Vísir - 26.11.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 26.11.1980, Blaðsíða 27
MiOvikudagur 26. nóvember 198«. VÍSIR kyikmyndir Einkunn: 9,0 Regnboginn: Hjónaband Mariu Braun Kvikmyndun: Michael Ballhaus Handrit: Peter Marthesheimer og Pia Frölich Tónlist: PeterRaben Leikstjóri: Reiner Werner Fassbinder Aðalieikarar: Hanna Schygulla, Klaus Löwitsch og Ivan Desny. Maria Braun biöur eiginmannsins úr striðinu. Hann hefur horfið, liklega er hann lát- inn, og aö þvi rekur aö Marla gefst upp á biðinni. Hún fer a& dæmi annarra ungra þýskra kvenna og leggst i „ástandiö”. Maria kýs sér bandariskan blá- mann aö viöhaldi, en þegar minnst varir snýr eiginmaöurinn týndi heim.Maria á fárra kosta völ, fargar viðhaldinu en Hermann maður hennar tekur á sig alla sök. Maria hyggst búa sem best i haginn fyrir heimkomu Hermanns úr fangelsinu og gerir enn betri sölusamning um sjálfa sig en fyrr. Þó sér hún ekki aö öllu leyti við viösemjanda sinum og kaupanda og samningar eru geröir án hennar vitundar. Maria selur sig ævinlega i bestu meiningu. Hún ber hag fjölskyldu sinnar og þó fyrst og fremst eiginmannsins fyrir brjósti. Hún er óþreytandi viö að tjá Hermanni ást sina og telur sig vinna honum allt sem hún má. Hanna Schygulla snöggklædd i hlutverki Marlu Braun Beoio eltir Hermanni Hermann er hins vegar sá sem kemur á óvart. Hann setur sig aldrei upp á móti sölumennsku Mariu, leggur þegjandi blessun sina yfir framferði hennar og hikar ekki er honum býöst aö semja viö elskhuga Mariu um framlengd afnot af henni. Einu skilyröi Hermanns eru þau aö hann fái sinn helming af sölu- verðinu. Meö mynd sinni „Hjónaband Mariu Braun” vill Fassbinder án efa minnast hluta úr sögu Þýskalands eftir seinna striö enda sendir hann Helmut Schmidt og fyrirrennurum hans kveöju i lok myndar. Engu aö siöur er „Hjónaband Mriu Braun” ekki einungis dæmisaga, en sé litið á hans em dæmisögu er hægt aö heimfæra hana upp á fleira en þýsku þjóöina og stjórn- endur hennar. Burtséö frá öllum boðskap hefur „Hjónaband Mariu Braun” viötækt listrænt gildi. Fassbinder nær 1 „Hjónabandi Mariu Braun” aö skapa magnaö andrúmsloft meö fáum atburöum og hægum eins og i mörgum fyrri verkum sinum. Sum þeirra eru tslending- um kunn þvi kvikmyndir Fass- binders hafa verið sýndar á mánudagssýningum Haskóla- biós, i Fjalakettinum og sjónvarpinu. „Hjónaband Mariu Braun” snýst um aðdragandann aö tor- timingu Mariu. Sálarkröm persónanna i kvikmyndinni er oft undirstrikuö meö hrörlegum hibýluni og húsarústum and- stæöu iburöarmikils fatnaöar og umbúnaöar persónanna. Fass- binder leggur i „Hjónabandi Maríu Braun” áherslu á hiö sjónræna fram yfir talað orö og kvikmyndatakan er oft á tiöum snilldarleg. Framlag Fassbind- ers til kvikmyndanna er mikiö og sérstaöa hans meöal leikstjóra slik aö allir ættu aö láta verk hans sig einhverju varöa. — SKJ A0 vera heiia Peyton, K.M.: Sýndu aö þú sért hetja. Reykjavik, Mál og menning, 1980. Enski rithöfundurinn K.M. Peyton er oröinn allvel þekktur hér á landi fyrir bækur sinar um Patrick Pennington. Þær eru Sautjánda sumar Patrics (1977), Patrick og Rut(1978) og Erfingi Patricks (1980). Þar með er lokiö sögunum af Patrick Pennington. En nú er komin ný bók eftir K.M. Peyton. Hún heitir Sýndu aö þii sért hetja og fjallar um allt aörar sögupersónur en fyrri bækur höfundarins sem þýddar hafa verið á islensku. Aöalpersóna sögunnar er Jónatan Meredith, sem er sonur auðugra hjóna og búsettur i Siguröur Helgason skrifar um bækur Essex i'Englandi. Faðir hans er þekktur maöur fyrir auö sinn. Þar af leiöandi beina mannræn- ingjar spjótum sinum aö honum ogræna honum. Sagan lýsir þvi hvernig rániö fer fram, hvaöa meöferö Jónatan hlýtur hjá ræningjunum og hvernig til tekst með aö leysa hann úr haldi. Af öllum aöstæðum sést aöum er aö ræöa óvenju snjalla ræningja sem eru vel kunnugir öllum aöstæöum og vita hvernig standa ber að verki. Aöeins eitt vitni er aö atburðinum, Pétur Mc Nair sem er góöur vinur Jónatans og kemur talsvert viö sögu. Mjög margir höfundar barna og unglingabóka hafa reynt aö skrifa hálfgeröar glæpasögur. Þessar sögur eru mjög misvel geröar og flestar eru þær þvi marki brenndar aö eiga ákaf- lega fátt skylt viö raunveruleik- ann. Þessi bók er aö þvi' leyti frábrugöin þeim, aö allir at- burðir sögunnar gætu átt sér staö i' raunveruleikanum. Hvergi er fariö yfir þau mörk sem gera slikar sögur ótrú- legar. Söguhetjurnar eru ósköp venjulegar, annar sonur riks kaupsýslumanns og hinn sonur hestatamningamanns. Þaö er einkenni á sögunum um Patrick Pennington hversu vel höfundinum tekst aö lýsa hugsunum sögupersónanna. Lesandinn hefurá tilfinningunni hvernig þeim sé innanbrjósts. Þaö sama er upp á teningnum I þessari sögu. Einn stór þáttur i uppbyggingu sögunnar eru þau áhrif sem ránið og þaö sem þvi fylgir hefur á fórnarlambið. Hvernig yröi manni viö ef fjórir filefldir karlmenn réöust að manni og héldu föngnum? Lik- lega illa. Þannig er málum háttaö meö Jónatan Meredith oghonum leiöist hnýsni fólks og stööugarspurningar þegar hann hefur losnaö úr prisundinni. Einnig hafa viöbrögö móöur hans mjög slæm áhrif á hann. Hún einblinir á þaö hversu slæmt sé aö missa 500.000 pund i ræningja hendur, en virðist ekki kunna nógu vel aö meta þaö aö fá son sinn heim heilan á húfi. Sýndu aö þú sért hetja er mjög spennandi og skemmtileg saga. Hún nær talsveröum tök- um á lesandanum. Hann fær ósjálfrátt áhuga á aö kynnast þvi hvernig fer fyrir Jónatan. Einu persónurnar i sögunni sem hægt er aö segja aö lesandinn kynnist aö nokkru marki eru Jónatan og vinur hans Pétur, en aörir eru algjörar aukaper- sonur, nema kannski Jonni i lok sögunnar. Þar er gefin talsvert góö lýsing á ógæfusömum ung- um manni sem viröist lenda i vandræöum hvar sem hann er staddur. Það er full ástæöa til aö mæla meö þessari bók fyrir unglinga. Hún er vel gerö og likleg til vin- sælda eins og fyrri bækur K.M. Peyton sem út hafa komiö á is- lensku. Þýöing Silju Aöalsteins- dóttur er góö og viröist falla vel aö sögunni. Siguröur Helgason oorði komlð á okkur á flskmörkuðum Fréttir berast af þvi manna á meöal að um þessar m undir eigi viö ísiendingar viö mikia erfiöleika aö etja á fiskmörkuö- um. Vaxandi samkeppni gætir á fiskmörkuöum t.d. frá Kanada- mönnum og jafnvei frá sunnan- veröri Brasillu, en á sama tlma viröist sem vinnslu innan ákveöinna greina fiskverkunar hafi hrakaö svo, aö kaupcndur geti gengiö aö ákveönum númerum I fiskpöntunum og fundiö þar nóg til aö raga verö á allri sendingunni. Þetta er mjög bagalegt, og sölumenn standa eiginlega uppi alvcg ráöalausir, vegna þess aö engar aögeröir eru haföar uppi hér heima til aö taka fiskvcrkunarleyfiö af þeim sem þekktir eru af endemum meöal fiskkaupenda. Þá má geta um, sem sérstakt dæmi um dlestur í markaösmál- um okkar, aö á sama tima og viö höfum knúiö gamia viö- skiptavini okkar til aö kaupa slld á yfirveröileyfist eigendum einstakra báta aö landa slld erlendis, þar sem hún er seid fyrir altt aö 30% lægra verö. Þetta hefur einfaldlega þýtt, aö ekki dugar lengur aö höföa til langvarandi viöskiptatengsla til réttlætingar á háu slldarveröi. Gamlir kúnnar segja okkur ein- faldiega aö fara til fjandans. 1 raun benda fisksölumálin al- mennt til þess aö taka veröi mikiö haröari tökum á þeim, sem fyrir hyskni og hirðuleysi i framleiösiu og viö sölu, setja markaöi okkar i hættu. Fryst karfaflök skiptast t.d. I veröflokka eftir stærö flakanna og eru stærstu fiökin seld á tölu- vert hærra veröi. Örugg flokkun er þvl alveg nauösynleg. Hins vegar hefur ekki tekist betur til en svo, aö upp úr nltján flaka pökkum hafa veriö talin yfir þrjátiu flök. Verölagningin miöaöist hins vegar viö stóru flökin. Þegar um mikiö framboö er aö ræöa þýöir þetta einfald- lega aö viö erum aö svindla okk- ur út af markaönum og þaö er alveg ástæöulaust aö þola. 1 skreiöarútflutningi rlkir sama ófremdarástandiö og ann- ars staöar. Haft er á oröi aö sum skreiöarpartfln séu svo möökuö aö þau geti skriöiö af sjálfsdáö- un um borö i skipin og frá boröi. Þetta atriöi snertir okkur sér- staklega, vegna þess aö i einn tima bjuggum menn viö þá svi- viröu aö fá maökaö mjöl frá Dönutn. Nú viröast menn ekki skirrast viö aö sclja maökaöa skreiö til blökkumanna I Afriku, sem eru jafnvelenn viökvæmari fyrir gallaöri vöru frá hvitum seljendum cn viö nokkurntfma vorum fyrir maökaöa mjölinu. Linnulausar fcröir sendinefnda til útlanda, bæöi leyndar og Ijós- ar, snúast fyrst og fremst um að friöa æfa kaupendur, sem ýmist neita aö greiöa gallaöar send- ingar, eöa vilja hætta öllum viö- skiptum. Taliö er aö tiu til tutt- ugu fiskframleiöcndur beri fyrst og fremst ábyrgöina á þvi hvernig komiö er fyrir okkur á hinum fjölþættu fiskmörkuðum. Krafan nlýtur aö vera alveg ófrávlkjanleg hvaö þessa aöila snertir. Annaö tveggja bæta þeir ráö sitt á stundinni eöa þeir vcröa sviptir fiskverkunarleyf- um, Þaö er nauövörn til aö koma lagi á markaösmálin og til aö hindra frekar en oröiö er gífurlega andúö á viöskiptum viö okkur, sem einkum gætir i Afrlku og I Evrópu. Hugsanleg valdabarátta þeirra innan fisk- sölusamtaka, sem telja aö at- kvæöi maökaframleiöenda séu eins góð og atkvæöi hinna verö- ur einfaldlega ekki þoluö. Þaö hlýtur aö vera krafan aö söluaö- ilar og sjávarútvegsráöuneytiö ieggi spilin á boröiö I þessum efnum og skýri frá leynilegum sendiferöum til kaupenda i sáttaumleitunum, og birti nöfn þeirra framleiðenda, sem hafa meö brotum á viöurkenndum vinnsiuregium, valdiö okkur gífurlegum og ónauösynlegum erfiöleikum á erlendum mörk- uöum. Veröi þessi ósvinna ekki stöövuö stöndum viö uppi út- hrópuö meöal þeirra sem viö okkurhafa skipt fram aö þessu. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.