Vísir - 21.10.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 21.10.1980, Blaðsíða 12
12 REKSTRARBÓKHALD OG VERÐAKVARÐANIR Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiös um rekstrarbókhald og veröákvaröanir í fyrirlestra- sal félagsins aö Síöumúla 23 dagana 24., 27. og 28. október kl. 15—19. Tilgangur námskeiðsins er aö kynna hvernig má með einföldum hætti fá upplýsingar úr bókhaldi fyrirtækisins um kostnað einstakra vörutegunda eöa kostnaö viö rekstur einstakra deilda. Fjallaö veröur um markrriiö fyrirtækja. skipulagningu á rekstri og uppbyggingu og notkun bókhalds sem stjórntækis. Lögö veröur áhersla á kynningu aöferöa viö mat á afrakstri einstakra vörutegunda og afkomu einstakra deilda fyrirtækisins. Kynntar veröa ýmsar aöferðir viö verð- lagningu hjá fyrirtækjum sem beita má til aö tryggja arðsemi viðkomandi reksturs. Námskeiðið er ætlað fram- kvæmdastjórum, fjármálastjór- um aöalbókurum fyrirtækja og eigendum minni fyrirtækja. Þátt- taka tilkynnist til Stjórnunar- félagsins, sími 82930. A STJÓRNUNARFÉLAG ISIANOS JSSA SfOUMÚLA 23 105 REYKJAVlK SÍMI 82930 Lefóbeinendun Brynjar Haraldsson tœknifraaöingur ■v Þóröur Hllmarsson cand merc. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 58., 60. og 64. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á Hjallalandi 13, þingl. eign Magnúsar H. Guölaugssonar o.fl. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 23. október 1980 kl. 15.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á hluta i Hjaröarhaga 60, talinni eign Jó- hanns B. Sigurgeirssonar fer fram á eigninni sjálfri fimmtudag 23. október 1980 ki. 14.15. Borgarfógetacmbættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 58., 60. og 64. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á Granaskjóli 17, þingl. eign Mariu S. Haildórsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 23. október 1980 kl. 13.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 134., 36. og 40. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á eigninni Reykjabyggö 6, Mosfellshreppi, þingl. eign Helgu Högnadóttur, fer fram eftir kröfu Ólafs Axelssonar, hdl. og Einars Viöar, hrl., á eigninni sjálfri föstudag 24. októ- ber 1980 kl. 14.30. Sýslumaöurinn I Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 100. og 108. tbl. Lögbirtingablaös 1979 á eigninni Grund, Mosfellshreppi, þingi. eign Guövaröar Hákonarsonar fer fram eftir kröfu Jóns Magnússonar, hdl., á eigninni sjálfri föstudag 24. október 1980 kl. 15.30. Sýslumaöurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 42., 44. og 46. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á hluta I Reykjavlkurvegi 29, þingl. eign Matthildar Agústs- dóttur fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtudag 23. október 1980 kl. 11.15. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Kaupféiag Hainfirðinga 35 ára um pessar mundir: Matvæla- kynnlng um hveria helgl „Léttreykt lambakjöt er sér- lega gott og ef þaö er rétt mat- reitt, bragöast þaö bara jafnvel og reykt svinakjöt, sagöi Guöbjartur Vilhelmson, versl- unarstjóri i Kaupfélagi Hafn- firöinga, Miövangi, er viö litum inn á matvælakynningu þar. Þarnafór einmitt fram kynning á léttreyktum lambaframparti, sem reyndist mjög ljúffengur réttur. Nýi vörumarkaöurinn viö Miö- vang var opnaður I lok júlimán- aðar og auk matvöru er á boö- stólum búsáhöld, fatnaður, gjafa- vörur og fleira. Vikulega er boöiö upp á vörumarkaðsverö á ein- hverri ákveðinni vörutegund, til dæmis eina vikuna kaffl, og er þá viökomandi nauösynjavara seld á heildsöluveröi. Um hverja helgi er svo matvælakynning og afsláttarverö á einhverri kjöt- vöru. Þegar viö litum inn Var af- slátturá folaldakjötiogkilóverö á folaldahakki 1.966 krónur og viö fengum i kaupbæti uppskrift af folaldahakksrétti, sem mat- reiöslumaður kaupfélagsins mælir meö og viö látum fylgja hér. Léttreykt lambakjöt kitlaöi bragölauka viöskiptavina kaupfélagsins. — Víslsmynd/Ella. Folaldahakk Folaldahakk brúnaö á pönnu, kryddaö meö salti, pipar, tómat- mauki og enskri sósu. Bætt meö kraumuöum lauk og ristuöum sveppum. Boriö fram meö spaghetti, kartöflumauki og rifnum osti. Hvað kostar að lá sér síma? Hvaö kostar aö fá sér sima i dag? Þaö hafa heyrst ótrúlegustu tölur um kostnaö viö aö koma sér upp simatæki og þvi slógum viö á þráöinn til Pósts og sima i Reykjavik þar sem afgreiðslu- stúlka upplýsti okkur um hinar ýmsu kostnaöarhliöar viö aö koma sér upp sima og tilheyr- andi. Aö fá nýjan sima i dag kostar á bilinu 150 til 160 þúsund krónur, og fer þaö eftir þvi hver hinna þriggja geröa sem á boöstólum er veröur fyrir valinu. Ef maöur sem er aö flytja búferlum ákveður aö flytja simann sinn meö sér, þá kostar þaö ekki undir 54 þúsundum króna. Þá er miöaö viö aö á nýja staönum sé allt fyrir hendi, en ef eitthvaö þarf aö vinna meira en aö stinga simanum i samband, þá hækkar þessi upp- hæö að sjálfsögöu strax. Ef menn vilja fá sér aukatæki i ibúöina. þá þarf aö sjálfsögöu aö greiða fyrir þaö. Aukatæki kostar frá 27.800 krónum og allt upp i tæp 50 þúsund og fer þessi kostnaðar- liöur m.a. eftir þvi hvort um bjöllulaust tæki er aö ræöa eöa ekki. Sumir vilja geta gengiö um ibúöina sina á meöan þeir tala i simann, en eins og flestir vita er simalinan sem fylgir simanum ekki býsna löng. Viöbótarllnu er hægt aö fá, og kostar hún þá 7.556 krónur (3 metrar), 7.760 krónur (4 metrar) og 13.522 krónur (10 metrar). Enginn biðtími Oft hefur veriö langur biötimi fyrir fólk sem hefur veriö aö sækja um nýjan sima. Samkvæmt upplýsingum sem viö fengum á skrifstofu Pósts og sima i Reykja- vik er enginn biötimi i borginni eftir nýjum sima um þessar mundir, en aftur á móti einhver biö i Kópavogi og i Hafnarfiröi. gk—. LISTIN AB KRYDDA MAT Krydd og kryddjurtir eru töfra- orö, sem leiöa hugann ósjálfrátt til hinna fjarlægu staöa, eins og Java, Zansibar og Ceylon. Fyrir hundruöum ára lögöu menn lif sitt i hættu til aö leita uppi hinar verömætu og ilmandi kryddjurt- ir. I dag eru þessar kryddjurtir aögengilegar fyrir hvern sem er. Nýr heimur hefur opnast, ný list- grein hefur séö dagsins ljós. List- in aö krydda. List fyrir hvern sem er. NOTAÐU HUGMYNDAFLUGIÐ Geföu hugmyndafluginu lausan tauminn, geröu tilraunir sjálfur. Hugsaöu þér hvilika möguleika, hinar ótal kryddtegundir, jurtir, mismunandi blöndur og sölt geta boöiö upp á. Geföu þér tima til aö kynna þér kryddúrvaliö næst þegar þú ferö i verslun. Þaö er óþarfi aö kaupa mörg glös I einu, kauptu til dæmis eitt á viku, og áöur en langt um liöur áttu glæsilegt úrval af góöu kryddi. KRYDDIÐ MEÐ VAROÐ Hafiö hugfast aö rétt kryddun er árangur tilrauna og nærgætni. Eftir að hafa kryddaö sama rétt- inn nokkrum sinnum hefur þú yfirsýn yfir hiö rétta kryddmagn. Rétt kryddun gefur matnum persónulegt bragö og vinirnir vilja forvitnast um „leyndardóm- inn”. VARDVEISLA KRYDDSINS Hiö undursamlega bragö krydds- ins er fólgiö i hinni rokgjörnu oliu, sem bundin er i jurtinni. Bragö- aöu á kryddinu þinu annaö veifiö, og ef ljúffengu bragðefnin eru farin aö dofna, er kryddiö litils viröi og rétt aö fá sér nýtt i staö- inn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.