Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 22
22 C MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ S jáland í Garðabæ mun hafa yfir sér sérstakt yf- irbragð. Skipulag hverf- isins tekur mið af nálægð þess við sjóinn, en hverfið stendur á ströndinni við Arnarnesvog og eitt aðaleinkenni þess er gott út- sýni yfir voginn allt til Snæfells- jökuls og til Esju. Hverfið er byggt í þremur áföngum. Í fyrsta áfanga verða reistar tæplega 300 íbúðir. Þær verða í fjölbýlishúsum, sem verða frá þremur og upp í sex hæðir. Alls er gert ráð fyrir, að um 750 íbúðir verði byggðar á Sjálandi og íbúar hverfisins verði um 2.000 alls. Hönnuður hverfisins er Björn Ólafs, arkitekt í París, en margir arkitektar munu hanna húsin. Það á að tryggja fjölbreytni í húsagerð og að yfirbragð hverfisins verði ekki of einsleitt. Það eru fyrirtækin Björgun og Byggingafélag Gylfa og Gunnars, sem standa að uppbyggingu hverf- isins í samvinnu við Garðabæ. Þetta verður afar aðlaðandi hverfi. Vestast við Arnarvog er náttúrleg fjara. Í beinu framhaldi af henni til austurs er gert ráð fyrir svæði, þar sem verður leikskóli, spark- völlur og sjóbaðsströnd, sem snýr í sólarátt. Aðstöðu til fuglaskoðunar verður komið fyrir á tanga og strandlengjan verður öll opin al- menningi, en gangstígur á að tengja hana og hverfið við miðbæ Garðabæjar. Hverfið hefur fengið nafnið Sjá- land eftir Sjálandi í Danmörku og götur í hverfinu eiga að heita eftir þekktum götum í Kaupmannahöfn, þar sem Íslendingar komu við sögu fyrr á öldum. Hugmynda- smiðurinn að þessum nafngiftum er Hallgrímur Helgason rithöfund- ur. Þannig á verzlunargata hverf- isins að heita Strikið, lengsta gat- an Langalína og höfnin í hverfinu á að heita Nýhöfn. Útivistargarð- urinn á að heita Bakkinn eftir Dyrehavsbakken og baðströndin Sjóvangur líkt og Søvang í Dan- mörku. Þarna verður líka Vest- urbrú og Strandvegur og göngu- stígar hverfisins fá heitin Hafnarslóð og Sagnaslóð. 43 íbúðir Hjá Borgum og Eignamiðlun eru nú til sölu íbúðir í fjölbýlishúsi í smíðum við Strandveg 24-26 og Norðurbrú 4-6 á Sjálandi. Húsið verður vinkillaga og stendur því við tvær götur. Í húsinu eru 43 íbúðir, en það verður fjórar hæðir auk bílageymslu í kjallara. Bygg- ingaraðili er Þ. G. verktakar en hönnuður nýbyggingarinnar er Björn Ólafs arkitekt, sem einnig hefur skipulagt hverfið samkvæmt framansögðu. Íbúðirnar eru mismunandi að stærð, allt frá 2ja herbergja og upp í 4-5 herbergja. Minnsta íbúð- in er 57,8 ferm. en sú stærsta 140,7 ferm. Verðið er líka að sama skapi mismunandi, en minnsta íbúðin kostar 11,7 millj. kr. og sú stærsta 27 millj. kr. Töluvert er í þetta hús lagt. Það er steinsteypt með hefðbundnum hætti og útveggir einangraðir að innan. Þakplatan er steypt og ein- angruð að ofanverðu. Gluggar eru úr furu, álklæddir að utan og gler- jaðir með K-gleri, opnanleg fög eru úr áli og hurðir ýmist úr áli eða úr Oregon pine. Útveggir hússins eru ýmist klæddir með litaðri álklæðningu eða litekta múrklæðningu og mis- munandi litaval utanhússklæðn- inga mun gefa húsinu ferskan blæ. Á þaki eru fimm bogalaga kvistir en annars eru þökin flöt og upp- byggð í stofurýmum á efstu hæð. Fjórir stigagangar eru í húsinu og lyfta í þeim öllum. Bílageymsla, með aðkomu í austurenda hússins, er í kjallara og bílastæði fylgir öll- um íbúðum sem og sérgeymsla í kjallara. Stórar svalir fylgja flest- um íbúðum. Þaksvalir eru á efstu hæð og sérafnotaréttur fylgir íbúðum á jarðhæð. Flestar íbúðirnar hafa sjávarút- sýni til norðurs og vesturs að hluta og frá íbúðum á efstu hæð er framúrskarandi útsýni. Stutt er í góðar gönguleiðir og útivistar- svæði. Að innan skilast íbúðirnar full- búnar en án gólfefna, nema bað- herbergi sem verða flísalögð. Fataskápar verða allir spónlagðir með eik og í yfirhæð. Slökkvitæki, reykskynjari og læsanlegur lyfja- skápur fylgja hverri íbúð. Í eldhúsi verða innréttingar af vandaðri gerð frá danska fyrirtæk- inu HTH, en þar er strangt gæða- eftirlit með framleiðslunni og ekki notuð efni, sem á einhvern hátt hafa skaðleg áhrif á umhverfið og andrúmsloft heimilisins. Eldunartæki verða af vandaðri gerð frá AEG. Í öllum íbúðum verða keramikhelluborð, sem felld eru í borðplötu og veggháfar, en háfar og ofnar verða úr burstuðu stáli. Baðherbergi eru rúmgóð og í flestum íbúðum eru baðkar og sturta með klefa. Baðinnrétting verður spónlögð með eik. Mynd- dyrasími fylgir öllum íbúðum og hurðir í bílageymslum verða með fjarstýrðum opnunarbúnaði. Innganga og aðkeyrsla í bíla- geymslu verður með snjóbræðslu og við íbúðir á jarðhæð verða ver- andir úr timbri. Sameiginleg garð- svæði verða öll fullfrágengin með gróðri og girðingum samkvæmt teikningum landslagsarkitekts. Stórir glerfletir í útsýn- isáttum Góð hönnun á íbúðunum þarf ekki að koma óvart, en Björn Ólafs hefur getið sér gott orð fyrir fram- úrskarandi hönnun bæði hér heima og erlendis. Í þessu fjöl- Útlitsteikning af húsinu, sem er fjórar hæðir auk bílakjallara. Í húsinu eru 43 íbúðir, en það er vinkillaga og stendur við tvær götur, Strandveg 24-26 og Norðurbrú 4-6 í Sjálandi. Fjórir stigagangar eru í hús- inu og lyfta í þeim öllum. Við hönnun hússins var lögð áhersla á að fá fram bjartar íbúðir með góðri innri nýtingu og stórum glerflötum í útsýnisáttum. Stórar svalir fylgja flestum íbúðum. Þaksvalir eru á efstu hæð og sérafnotaréttur fylgir íbúðum á jarðhæð. Útsýnið út á sjóinn verður snar þáttur í stemmningu Sjálands í Garðabæ Mikill áhugi er úti á markaðnum á hinu nýja hverfi í Sjálandi í Garðabæ. Magnús Sigurðsson kynnti sér íbúðir í smíðum í fjölbýlishúsi við Strandveg og Norðurbrú. Morgunblaðið/Jim Smart Íbúðirnar eru til sölu hjá Borgum og Eignamiðlun, en fyrstu íbúðirnar verða afhentar í júní–júlí á næsta ári. Þessi mynd er tekin fyrir framan fjölbýlishúsið, en uppsteypa þess er nú vel á veg komin. Frá vinstri: Magnús Geir Pálsson, sölumaður hjá Borgum, Þorvaldur Gissurarson byggingameistari, sem byggir húsið, Þorleifur St. Guðmundsson sölumaður og Sverrir Kristinsson fasteignasali, en þeir starfa báðir hjá Eignamiðlun. Morgunblaðið/Jim Smart Björn Ólafs arkitekt er hönnuður hússins. Hann hefur einnig skipulagt hverfið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.