Vísir - 05.11.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 05.11.1980, Blaðsíða 27
Miövikudagur 5. nóvember 1980 VÍSIR Ljóðasmíð með kjarna skáldskapar - frumlelkann Einar Már Guömundsson: ER NOKKUR í KÓRONAFÖT- UM og SENDISVEINNINN ER EIN- MANA Galleri Suöurgata 7. Þótt árin færist yfir ætlar maöur seint aö losna viö forvitn- ina, sem fylgir þvi aö opna ljóöa- kver meö höfundarnafni, sem mabur kannast ekki viö og hefur ekki séö tengt ljóöum áöur. Og satt að segja gefst býsna oft færi á þvi siöustu árin. Þetta er lika stundum ómaksins vert, og þótt vonbrigðin séu oftar eini árangurinn, kemur það lika fyrir aö maöur hýrni viö. Og allt i einu liggja mér i lófum tveir svartir heftingar meö brúnamiklum og svipsterkum strák aftan á kápu en fjörutiu ljóöasiöum innan i kápunni. Ég opna fyrst þann heftinginn, sem kenndur er til kórónafata, en skil ekki samhengiö umsvifa- laust. Kverið er fljótlesiö, aöeins fáar linur neöst á hverri siöu viðast hvar. En þetta kallar á aðra yfirferö. A 23. siöu er þessi „analytiska athugasemd” einföld og snjöll i senn. En hvers vegna kallar maðurinn þetta ekki sjálf- gefna nafni „skýring”? Ég hélt, að hann væri að yrkja á islensku! þaö aö baráttan leiöi aöeins af sér fleiri veitingahús minnir mig á þaö eitt: hún var háöaf öörum en þeim sem sitja viö borðin Já, ætli ekki það. Þá eru þessi „drög aö skilgrein- ingu” ekki amaleg: skyndilega stoppa ég og skoöa hlykkjótt spor min i snjónum mér er spurn hvort ég hafi lagt krók á leið mina einsog evrópukommúnistarnir nei ég er bara fullur Og þessi baráttusöngur hittir alveg i mark (þótt ég skilji ekki hvers isfirskir barnakennarar eiga að gjalda eöa njóta af til- einkuninni: sjá roöann i varalit skrifstofustúlkunnar Eftirfarandi linur finnast mér sannarlega orö i tima töluð: spurö’ ekki hvort þaö sé lif á öörum hnöttum fyrr en þú hefur fullvissað þig aö þaö sé einnig á þessum Og þetta jólastef segir sitt: saklausu lömbin i bibliunni eru lærisneiðar á jólunum Og loks þessi umferðarmynd: ég get ekki stoppaö viö gatnamót vara þinna þó þær séu rauöar eins og götuljósin Þetta'er ismeygilega hnyttin mynd, þótt vafalaust eigi maöur- inn viö umferðarljós en ekki götuljós — þaö er sitthvaö. Margar þessar stuttu og gagn- orðu ljóðlinur og fástrikamyndir bera i sér kjarnafrumur alls skáldskapar — frumleika, þvi verður ekki neitaö. Þessi ungi maður hugsar, meitlar og oröar af skýrleik og rökvisi og bregöur skarpri og oft óvæntri birtu á venjumyndir daglegs lifs eða sýn- ir okkur þær frá nýrri hlið oft i gráhvitri kaldhæöni eins og þessa húsmóöurlisu i undralandi fá- nýtrar glystækninnar: lisa i undralandi isskápa ég biö þig um eiginhandaráritun fyrir eldhúsverkin eldhúsverkin sem hafa innréttaö heim þinn og gefiö þér andiit sem þú getur ekki tekiö af þér frekar en giftingarhringinn. Hinn heftingurinn, sem kennir sig við einmana sendisvein (alveg skilningsvana) finnst mér miklu siðri, þótt ljóðin séu þar lengri og átakameiri. Þar flæðir enska málhrönglið sem hér hefur numiö unglinga yfir alla bakka, og er engu likar en höfundur sé að teikna skopmynd af málfari ungs fólks á samfundi yfir glasi eöa hassi en að öllum likindum er hann aö reyna að sýna rétt mynd. Oftast skilur venjulegur maöur ekki hvers vegna hann er að flagga þessum erlendu oröa- leppum, þegar miklu skilrikari islensk orö þyrpast aö. En viöa bregður fyrir þessum frumlegu skáldskaparkornum, sem meira ber á i hinni bókinni sakir oröasparnaöar. Til að mynda þetta: þú veröur aö eyöa timanum af sömu kostgæfni og hann eyðir þér Eöa þessi setning: steinunum er sama hvaö klukkan er Gömul og algild sannindi segja varla aörir en skáld á svona lag- góðan og nýstárlegan hátt. Þvi verður varla neitaö aö mörg erlendu málblómin eru heima hjá sér i þeirri mynd, sem dregin er, en þó gremst manni hve óþarflega oft er gengið fram hjá islenskum oröum, og ég held að þetta sé ekki sanngjörn eink- unn um islenska unglinga nema þá sem firrtastir eru. Hvers vegna aö segja um mann að hann „fitti bara flott inni móralinn", þegar beint liggur viö að segja á islensku að hann „falli aö sið- gæöinu eins og flis viö rass”. Það er annars kynlegt, hve af- stæöur fjarstæöustill er enn ráö- rikur i ljóðum yngstu skálda, þótt hann sé nú mjög á undanhaldi i málaralist, þar sem hann reiö öll- um húsum fyrir tveim eöa þrem áratugum. Hann hertók ljóöið siðarog er ekki enn farinn aö láta undan siga eins og þessi tvö ljóöa- kver bera svikalaust vitni. Andrés Kristjánsson Vissir þú að e|Ocail-> öí I í >-» býður mesta úrval ung/inga■ húsgagna á /ægsta verði og á hagkvæm- ustu afborgunar kjörunum? Bildshöfða 20, Reykjavik Simar: 81410 og 81199 27 Opnan: AlDingi aö tjaldabaki Vísísmenn heilsa upp á starfsfólk fllplngís Fjölskyldan og heimiliö: Tannréttingar og karlmanna- tlska frá ítalíu Mannlilsopna: Hann borðar lifandi eifurslðngur | Vísirá | morgun Stærra og sífellt betra blað svo mœm ov umiQEoi Nlannoröshnekklr aö flórum mllljörðum Stundum dynja á okkur ræöuskúrir á Alþingi, sem virðast alveg frábærar þangað til i Ijós kemur, aö um stórpóli- tiskar yfirlýsingar er aö ræöa. Þannig fór fyrir Guörúnu Helgadóttur, alþingismanni, þegar hann vildi sýna fram á ofsagróöa verslunarinnar í landinu meö þvi aö benda á arf Sigurliöa Kristjánssonar og Helgu konu hans annars vegar og hús verslunarinnar í Kringlumýri hins vegar. Þessi dæmi þóttu henni merkileg um þá ósvinnu aö hafa aö atvinnu að selja landsmönnum varning. Er þá auövitaö átt einnig viö samvinnuhreyfinguna, sem græöir fá á félagslegum grunni og Rúbluna, sem græöir af trúarástæöum. Hin hreinlífa kona, Guörún Helgadóttir, al- þingismaöur, ætti aö byrja á því að reka fariseana úr eigin hús- um, svo sem eins og Kron og Rúblunni áöur en bún byrjar á þvi aö hafa uppi aöfinnslur úr af þeim fjórum milljöröum, sem gefnar hafa verið til opinberra stofnana, og eru afrakstur skyn- semi, sparnaöar og dugnaöar manns, sem vildi tryggja aö eigur hans færu til nokkurra þarfa. Afgangsfjármunir Kron og Rúblunnar fara i herkostnað gegn áttatiu og fimm prósentum af þjoöinni, eöa þeim hluta hennar sem ekki fylgir Alþýöu- bandalaginu aö málum. Þetta þykir þvi fólki, sem er hreint og syndlaust f andanum, ágætt fyrirkomulag, en þegar fjdrir 'milljarðar eru gefnir til Lista- safns rlkisins, óperu og Leikfél- ags Reykjavíkur. þá hæfir aö hafa uppi stór orö um arörán. Þeir sem tóku sig til og svöruöu hinni hreinttrúuöu konu gátu þess réttilega, aö varla bæri þingmanni aö þakka þannig fyrir stórmannlegar gjafir. En í þessari sérkennilegu umræðu- dembu á Alþingi virtist mönn- um ekki vera Ijóst, að þaö sem Guörún Helgadóttir var aö segja var einungis, að þaö á ekkiað vera leyfilegt að eignast peninga. Liklega á rikiö aö koma meö peninga til fólksins fyrir viðurværi A.m.k. varö ekki mál hennar skiliö ööruvisi en svo að þaö væri mannorös- hnekkir aö eignast fjóra mill- jaröa. Núhafa kommúnistar löngum lagt sig eftir þvf að útmála ríki- dæmi einstakra tslendinga samkvæmt þeirri innfluttu kenningu, aö auövald sé til ills fyrst. Erfitt hefur veriö aö finna þetta auövald i landinu, enda er sannast mála aö tslendingar eru aöeins misjafnlega fátækir miö- aö viö einstaklinga I öörum löndum. Fjórir milljarðar í erföafé þættu engin tiöindi nema þá f riki Bokassa eöa f Senegal. En þaö er fátt sem ör- cigatungan finnur ekki, og þess vegna hvllir nú Sigurliöi Krist- jánsson i gröf sinni meö þann mannorðsbrest helstan aö hafa gefiö fjóra milljaröa til lista. Þar sem þessi þáttur málsins var ekki tekinn til meöferöar i umræöum um erföaféö á Al- þingi, kannski mest vegna þess aö mönnum var mikiö niöri fyrir, þykir rétt aö benda á þá staöreynd, aö kommúnistar telja til mannoröskemmda aö vinna fyrir sér. Þeir fjármunir, sem þarna koma til skipta hafa aö likindum þrefaldast aö krónutölu eftir aö Sigurliöi hætti viöskiptum, eða kannski þeir hafi tffaldast. Þaö væri út af fyrir sig vert aö reikna þaö út, ekki til aö sanna aö hann hafi veriö fátæklingur. heldur til aö sýna fram á, aö fjórir milljarö- ar i dag eru ekki miklir fjár- munir. Hvaö ætli gjöf Þórbergs Þóröarsonar væru margir tugir milijóna, eöa hundruö milljóna væri hún færö til nútiöarverö- gildis? Hann var þó ekki annað en fátækur rithöfundur, sem lifði m.a.s. fyrir tima Launa- sjóös. En þetta er auövitaö ekki mergurinn málsins, heldur hitt, að staöfest hefur veriö á Alþingi aö þaö er mannoröshnekkir aö eiga fjóra milljaröa og gefa þá. Þeir sem einhverju hafa auraö saman i fasteignum skulu þvi gæta þess i framtiöinni aö vera ekki aö gefa eftir sinn dag, vilji þeir losna viö vond eftirmæli ör- eigatungunnar. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.