Vísir - 26.11.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 26.11.1980, Blaðsíða 16
TIL SVR 2647-0870 skrifar. Mig langar að koma á framfæri þökkum til starfsmanna strætis- vagna Reykjavlkur vegna atviks sem henti son minn á dögunum. Hann haföi tekiö strætisvagn úr Laugarneshverfi og niöur á Hlemm, en þegarhann kom út úr vagninum þar uppgötvaði hann aö hann hafbi greitt í vagninn meö 5 þúsund króna seðli sem hann haföi krumpaö saman I hendi sér áöur. Vonbrigöi hans voru glfurleg enda kom hann snöktandi heim á eftir og uröu viðbrögð min þau aö hafa samband viö SVR. Þar var erindi minu mjög vel tekiö og tveimur dögum siöar fékk dreng- urinn peningana sina aftur og gleöi hans var mikil. Ég vil endi- lega þakka starfsfólkinu fyrir aö- stoðina, þaö á einnig aö geta þess sem vel er gert. Fá 16 ára unglingar afgreiöslu I verslunum ATVR? Ein mesta ábyrgðin sem við berum er gagnvart eldra fókinu okkar sem við skuldum allt, og þá sérstaklega börnunum okkar sem munu erfa allt eftir okkur. Þá fer ekki á milli mála að eldra fólkið og annað fólk sem má sin ekki mikiis á að vera okkar heiöurs- borgarar. En börnin okkar á aö undirbúa á mjög ákveöinn hátt,ef okkur á að takast að leysa þessi verkefni eins og okkur ber þá verbum viö aö vera duglegri og útsjónarsamari en viö höfum ver- iðognýta alla möguleika, sem viö höfum. Sjálfsbjargarviðleitni þjóöar- innar byggist mest á hvermg nun undirbýr börn sin til að taka við hlutverki sinu sem ábyrgir og fullveöja Islendingar. Hér er þroski og hæfni foreldra, heilbrigöi fjölskyldunnar og þá ekki sist hlutverk skólanna þaö sem framtið barnsins byggist á. Mér er annt að segja aö án nánari tengsla þjóöarinnar við fortlð sina er ekki um heilbrigða nútiö eöa framtiö að ræða. Er við likjum tilveru okkar við lifandi tré þá er fortiðin rótin, viö i nútiöinni erum stofninn, og greinamar, laufin og ávextirnir eru framtiöin sem teygir sig upp I sólargeislann sem er vonin. Bréfritari vill aö Víðishúsið veröitekiö undir rekstur Útvarpsins. Fá unglingar af- greiðslu í Rikinu Reið og undrandi hús- móðir hringdi: „Ég legg ekki I vana minn aö hlaupa með kvartanir i blöö en i þetta sinn get ég ekki orða bund- ist. Ástæöan er sú, aö dóttir min, sem er I6ára gömul fær, að þvi er viröist fyrirhafnarlaust af- greiöslu.iRikinu. Hún er á fyrsta ári i menntaskóla og ég veit að margir bekkjarfélagar hennar fá afgreiöslu. Til skamms tima hef- ur ein bekkjarsystirin annast þessi innkaup en fyrir siðasta ÞflKKIR skólaball gat hún ekki komið þvi við. Dóttir min kom þá til okkar hjónanna og bað okkur um aö fara fyrir sig, en við neituðum þvi. Hún ákvað þess vegna að fara sjálf og kom heim sigri hrós- andi og sagðist hafa fengið af- greiðslu, — og ég veit að hún segir ekki ósatt. Ég hringdi i afgreiðsluna og sagbi þeim frá þessu en sá sem varð fyrir svörum sagði að þetta gæti ekki staðist. Stelpan lygi þvi, að hún hefði sjálf fengið af- greiöslu og einhver hlyti að hafa keypt fyrir hana vinið. Ég hins vegar veit, aðhún segir satt. Þess vegna spyr ég: Er ekkert eftirlit með þvi, hvort fólk undir lögaldri fær afgreiðslu i Rikinu? uðum þá er þetta einmilt sjóður- inn sem íslendingum er mest virði. Þetta eru einnig þau auðæfi sem hvað mesta nærgætni og vörslu þarf við. Enginn lifandi maður skyldi halda að tslendingum muni takast að varðveita þennan mesta sjóð sinn án fyrirhafnar eða jafnvel átaka og jafnvel sársaukalaust. Á ofanverðri forsendu ætti allt þjtíðlifið að byggjast, ekki hvað sist á, hvernig við hlúum að fólki okkar, hvernig einstaklingar fá að njóta sin I þágu sjálfs sin og þjóðarinnar. Við megum ekki fara lengra út á þá braut en við erum komin að drepa kjarkinn i framtakssömum einstaklingum. Við verðum að hörfa aftur i þess- um efnum og létta byrðina sem þeir fáu íslendingar sem i raun skapa verðmæti bera. Við verðum að undirbúa islenska einstaklinga og þjóðina alla við þrýstingi utanfrá og hafa ákveðna afstöðu i þessu sem fer ekki á milli mála. Framtiðin verður ekki átakalaus né sársaukalaus.... Gunnar J. skrifar. Nú stendur yfir hin árlega um- ræða og togstreita um byggingu Útvarpshússins, en þetta virðist hafa orðiö árvisst „skemmti- atriöi” hjá háttsettum embættis- mönnum þjtíöfélagsins. Grunnur Útvarpshússins i Kringlumýrinni stendur auður eins og peningakassar rikisvaids- ins, og fer vel á þvi. Hvaða ástæða er til að fara út i' rándýra bygg- ingu á þeim tima sem engir pen- ingar eru til fyrir henni, það vita allir hvaö slikt myndi kosta. Þaö yrði seilst beint i vasa skattborgaranna sem viija allt annað en nýtt Útvarpshús eins og málum er komið i dag, og sér- staklega þegar þess er gætt að rikið á húseign eina mikla sem myndi rúma starfsemi útvarps- ins. Ég á þar við Viðishúsið svokali- aöa sem stendur autt eins og þaö hefur gert undanfarin ár að mestu. Þetta er geysistór bygging á mörgum hæðum, og það er sannað mál að þar myndi starfs- semi Útvarpsins rúmast með góðu móti. Eins og allir vita þarfnast þessi bygging viögeröa upp á nokkra milljarða, en þegar þvi væri lokið væri starfsemi hvaða stofnunar sem er fullsæmd af, og þá ekki hvaö si'st útvarpsins sem er fjár- vana fyrirtæki. „Menntasnobbið” I landinu ætti að fá sér eitthvað annað þarfara til aö hafa fyrir stafni i skamm- deginu en að finna leiðir til að eyöa peningum sem ekki eru til. Mér er sama þótt þessir menn hafi háa titla, þeir eru að ráðskast með mina peninga og annarra i þjóðfélaginu og eiga aö gera það eins og menn með fullu viti en ekki eins og einhverjir fávitar sem hugsa einungis um að byggja sjálfum sér minnisvarða. Hringíð í síma 86611 milli kl. 2-4 eða skrifið til lesenda- siðunnar HÖLDUM MARKMIB- Í „FOCUS UTVMPIB FAl VHISHOSIB Kalli skrifar. Þjóðir heims meta gjarnan afkomumöguleika sina i þvi hvaða náttúruauðæfi þær hafa. Við Islendingar erum rikir á þessu sviði nægt landrými hi^eint loft, mikil orka, gnægð matar og hreint vatn. Þetta er mikill auður sem getur tryggt Islendingum glæsilega framtið ef rétt er á mál- um haldið og annað er i lagi. En enginn lifandi maður skyldi halda að íslendingar fái að halda þessu án fyrirhafnar og jafnvel átaka. Það eru grenjandi útlend- ingar við þröskuld ykkar, Islend- ingar... Þau auðæfi sem menn nefna gjarnan i umræðum um þjóðar- afkomu eru þau ómetanlegu auðæfi sem felast i fólkinu sjálfu, ekki aðeins fjölda þess, heldur sérstaklega eiginleikum fólksins sem byggir landið. Af öllum öðrum auðæfum ólöst- Hvað gerir HSÍ? Gunnarsson Gunnar skrifar. Ein fyrirspurn tii Handknatt- ieikssambands Islands. Hvað hyggst stjórn HSI gera nú þegar allt er komið i loft á milli landsliðsþjálfarans i handknatt- leik og leikmanna Vikings sem eru uppistaðan i landsliðinu?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.