Vísir - 29.10.1980, Blaðsíða 5
Sjónvarpskappræða Carters 09 Reagans:
GAGNKVÆMAR ASAKANIR
- og endurtekning tyrri kosningastælu en ekkert nýtt
Carter Bandarikjaforseti og
Ronalds Reagan, forsetaefni
repúblikana, háðu kappræðuein-
vigi sitt i sjónvarpssal i gærkvöldi
i Cleveland i Ohio.
Hvor um sig sakaði hinn beisk-
lega um að fylgjá stefnu, sem leitt
gæti til styrjaldar, og endurtók
fyrri slagorð sin úr kosningabar-
áttunni, en ekkert nýtt þótti koma
fram i máli frambjóðendanna.
,,Við getum lent i styrjöld með
þvi að leyfa þróun atburða að fara
úr böndum, eins og gerst hefur
siðustu þrjú og hálft árið,” sagði
Reagan, og lagði áherslu á það,
að heimsfriðurinn hefði allan for-
gang, en til valdbeitingar mætti
ekki koma nema i allra siðustu
lög.
Carter forseti sagði, að engin
einföld svör væru til við flóknum
spurningum. Sagði hann, að
framlög til varnarmála hefðu
aukist undir hans stjórn, og rifj-
Jimmy Carter gefur andstæð-
ingnum gætur.
aði upp, að hann hefði lagt til frið-
arins með milligöngu sinni i
samningum Israels og Egypta-
lands.
Sem svar við ásökunum Rea-
gans sagði Carter, að andstæð-
ingur hans hefði æ ofan i æ lagt til
að beitt yrði valdi, þar sem hann
sjálfur hefði fylgt og boðað frið-
samlegar samningalausnir.
John Anderson, sem byður sig
fram utan flokka, fékk ekki að
taka þátt i kappræðu þeirra tvi-
menninga, eftir að skoðanakann-
anir sýndu, að fylgi hans hefði
dalað. En i annarri sjónvarps-
dagskrá gafst honum 'tækifæri til
þess að tjá sig um þau mál, sem
báru á góma i útsendingu frá ein-
vigi Carters og Reagans. Var það
sent út samtimis af annarri sjón-
varpsstöð. — ,,Eg mundi beita
valdi, ef nauðsyn krefði, til þess
að verja lifshagsmuni þessa
lands, en ég mundi ekki fylgja
Ronald Reagan segir, að heims-
friðurinn verði að hafa allan for-
gang.
einhliða afstöðu Carter-stjórnar-
innar,” sagði hann. Kvaðst hann
mundu leggja dag við nótt til þess
að fá bandamenn USA til sam-
vinnu um varnir i Persaflóa.
Carter og Reagan deildu hart á
stefnu hvor annars i efnahags-
málum.
Gagnrýndi Carter loforö Rea-
gans um 10% skattalækkanir á
þriggja ára fresti, og kallaði þá
áætlun fáránlega og einhverja
mestu verðbólguhugmynd, sem
lögð hefði verið á borð fyrir
bandarisku þjóðina.
Reagan rifjaði upp, að forsetinn
hefði fyrir fjórum árum lofað aö
minnka verðbólguna niður i 4%,
en hún væri nú komin upp i 12,7%.
— Carter vildi kenna það oliu-
verðhækkunum.
Hvorugur vék að gislamálinu,
nema Reagan lagði til, að sér-
stakri þingnefnd yrði falið að
rannsaka meðferð þess opinbera
á þvi máli.
Kanadastjorn doo-
ar orkusparnaO
Kanada-stjórn kunngerði i gær-
kvöldi áætlanir, sem miða skuli
að þvi aö draga iir oliuneyslu,
auka eignarhlut Kanadamanna i
oliuiðnaöinum, sem Bandarikja-
menn eiga mestan part, og hækka
orkuskatt.
Veröhækkanir og þrir nýir
skattar leggjast á oliu og jarögas
i Kanada, sem selja mikið jarð-
gas til Bandarikjanna.
Þessar efnahagsaðgerðir birt-
ust i fjárlagafrumvarpinu, sem
Allan MacEachen, fjármálaráð-
herra, lagði fram i þinginu i
Ottawa i gær. Er það fyrsta fjár-
lagafrumvarp stjórnar Pierre
Trudeau, sem setið hefur siðustu
átta mánuði.
Stjömin boðar orkusparnaðar-
ráðstafanir, sem skera eiga oliu-
neysluna niður um 20% á næsta
áratug. Að einhverju leyti meö
sparnaði, og sumpart meö notkun
jarögass i staðinn. Ætlunin er að
taka alveg fyrir innflutning á út-
lendri oliu, þegar áriö 1990rennur
upp. Innflutt olia nemur nær
þriðjung oliuneyslu Kanada.
fl-Þjööverjar takmarka ferðir
yfir landamæri Póllands
A-þýska stjómin, sem virðist
felmtri slegin vegna þróunar
mála I Póllandi, hefur sett
strangar takmarkanir við feröa-
lögum milli Póllands og A-Þýska-
lands.
Tilkynnt var i gærkvöldi, að frá
og með deginum i dag muni
ferðamenn i einkaerindum ekki
hleypt yfir landamærin, nema
þeir framvisi sérstökum pappir-
um með leyfi þess opinbera.
Siðustu átta ár hafa manna-
ferðir yfir landamæri A-Þýska-
lands og Póllands verið nær alveg
frjdlsar. Var i tilkynningu a-
þýsku stjórnarinnar lofúö mjög
batnandi sambúð þjóða þessara
rikja siöustu árin, og minnt á, að
vegabréfaskylda á landamærum
þeirra hafi verið lögð niður 1972.
— ,,En grundvöllur þeirrar reglu
hefur hins vegar breyst”, sagöi
siðan.
Hve lengi þessi breyting verður
látin standa, var ekki tiltekið
nánar en það, að háð væri þvi
„hvernig forystu Póllands tækist
til við að koma á ró i landinu og
tryggja sósialísk völd verkalýös
og smábænda”.
Jagielski ráðherra viösamningaborðið I verkföllunum I sumar, en andspænis honum situr Walesa. Þeir
hittust að nýju 1 gærkvöldi.
HOTA ALLSHERJARVERKFALLI
I PÓLLANDI, EF EKKI SEMST
Pólskir verkalýðsforingjar
hafa sæst á að eiga fund með
Jozef Pinkowski, forsætisráð-
herra, i Varsjá á föstudaginn.
Þeir vara þó við því, að drög verði
lögö að allsherjarverkfalli, sem
skellur á, ef árangur næst ekki af
viðræðunum.
Svo mikil er óánægjan með
pólitisk ákvæði, sem dómstólar
hafa þvingað inn i stofnskrár
hinna óháðu verkalýðssamtaka,
stofnuð eftir verkföllin i sumar,
að verkalýðsforingjar hafa mátt
hafa sig alla við til að telja þá
æstustu ofan af þvi að fara i verk-
föll strax.
Jagielski, aöstoðarforsætisráð-
herra, og sá ráðherrann, sem hef-
ur verið aðalsamningamaður
stjórnarinnar i viðræðum við
verkfallsmenn i sumar, átti fund
meö Walesa i Gdansk i gær.
Færði hann Walesa fundarboð
Pinkowki.
Vlidu skipta
um fangeisl
Uppreisn sem fangar gerðu f
rammgeröasta öryggisfangelsi
Sardinfu i sfðustu viku, endaöi
með friðsömum hætti á sunnu-
dag.70 fangarhöfðu búiðum sig I
einni fangeisisáimunni og
kröfðust þess að verða fiuttir úr
þessari dýblissu i eitthvert annað
tugthús. Grýttu þeir heimatilbún-
um sprengjum og öllu lausiegu I
fangaverði, sem reyndu að yfir-
buga þá.Loks samdist svoum, að
oröiö var viðkröfunum um vista-
skiptin.
Skálmöld í
El Salvador
Aðminnsta kosti 70 manns voru
drepnir á mánudag i E1 Salvador,
þar sem rfkir alger sturlungaöld.
Vinstrisinna hryðjuverkamenn
náðu sex útvarpsstöðvum á sitt
vaid í samstilltri árás á þær, og
útvörpuðu boöskap sfnum meö
hvatningu um uppreisn gegn
stjdrnvöldum. Þeir voru hraktir á
ilótta eftir nokkurra minútna út-
sendingu.
Hægrisinna öfgamenn hafa
einnig gengið rösklega fram I
mannvígum, og eins hafa ófáir
saklausir vegfarendur faliiö I
kúlnahrfð, þegar öryggissveitir
hersins hafa komist I návigi við
hryöjuverkaöflin.
Þaðsem af erárinu hefur þessi
skálmöld kostað um 6.000 manns
lifiö i E1 Salvador.
Sænskur
hlartapegi
Atján ára gamaii sænskur
hjartaþegi er sagður á góöum
batavegi á sjúkrahúsi Stanford-
háskóla f Palo Alto i Kalifornlu.
Þar var grætt I hann nýtt hjarta
fyrir tólf dögum. — Hann þjáðist
af ólæknandi hjartakviila sem
iæknar nefna á sinu máli
„cardiomyopathia”, og varð aö
leita á náðir bandariskra lækna,
þvi að hjartaigræðsla er ekki
leyfð I Sviþjóö.
Kabólska klrkjan
í Kina
Biskupinn af Peking, Michael
Fu Tieshan, vigði nýiega kaþólsk-
an prest til starfs f dómkirkjunni.
Viöstaddir voru um 1.000 kirkju-
gestir.
Vigslan nýtur hinsvegar ekki
viöurkenningar Páfagarös, því að
tengsi kaþólsku kirkjunnar iKfna
við Páfagarð rofnuöu á sjötta
áratugnum. Gátu kaþólikkar f al-
þýðuveldinu ekki haldið sam-
bandinu við Vatikanið, þegar það
viðurkennir Taiwan sem
lýöveldiö Kina”, eins og Páfa-
garður gerir enn.
Kfnastjórn hefur með sérstök-
um iögum bannað kirkjunni þar f
landi aö lúta stjórn erlendra
kirkjuvalda.
Tap hjá Ford
Tap varð á rekstri Ford-bfia-
vcrksmiðjanna á þriðja ársfjórð-
ungi, svo að nam 595 milljónum
dollara. Er þetta eitthvert mesta
tap yfir 3ja mánaða timabii. er
sögur fara af hjá einu fyrirtæki.
Mesta tap var bjá U.S. Steel á
siðasta ársfjórðungi 1979, eða 669
milljónir dollara.
Tap Ford-verksmiöjanna sfð-
ustu tólf mánuöi nemur orðið
milijarði dollaitaog er kennt um
mikið til sömu ástæðum og hjá
General Motors, sem töpuðu 567
miiljónum dollára þennan sama
ársfjóröung.