Vísir - 26.11.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 26.11.1980, Blaðsíða 4
Suður-Flórída: Þetta atriði er ekki leikið, heldur náði ljósmyndari á filmu er maður nokkur réðist á konu sem var að koma út úr bil slnum. Hann reyndi aðná veski konunnar en var þá bitinn I hendina. Maöurinn flúði. Menn geta átt von á þvi aö verða stöövaðir úti á götu af lögreglunni, ef þeir'.eru á einhvern hátt „grunsamlegir” I útliti. STYRJOLD a gotunum ÞEGAR KVðLDA TEKUR „Hjálpið til i baráttunni við glæpi! — Kaupið byssur!”, auglýsa vopnaverslanir. Lincoln Sav- ings bankinn býður nýjum viðskiptavinum ekki brauðristar til að laða þá að heldur vasa-sprautu- brúsa með ólyf jan til að sprauta á þjófa og nauðg- ara. Doberman lögregluhundar, einhverjir grimmustu varðhundar i heimi, spranga um gólf á æ fleiri heimilum. Hjá þjófabjöllu-, lása- og rimlasölum er jóla-,,bissnes” allt árið. Allt eru þetta merki um glæpaölduna, sem nú geysar i suðurhluta Flórida i Banda- ^jj^junum. Á landsmælikvarða hefur glæpum fjölgað i Banda- ríkjunum jafnt og þétt. A fyrstu sex mánuöum ársins 1979 fjölg- aði alvarlegum glæpum (morð- um, ránum, nauðgunum og þjófnuðum) um 9 af hundraði, en um tiu af hundraði á fyrri helmingi ársins i ár. I Suöur-Flórida eru viöhorfin þó önnur. 1 Miami fjölgaði glæp- um um 21% á fyrra helmingi þessa árs miðað við sama tima i íyrra. Morðum fjölgaði um 70%,. voru 134 allt árið i fyrra, en það sem af er þessu ári hafa verið framin rúmlega tvö hundruð morö! Lögreglustjórinn i Miami Beach, Alex Daoud, sagði við fréttamenn: „Það er háð alger styrjöld á götunum okkar að nóttu til”. Það er ekki aöeins öryggi al- mennings sem er i hættu fyrir Miami-búa, heldur orðstirinn sem vetrarparadis fyrir ferða- menn. I fyrra voru tekjur af ferðamönnum 16 milljarðar dollara, eða um 9 billjarðar króna (9.000.000.000.000 kr.), og frá Englandi einu saman er bú- ist við 200.000 ferðamönnum i ár. Finnist ferðamönnum þeir ekki vera öruggir með sig i Fló- rida, er hætt við að þeir beini viðskiptum sinum i aðrar áttir i framtiöinni. Eða eins og enska blaðið Daily Express sagöi nýlega: „Ferðamannaparadls Flórida erorðin aö alheims morö-höfuð- borg. Yfirvöld gefa gamalkunnar skýringar á ástandinu: Fátækt, kúbanskir flóttamenn, mikið blandaðir ibúar (45% hvitir menn, 17% svertingjar og 38% spænskumælandi menn)', og skortur á löggæslumönnum. Margir Flóridabúar hafa þvi tekiö lögin i sinar hendur — eða hjálpa lögreglunni, eins og það heitir. Verslunarmenn i mið- borg Miami borga 150$ á mán- uði til aö fá vernd. Einkennis- klæddir verðir, vopnaðir byss- um og kylfum gæta verslana þeirra. Þá er almenningur að her- væðast og á fyrstu niu mánuð- um þessa árs seldust meira en 40 þúsund skammbyssur i Mi- ami og nágrenni. „Flestir viðskiptavinanna eru eins og móðir þin”, sagði einn byssusalinn. „Þetta er venju- legt, hversdagslegt fólk sem langar til að lifa lengur”. Þá eru sumir byssusalanna með námskeið sem kennir hvernig á að verja sig meö byssu. Þriggja klukkustunda námskeið fyrir 15 þúsund krón- ur. „Ég er hér til að kenna ykkur að drepa”, segir Steve Tomlin við nemendur sina. „Gerið allt- af ráð fyrir að þjófurinn eða nauögarinn sé vopnaður. En skjóttu samt aldrei neinn i garöinum þinum, biddu þar til hann kemur inn I húsið”. A þessu ári hafa 32 menn ver- ið skotnir, grunaðir um aö vera ,glæpamenn. Þegar fjórtán ára gamall drengur, grunaður um að vera þjófur, var skotinn til bana, sagði móðir hans: „Ég láti ekki þeim sem skaut son minn. Hefði einhver komið óboðinn inn i' húsið mitt hefði ég svo sannarlega skotið hann.” Almenn hervæðing getur varla talist heppileg, þó svo margir laganna verðir hvetji al- menning eindregið til að vera vopnaðan. Ofbeldi kallar á of- beldi og þar sem byssueign er orðin svo almenn neyðast „heiðarlegir” innbrotsþjófar hreinlega til að vera vopnaðir eins og nýtisku beitiskip til að geta varið hendur sinar! Það eru ekki allir svona her- skáir. Stór hópur Suð- ur-Flóridabúa hefur myndað samtök sem berjast gegn glæp- um á friðsamlegan hátt. Sjái einhver félaginn til glæpa- manns, hringir hann strax i lög- regluna og i tvofélaga sina, sem þegar koma á vettvang. Þeir fylgjast svo meö glæpamannin- um og skrá hjá sér athafnir hans (svo frámarlega sem ekki er um likamlegt ofbeldi að ræða) þar til lögreglan kemur. Þannig geta þeir borið vitni fyrir rétti. Að sögn lögreglunnar hefur þessi aðferö borið góöan árangur. ! Og bræður munu berjast Þrlr menn særðust l skotbar- I daga inilli lögreglu og þjóðvarð- I liða í San Sebastian I gær. I Vitnisögðu, aö skothrlðin hefði I hafist þegar þjóövaröliöi, fullur I grunsemda, nálgaöist óein- I kcnnisklædda lögreglumenn við j ráðhús borgarinnar. Þeir voru I greinilega aö gæta einhvers I manns og báru ekki kennsl á I þjóövaröliöann og hófu skothríö. I Þegar þjóövarðliðarnir og lög- í reglumennirnir höföu áttaö slg á j þvl á hvern þeir voru aö skjóta, | lögöu þeir aö sjálfsögöu niöur vopn. En þá lágu i blóöi sinu cinn | þjóövaröliöi, einn lögreglumaöur, { og kona, sem átti leiö um torgiö. Nærliggjandi bilar rúöur og hús- veggir var meira og minna j sundurskotiö. ! Georoe Rall dðlnn | George Raft, sem varö frægur j fyrir leik sinn í ótal glæpamvnd- L______________________________ um, lést f fyrrinótt, 84 ára gamall. Raft lék í meira en hundraö kvikmyndum um ævina — oftast glæpamyndum. Meöal mynda, scm Raft lék I, voru „Ég stal milljón”, „Casino Royale” (James Bond), „The Patsy”, og „Maöurinn meö öriö” (Al Capone). A ferli sinum vann Raft sér inn tiu milljónir dollara (fimm og hálfan milljarö króna), en eyddi peníngunum jafnharöan viö grænu borðin i spilatiunum. George Raft haföi i nokkurn tima þjáöst af lungnaþembu og var fluttur á sjúkrahús fyrir hálf- um mánuöi. Þaö er þó ekki alveg Ijóst hvaö var hanamein Rafts. Sprenola sprakk I Röm Sprengja sprakk i fyrrinótt fyr- irutan skrifstofubyggingu IRóm. 1 þessari byggingu voru til húsa „Vináttufélag Bandarikjanna og ttallu”, svissneskt úrafyrirtæki og Uberisk feröaskrifstofa. Sprengjubrot særöu einn starfs- mann úrafyrirtækisins lftillega og miklar skemmdir uröu á bygg- ingunni. Enginn hefur lýst ábyrgðinni af tilræðinu á hendur sér. Pakislanir fá slórlán Alþjóöa gjaldeyrissjóöurinn hcfur ákveöiö aö veita Pakistön- um 940 milljaröa króna lán, og er þetta mesta lán sem sjóöurinn hefur veitt þróunarrlki. Lániö er veitt til þriggja ára. Pakistanir hafa oröiö illa úti vegna orkukreppunnar og hækk- ana á matvælum, og verulegur halli hefur veriö á rikisbúskapn- um og vöruskiptajöfnuöur óhag- stæöur. Dýrasia myndin alveo hroðaleo Frumsýningu á dýrustu kvik- mynd sögunnar hefur veriö frest- aö vegna hræöilegra ummæla gagnrýnenda. MyndinkostaN um tuttugu milijaröa I vinnslu. Nafn myndarinnar er ,,Heav- ens gate”, eöa Gullna hliöiö (I lauslegri þýöingu). Þetta er vestri meö Kris Kristofferson I aöalhlutverki, en alls koma þúsundir manna fram i myndinni. Einn ga gnrýna ndinn kallaöi Gullna hliöiö „A hverfandi hveli vestranna”. Leikstjóri og höfundur handrits Gullna hliösins er Michael Cim- ino, sem fékk óskarsverðlaun I fyrra fyrir leikstjórn sfna á Hjartarbananum. GuIIna hliöiö fjallar um rekstur nautgripa I Wyoming fylki um siöustu alda- mót og er sýningartíminn þrfr tlmar og þrjátfu og niu minútur. Cimino baö f fyrradag fram- leiöandann um frestun á frum- sýningunni þar til hann heföi iag- fært nokkur atriði. Vincent Camby, gagnrýnandi „New York Times” haföi þetta um Gullna hliöiö aö segja: „Hún minnir á skip sem sekkur beint niöur á hafsbotn eftir sjósetning- una”. „Kristofferson og myndin 1 heiid minna á skip sem sekkur viö sjó- setninguna.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.