Vísir


Vísir - 20.01.1981, Qupperneq 3

Vísir - 20.01.1981, Qupperneq 3
Þriðjudagur 20. janúar 1981. r —...... 3 Formaður Félags flsksala: „FISKSALAR VERÐA HREINLEGA AÐ LOKA - el ákvðrðun tiskverOs dregst miktu lengur „Fisksalar verða hreinlega að loka, ef ekki fer að hilla undir nýtt fiskverð", sagði Bárður Steingrimsson formaður P'élags fisksala i viðtali við Vísi. Fisksalar eru orðnir mjög uggandi vegna þess hve seint gengurað ákveða nýtt fiskverð. Bæjarútgerð Heykjavikur dró hins vegar til baka þá 21% hækkun á neysluíiski til fisk- sala, sem blaðið greindi lrá i gær. ,,Þetta mál stendur alveg og fellur með komu nýja iiskverös- ins”, sagði Bárður ennfremur. „Við fáum eftirkröfu og veröum að yfirborga alla linuýsu sem við kaupum á Suðurnesjum. Viö erum þegar farnir að borga 40- 50 krónum meira fyrir ýsuna núna en við gerðum, bara til að létta á okkur byrgðirnar þvi hún gæti hækkað um 70-80 krónur. Það segir sig sjálft að meðan við fáum ekki að hækka verðið, verðum við að loka”. Hins vegar sagði Báröur, að fisksalar hefðu nú hækkað verð- iðofurlitið á þeim fisktegundum sem ekki væru inni i visitölunni. Það væri þó aðeins dropi i hafið. —.iss Kisksalar segja, að komi ekki nýtt fiskverð á næstunni verði þeir að loka fiskbúðunum. Vísisntynd: EÞS NEFND KANNAR HVORT VIÐHALDIÐ FÆST HEIM Steingrimur Hermannsson samgönguráðherra hefur skipað nefnd sem kanna skal möguleika á að flytja viðhald alls flugflota Flugleiða til landsins. Var gengið frá skipan i nefndina fyrir helgi, en ákveðið var að gera þessa athugun þegar Flugleiðum var veitt rikisábyrgð á fimm milljón dollara láni á siðastliðnu vori. 1 nefndinni eiga sæti þeir Leifur Magnússon flugrekstrarstjóri Flugleiða, Ragnar Karlsson flug- virki, Helgi Agústsson yfirmaður varnarmáladeildar, Jón Ormur Halldórsson aðstoðarmaður for- sætisráðherra og Birgir Guðjóns- son deildarstjóri i samönguráðu- neytinu. Þegar umrædd rikisábyrgð var veitt, varð að samkomulagi að gera athugun á þvi hvernig vinna mætti markvisst að þvi að færa allt viðhald flugvélanna hingað ti! lands, enda væri þá aðstaða fyrir hendi og kostnaður sambærilegur við það sem gerist annars staðar. Hér er fyrst og fremst verið að ræða um viðhald á DC-8 þotum Flugleiða, en viðhald á þeim fer fram i New York. SG formast Latex/Lystadún dýnan undir þér— og eltir síðan hverja hreyfingu þína þannig, að hún styður alltaf undir mitti og mjóhrygg. Latex/Lystadún dýna er samsett úr stinnu Lystadún undirlagi og mjúku Latex yfirlagi. Þyngstu líkamshlutar bæla Latexlagið niður að stinnu Lystadúnlaginu. Þannig lagar dýnan sig að líkamanum. Árangurinn er að hryggsúlan liggur nokkuð bein, hvíldin verður fullkomnari og þér hættir síður til eymsla í hrygg. Þau orsakast oft af röngum rúmdýnum. Langbestu eldavélakaupin sem við getum boðið frá Þessi fullkomna glæsilega eldavél er á óvenju hagstæöu veröi, kr. 6.181.- með viftunni (ef vifta á ekki aðblása út kostar kolasia kr. 561.- Þú færð allt með þessarri vél: 2 fullkomnir stórir bakarjfnar, eíri ofninn með grilli og rafdrifnum tein, sjálfhreinsandi, hrað- hitun er á ofninum, Ijósaborð yfir rofum. 4 hell- ur, fullkomin vifta með digitalklukku og fjar- stýrisbúnaði fyrir vél. Glæsilegir tískulitir: Avocado grænn, karrý gulur, inka rauður, svart- ur og hvítur. Eigum einnig kæliskápa, frystiskápa, upp- þvottavélar og frystikistur. Greiðsluskilmálar EINAR FARESTVEIT & CO. HF BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995 Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar óskar eftir tilboðum i vikurflutninga vegna aðveitu Sileyri-Akranes. Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistof- unni Fjarhitun sf., Álftamýri 9, Rvik., Verkfræði og teiknistofunni sf., Heiðar- braut 40, Akranesi og verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen Berugötu 12, Borgarnesi gegn 200 kr. skiiatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Akraness og Borgarfjarðar, Heiðar- braut40, Akranesi þriðjudaginn 10. febrú- ar 1981 kl. 15.30.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.