Vísir - 06.11.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 06.11.1980, Blaðsíða 2
VÍSIR Fimmtudagur 6. nóvember 1980 Hvaða matur finnst þér bestur? Karvel Jónsson 2ja ára: „Matur”. Baldur Búi Höskuldsson 3ja ára: „Maturinn minn, fiskur og ýsa”. Katrin Bernhöft 2ja ára: „Kjöt, sultukjöt og fiskibollur”. Lilja Stefánsdóttir 3ja ára: „Mér finnst best brúnt kjöt og fiskur”. Stefán Skúlason 2ja ára: „Fiskur og ekkert meira” Þórhaiiur Gutlormsson, canfl. mag.: „Áhugi minn á máli hefur farið vaxandi með aldrinum „Ég þori ekki að slá þvi föstu, en mér finnst ég verða var við að málfari hafi hrakað. Mál unglinga er til dæmis að sumu leyti lakara en það var, eink- um framburðurinn. Það má lika vera að ég taki meira eftir þessu nú en áður þvi áhugi minn á máli hefur farið vaxandi með aldrinum”. Þetta sagði Þórhallur Guttormsson,cand. mag., i sam- tali viö blaöamann Visis i gær, en Þórhallur hefur aö undanförnu getið sér gott orð fyrir þætti sina um islenskt mál i útvarpinu. Þórhallur er fæddur 17. febrúar 1925 á Hallormsstaö, sonur hjón- anna Guttorms Pálssonar, skógarvarðar, og Sigriðar Guttormsdóttur frá Stöð i Stöðvarfirði. Hann er einn af niu systkinum, en eitt þeirra er nú látiö. Þórhallur gekk aldrei i barna- skóla ef frá er talinn hálfur mánuöursem hann stundaöi nám i farskóla. Hann gekk einn vetur i Laugaskóla, en fór siðan i Menntaskólann á Akureyri og lauk stúdentsprófi þaðan 1946. Leiðin lá svo i islensk fræði i Há- skólanum og þvi námi lauk Þór- hallur 1953 — hafði þá unnið aö kandidatsritgerð um tveggja ára skeið. „Fyrsta veturinn i' Háskólanum varö litið úr námi, enda var ég jafnframt við blaðamennsku á Alþýðublaðinu. Ég þýddi greinar um skemmtileg efni utan úr heimi en þetta var fast efni á fimmtu siöu blaösins ef ég man rétt. Ég vann um tima á Keflavikur- flugvelli eftir að ég lauk námi til þess að létta á skiddabagganum, sem hafði orðiö til á námsárun- um. Maöur var alltaf skitblankur meðan á námi stóð. Ég byrjaöi svo aö kenna á Selfossi 1954 og Þórhallur Guttormsson: „Blöðin ekki nógu vel skrifuö”. var þar i nokkur ár, en kenndi siöan viö Réttarholtsskólann i Reykjavik. Til Verslunarskólans réðst ég 1963 og hef verið þar siöan”. 1 þáttum sinum i útvarpinu hefur Þórhallur oft farið óvægn- um orðum um málnotkun is- lenskra blaðamanna. Hann var spuröur hvort þar væri að finna skýringuna á hrakandi málfari yfirleitt. (Mynd: BG) „Það er ekkert við blaðamenn að sakast ennþá og auðvitað alls ekki hvað varöar framburö. Hitt er svo annað mál, að blöðin eru ekki nógu vel skrifuð, og ég geri ráð fyrir þvi að i heild séu þau lakar skrifuð en áður”. Kona Þórhalls er Anna Þor- steinsdóttir og eiga þau tvo syni. Annar þeirra er við háskólanám en hinn er i menntaskóla. —P.M. Frú Vigdfs forseti Forsetlnn í kvenfélag Kvenfélagi Bessastaða- hrepps bættist góður liðs- auki á fundi i fyrrakvöld þegar frú Vigdis Finn- bogadóttir forseti tslands gekk I félagiö. Hún mun þó áöur hafa tekiö skýrt fram aö ckki yröi um það að ræöa aö hún tæki þar viö neinum trúnaöar- störfum. Annars fer eflaust aö hefjast áróður fyrir þvl aö sérfélög karla og kvenna veröi bönnuð meö lögum. Eftir sjónvarpsþáttinn' á þriöjudagskvöldiö hugsar maöur bara i félagslegu samhengi samfélagsins um heildarstefnumörkun fjölskyldupólitikurinnar. Ánægiuieg kvðldstund 1 útvarpsþætti Sigmars B. Haukssonar og Astu Ragnheiöar Jóhannes- dóttur kemur fram al- þýðuskáld sem stórgam- an er á aö hlýöa oft og tlö- um. Eitt kvöldiö fyrir skömmu kom ég þvf ekki viö aö hlusta á Vettvangs- þáttinn fyrr en scint og siðar meir. Þegar ég opna útvarpið þykist ég strax heyra að það sé alþýöu- skáldið sem ausi úr brunnum visku sinnar og skemmti ntér konunglega dágóöa stund enda fór maðurinn á kostum. Þcgar flutningurinn dróst á langinn fóru þó að renna á mig tvær grintur og er þulur kynnti næsta liö kotn i ljós að þetta haföi vcrið þáttur I kvöld- vöku og átti ckkcrt skylt viö Vettvanginn. Magnúsi neítaö um lóö Orð og eindir Þaö hlýtur að vera nöturlegt fyrir Magnús Kjartansson fyrrum ráö- herrá og einlægan sósial- ista aö uppgötva, aö borgarstjórn Reykjavik- ur gctur ekki séð af lóö undir ibúðarhús er Magnús hugöist láta sér- hanna og byggja meö til- liti til fötlunar sinnar. i grein Magnúsar i Morgunblaöinu i gær kemur fram aö umsókn hans frá þvi i vor um lóö hefur verið hafnaö, en hann megi svosem reyna að sækja um aftur á næsta ári. Seinlætiö i úrbótum i málefnum fatlaöra er öll- um flokkum til skantmar en er þaö ntisminni aö einn flokkur hafi galað öðrum flokkum hærra fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar unt að kapp yröi lagt á úrbætur ef hann næði völdum? Að gefnu Aldrei hefi ég kontiö i sundlaugina i Hafnar- firöi, en glöggur maður tjáöi mér að út i miðri laug hefði veriö sett upp skilti sem á væri letrað: REYKINGAR BANNAÐAR Herrokk gegn slma Iierstöövaandstæöing- ar fá óvænt heila siöu i Þjóðviljanum i gær og telst það oröið til tiöinda. 1 viðtali viö menn úr miö- nefnd samtaka þeirra ''kemur fram aö starfiö ntun meöal annars bein- ast að þvi aö halda fleiri rokksatnkomur og hcfur veriö kosin fimm manna nefnd til að sjá um rokkið. Miönefndarntenn eru óánægöir með úrslit skoðanakönnunar Dag- blaðsins um hermálið þar sem meirihluti reyndist á móti þvi að varnarliðið færi. Töldu nefndarmenn þctta ekki gefa rétta mynd þar sem margt ungt fólk sem andsnúið er hernum hafi ekki sima. Það er ekki furöa þótt þingmenn Alþýðubanda- lagsins séu linir i barátt- unni gegn hernum. Þeir hafa allir sima. Valur ræöur Degi, KEA og SIS Valsdagur biómstrar A Akureyri er veriö aö b.Vggja nýtt hús fyrir endurhæfingarstöö Sjálfsbjargar sem jafn- franit mun hýsa plast- verksmiöjuna sem Sjálfs- björg rekur. Fyrir á fé- lagið stóra og mikla hús- eign viö Hvannavelli þar sem starfsemin hefur far- ið fram til þessa. Nú er þaö til sölu og renna margir hýru auga til hússins, þar á meðal Hjálpræöisherinn og blaðið Dagur, sem gefiö er út af framsóknar- mönnum nyröra. Munu stjórnendur Dags hafa hug á að fá húsiö undir skrifstofur blaösins og koma þar einnig upp prentsmiöju. Dagur á fyrir nýlega blaðapressu sem Prent- verk Odds Björnssonar hefur séö um rekstur á jafnframt þvi að vinna btaðið. Missir POB stóran spón úr aski sinum ef af þvi verður að Dagur setji upp eigin prentsmiðju. Undrar marga hversu fjárhagsstaða Dags er sterk, en þó ber að taka tillit tiL þess að Vaiur Arnþórsson er formaöur blaðstjórnar og jafnframt kaupféiagsstjóri KEA og stjórnarformaöur SÍS. Slálfsagt að reyna — Ég vil kvænast dóttur þinni, sagöi ungi glaum- gosinn blanki viö banka- stjórann en bætti svo viö: — Eða áttu ekki annars dóttur? Sæmundur Guövinsson blaðamaöur skrifar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.