Vísir - 06.11.1980, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 6. nóvember 1980
vtsm
utgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri: Oavið Guðmundsson.
Ritstjórar:
ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram.
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig-
fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfl Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Kristln Þor-
steinsdóttlr, Páll Magnússon, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn
Gestsdóttlr. Blaðamaður á Akureyri: Glsll Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L.
Pálsson, Sigmundur O. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell
.ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Arl Elnarsson. útlitsteiknun: Gunnar
Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Slðumúli 14, slmi 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8,
slmar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, slmi 86611.
Askriftargjald er kr. 5.500.- á mánuöi innanlands og verö I lausasölu 300 krónur ein-
takiö. Vfsirer prentaöur I Blaöaprenti h.f. Slöumúla 14.
GðOlátlegur en litlaus
Ronald Reagan hefur veriö kosinn næsti forseti Bandarikjanna. Hann er fulltrúi hægri
aflanna i bandariskum stjórnmálum og viröist góölátlegur en litlaus á sjónvarps-
skerminum. Honum er ekki tekiö meö kostum og kynjum, en viö skulum vona aö hann
reynist farsæil forseti.
úrslit bandarisku forsetakosn-
inganna hafa komið mjög á
óvart. Menn undrast ekki aðeins
það mikla fylgi sem Ronald Rea-
gan nýtur meðal bandarísku
þjóðarinnar, heldur ekki síður
það mikla afhroð sem Jimmy
Carter bíður i þessum kosning-
um. Það er með ólíkindum að
maður sem gegnt hefur forseta-
embættinu í f jögur ár, skuli vera
jafn óvinsæll og raun ber vitni.
Það er löngu Ijóst, að Carter
hefur átt í vök að verjast. Hann
hefur ekki náð tökum á verð-
bólgu og atvinnuleysi og hann
hefur ekki öðlast þá reisn og
myndugleika, sem menn kref jast
af forseta Bandaríkjanna.
Imynd hans sem leiðtoga hefur
verið í lágmarki og áhrifin hafa
verið eftir því. Engu að síður
mátti búast við því, að sigur-
möguleikar hans væru meiri en
keppinautarins, þó ekki væri
nema vegna þess, að hann hefur
augljóst forskot eftir f jögur ár á
forsetastóli.
Ronald Reagan virtist auðveld
bráð og léttunninn. Hann er kom-
inn fast að sjötugu; hann hefur
fyrst og fremst höfðað til fylgis
yst til hægri, og reynsla hans á
þjóðmálasviðinu er afar tak-
mörkuð.
Skiljanlegt var að vinsæll leik-
ari nyti einhverrar hylli i Kali-
forniu, þar sem meira er lagt upp
úr f rægð og „stæl", svo notuð séu
nýjustu lýsingar, en ótrúlegt var
að slíkt dygði til vistar í Hvíta
húsinu.
Það var augljóst í því sjón-
varpseinvígi, sem íslendingar-
sáu á mánudagskvöldið, að Rea-
gan er góðlátlegur en litlaus
stjórnmálamaður, sem kann
klisjurnar utanbókar, en er ekki
beint álitlegur sem leiðtogi hins
frjálsa heims.
Flestir eru sammála um að
þekking hans á utanríkismálum,
ekki sist sem snýr að Evrópu, er
af skornum skammti, og margt
af því sem hann hefur tjáð sig
um í varnar- og utanríkismálum,
vekur lítinn fögnuð hjá banda-
mönnum Bandaríkjanna.
En ef mönnum þykir ekki mik-
ið til Reagans koma, þá er ekki úr
háum söðli að detta. Carter hef ur
litil afrek unnið.
Sannleikurinn er sá, að hvorug-
ur frambjóðendanna var prýdd-
ur þeim kostum, sem bandarískir
kjósendur eða aðrir ætlast til hjá
svo miklum áhrifamanni sem
forseti Bandaríkjanna er.
En hvað sem líður áliti manna
á þessum tveim mönnum og sigri
Reagans þá er hitt Ijóst, að í kosn-
ingunum vestra hef ur átt sér stað
veruleg hægri sveifla. út á við
virðist munurinn á flokkunum
tveim frekar vera blæbrigða-
munur en djúpstæður ágreining-
ur, en með hliðsjón af kosningu
Reagans og f ylgisaukníngu
íhaldssamra frambjóðenda að
öðru leyti, leikur þaðekki á tveim
tungum, að hægri öflin í banda-
riskum stjórnmálum hafa unnið
á. ( utanríkismálum má því búast
við harðari afstöðu og herskárri
viðbrögðum, og í innanríkismál-
um verða boðaðar skattalækkan-
ir og niðurskurður í ríkisútgjöld-
um.
Það verður vissulega fróðlegt
að fylgjast með f ramvindu mála,
þegar hinn nýi forseti tekur við.
Honum er ekki tekið með kostum
eða kynjum, enda fáir búnir að
venja sig við þá tilhugsun að at-
vinnuleikari frá Hollywood fari
að stjórna úr Hvíta húsinu. En
enginn skyldi dæma hann fyrir-
fram, og eitthvað hlýtur sá mað-
ur að hafa til brunns að bera,
sem bandaríska þjóðin velur sem
leiðtoga sinn.
Hvort sem okkur líkar betur
eða verr, þá skiptir það máli i
samfélagi þjóðanna, einnig hér
uppi á (slandi, hver situr í Hvíta
húsinu. Við skulum því vona að
Ronald Reagan reynist farsæll
forseti.
Ao byggla
eöa rffa?
I Þaö hefur veriö frtíölegt aö
| fylgjast meö umræöum um hiö
svokallaöa Flugleiöamál
undanfarnar vikur. Um þaö
■ ætla ég samt ekki aö skrifa
núna, þaö biöur betri tima,
| þegar unnt veröur aö ræöa um
■ þaö án þess aö eiga á hættu aö
vera kailaöur annaö hvort fas-
isti eöa kommúnisti fyrir þaö aö
_ segja meiningu sina. En ég
hygg aö fleirum en mér úr htípi
þeirra sem enn hafa trú á frjáls-
um atvinnurekstri hafi f þessum
umræöum öllum dottiö i hug hiö
gamla latneska máltæki aö
heimilisböl sé þyngra en tárum
I taki...
Rikisafskipti af at-
vinnurekstri.
Mig langar til aö bollaleggja
I dálitiö um eitt mikilsvert atriöi,
sem boriö hefur á góma í um-
I ræöum um rlkisaöstoö viö hiö
_ vængjaöa óskabarn Islendinga
þaö er rikisafskipti af atvinnu-
rekstri. Þvi hefur veriö haldiö
fram aö ákveönir aöilar stefndu
I aö þvl leynt og ljóst aö sölsa
| krógann undir rikiö og hefja hér
flugrekstur i Aerofiot-stil. Nú
I skal ég ekkert dæma um til-
■ hneigingar þessara tilnefndu
manna, en mér finnst holur tónn
iásökununum. Eg veit nefnilega
■ ekki betur en postular einka-
framtaks á Islandi hafi oft veriö
| reiöubúnir til þess aö láta rfkis-
_ valdiö gripa inn I atvinnu-
rekstur á vitlausasta hátt sem
til er: Taka viö fyrirtækjum
sem einkaframtakiö hefur ekki
getaö rekiö og láta skattgreiö-
I endur borga brúsann. Sem sagt:
Þegar þaö rekstrarform sem
þeir trúa á hefur ekki gengiö, þá
á hitt formiö, sem þeir eru á
móti, aö geta annast rekstur-
1 inn!
Nú hafa menn ekki viljaö
ganga svona langt I sambandi
viö Flugleiöir. Til þess eru enn
■ of miklir hagsmunir i húfi. 1
staö þess viröast þessir menn
ætlast til þess aö rikiö ábyrgist
L..........
úti loftiö skuldir og rekstur hins
stóra fyrirtækis og þaö er taliö
jaöra viö landráö og aö minnsta
kosti vera argasti kommúnismi
aö toga upplýsingar út úr fyrir-
tækinu um raunverulega stööu
þess i staö þess aö rjúka upp til
handa og fóta og gera allt sem
stjórnendur þess fara fram á.
Aldrei rikisrekstur?
Á þá rikiö aldrei aö stunda at-
vinnurekstur? Jú, þaö eru allir
Islenskir stjórnmálaflokkar
sammála um. Þar á ég ekki viö
þjónustu rikisins, heldur fram-
leiöslufyrirtæki. 1 okkar litla
þjóöfélagi hafa einstaklingar
ekki bolmagn til aö ráöast i fjár-
frekasta atvinnureksturinn.
Þótt llfsgæöum okkar sé mis-
skipt þá eru hér engir milljaröa-
kóngar, sem geta reist virkjanir
og álver, og þar aö auki er efna-
hagsstefna okkar þannig — og
hefur lengi veriö —aö fáum
dettur I hug aö leggja fjármagn
sitt i stór og stundum áhættu-
söm stórfyrirtæki. En rikis-
rekstur má ekki miöast viö þaö
aö þjóönýta tap einkareksturs-
ins, hann á aö miöast viö aö ýta
undir heilbrigöan atvinnu-
rekstur, hvort sem einstakl-
ingar eöa félög eiga i hlut.
Nú hefur ríkisvaldiö hin slöari
ár haft mikil afskipti af atvinnu-
rekstri, einkum út um lands-
byggöina. I gegnum pólitiskar
sjóösstjórnir hefur fjármagni
veriö veitt i hitt og þetta og I
raun hefur rikisvaldiö ákveöiö,
neöanmals
Magnús Bjarnfreðsson
segir:
,,Af hverju er ekki
unnt að nota fjármagn
rikisins til þess að
hieypa af stað frjálsum
og heilbrigðum at-
vinnurekstri i stað þess
að hirða rotnaðar
leifar?
Hvernig væri að
rikisvaldið tæki upp þá
stefnu að stofna ný at-
vinnufyrirtæki, sem
einstaklingum og fé-
iögum væri gefinn
kostur á að eignast, ef
vel gengur?
hvaöa atvinna er stunduö hvar i
gegnum skömmtunarstjóra
sina. Fari svo t.d. einhver Ut-
geröarkóngurinn á hausinn I
sinu byggöarlagi, svo gjörsam-
lega aö pólitikusamir geti ekki
lengur skammtaö honum
rekstrarfé, þá hiröir sjóöurinn
skip hans og skammtar næsta
manni ný lán og „fyrirgreiöslu”
þar til hann er búinn að spila
rassinn úr buxunum. Hiö sama
gildir i öörum atvinnugreinum
en útgerð. Þetta finnst mér
öfugþróun, þarna er veriö aö
drepa niöur löngun manna til
þess aö stunda atvinnurekstur
og þetta dregur llfskjörin niöur,
hvaö sem allir byggöapostular
segja.
Hvernig þá?
Af hverju er ekki hægt aö
byrja á hinum endanum? Af
hverju er ekki unnt að nota fjár-
magn rikisins til þess aö hleypa
af staö frjálsum og heilbrigðum
atvinnurekstri I staö þess aö
hiröa rotnaðar leifar? Hvernig
væri aö rlkisvaldiö tæki upp þá
stefnu aö stofna ný atvinnu-
fyrirtæki, sem einstaklingum og
félögum væri gefinn kostur á aö
eignast, ef vel gengur? Viö
skulum taka eitt dæmi, sem
gæti skýrt þetta ofboö lltiö
nánar.
Segjum nú svo, aö markaöur
opnaöist erlendis fyrir ákveöna
afurö, — viö skulum gefa okkur
lagmetisafurð, eöa niöursuöu og
innlendir framleiöendur væru
ekki viðbúnir af ýmsum |
ástæöum aö bregöast viö nýjum ■
viöhorfum. Þvl ekki aö setja á ■
stofn rikisverksmiöju, þar sem |
framlag rlkisins væri hlutafé og .
skylt væriaö hafa hlutabréfin til *
sölu á almennum markaöi. Auö- |
vitaö yröi aö tryggja þaö aö -
bréfin yröu ávallt seld á sann- I
viröi, svo rfkiö tapaöi ekki fé. Ef I
þaö kæmi svo i ljós. aö rekstur- .
inn væri vonlaus, yröi annaö I
hvort aö leggja verksmiöjuna I
niöur aö ákveönum tima liönum
eöa færá rikisframlagiö til I
hennar sem þróunaraðstoö til |
atvinnugreinar og/eða 1
byggöarlags, en þaö yröi ekki |
gert aö nátttrölli á fjárlögum. •
Meö þessu ynnist þaö.aö rikiö ■
gæti gerst brautryöjandi og |
ráöiö atvinnurekstri á mun .
raunhæfari hátt en nú er, og I
jafnframt stuölað aö framtaki ■
einstaklinganna. Hvort haldiö *
þiö aö hvetji fremur til bættra |
afkasta starfsmanna til dæmis
að vita það, aö ef fyrirtækiö ■
gengur vel, þá geti þeir eignast I
þaö á sanngjörnu veröi, eöa aö ' _
vita þaö, aö ef fyrirtækiö fer á I
hausinn rétt einu sinni, þá |
bjargi einhver sjóöurinn þvl :
bara aftur svo „flokkurinn” I
missi ekki öll atkvæöin i pláss- ■
inu?
Þannig mætti nýta fjármagn |
rikisins og þekkingu sérfræö- ■
inga þess á fjölmörgum sviöum 1
til þess aö byggja upp atvinnu I |
staö þess aö skammta hana og >
ráöskast meö hana. Eöa hvaö? I
Magnús Bjarnfreösson. |
.......J