Vísir - 18.12.1980, Page 2

Vísir - 18.12.1980, Page 2
2 Fimmtudagur 18. desember 1980 Hvaö verður í jólamatinn hjá þér? Einar S. Einarsson, nemi Ég veit þaö ekki fyrir vist, en þaö veröur örugglega þaö besta, sem er svinalæri. Þaö er annars breytilegt eftir árum, engin föst siövenja. I Éii Agúst Guönason, nemi. Ætli þaö veröi ekki hiryggur.alla vega vona ég þaö. Stundum hefur þaö veriö hangikjöt eöa læri. Hieimir Hafsteinn Eövarösson, nemi. Ég held aö ekki sé búiö aö ákveöa rööina á þessu, en mér skilst að hangikjöt, svinahryggur og londonlamb sé á jölamatseölin- um. Svinahryggurinn er bestur, finnst mér. Helga Ilafsteinsdóttir, verka- kona. Ég er ekki búin að ákveöa það ennþá. Þetta eru fyrstu jólin sem ég sé um matseldina, þvi ég er nýfarin aö búa. Heima var yfir- leitt hryggur á aðfangadags- kvöld, en ég ætla aö breyta til. Ætli þaö veröi ekki londonlamb. Guörún Einarsdóttir, húsmóöir. Ég hef svinarúllu á aðfangadags- kvöld. Ég hef haft svinarúllu áö- ur, en þetta er engin föst siövenja hjá mér. I fyrra haföi ég til dæmis steikt læri. VÍSJR „Heiður að fá að starfa að þessu verkefni - segir Guðmundur Einarsson framKvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar „Það er geysileg þörf á að útvikka þetta starf og færa það yfir á önnur svæði. Til þess hefur vantað bæði fjármagn og fleiri sérfræðinga. Þvi er þessi beiðni Norðmanna komin til okkar. Við fögnum henni mjög og finnst heiður að þvi að fá að starfa að þessu verkefni með Norðmönnum, eins og þeirra starf er skipulagt”. Þetta mælti Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, er Vísir ræddi við hann af þvi tilefni að hin árlega landssöfnun hjálparstofnunarinnar er nýhaf- in. Safnað er undir kjörorðinu „Brauð handa hungruðum heimi” og hefur svo verið gert sl. 4 ár. v.Þessi söfnun er aö þvi leytinu öðruvisi en hinar fyrri, að viö leggjum mikla áherslu á að þaö fylgi þessu ákveðin hugarfars- breyting. Við erum ekki að benda á eitthvert ákveðið svæði nú, þar sem fólk er beinlinis aö deyja úr hungri, heldur einbeitum við okkuraö langtima fyrirbyggjandi aðstoð”, sagði Guðmundur. Það sem um er að ræða, er uppbyggingarstarf i Suður-Súd- an. Barst lslendingum boð frá Norðmönnum um að taka þátt i þvi starfi sem þar er unnið, en hinir siðarnefndu hafa unnið á þessum slóðum i 7 ár og orðið vel ágengt. öska Norðmenn eftir þvi að Islendingar verði sendir til starfa þarna og þvi er umrædd söfnun sett af stað, að það megi takast. Þá er einnig nokkuð um að fólk gerist fastir styrktarmeðlimir i starfinu og i Höndinni, fréttabréfi hjálparstofnunar Kirkjunnar,er einmitt sérstakur seðill, sem fólk getur fyllt út i þessu skyni og sent um hæl. Guðmundur var spurður i hverju umrætt starf i Súdan væri fólgið. Sagði hann að fólki væri kennt að græða upp land. Þurft hefði að bora eftir vatni, bæði til áveitugeröar og drykkjar. Mikil áhersla væri lögb á heilsugæslu og fleira þar að lútandi. Skólastarfi væri komið á fót, bæði almennri fræðslu og verk- menntun. Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri H jálparstofnunar kirkjunnar. A hennar vegum er nú hafin árleg landssöfnun á jólaföstu. „Þetta er fyrst og fremst fræðsluverkefni, sem gerir fólki betur kleift að standast þau áföll, sem það kann að verða fyrir. Þess má geta að ástandið á þeim svæðum sem Norðmenn voru á, hefur verið svo gott, að þau voru aflögufær um afurðir, sem fluttar voru til annarra svæða”. Tveir starfsmenn frá Hjálpar- stofnun kirkjunnar voru i Súdan fyrir skömmu, þar sem þeir kynntu sér aðstæður. Guðmundur var annar þeirra og var hann beðinn að segja frá þeirri ferð og starfinu i stuttu máli. ,,,Eitt aðalatriði uppbyggingarinnar er, að hún sé ekki of hröð, þannig að menningu og siðvenjum ibúanna sé ekki stofnað i hættu. Vitaskuld reynum við að fræða fólk um að það sé ekki snjallt að höggva tennur úr ungbörnum og lækna sár með þvi að setja glóandi tein á kvið, en það er staðinn vörður um menninguna sem slika. Ungbarnadauði i þorpunum þarna fyrir utan er mjög mikill. Má reikna með að 50% af öllum börnum yngri en tveggja ára deyi, vegna sjúkdóma, sem flesta má rekja til dryKkjap. vatns. Þar er t.d. til marks um ástandið, að sé móöir spurð hvað hún eigi mörg börn, telur hún þau ekki með sem eru undir tveggja ára aldri, þvi likurnar eru svo miklar á að hún missi þau”. — JSS. Hjón veröa að borga Ragnari 150 þúsund fyrir aö fá að fara til útlanda. Svlvlrðlleg skattheimta Sumir skattar eru réltlátir og flestir greiða þá möglunarlaust, nema náttúrulega þeir sem eru i aðstöðu til að svikja undan skatti. Aörir skattar eru hins vegar svo óréttlátir að það er hrein svfviröa að inn- heimta þeirra skuli viðgangast. Einn af þeim er flugvallarskatturinn. Nú er búið aö hækka þann skattupp i 11.200 krónur á hvern farþega, scm fer út úr landi. Gjald þetta er lagt við verð á flugfarseðtum þegjandi og hljóðalausl og þannig reynt aö fela þessa óvinsælu og ósanngjörnu skattheimtu. Þetta svarar til 20 dollara skatts á farþega og 'er' hætt viöað sú rikisstjórn i Randarik junu m sem rcyndi aö setja slikan skatt á gæti pakkað sam- an I hvelli. Sfðan á aö framlengja 10% skattinn á feröa- gjaldeyri og þeim skatti ekki sett nein timamörk. Þessi skattheimta samanlögb þýðir, aö hjón sem vilja brcgða sér til útlanda þurfa að borga um 150 þúsund krónur til islenska ríkisins áður en þeim er leyft aö fara úr landi. Svona skattheimta gengur út yfir öll veisæmismörk og þess verður að krefjast að Neytendasa mtökin, ferðaskrifstofurnar og þeir alþingismenn sem enn hugsa um hag almennings bregði við hart og fái þessu breytt. Leynd yflr viðishúsl Ætli þeir I stjórnar- ráðinu noti efstu hæðir Víðishússins sem geymslur undir brugg? Nei, varla, en hvað cr þá verið að fela? Visismenn höfðu áhuga á að skoða þrjár efstu hæöirnar i Viðishúsinu sem hýsa áttu mennta- málaráöuneytiö, en hafa staöiö auðar frá þvi rikið keypti húsið. En þaö er ekkert áhlaupaverk að fá leyfi til að skoða auðar hæðir Viöishússins. Mennta- málaráðherra tók sér umhugsunarfrest er málið var boriö undir hann. Taldi sig svo ekki gcta veitt leyfi til að taka þarna Ijósmyndir eða hleypa V'isismönnum inn. Visaöi liann á forsætis- ráðherra. Eftir itrekaðar tilraunir til að ná tali af forsætisráðherra, án árangurs, tókst að koma til hans skilaboðum meö ósk um að liann veitti þctta leyfi. Ráðherrann kom þvi svari á framfæri við Visi, að blaðið skyldi ræða þctta mál viö ráðuneytisstjóra forsæt- isráðuneytisins. Ráðuneytisstjórinn taldi sig ekki þess um- kominn að tala slika ákvörðun, en sagöist þó ekki geta stöðvaö för Vfsismanna ef þeir sæktu fast að fá inngöngu I húsiö. Það er ekki furða þótt scint gangi aö hefja viðgeröir á húsinu fyrst það er svona erfitt að taka ákvörðun um hvort menn rnegi reka þar inn nefið. • Svartur lúxus 1 islenskum blöðum hefur að undanförnu mátt sjá auglýsingar frá dönskum aðilum þar sem íslendingum er boðið að hjálpa til við að byggja upp sjálfstætt Zimbabve, sem áður hét Ródesfa. Eftir margra ára borgarastyrjöld i landinu hafa nýir herrar sest á valdastóla þarna subur frá. Þar hcfur svartur lúxus tekið viðaf hvftum og þeir svörtu ganga enn lengra. Magga Thatcher fór að hitta Frakklandsforseta ekki alls fyrir töngu. Með henni fóru fjórir ráðherr- ar og nokkrir blaöamenn. Ráðherrunum var skipað að gista i breska sendi- ráðinu i Paris og blaöa- mennirnir borguðu allt sitt sjálfir. Þótt mörgum þetta mcrkileg tiðindi eft- ir hóglifi ráðherranna i stjórn Verkamanna- flokksins. Stjórnin i Zimbabvc sendi hins vegar45 vini og kunningja meö Mugabe þcgar hann skrapp til Bandaríkjanna að hitta Carter. Þegar Tító var jarösettur sendi stjórnin i Salisbury 70 manns til að vera viö. athöfina og þegar ráðherra að nafni Cannan Banana skrapp til Itúmeniu slógust 40 meö i förina. Alltaf er ferðast á fyrsta farrými og gist á glæsilcgustu hótelunum. Ogsvo er verið að bjóöa okkur aö vcra meö I að hjálpa þessu fólki. Jónas segir ráðherrann hættan að koma af fjöll- um Hækkanir I hafl Ég mætti Jónasi Guðmundssyni rithöfundi og málara á förnum vegi og tókum við tal saman. Barst taliö brátt aö hinum skelfilegu uppljóstrunum Hjörleifs iðnaðarráð- hcrra um svindliö hjá Al- verinu. Við veltum þessu máli fyrir okkur og kom þar að Jónas segir: — Ja, fyrst iðnaöar- ráðherrann er hættur aö ...enda kemur hann nú af hafi. koma af fjöllum og kemur nú af hafi, þá væri kannski ástæða til aö spyrja hvort ekki eigi að rannsaka þetta með bensinið. Þar eiga sér stað slikar hækkanir „i hafi" að með hreinum ólikindum er. HjÓI Vlð stokkinn — Iivers vegna hefur þú reiðhjól við rúmstokk- inn, spurði Keflvikingur- inn sem kom i hcimsókn til vinar sins I Hafnar- firði. — Þaðervegna þessað ég er orðinn svo þreyttur á að ganga i svefni, svaraði vinurinn. Sæmundur Guðvinsson blaðamaöur skrifar

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.