Vísir - 26.11.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 26.11.1980, Blaðsíða 6
6 Miövikudagur 26. nóvember 1980 VÍSIR iKenny Burns\ \ l leikbann ! I Kenny Burns hjá Nottingham | J Forest og W.B.A.-leikmaöurinn . I Alistair Robertson voru dæmdir I | i þriggja leikja keppnisbann i I • gærkvöldi. #JOHN RICHARDS... átti góö- an ieik. Olfarnir sýndu kiærnar - unnu stórsigur 4:1 yfír Liverpool „Rauöi herinn” frá Liver- pool fékk heldur betur skell á Molineux I gærkvöldi, þar sem Úlfarnir sýndu klærnar og unnu stórsigur 4:1. Þetta er stæsta tap hjá Liverpool i f jög- ur ár, eöa frá þvi aö félagiö tapaöi 1:5 fyrir Aston Villa. Melvin Eves skoraöi fyrst fyrir úlfana, en Phil Neal jafnaöi 1:1 32 sek. fyrir leik- hlé. úlfarnir geröu siöan út um leikinn — þá skoruöu þeir John Richards og Normann Bell, sem geröu varnarmönn- um Liverpool lifiö leitt og gamla Liverpool-kempan Emlyn Hughes gulltryggöi sigurinn meö glæsilegu marki. Úrslit I ensku knattspyrn- unni í gærkvöldi — urön- 1. DEILD Wolves-Lwerpool........4:1 W.B.A.-Stoke...........0:0 2. DEILD Bolton-NottsC..........3:0 Philip Wilson (2) og Brian Kidd skoruöu mörk Bolton. Fram mætir FH Framarar mæta FH-ingum I 1. deildarkeppninni I hand- knattleik I Laugardalshöllinni I kvöld kl.20. fí isfirðingar j fá öflugan ! liðsstyrk I Mikill hugur er I knattspyrnu- mönnum á isafiröi — þeir hafa Iráöiö Magnús Jónatansson, I fyrrum þjáifara KR, til aö þjálfa 2. deildarlið sitt. I Þá bendir allt til, aö tsfiröing- iarnir Jóhann Torfason, Jón ^Oddsson, örnólfur Oddsson og |Hreiðar Sigtryggsson gangi að .nýju til liös viö isfirðinga og leinnig KR-ingurinn Sverrir | Herbertsson. Þetta kom fram i .Vestfirska fréttablaöinu. Þaö þarf ekki að efa, að þessir jleikinenn veröi mikill liösstyrk- |ur fyrir ísafjarðarliðið. - sem er óstððvandi”. Iseglr Asa Harttord, lelkmaður Everton Ipswich hefur nú öflugu liöi á aö skipa og er þaö talið eitt skemmtilegasta liðiö i ensku knattspyrnunni — leikur beitta sóknarknattspyrnu. Englending- ar velta nú fyrir sér — hverjir geta stöövaö hinn „hlaupandi hest” frá Ipswich. Ipswich hefur undanfarin ár, I ávallt verið á meðal toppliða Englands. Það hefur oftast byrj- að mjög illa, en náð sér siðan á strik og verið óstöðvandi. I ár hef- ur félagið fengið óskabyrjun — leikið mjög vel og unnið mjög góða sigra. Ipswich lagði Evrópu- meistara Nottingham Forest siðast að velli — 2:1 á City Ground | i Nottingham. — „Heldur þessi sigurganga I Ipswich áfram?” spyr Kenny Dalglish, hinn frábæri leikmaður | Liverpool, og hann segir: — „Ég dáist að baráttu- og sig- I urgleði leikmanna Ipswich. Þeir mæta til leiks með þvi hugarfari I að gefast ekki upp fyrr en i fulla |hnefana — og aðeins eitt kemst I upp i hug þeirra — nú er komið að TRAUSTI HARALDSSON Trausti er farinn til Stuttgart Trausti Haraldsson, landsliös- I maöur úr knattspyrnu hjá Fram, hélt aftur til V-Þýskalands i morgun, þar sem hann mun æfa hjá 2. deildarliöinu SV Stuttgart Kickers. Willy Reinke. umboös- maöurinn kunni, haföi samband j viö Trausta og baö hann aö koma Itil Stuttgart. SV Stuttart Kickers I er eitt af efstu liöunum . I 2. deildarkeppninni — Suöurdeild. — SOS. okkur að hampa Englandsmeist- aratitlinum. Þessi hugsunarhátt- ur hrifur mig — og ég tel, að hann sé besta vegarnestið i hinni hörðu baráttu, sem framundan er”, sagði Dalglish. Sterk liðsheild Ipswich hefur mjög sterka liðs- heild — sem er blönduð ensku, skosku og hollensku blóði. Þeir leikmenn, sem eru i enska lands- liðshópnum. eru varnarmennirnir sterku Mick Mills, Russel Osman, Terry Butcher og sóknarleik- mennirnir Paul Mariner og Eric Gates. Skotarnir i liðinu — eru George Burney, bakvörður, John Wark, miðvallarspilari, og sókn- arleikmaðurinn Alan Brasil. Frá Hollandi koma þeir Frans Thijs- sen og Arnold Muhren. Þá hefur Ipswich mjög sterkan markvörð, sem Paul Cooper er, en hann hefur varið mjög vel að undanförnu — og það hefur ekki litið að segja, þegar keppt er að Englandsmeistaratitlinum, að hafa góðan markvörð. Fljúgandi Hollending- arnir Þeir Frans Thijssen og Arnold Muhren — miðvallarspilararnir sterku frá Hollandi, hafa gert mjög góðahluti á Portman Road. Þeir vinna mjög vel saman og það er óhætt að segja, að Bobby Rob- son hafi gert hrein reyfarakaup; þegar hann keypti þá frá FC Twente fyrir aöeins 350þús. pund. — „Ipswich-Iiöiö er vel blandaö af reyndum leikmönnum og ung- um og Hollendirnarnir hafa falliö vel inn I vel skipulagöan leik liös- ins. Þaö er mjög góö samvinna á milli varnarleikmanna og sókn- arleikmanna og þaögerir Ipswich samkeppnishæft viö Liverpool”, sagði Dennis Tueart hjá Man- chester City. — „Nú er spurningin, hvaö Ips- wich gerir, þegar vetur kóngur kemur I garö. Liverpool hefur undanfarin ár sýnt styrk sinn — þegar vellirnir veröa erfiöir og þungir. Hefur Ipswich þann styrk? spyr Tueart. Flóðbylgja Asa Hartford, miðvallarspilar- inn sterki hjá Everton, hefur trú á þvi að Liverpool verði Englands- meistari, en hann segir: — „Ips- wich er um þessar mundir eins og sterk flóöbylgja. Hollendingarnir i hafa haft mjög góö áhrif á leik liðsins — meö komu þeirra, breyttist ieikskipulag. Nú byrj- uöu leikmenn liösins aö byggja upp sóknarloturnar — frá aftasta manni”, sagði Hartford. Það er Bobby Robson, fram- kvæmdastjóri Ipswich, sem hefur unnið ötullega að uppbyggingu liösins þau 11 ár, sem hann hefur verið viö stjórnina á Portman Road. Robson hefur ekki tekið þátt í „skrípaleiknum” með kaup og sölur á leikmönnum fyrir svimandi háar upphæðir. Hann hefur byggt lið sitt upp á leik- mönnum, sem hafa alist upp hjá Ipswich. Það var 1976, sem hann keypti síðast leikmann frá ensku liöi — Paul Marinar á 200 þús. pund frá Plymouth. — Viö gerum allt til aö tryggja Ipswich Englandsmeistaratitilinn — þannig getum viö best þakkaö okkartryggu stuöningsmönnum á Portman Road hinn mikla stuön- ing, sem þeir hafa veitt okkur, segja leikmenn Ipswich. — SOS UMSJÓN: Kjartan L. Pálsson og Sigmundur ó. Steinarsson er ems og öflug flóðbylgja

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.