Vísir - 26.11.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 26.11.1980, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 26. nóvember 1980. 11 VÍSIR fiéttaauki UA ELDISSTÖÐVARNAR LAX FYRIR FÆREYIN6A? Sigurjdn Valdi- m arsson skrifar auðvitað ekki hrifnir, þvi þessi fiskur kostar okkur peninga áð- ur en hann fer i sjóinn. Laxinn okkar fer til Færeyja á veturna og nú ætla Færeyingar að veiða hann allan í vetur úr sjó norðan við eyjarnar, segja Islenskir laxveiði- og lax- ræktarmenn. tslendingar vita ekkert hvert þeirra lax fer, segja Færeying- ar, þvi þeir merkja ekki laxinn og það er ekki okkur að kenna ef minnkar laxagengd I islenskum ám. Samþykktir og saga Aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga, sem haldinn var nýlega „mótmælir harðlega sjávarveiði á laxi við Færeyjar. Skorar fundurinn á Alþingi og rikisstjórn að bregðast hart við og mótmæla veiðum þessum og beita öllum tiltækum ráðum til að stöðva þær.” Hvers vegna? Islenskir lax- veiðimenn telja að laxinn úr is- lenskum ám fari suður til Fær- eyja á veturna og það er einmitt á veturna, sem Færeyingar veiða lax i sjó við eyjarnar. Veiðin hefst hjá þeim 1. nóvember og stendur til vors. Arin ’72-’78 veiddu þeir 20-40 tonn á ári. Vertiðina ’78-’79 fór veiðin upp I 50 tonn og ’79-’80 varð stór kippur upp á við, þá veiddust því sem næst 500 tonn. A yfirstandandi vertið hefur svo verið úthlutað veiðileyfum til 40 báta frá Færeyjum og sex danskra. Veiðikvóti hvers báts er 25-35 lestir. Þannig getur veiði á yfirstandandi vertið orð- ið um 1400 lestir, ef allir bátarn- ir fylla kvótann sinn. Svona mikla veiði óttast islenskir stangaveiðifélagar og mótmæla harðlega. Færeyingar hafa lika sitt að segja um málið. I færeyska „Dagblaðið” sáum við grein um það og hún fylgir hér stolin og stytt: Föroyingar fiska ikki islendskan laks Islendingar eru óánægðir með laxveiði Færeyinga norðan við Færeyjar. Það er islenska Stangveiðifélagið, sem hefur kvartað. Islendingar segjast vera m jög óánægðir með færeysku lax- veiðina. Þeir segja hana minnka laxinn I islensku ánum. Einnig segjast þeir telja Fiski- rannsóknarstovuna meta rangt hversu mikið sé af laxinum. Dagblaðið spurði Jákup Sverra Joensen fiskifræðing hvort islenska kvörtunin byggi á rökum. „Færeyingar eru næstum ein- ir um að merkja lax á úthöfum, til að afla upplýsinga um ferðir hans. Eina frávikið er að nokk- uð af laxi var merkt i hafinu við Grænland, en það voru Fær- eyingar, sem stóðu fyrir þvi. Þvi er sama hvar merkti laxinn er veiddur, merkin verða send Fiskirannsóknarstofunni. Aðeins tveir þeirra laxa, sem merktir voru norðan við Fær- eyjar, voru veiddir á Islandi. Þetta bendir til að mjög litið af laxinum, sem er norðan við Færeyjar, gangi i islenskar ár” J.S. Joensen telur þvi að is- lenska kvörtunin sé ekki á rök- um reist. íslendingar merkja ekki Vegna þess að Islendingar merkja ekki lax, vita þeir ekki hvar hann ferðast. „Ég tel, að vegna þess hvað litið af færeyska laxinum kemur fram á Islandi, fari islenski lax- inn ekki viða. Hann heldur sig vafalaust I höfunum við Island. Hins vegar fer laxinn, sem merktur er við Færeyjar, viða. Fiskirannsóknarstovan hefur fengið merki send frá Græn- landi, Skotlandi, Noregi og allt frá Rússlandi. Að sjálfsögðu hafa einnig komið merki frá Is- landi, en svo litið, að Færeying- ar eiga ekki sök á að laxinn minnkar i Islenskum ám,” seg- ir Jákup Sverri Joensen að lok- um.” Þrir merktir fiskar Vi'sir sneri sér til Þórs Guð- jónssonar veiðimálastjóra og leitaði álits hans. Hann sagði að það væri rangt að íslendingar merki ekki lax. Hins vegar hefðu aðeins þrir fiskar merktir á Islandi komið fram i Færeyj- um, tveir i sjónum og einn hefði veiðst þar i vatni. „En við get- um ekki dregið neinar viðtækar ályktanir af þessum endur- m Þór Guðjónsson veiðimálastjóri heimtum, sem eru i Færeyjum, meðan að þeir veiddu aðeins brot af þvi sem þeir veiða nú. Ef þeir veiða nú eins og horfir, er það um 10% af allri laxveiði við Norður-Atlantshafið og meira en veiðin er við Græn- land, þar sem veiða má 1181 tonn á þessu ári.” Þór var spurður hvaða likur bendi til að laxinn úr islenskum ám veiðist við Færeyjar á vetr- um. „Við getum ekki fullyrt neitt i þessu, vegna þess að við höfum ekki nægar upplýsingar. Við höfum ekki annað en merkingar að styðjast við og við merkjum tiltölulega litið. En meðan Fær- eyingar veiddu miklu minna en þeir gera núna, fengu þeir þó merki frá okkur. Það er ekki nægilegt til að hægt sé að telja sannað að islenski laxinn gangi til Færeyja i nokkrum mæli. Það sem váfalaust vakir fyrir stangaveiðimönnunum, og auð- vitað geta fleiri látið sér detta það i hug, að fyrst að lax frá okkur fer þessar slóðir, þá geti þeir hæglega verið fleiri en þessir fáu merktu. 1 þvi felst ábending, en ekki rök. Fordæmdar veiðar Við getum átt von á að tölu- verður hluti af okkar laxi fari á þessar slóðir. Nú ætla Fær- eyingar að auka sina veiði úr 20-40 tonnum upp i' alit að 1400 tonn. Okkar laxastofnar eru ekki stórir, svo það munar um allt hjá okkur. Við verðum lika að hugleiða að hér hefur verið mikil laxarækt og miklum fjár- munum varið til að auka laxa- gengdina og aukningin hefur verið um 80% á sfðustu 10 árum, fyrirokkar ræktun. Hér er verið að byggja nýjar eldisstöðvar og ráðgert er að fara i hafbeit i stórum stil og þá getur töluvert mikið af fiski lent þarna hjá Færeyingum. Af þvi erum við Þessi veiði i úthafinu er nokk- uð sérstök. Danir hafa sérstak- lega staðið i þvi og nú Fær- eyingar i vaxandi mæli. Veiðar þessara þjóða, sem leggja nær ekkert til, eru fordæmdar af öll- um, sem ala upp lax. Það er þá skiljanlegt að við látum þetta ekki liða framhjá okkur án þess að nefna það,” sagði Þór Guðjónsson veiði- málastjóri að lokum. SV r Jákup Sverri Joonson, fiskifrpðingur: Fproyingar fiska |ikki íslendskan laks Leygarkvoldið hoyrdu vit I útvarpinum, j at íslendingar vóru misnogdir við for- oysku laksaveiðuna norðan fyri Foroy- ar. Tað var íslendska sllaveiðufelagið, sum hevði kært sína neyð. I lslendingar siga seg vera I sera ónogdar við foroysku f laksaveiðuna. Teir siga, at hon minkar um laksin á íslendsku votnunum. Teir siga eisini, at teir meta Fiskirannsóknarstovnuna | at fara skeiva í metingum I sínum um, hvussu nógvur laksur er. Dagblaðið hevur vent sœr til Jákup Sverra Joen- sen, fiskifreðing, og spurt hann, um islendska kæran hevur nakað at byggja á. I — Foroyingr eru næst- I an teir einastu, ið merkja lSLENDINGAR I laks úti á víðum havi fyri MERKJA IKKI I at finna fram til, hvussu Av tí at íslendingar ikki f hann ferðast. Einasta merkja nakran laks, vita undantak er, at nakað av teir ikki, hvagar hann fer. laksi varð merkt í gron- — Eg meti, at av tí at lendskum sjógvi, men tað so lítiö av foroyska laksin- I vóru foroyingar, sum um er fingið í Islandi, l stóðu fyri hesum. ferðast islendski laksurin So hvort sum merkti ikki so víða. Hann heldur laksurin verður fiskaður, verða merkini send til Fiskirannsóknarstovuna. Bert tveir av teim laksun- um. sum merktir eru norð- an fyri Foroyar, eru fisk- áðir i Islandi. Hetta bend- ir á, at sera lítið av laksinum, sum er norðan fyri Foroyar, endar uppi á islendsku votnunum. J.S. Joensen metir tí, at is- lendska klagan hevur einki grundarlag. seg ivaleyst i hovunum tætt kring lsland. — Laksurin, um merkt- ur er við Foroyar, ferðast harímóti viða. Fiskirann- sóknarstovna hevur fingið merki sendandi úr Gron- landi, Skotlandi, Noregi Jákup Sverri Joensen. fisklfroðingur og heilt úr Ruslandi. ( Sjálvsagt eisini úr tslandi, men tað er so lítið, at foroyingar hava ikki 1 skuldina av, at laksurin í íslendskum vetnum minkaður, enflar Jákup I Sverri Joensen. Úrklippa úr Dagblaöiö í Færeyjum. *j^,Eg strauk af varðskipi.’ Svanur Elías- son segir frá | ævintýrum [ s!,marsinsá I varðskipinu Ægi. Valur undir smásjá SAMÚELS. Skyggnst ofan í fjár- hirslur Valsmanna og sagt frá umsvifum þeirra. Þessi grein hefur þegar vakið mjög mikla athygli. Myndir frá krýningu Ungfrú Holly- wood, Valgerðar Gunnarsdóttur, í Hollywood. Kvartmílan í sumar. Þetta var metár í sögu kvartmílunnar, og Samúel segir frá því í máli, og myndum af sigurvegurunum. Frjálsar bjöllurnar í íslenskum myndum. Samúel varpar ljósi á þróunina í jj. \ kvikmyndagerð hér á landi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.