Vísir - 06.11.1980, Blaðsíða 5
iraskar herþotur geröu I gær loftárásir á skriödrekasveit irana.
Hart barlst enn
við Persaflóann
irakar felldu i bardögum i gær
um 100 iranska hermenn og skutu
niður eina herþotu þeirra. Aðrir
herflokkar þeirra sprengdu upp
oliuleiðslur og eina örbyglju-
sendistöð.
iranskar herþotur gerðu loftár-
ásir á nokkur borgaraleg skot-
mörk i Suleimaniya-héraði i
norðurhluta landsins, samkvæmt
fréttum frá Bagdad, en voru
reknar á flótta af lugher iraks.
Var þá ein herþota Irans skotin
niöur.
transkar herþyrlur sprengdu i
loft upp loftskeytastöð á
Abadan-svæðinu, og sprengdu
upp oliuleiðslur, sem lágu frá
Qasr-E-Shirin i ýmsar áttir.
Herþotur Iraka geröu árásir á
skriödreka Irans norðvestur af
Mahabad og i Kúrdistan.
Khomeini æðitiprestur i iran,
hefur visað á bug sem fyrr til-
lögum Husseins forseta iraks um
að láta af bardögum. Sagði hann
ekki koma til mála, að friður yrði
saminn, meðan nokkur iraskur
hermaður væri á iranskri grund.
Reagan vill skera
niður Dáknið
- Carter kennir gíslamálinu um ðsigurinn
,,Eins og ég hef margsagt i
kosningabaráttunni vil ég draga
úr ráðningu nýrra starfsmanna i
stað þeirra, sem yfirgefa þjón-
ustu þess opinbera”, sagði Ron-
ald Reagan i gærkvöldi.
Sagðist hann mundu leggja
mikla áherslu á að stöðva út-
þenslu skrifstofubáknsins en um
leið hefjast handa við ráðstafanir
i efnahagslifinu, sem miðuðu aö
þvi að draga úr atvinnuleysi.
Reagan hefur boðað blaða-
mannafund i dag til þess að kynna
nefnd manna, sem hann hefur
skipaö sér til ráðuneytis við val á
mönnum til embætta i stjórn hans
og mörkun stjórnarstefnunnar. I
henni munu eiga sæti ráðherrar
úr stjórnum fyrri repúblikanafor-
seta og einn ihaldssamur demó-
krati.
,,Ég óttast ekki þau verkefni
sem framundan biða”, sagöi
Reagan, hylltur af flokkssystkin-
um sinum, þegar sigurinn lá .ljós
fyrir. „Við munum leysa þau i
sameiningu”.
Carter forseti hélt til sumar-
dvalarstaðar Bandarikjaforseta i
gær, þar sem hann hyggst hvila
sig eftir kosningabaráttuna, en
sagði áður við fréttamenn: „Ég
held ekki, að úrslitin spegli neina
persónulega óánægju i minn garö.
Menn einfaldlega örvæntu vegna
óleystra vandamála”.
Vildi Carter kenna ósigri sinum
gislamálinu, oliuverðhækkunum
og verðbólgunni.
Ósigurinn er sá hraklegasti
sem nokkur forseti, leitandi
endurkjörs, hefur beðið. Slikur
varð yfirburðasigur Reagans, að
leita verður hliöstæöu aftur til
1966 þegar flokksbróðir hans,
Barry Goldwater galt afhroð fyrir
Lyndon Johnson, — þaö var raun-
ar i stuðningi sinum við Gold-
water, sem Reagan vakti fyrir al-
vöru á sér athygli I stjórnmálum.
Reagan vill skera niður bákniö.
Lokalölurnap í I
kosningunum i
Þessar voru siðustu tölur, þegar lokið var talningu 98% kjördeilda |
i bandarisku forsetakosningunum:
Atkvæði Kjörmenn
Carter 34,4 millj. 41% 49
Reagan 42,7 millj. 51% 483
Anderson 5,5millj. 7% 0
Þá var ólokið talningu i Arkansas, en Reagan hafði þar forystu og >
S var liklegri til að fá þá 6 kjörmenn.
i kosningunni til öldungadeildarinnar höfðu þingsætin skipst (
I þannig. Demókrat. Repúbl. Óháöir
J Nýja skiptingin 46 53 1
» Gamla I
I skiptingin 58 41 1
I Unnu repúblikanar 12 þingsæti og komust loks i meirihlutaað- I
I stöðu i öldungadeildinni eftir 26 ár.
I 1 fulltrúadeildinni skiptust þingsætin þannig: I
Demókrat. Repúblikanar
I Nýja skiptingin 243 192 I
I Gamla skiptingin 276 159 j
Unnu repúblikanar 33 ný þingsæti. I
I kosningum til rikisstjóraembætta stokkaðist skiptingin upp. I
I Hafa demókratar nú 27 rikisstjóra i stað 31 og repúblikanar 23 i staö j
I 19. I
I___________________________________________________________________I
Carrington væntir
góðs af
Carrington lávarður, utanrikis-
ráöherra Bretlands, sagði i sjón-
varpsviðtali i morgun, að breska
stjórnin þættist þess viss, að Rea-
gan mundi hafa raunsæ áhrif á
heimsmálin.
Kvaöst iávarðurinn viss um, að
sigur Reagans mundi ekki valda
Reagan
Bretlandi eða Evrópu neinum
sérstökum vandræðum. Kvaöst
hann ekki sjá fyrir sér nýtt vig-
búnaðarkapphlaup, né heldur
taldi hann Reagan liklegan til að
magna spennu i sambúð austurs
og vesturs.
MlnnísvarOi
Sovésk yfirvöld hafa fyrir-
skipaö gerö á feiknamiklum
minnisvaröa á þeim staö, þar
sem ein af orrustum sföari heim-
styrjaldar var háö, en i henni tók
einmitt Brezhnev forseti þátt.
Veröur þetta geysistór breiö-
mynd viö Malaya Zemlya, sem er
á noröausturströnd Svarta hafs-
ins, þar sem sovéskir hermenn
hrundu tilraun Þjóöverja til land-
göngu 1943.
Þvottabírnír
Tveir risa-þvottabirnir voru
sendir flugleiöis frá Kina tii
V-Berlinar i gær, en þeir eru gjöf
Hua formanns til Helmut Sch-
midts kanslara.
Þcirra nýja heimili veröur i
dýragaröinum I V-Berlin. Heitir
annar Bao-Baao en hinn Tian-
Tian.
Þaö eru aöeins til tlu aörir
þvottabirnir í dýragöröuin utan
Ktna.
Waldheim óskar
Reagan heílla
Kurt Waldheim, framkvæmda-
stjóri Sameinuöu þjoöanna, var
meöal þeirra. sem i gær sendu
Ronald Reagan heillaóskaskeyti
vegna kosningasigursins. — 1
skeytinu kvaöst Waldheim hlakka
til áframhalds ágæts samstarfs
milli stofnunarinnar og Banda-
rfkjanna.Kvaöst hann sannfæröur
um.að Bandarlkin og Sameinuöu
þjóöirnar mundu halda áfram
samvinnu sinni til aö skapa betri
og friösælli heim.
Dóttírin ætlar líka
í pólitíkina
Maureen Reagan, elsta dóttir
hins nýkjörna forseta. tilkynnti I
gærkvöldi, aöhún ihugaöi aösnúa
sér aö stjórnmálum. Sagöi hún,
aö til greina kæmi, aöhún byöi sig
fram I kosningum til öldunga-
deildarinnar, þeg'ár, Sam Haya-
kawa, þingmaöur repúblikana i
Kaliforniu, drcgur sig I hlé eftir
tvö ár.
Nlxon fær ekki
emhætti I stjórn
Reagans
Richard Ntxon, fyrrum forseti,
fær ekki embætti I stjórn Ronalds
Reagans, þegar hinn siöarnefndi
flytur I Hvita húsiö, eftir þvf sem
einn samstarfsmanna Reagans
sagöi i gær.
Nixon, sem býr f New York,
sagöi nýlega i viötali, aö hann
mundi gjarnan taka aö sér aö
vera ráögjafi eöa samninga-
maöur fyrir Reaganstjórnina. —
„Ég mun vera til reiöu til ráöu-
neytis eöa aöstoöar,” sagöi
Nixon.
Ragan ráöfæröi sig viö Nixon I
kosningabaráttunni um ýmis
utanrlkismál, þar sem Nixon býr
yfir mikilli reynslu.