Vísir - 06.11.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 06.11.1980, Blaðsíða 12
n VÍSIR Fimmtudagur 6. nóvember 1980 HVAÐ KOSTAR SÚRMJðLK 1 LÍTRI Tannhirðing til varöveislu lannanna: Þriðjungur allra barna parfnast tannréttinga gkr. 380,- nýkr. 3.80 „Það sem fólki sést einatt yfir er að tenn- urnar eru ein liffæra- heild (organum dentale) — eitt tannsett — og ef ein tönn er skökk, er hugsanlegt að hún hafi áhrif á allt þetta liffæri i heild”, sagði ólafur Björgúlfsson tann- læknir, og sérmenntaður i tannréttingum i viðtali við Visi, ,,allt starf tann- lækna miðast við að við- halda þessu liffæri”. Okkur virðist þaö vera oröiö nokkuö almennt aö börn þurfa aö leita til tannréttingasérfræöinga, og veltum þvi fyrir okkur hverjar væru orsakimar. Orsakanna er hugsanlega aö leita í breytingum á lifnaöarháttum fólks, og þá til dæmis meö iönbyltingunni marg- umræddu. Meö breytingu á fæöu- vali er sagt aö fólk hafi hætt aö nota tennurnar á sama hátt og áöur. Kjálkastæröir fóru minnk- andi, þrengsli mynduöust og fór aöbera á síauknum tannskekkju- myndunum. Sllk þrengsli tann- anna þekkjast varla á meðal frumstæðari þjóöa. Tannskekkjur eru mjög al- gengar hérlendis og má geta nærri aö um þaö bil þriðjungur allra barna þarfnist tannréttinga. Sælgætisát og sóða- skapur „Alltof stór hluti tannskekkja stafar af sóöaskap og sælgætis- áti”, sagöi Ólafur Björgúlfsson, „vegna óhóflegs sælgætisáts, skemmast tennurnar og ef fjar- lægja þarf eina tönn, getur mynd- ast tannskekkja, líffæraheildin riðlast. Þaö er okkur tannlæknum mikill þyrnir, i augum aö staö- setningsælgætisi verslunum er of áberandi, sem er mikil freisting Flugtíminn a john á enská^^^ . 2- hlrfkíæddfn'r' Plötudómar Myndfr úr mannslíkamanum fólk á hæsta blaðsölustad Áskriftarsímar 82300-82303 fyrir börn og foreldrar láta alloft undan þrýstingi barna sinna i verslunarferöum. Skipulagðar tannlækningar barna- og unglinga eru mikils- veröur þáttur i baráttunni við tannsjúkdóma, eins og berlega hefur komiö i ljós hjá skólatann- lækningum Reykjavikurborgar. Veröur aö teljast til vansa aö Reykjavik er eina bæjarfélagiö á landinu sem heldur uppi regluleg- um skólatannlækningum. Þegar minnst er á tannverndarmál er einnig skylt að geta frumkvæöis Tannlæknafélags Islands. Tann- læknafélagiögeröi þaö aö skilyröi Þess vlrði að reyna: vatn og epli fyrir mat Drekkiö eitt vatnsglas og borðiö eitt epn tyrir hverja maltíö, segir bandariski næringasér- fræðingurinn Neil Solomon. Fyrir þá sem vilja léttast um 2—3 kiló á mánuöi, án mikilla fyrirhafnar eöa óþæginda, mælir sér- fræöingurinn meö þessari aöferö. Vatniö og epliö hafa seöjandi áhrif og draga úr matarlyst ykkar — og þiö boröiö aöeins helming af þvi sem þiö eruö vön. í ELDHÖSINU Epiakaka með rúgbrauði 250 gr. rifiö rúgbrauö 25 gr. smjörlíki 25 gr púðursykur 1/2 kg epli (eöa 150 gr þurrkuö epli) 2 1/2 dl rjómi 1 msk gott aldinmauk Smjörlikiöer brættá pönnu, sykri og brauöi blandaö saman viö og hrært i, uns af þvi kemur bökunarlykt. Eplin eru þvegin, en ekki flysjuö, fræhúsin tekin úr og eplin skorin ibita, soðini mauk og púöursykri bætt i eftir smekk. Brauðblanda og epli eru sett i lögum í skál, þrýst vel saman, og gott er aö láta ofurlitiö af aldin- mauki á milli laga. Þá er skálin skreytt meö þeyttum rjóma og brauöblöndu stráö yfir. Lesandi hringdí: Hakkað lamba kjðt f ofni 1 pund hakkaö iambakjöt 1 pund saltkjötsfars (frá Goöa) örlitiö salt, pipar 2 egg 1 bolli haframjöl 1 bolli mjóik Hrært vel og sett i eldfast mót. Mikið af kúmenosti sett yfir og nokkrar baconsneiöar (má sleppa). Siöan bakaö i ofni víö 180 hita i 1 klukkustund. Meö þessu má bera fram kar- töflusalat. „Stundum breyti ég til og hef soðnar kartöflur og cock- tail-sósu meö”, sagöi Hulda Einarsdóttir sem býr i Kjósinni. Hún hringdi og gaf okkur þessa uppskrift, sem hún sagöi aö væri feykivinsælhjá sinu heimilisfólki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.