Vísir - 26.11.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 26.11.1980, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 26. nóvember 1980. SælgætlsiOna&urlnn: undirbúningur fullum gangi Tveir danskir markaðsráðgjaf- ar eru nú staddir hér á landi i tengslum við það átak i' sælgætis- iðnaði sem mörg islensk sæl- gætisfyrirtæki huga að, vegna hinna breyttu markaðsaðstæðna. „Viðhöfum verið þessa viku að heimsækja ýmis fyrirtæki og ljúkum þvi sem eftir er á morgun” sagði Ingjaldur Hanni- balsson iðnaðarverkfræðingur, er Visir náöi tali af honum i Súkku- laðiverksmiðjunni Lindu hf. á Akureyri. „Við erum hér með tveimur dönskum markaðsráðgjöfum sem hafa kynnt sér aðstæður og munu siðan koma meðtillögur varðandi sælgætis- og kexiðnaðinn” sagði Ingjaldur. Tillögur þessar eru væntan- legar innan skamms. — AS Fiskirækiarmenn skora á sliðrnvöld: Gætið hags- muna íslendinga „A fundi sem haldinn var í Félagi áhugamanna um fisk- rækt,” segir i fréttatilkynningu frá félaginu, „var samþykkt einröma ályktun svohljóðandi: Fundur haldinn i Félagi áhugamanna um fiskrækt, fimmtudaginn 16. þ.m. skorar á stjórnvöld að gæta hagsmuna Islenskra laxræktarmanna gagn- vart laxveiði i sjó við Færeyjar, Grænland og Jan Mayen sem aukist hefur mikið undanfarið.” VÍSIR ■ I I I I I I I I I „Fyrsta kæran i málinu heíur ® verið send til Rannsóknarlög- | reglu rikisins”, sagði Gisli is- ■ leifsson lögfræðingur hjá Verð- " lagsstofnun rikisins i samtali | við Visi, vegna þeirra ráðstaf- ■ ana sem gripið hefur verið til af ■ völdum ákvörðunar fjölda bak- | arameistara, um að selja visi- - tölubrauðin svokölluðu á hærra I verði en verðlagsákvæði heim- Vfsitölubrauðin svonefndu erunú seldar dýrar en verölagsyfirvöld hafa heimilaö. Brauðstríðið:. Fyrsta kæran send til ramsóknarlðgreglunnar ila. Eins og kunnugt er hækkuðu mörg bakari verð visitölubrauð- anna i gær, meir en þeim hafði verið heimilað i verðlagsákvæð- um. Rök þeirra fyrir þessari hækkun voru að þrátt fyrir þá hækkun sem heimiluð hefði ver- ið af opinberum aðilum, töpuðu bakararáhverju visitölubrauði. „Farið var i nokkur bakari i Reykjavik i dag og þau reyndust mörg selja visitölubrauðin sum eða öll á of háu verði. Það er þó ljóstaðbakaribæði i Reykjavik og úti á landi hafa mörg hver ekki viljað selja brauðin á of háu verði og brjóta þannig lög, heldur biða átekta og hugsa sinn gang,” sagði Gisli lsleifsson. —AS ■ I I I I I I I I I I I I I I I I Aoreiningsefni um íslenska konu endaði með morði Islensk kona varð ágreinings- efni tveggja erlendra farmanna, sem endaði með morði á öðrum þeirra. Atburður þessi átti sér stað undan strönd Nýfundnalands, en 23 ára gömu islensk kona hafði farið um borð i eitt leiguskipa Hafskips Gustav Behrmann, er það var statt i Reykjavikurhöfn, og leynst i' skipinu þar til skömmu áður en atburður þessi átti sér stað, 31. október siðast liöinn. Nokkurt ónæði hafði verið af veru konunnar á skipinu og portúgalskur háseti, 50 ára aö aldri kvartaði um það viö 1. vélstjóra, 31 árs gamlan Vestur- Þjóðverja. Hinn siðarnefndi tók umkvörtunarefninu illaog endaöi rifrildið meö þvi að vélstjórinn þreif til riffils og skaut 7—8 skot- um i hásetann. Skipinu var þegar snúiö til St. John á Nýfundnalandi, vélstjórinn settur i varðhald og Islenska konan fór þar af skipinu. Nú munu v-þýskir rannsóknar- lögreglumenn vera komnir til St. Johns, en áður höfðu þeir komið hingað til lands, og unniö að rannsókn málsins hér, með aðstoð Rannsóknarlögreglu rikis- ins. Að sögn Hallvaröar Einvarðs- sonar rannsóknarlögreglustjóra, þótti ekki rétt að skýra frá máli þessu, fyrr en tildrög þess væru fullrannsökuð, og þýsku rannsóknarlögreglumennirnir hefðu lokið við athuganir sinar hér. — AS verour tekin upp opinber áfengísmálastefna? „Draga verður úr heildar- neyslunni” segir Árni Gunnarsson aibingismaður ,,Það má ekki dragast lengur að mótuð verði opinber stefna í áfengis- málum þar sem áfengisvandamálið er orðið eitt mesta böl sem við eigum við að stríða í heilbrigðismálum og það verður að kanna all- ar leiðir til að draga úr heildarneyslu áfengis,” sagði Árni Gunnarsson alþingismaður i samtali við Vísi. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um mörkun opin- berrar stefnu i áfengismálum og er Arni fyrsti flutningsmaður. Arni Gunnarsson benti á að ekki væri nóg að draga úr áfengisneyslunni heldur væri hitt ekki slður mikilvægt að stórauka fræöslu um þáhættusem ofneysla hefur I för með sér. Nauðsynlegt væri aö svipta áfengið þeim dýrðarljóma sem það væri oft og tiöum sveipað og ætti sinn þátt i aö unglingar byrjuðu að drekka. „Rikið telur sig stórgræða á innflutningi og sölu áfengis, en leggur samt litið af mörkum til að draga úr þeim skaða sem fylg- ir ofdrykkju. Ætli rikiöleggi fram nema um tvö prómill af ágóðan- um i þessu skyni meðan Banda- rikjamenn leggja fram átta af hundraði. Astandið hérlendis er ekki orðið eins slæmt og viða ann- ars staðar, til dæmis er taliö að helmingur útgjalda Frakka til heilbrigðismála fari i að fást viö heilsutjón af völdum áfengis- drykkju. En vandinn fer vaxandi hér og það er ekki eftir neinu aö biða hvað varðar gagn- t aðgerðir,” sagði Arni Gunnars- , son. t þingsályktunartillögunni er gert ráö fyrir að markmið áfengismálastefnu sé ekki hægt að setja hærra en halda i lágmarki þeim vandamálum sem af áfengisneyslu leiða. Annars | vegar þyrfi að koma til auknar aögeröir til að fást við vandamál sem hafa þegar skapast og þar sé meðferðarkeðja langstærsta verkefniö. Ennfremur skipulögð fræösla i skólum og fjölmiðlum svo og stuöningur við áhuga- mannasamtök. Hins vegar þurfi að efla fyrir- byggjandi aögerðir meðal annars með þvi að stýra áfengisneyslu meö verðlagningu og takmörkun- um á dreifingu. — SG Arni Gunnarsson alþingisma&ur. Fróðlegt, skemmtilegt og spennándi lesefni fyrir konur og karla, unga sem aldna. Kaupum Líf, lesum Líf, geymum Líf. Áskriftarsímar 82300 og 82302 Til tiskubliðnni Líf. Armúla 18. potthöll 1193 Rvik Oska eftir askrift Nafn _______------------------------------ Heimilisfang Nafnnr. ______

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.