilegri leiö en aö fara i verkfall, en því miöur þekkjum viö hana ekki”, sagöi Jöfriöur. Hún sagöi. aö ákvöröun um hvaö gera þarf yröi tekin seinna i þessari viku, ef „gleöileg tiö- indi” heföu ekki borist frá Flug- leiöum fyrir þann tima, eins og hún oröaöi þaö. —P.M. - Meö sleggju á lofti Diabolus in Musica kynnti nýja plötu með uppákomu á Lækjartorgi í gær. Þessi vinsamlegi náungi sveifl- aði þar sleggju mikilli og lét allófriðlega. Visismynd: Ella Menntaskúlastúikur kynnasf llfi lögreglumanna: Byrjendur i Menntaskólanum á tsafirði gera nú viðreist i atvinnu- kynningu, sem fram fer á vegum skólans. Lögreglumenn i Reykjavik fóru ekki varhluta af heimsóknum nemanna og fengu 6 stúlkur frá ísafiröi aö fylgjast með störfum þeirra. Eftir annasaman dag i gær tók nýrkynningarþátturvið i morgun er stúlkurnar fóru i sund meö lög- reglunni og er taliö vist aö lög- reglumenn taki þessu nýmæli ágætlega. Hér á Visi eru 3 menntskæl- ingar i atvinrmkynningu, en sú kynning hefur ekki náö til sund- iðkunar blaðamanna. —AS Fóru í sund með peim í morgun Krataslagurinn: „Hugmyndir um Iriösam- lega lausn” „Þaö hafa komiö fram ýmsar hugmyndir til aö ná fram friö- samlegri lausn, en þetta er svo viökvæmt mál aö ég get ekkert frekar um þaö sagt”, sagöi Magnús H. Magnússon alþingis- maöur I samtali viö Visi i morgun um formannskjöriö i Alþýöu- flokknum. Magnús var þá spuröur hvort enn væri unniö aö þessum hug- myndum. ,,Ég held aö þeir sem vilji friö- samlega lausn séu aö vonast eftir þvi aö hún finnist” svaraöi Magnús. Morgunblaöiö segir i morgun aömennhafi veltþeim möguleika fyrir sér aö skapa málamiölun milli Benedikts Gröndals og Kjartans Jóhannssonar. Hafi þótt koma til greina aö Kjartan drægi framboö sitt til baka gegn þvl aö Benedikt léti af formennsku á kjörtimabilinu og Kjartan tæki þá viö. Benedikt hafi samþykkt þessa hugmynd, en Kjartan hafnaö henni, er þeir Sighvatur Björgvinsson og Magnús H. Magnússon báru hana upp viö hann. —SG Nafn hlns látna Maðurinn sem drukknaöi er hann féll fyrir borö af Náttfara RE 75 á föstudagskvöldiö, hét Gunnar Sveinn Hallgrimsson, til heimilis aö Skólavöröustig 18, i Reykjavík. Gunnar var 33 ára gamall. —AS Kjartan fáorður um hvers vegna hann vm leiia Benedikt Gröndai: „SAMSTARF OKKAR BENE- MKTS VAR MEB A6JETUM” Loki „Vinátta á villigötum” segir i fyrirsögn i Mogganum I morgun. Ætli þar hafi ekki veriöátt viðframboð Kjartans gegn Benedikt? Kjartan Jóhannsson hefur ákveðið aö taka upp baráttu viö Benedikt Gröndal um for- mennsku i Alþýöuflokknum eins og Visir skýröi frá um miöja siöustu viku. Ýmsir velta fyrir sér hverjar ástæöúr liggi þar aö baki, en ekki hefur verið greitt um svör af munni „áskorand- ans”. Visir náöi sambandi viö Kjartan og fer viötaliö viö hann hér á eftir. — Hvaö ræöur framboöi þínu, til formannskjörs i Alþýðuflokkn- um? „Þessu hef ég nú reyndar svaraö áöur meö þvi, aö þaö séu mjög margir á öúum aldri, víös vegar af landinu, sem hafa fariö þess á leit viö mig, aö ég geröi þetta, og ég komst aö lokum aö þeirri niöurstöðaað þaö væri ekki rétt af mér aö hindra, aö val gæti fariö fram, þó aö ég hafi fram aö þessu ekki ætlaö mér þetta eöa hugsaö mér þaö”. — Það er rétt, þetta svar hefur heyrst áður, en ýmsir telja þaö tæpast fullnægjandi. „Þaö er samt sannleikanum samkvæmt”. — Eru engar aörar ástæöur? „Nei”. — Er óánægja meö núverandi formann innan flokksins? „Ég hef ekki undan neinu aö kvarta. Okkar samstarf hefur veriö og er meö ágætum og okkur hefur gengiö mjög vel aö starfa saman. Hér er ekki um neinn málefnalegan ágreining aö ræöa”. — Hvaða ástæður telur þú vera fyrir þvi að svo mjög hefur verið skorað á þig? „Ég get náttúrlega ekki getiö i þaö, hvaö liggur aö baki hjá hverjum og einum. En i þessu felst ósk frá fólkinu um.aö ég gefi kost á mér i þetta og ég hef ekki lagt mig eftir þvi aö kryfja þaö neitt”. — Telur þú þaö meira persónu- legt en málefnalegt? „Ég hef eiginlega engu við þaö aö bæta, sem ég hef þegar sagt”. SV

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.