Vísir - 26.11.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 26.11.1980, Blaðsíða 18
18 VÍSIR MiOvikudagur 26. nóvember 1980. L Siðasta verk Steve McQueen: Bjargaði þriggja ára stúlku úr fátækra- hverfi í Chicago 1 meira en tuttugu ár var Steve McQueen I hópi viOurkenndustu ieikara heimsins og á þessum árum lék hann i tuttugu og sex myndum sem flestar eru taldar fyrir ofan meOallag hvaO gæOi snertir. Reyndar var þaö oröiö svo, aö nafn hans eitt var næg trygging fyrir þvi, aö myndin var þess viröi aD sjá hana. Hann var þvi aO vonum mörgum kvik- myndaunnandanum harmdauöi er hann lést Ur krabbameini nti fyrir skömmu. En auk þess, sem hans veröur minnst fyrir kvikmyndirnar, mótorhjóladelluna og konurnar i lifi hans, munu þúsundir afvega- leiddra unglinga minnast hans fyrir þaö starf sem hann innti af hendi I þeirra þágu. Og litil 3ja •ára stúlka, Karen Wilson, mun sjálfsagt heiöra minningu hans svo lengi sem hún lifir. Skömmu fyrir dauöa sinn ættleiddi Steve þessa litlu stúlku og bjargaöi henni úr fátækrahverfum Chicagoborgar, þar sem hún bjó meö móöur sinni sem var aö deyja úr krabbameini. A meöan McQueen sjálfur lá fyrir dauöanum vegna sama sjúkdóms, var gengiö frá ættleiöingarpappirum og litla stúlkan flutti á biigarö hans i Santa Paula i Kaliforniu. Fundum þeirra Steve og Karen bar saman er hann vann aö gerö siöustu kvikmyndar sinnar „The Hunter”. Eitt atriöi myndarinnar var tekiö i hinni niöurniddu ibúöarblokk þar sem mæögurnar bjuggu. Steve rakst á Karen I stigaganginum og spuröi hana hvort hún vildi vera meö i mynd- inni. — „Okkur vantar einmitt svona litla stelpu I þetta atriöi”, — sagöi hann. Karen varö himinlifandi og þegar Steve spuröi hana hvaö hún ætlaöi aö gera viö peningana svaraöi hún: — „Gefa mömmu þá, hún er á spitala meö krabbamein”. Steve fór þegar á spitalann og talaöi viö móöur stúlkunnar og gengiö var frá ættleiöingunni þannigaö Karen litla þarf ekki aö kviöa fátækt þótt Steve sé nú fall- inn frá. En meö lifi sinu hefur Steve einnig blásiö von I brjóst afbrota- unglinga og sannaö fyrir þeim aö yfirsjónir á unglingsárunum þurfa ekki endilega aö þýöa eilifa fordæmingu. A unglingsárum sin- um var Steve eins og þeir. Hann var sendur á uppeldisstofnun i Chino i Kaliforniu og á þeirri stofnun tókst honum að beina lifi sinu inn á farsæla braut. Um þetta sagöi hann eitt sinn: — „Ef ég heföi ekki lent á þessari stofn- un hefði ég ef til vill endaö I lifs- tiöar fangelsi.” Steve sannaöi hug sinn i verki og veitti miklu fé til þessarar Neile Adams Steve þótti takast einna best upp Ihlutverki lögreglumannsins I „Builitt” frá árinu 1969. Hiö tiu minútna langa atriði meöbiiaeltingaleiknum er eitt af sigildum atriöum kvikmyndasögunnar og menn áttu erfitt meö aötrúa, aöSteve satsjálfur undir stýri ailan timann. Ali McGraw. Barbara Minty. HRISTINGUR GÁFUR Það hetur stunduð viljað loða við Ijóshærðar fegurðardisir, að þær reiði ekki gáfurnar i þverpok- um, hvernig svo sem á þvi stendur. Lydia Cornell, sem er ein nyjasta kynbomban i bandariska kvik- myndaiðnaðinum, vonast til að áhorfendur dæmi sig ekki sem eina slika og þess vegna heldur hún þvi mjög á lofti, að hun hafi háskólapróf í tveimur greinum og tali reiprennandi, auk ensku, bæði spönsku og rússnesku.... Séra Bragi Friöriksson, frú Ingveldur Hjaltested og ivar Guömundsson konsúll fengu Freisisbjölluna aö gjöf frá borgarst jóra Philadelphiu. Norræn hátíd f Fíladelfíu Norrænu þjöðræknisfélögin i Philadelphia efna árlega til hátiðahalds i sambandi við dag, sem helgaður er minningu Leifs Eirikssonar. Að þessu sinni kom það i hlut Félags íslendinga að veita þessum hátiðahöldum for- stöðu. Bauð félagið gestum að hein an til að taka þátt i hátiðinni og fóru þau Ingveldur Hjaltested, söngkona, og séra Bragi Friðriksson, prófastur, vestur i þessu skyni. Hátiöin hófst viö minnismerki Þorfinns karlsefnis, sem stendur á bökkum Schuylkillárinnar. Heiöursgestir voru þann dag sendiherrahjón Islands I Banda- rikjunum, Hans G. Anderson og frú. Flutti sendiherrann ræöu viö þetta tækifæri. Vikingaskipi var róiö upp ána og sátu norrænir menn undir árum, þeirra á meöal ein kona. Lúðrasveit lögreglunn- ar lék þjóðsöngva íslands og Bandarikjanna. Samdægurs, þann 9. október, fór fram samsæti aö kvöldi.sóttu það rúmlega eitt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.