Vísir - 06.11.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 06.11.1980, Blaðsíða 18
i8 VÍSIR Fimmtudagur 6. nóvember 1980 ffttfgl ■ ■■ .;■:■• Slöngugleypirinn Lizwi Caieni gleypir lifandisnáka á götum úti I Jóhannesarborg Bordar lifandi eiturslöngur ,,Ég borða aðeins slöngur sem hafa særst eða reynt að bita mig. Meðal bestu vina minna eru slöngur sem mér dytti aldrei i hugað borða”, — segir Lizwi Caleni i Jóhannesarborg, sem vinnur fyrir sér á þann geðslega hátt að borða eitraða snáka og slöngur. Lizwi, sem er 26 ára gamall hefur stundaö þessa iöju frá þvi hann var 12 ára. Hann hefur veriö bitinn svo oft, aö hann segist vera oröinn ónæmur fyrir eitrinu. „Stærsta slangan sem ég hef boröaö var þriggja feta löng. Hún haföi bitiö mig i handlegginn og þá varö ég óskaplega reiöur. Hún var á bragöiö eins og fiskur”, — sagöi Lizwi i samtali við blaða- mann nýveriö/ en sá lýsti þvi fjálglega i blaði sinu hvernig Lizwi sporðrenndi lifandi slöngunum á götum úti i Jóhann- esarborg, vegfarendum til mik- illar skelfingar. Slær nýtt met — með hverjum deginum sem hann lifir 1 dag, fjórum árum eftir aö hafa orðiö fyrir geislavirkni, sem er átján þiisund sinnum meiri en hættumörk teljast, bætir Harold McCluskey viö nýjum kapitula i sögu læknavisindanna, meö hverjum deginum sem hann dregur andann. „Hann slær nýtt met með hverjum deginum sem hann lifir. Við höfum engin dæmi um að slikt geti átt sér stað,” — segir Dr. Bryce Breitenstein sem annast hefur rannsókn á Harold frá þvi hann varö fyrir geisluninni. Þaö var i ágúst árið 1976 aö McCluskey varö ein af ráögátum læknavisindanna. Sprenging varð I kjarnorkustööini i Washing- ton-fylki þar sem hann starfaði og samkvæmt öllum lögmálum heföi McCluskey átt aö deyja drottni sinum á stundinni. „Þeir segja að þaö sé krafta- verkað ég lifi”, — segir þessi 68 gamli „atómkarl”, sem nú lifir kyrrlátu eftirlaunalifi með konu sinni Ellu. — „Sársaukinn var hræðilegur i fyrstu en nú finn ég ekkert fyrir þessu, þó mér sé sagt, aö enn sem magniö i mér 400 sinnum meira en taliö er öruggt fyrir einstakl- ing. Fyrstu tvær vikurnar eftir sprenginguna var ég blindur og ég óttaöist það mest að fá ekki sjónina aftur. Læknarnir óttuöust hins vegar meira um lif mitt.” En öllum til furðu hélt McCluskey lifi og eftir aðeins sex mánuöi var hann útskrifaður af spitalanum og hefur siöan veriö ein af ráögátum læknavisind- anna. Sigmar leiddi þá í sann- leikann um frönsku rauðvínin Sælkeraklubbur Visis kom saman siðastliöinn laugardagseftir- miödag INaustinu og dreypti á frönskum rauövinum undir öruggri ieiösögn hins kunna útvarpsmanns, Sigmars B. Haukssonar. Þetta var fyrsta samkoma klúbbsins og þótti takast meö ágætum. Nú eru um 30 manns skráöir I sælkeraklúbbinn og aö sögn Sig- mars er ýmislegt á döfinni fyrir félaga. Menn drcyptu fagmannlega á vininu, læröu heiti og spjölluöu um hinar margbreytilegu bragötegundir sem fransmönnum hefur tekist aö gera I rauövinunum sinum. Meöal gesta klúbbsins aö þessu sinni voru menn úr franska sendiráöinu og nokkrir nemendur þjónaskólans. Þvi má bæta hér viö aö um næstu helgi, heldur sælkerakblúbbur- inn til London þar sem hann mun kynna sér ýmislegt markvert f mat og drykk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.