Vísir - 05.11.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 05.11.1980, Blaðsíða 8
8 vtsm Miövikudagur 5. nóvember 1980 Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davlfl Guðmundsson. Ritstjórar: Olafur Ragnarsson og Eilert B. Schram. Ritstjórnarf ulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfl Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Kristrn Þor- steinsdóttir. Páll AAagnússon, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaöamaflur á Akureyri: Glsll Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur 0. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elfn Ell- .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, AAagnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. DreifingarstjÓri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúli 14, slmi Sóóll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Sfðumúla 8, slmar 8óóll og822ó0. Afgreiösla: Stakkholti 2—4, slmi 8óóll. Askriftargjald er kr. 5.500,- á mánuöi innanlands og verö f lausasölu 300 krónur ein- takiö. Visirer prentaöur I Blaöaprenti h.f. Siöumúla 14. Megi sú ræöa lengi lifa Guörún Helgadóttir vakti athygli þjóöarinnar á sjálfri sér og skoöanabræörum sfn- um, þegar hún geröi „arörán” Sigurliöa Kristjánssonar aö umtaisefni i þinginu I fyrra- dag. Þar kom hún til dyranna eins og hún er kiædd. Hún afhjúpaöi sina pólitisku lifs- skoöun. Stundum er sagt að alþingis- menn neyti allra bragða til að vekja á sér athygli. Oftast er það harla barnaleg viðleitni til að slá sig til riddara með sýndartillög- um eða saklausum málatil- búnaði. Það er hinsvegar ekki á hverj- um degi/ sem alþingismenn ná athygli þjóðarinnar vegna mál- flutnings/ sem vekur hneykslan og reiði. Þetta tókst Guðrúnu Helga- dóttur í fyrradag, þegar hún kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á alþingi. Tilefnið var að setja samasemmerki milli stöðu versl- unarinnar í landinu og dánarbús Sigurliða Krist jánssonar og Helgu konu hans. Meðal þess, sem Guðrún lét út úr sér var þetta: „ Erum við hátt- virtir þingmenn að vinna að jaf n- rétti og lýðréttindum hér í þing- sölum meðan milljarða arður af vinnu landsmanna liggur í vösum eins manns og þarfnaðist verslunin hærri álagningar meðan þessi auðsöfnun fór f ram". Og hún bætir við: „Við hljótum að spyrja hvort fleiri f jölskyldur i landinu hafi slik fjárráð og hvers vegna þær komist upp með að halda afrakstrinum af vinnu okkar á þennan hátt". Guðrúnu rekur ekki minni til þess að Sigurliði hafi nokkru sinni hafnað hækkaðri álagningu, og kemst að þeirri niðurstöðu að arður hans sé f jármagn fólksins. Það er auðvitað mál Guðrúnar Helgadóttur hvernig hún metur lífsstarf Sigurliða Kristjáns- sonar hvort hún dregur þá ályktun að dánarbú hans sé sam- safnaður gróði af hálfrar aldar arðráni, hún má þess vegna velta sér upp úr þeim óþverra að að tala um Sigurliða Kristjánsson í sömu andránni og óvini launa- fólksins. Sigurliði verður ekki verri maður fyrir það. Hann hefur áður fengið sinn skammt um mannvonsku sína á síðum Þjóðviljans. Það er hinsvegar mál kjós- enda, okkar, almennings í þessu landi, hvernig við bregðumst við þessari flatneskju. Það er okkar að dæma um velsæmi þessa málatilbúnaðar og gera okkur grein fyrir hugarfarinu sem býr að baki. Og það er okkar að taka ákvörðun um það, hvort við sækj- umst eftir því að fólk af þessu sauðahúsi, skoðanabræður Guðrúnar, eigi erindi til æðstu áhrifa. Þaðskulu menn nefnilega hafa í huga, að Guðrún Helgadóttir er ekki að lýsa prívatskoðun sinni þegar hún atar minningu Sigur- liða Kristjánssonar auri og gerir eignir hans tortryggilegar. Hún er talsmaður þess stjórn- májaflokks, sem nú ræður ríkj- um á íslandi. Hún er persónu- gervingur þess hugsunarháttar, þeirrar pólitísku lífsskoðunar að hagnaður eins, sé tap annars. Þetta fólk er blint af hatri gagn- vart öllum þeim sem upp úr rísa, sem eitthvað geta. Það sér of- sjónum yf ir því, ef einhver getur uppskorið hagnað af áhættusöm- um atvinnurekstri eða eðlilegri sjálfsbjargarviðleitni. Alþýðubandalagið er sama- staður öfundar og úrtölu, vett- vangur níðsins og nagsins. í þeim efnum er þeim Alþýðu- bandalagsmönnum ekkert heil- agt, ekki einu sinni minning lát- inna heiðurshjóna, ef það mætti verða til þess að kasta rýrð á frjálsan og heilbrigðan atvinnu- rekstur. í ræðu Guðrúnar Helgadóttur er að finna pólitíska stefnu Al- þýðubandalagsins í hnotskurn. Það er ekki á hverjum degi, sem sá boðskapurer opinberaður jafn rækilega. En megi sú ræða lengi lifa, sem áminning og aðvörun til frjálshuga og framsækinna fs- lendinga. Hún lifir af skömminni. KJARASAMHINGAR HKJARABÆTUR Nýlega voru kjarasamningar I undirritaöir meö heföbundnum hætti eftir tfu mánaöa þref. Fulltrúar aöila vinnumarkaöar- ins og sáttanefnd fengu sér sæti, létu taka af sér nokkrar myndir, tókust í hendur og svöruöu siöan | spurningum blaöamanna. Verkalýösforingjar töldu sig 1 hafa fengiö heldur litiö út Ur ■ kjarasamningunum og atvinnu- rekendur lýstu þvi yfir, aö rlkis- | stjórnin bæri ábyrgö á niöur- , stööunni, þar sem hún heföi I gengiöáundan oggefiö fordæmi | i samningunum viö opinbera starfsmenn, og þar meö bæri I stjórnin einnig ábyrgö á verö- ■ bólguþróuninni á næstunni. '■ Vinnuveitendur hafa reiknaö út | aö veröi ekkert aö gert, muni | veröbólgan veröa yfir 85% frá 1. ' nóv. til 1. nóv. á næsta ári. | Þessu hefur ekki veriö mótmælt I — a.m.k. ekki kröftuglega. Eina jákvæöa hiiöin á þessari | samningalotu er sú staöreynd, ■ aöekki komi til verulegra verk- I falla. Vonandi veröur hin hóg- | væra stefna verkalýösforyst- ■ unnar i verkfallsaögeröum I langlifari núverandi rikisstjórn. ■ Hvað gerir rflíisstjórn- in? Niöurtalningaraöferö rikis- stjórnarinnar hefur algjörlega mistekist. bess vegna er spurt um þaö, hvaö hún muni taka til I bragös til aö koma I veg fyrir aö L-......... veröbólgan veröi enn meiri en hún er í dag. Efnahagsmála- nefndin hefur aftur veriö kölluö til leiks og nú er henni faliö aö gera ákveönar tillögur um aö koma i veg fyrir svokallaöa sjálfvirkni í efnahagslifinu. Forsætisráöherra hefur itrekaö lagt áherslu á breyttan visitölu- grundvöll. Þetta hvort tveggja ásamt yfirlýsingum Steingrims Hermannssonar um nauösyn sérstakra aögeröa rennir stoö- um undir þá trú, aö rikisstjórnin sé aö undirbúa kaupskeröingar- tillögur eöa kauprán eins og þaö hét, þegar Þjóöviljinn var i stjórnarandstööu. Frétst hefur úr herbúöum stjórnarinnar aö ágreiningur sé um timasetningu aögeröanna. Framsóknarflokk- urinn vill grípa til ráöstafana strax eöa fyrir 1. desember, en Alþýöubandalagiö vill biöa til áramóta, vegna þeirrar hættu sem alþýöubandalagsmönnum i verkalýösforystunni sé búin, ef kaupránstillögurnar koma fyrir ASl þingiö. Fiestir gera ráö fyr- ir, aö kommarnir fái sitt fram i þessu eins og fleiru. Félagsmálapakkarnir Eins og viö undanfarna kjara- samninga fór fram bögglaupp- boö á félagsmálapökkum, en félagsmálapakkar eru réttar- bætur, sem rlkisstjórnin hefur lofaö aö framkvæma fyrir löngu, en lofar nú aö efna. Þannig geta verkalýös- foringjarnir sagt umbjóöendum slnum, aö þeir hafi þvingað stjórnvöld til aö standa viö lof- orö sin, en slikt réttlætir aö sjálfsögöu undirskrift undir kjarasamninga. Félagsmála- pakkar eru þannig seldir tvis- var, fyrst i kosningum og slöan I kjarasamningum. Rikisstjórnin beiö þessvegna meö aö fram- kvæma loforö sin I stjórnarsátt- málanum. Hún tók frá nokkra milljaröa til efnahagsaögeröa I samræmi viö stjórnarsáttmál- ann og notar þá nú til aö stinga dúsu upp I verkalýösforystuna. Hvar eru kjarabæturn- ar? Nú, aö afloknum kjara- samningum, gætu einhverjir haldið, aö launafólkiö i landinu hafi fengiö kjarabætur. Þvi miöur er þetta misskilningur. Raunverulegar kjarabætur fást ekki i kjarasamningum. 1 þeim er aöeins veriö aö breyta launa- hlutföllum og ákveöa verö- bólgustigiö. Hinar eiginlegu kjarabætur veröa fyrst og fremst til meö stjörnmála- ákvöröunum. Taki Alþingi ákvöröun, sem hvetur fyrirtæki til framleiöniaukningar, þá veröa til alvöruverömæti, sem hægt er aö skipta á milli at- vinnureksturs og launþega. Taki ráöherra ákvöröun um aö fjölga togurum i' landinu án þess aö leyft sé aö veiöa meira, þá fækkar úthaldsdögum hinna togaranna og fjármunir veröa óaröbærir. Slik ákvörðun getur þvi rýrt lifskjörin i' raun. Þori ráöherra ekki að virkja stór vatnsföll og efna til stóriðju, renna árnar til sjávar án þess aö gefa af sér þau verðmæti, sem i þeim leynast. Slikt kjark- leysi og undandráttur valda kjararýrnun. Stundum eru kjararýrandi ákvaröanir tekn- ar i nafni þjóölegra atvinnuvega og stundum I nafni byggöa- stefnu. Þær breyta ekkert um eðli þrátt fyrir nafngiftina. Þaö eru þessar staöreyndir, sem valda þvi aö slagoröiö „kosningar eru kjarabarátta” á fullan rétt á sér. Og þaö eru þessar staöreyndir, sem skýra þaö, hvers vegna kaupmáttur launa minnkar, þótt launin hækki. Stækkum það, sem til skipta er Þrátt fyrir sifellt hærri laun aö krónutölu hefur kaupmáttur launa minnkaö i raun undanfar- in ár og er nú mun lægri en fyrstu dagana eftir sólstööu- samningana svokölluöu. Nýir kjarasamningar byggöir á hærri grunnlaunum og fullri veröbótavisitölu draga ekki úr kaupmáttarrýrnuninni. Launa- hækkuninni er velt út i verölag- iö, veröbólgan vex og hún leiðir tilkjararýrandi ákvaröanasvo neðanmóls Friðrik Sophusson al- þingismaður gerir kjara- samningana að umtals- efni og efast mjög um ágæti þeirra og bendir á að kaupmáttur rýrni þrátt fyrir hærri laun. Friðrik bendir á, að raun- verulegar kjarabætur fáist ekki með því að skipta því, sem ekki er til. sem óaröbærra fjárfestinga. Raunverulegar kjarabætur fást ekki meö þvi aö skipta þvi, sem ekki er tii. Raunverulegar kjarabætur fást einungis meö þvl að stækka þaö, sem til skipt- anna er. Þess vegna þurfum viö aöefla atvinnufyrirtækin, skapa þeim hagstæö rekstrarskilyröi og setja á stofn ný fyrirtæki, sem skilaö getur háum launum. Launþegar hafa meira gagn af pólitlskum kjarki og skilningi stjórnmálamanna á þvi, hvar verömætin veröa til heldur en dúsum i félagsmálapökkum, sem greiddir eru með peningum viötakendanna sjálfra. Friðrik Sophusson J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.