Vísir - 05.11.1980, Blaðsíða 28

Vísir - 05.11.1980, Blaðsíða 28
vísn Miðvikudagur 5. nóvember 1980 síminner 86611 veöurspá dagsins Gert er ráö fyrir stormi á suöurdjUpi. Milli Færeyja og Hjaltlandser 1050 mb hæð sem þokast hægt norðaustur. Um 1200 km suðaustur i hafi er 985 mb lægö sem hreyfist norð- austurog fer að grynnast. Enn verður hlytt i veðri. Veður- horfur næsta sólarhring: Suöurland til Breiðafjarðar: Suðaustan og sunnan stinn- ingskaldi eöa allhvasst, viða dálítil rigning eða súld sið- degis og i kvöld fer vindur hægt að ganga niður. Vestfirðir: Sunnan og suð- austan kaldi.viða rigning. Strandir og Noröurland vestra og Norðurland eystra;Sunnan kaldi skýjað að mestu, Ur, komuli'tið. Austurland að Glettingi, Aust- firöir: Suðvestan og sunnan gola eða kaldi, léttskýjað. Suðausturland: Sunnan og suðaustan gola eða kaldi, dimmviðri. - veðrið hér oððar Veöriö hér og þar kl. 6 f morgun Akureyri léttskýjað 6, Bergen skýjað 1, Helsinki skýjað -r 2, Kaupmannahöfn skýjað 1, Osló léttskýjað 4, Reykjavilt alskýjað 8, Stokk- hólmur skýjað 2, Þórshöfnal- skýjað 6, Aþena heiðrikt 19, Berlin alskýjað h-2, Chicago skýjaö 11, Nuuksnjókoma -r3, Las Palmasskýjað 21, London súld 5, Luxemborgskýjaö +5, Malaga alskýjaö 16, Mallorka skýjað 14, Montrealskýjað 11, New York rigning 14, Paris skýjaö 0, Róm rigning 18, Vln úrkoma 19. Loki segir Sérfræðingur rikisútvarps- ins I erlendum málefnum lýsti þvl yfir I gærkvöldi, aö Carter myndi aö sjálfsögðu vinna I forsetakosningunum. Nú hefur hann verið burstaöur mjög rækilega. Þaö er munur að vera sérfræðingur! Fjör að færast í forsetakjöríð í ASÍ: Björn Þorhailsson fer líKa í slaginn Allar likureru nú taldar á þvl, að þriðji „kandidatinn” sé að bætast við til forsetakjörs I Al- þýðusambandi tsiands. Sá er Björn Þórhallsson, formaður Landssambands Isl. verslunar- manna. Á fundi, sem haldinn var i verkalýðsráði Sjálfstæðis- flokksins sl. föstudag kom fram tillaga um, að Björn yrði for- setaefni „þess hóps, sem Sjálf- stæöisflokkurinn telur sig vera meö á þinginu”, og var mikill hugurifundarmönnum aðbjóða fram á móti þeim Karvel og As- mundi. „Ef verður eftir þvi leitað og mér sýnist stuðningur tryggur, þá geri ég það sjálfsagt”, svar- aði Björn spurningu Visis um, hvort hann hygðist gefa kost á sér. „Það hefur verið minnst á þennan möguleika viö mig”, sagði Bjöm enn fremur, ,,og þá fyrst og fremst af sjálfstæðis- mönnum. En ég á ekki von á, að þetta verði ákveðið af örfáum mönnum. Mér finnst eðlilegt, að reynt verði að leita samkomu- lags um forystu og undirbúa þannig þingið sjálft, þar sem endanleg ákvörðun verður tek- in.” Hilmar Guðlaugsson, fram- kvæmdastjóri verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, sagði i við- tali við Visi, að trúlega yrði endanleg ákvörðun um stuðning við Bjöm tekin alveg á næstu dögum. „Við höfum rætt laus- lega við alþýðuflokksmennina, en höfum hvorki rætt viö al- þýðubandalagsmenn né fram- sóknarmenn. Ég býst við þvi, að það verði fundir fljótlega með þeim, og mun verkalýðsráð vega og meta niðurstöður þeirra viðræðna. Ákvörðunin ræöst svo i framhaldi af þvi”, sagði Hilm- ar. Þvi má bæta hér við, að skv. lögum Alþýðusambands Islands um forsetakjör, þarf viðkom- andi „kandídat” að fá helming greiddra atkvæða eða meir, til að hann teljist löglega kjörinn forseti sambandsins. -JSS Lestun á saltfiski um borð I Alafossi I morgun. Þaó er ai sem áður var að fjölda manns þurfti til að stafla saltfisknum I lestarnar. Nú er honum ekið um borð I vörubilum og þar tekur lyftari við sem staflar fisknum snyrtilega I lestina. Vlsismynd GVA stakk prjú meö hnífi- enginn í iífshættu Ung bandarisk kona varð fyrir hnifsstungum frá bandariskum eigin- manni sinum á Kefla- vikurflugvelli siðastliðið laugardagskvöld. Rétt fyrir miðnætti hafði eigin- maður konunnar komið inn i klúbb á Vellinum, þar sem hann sá konu sina á tali við annan mann. Eiginmaðurinn, sem annars er rólegur að eðlisfari, réðst að kon- unni og stakk hana mörgum stungum með hnifi, og veitti þeim, er var hjá konunni einnig áverka. Annar hermaður hlaut einnig áverka er hann hugðist stöðva verknað eiginmannsins, áður en hann var yfirbugaður. Konan' var flutt á Gjörgæslu- deild Borgarsjúkrahússins, þar sem gert var að meiðslum hennar, en i gærmorgun þótti fært að senda hana aftur á sjúkarhús á Keflavikurflugvelli, þar sem henni heilsast vel eftir atvikum. Eiginmaðurinn, sem var her- maður i sjóhernum, var fluttur i fangelsi á Vellinum, en hann mun að öllum likindum verða leiddur fyrirherréttvegna hins alvarlega brots. —AS Mikiar sviDtingar vlð formannskjör verkalýðsféiagsins á seifossl: ALÞÝBUBHNDAUGSMENN FELLDIR ÚR STJÖRNINNI Miklar sviptingar urðu á aðalfundi verkalýðsfélagsins á Selfossi, sem haldinn var nú á dögunum. Er gengið var til kosningar formanns, kom fram uppástunga um Þórð Sigurðsson á móti Hirti Hjartarsyni sem gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku. Við kosningar fóru leikar svo, að Þórður hlaut 44 atkvæði, en Hjörtur 11. ,,Er það mál manna að þarna hafi siðasta vigi Alþýðubandalagsins i stjórn félagsins fallið”, sagði viðmælandi Visis vegna þessara sviptinga. A fundinum lá fyrir að kjósa nýjan varaformann, þar sem þáverandi varaformaður, Dagný Jónsdóttir, verður er- lendis i eitt ár. Stjórn og trúnaðarmannaráð báru fram uppástungu um Ingibjörgu Sig- tryggsdóttur i embætti varafor- manns. Kosning formanns fór hinsvegar fram á undan kosningu varaformanns, og þegar ljóst varð, að Hjörtur hafði verið felldur, dró Ingibjörg sig til baka. Var þá stungið upp á Jóni Dagbjartssyni, og hann siálf- kjörinn varaformaður. Auk þessara tveggja eiga nú sæti i stjórn Geirmundur Finns- son, gjaldkeri, Hreinn Erlends- son ritari og Ragnhildur Ein- arsdóttir meðstjórnandi, en þau áttu öll sæti i siðustu stjórn. Þá voru á fundinum kjörnir fulltrúar á Alþýðusambands- þing. A siðasta þingi voru full- trúar Dagný Jónsdóttir, Sig- urðru Einarsson og Hreinn Er- lendsson. Nú voru þeir Sigurður og Hreinn aftur i kjöri og náði Hreinn endurkjöri, en Sigurður ekki. „Það virðist svo sem þeir er studdu fráfarandi formann hafi ekki allir stutt Sigurð, þótt þeir séu jábræður i pólitik”, sagði viðmælandi Visis, „Þvi Sigurður fékk ekki nema 8 atkvæði. Benti hann ennfremur á, að miklar pólitiskar sveiflur hafi orðið i stjórn félagsins á siðari árum. „Fyrir 5-6 árum var stjórnin áreiðanlega eingöngu skipuð alþýðubandalags- mönnum en nú er ekki vitað til að þeir eigi einn einasta mann i stjórn.” —JSS «

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.